Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 66
DAISY DE MELKER Daisy Louisa C. De Melker var lærð hjúkrunar- kona og var kærð fyrir morð á tveimur eiginmönnum og syni. Daisy fæddist árið 1886 í Seven Fountains skammt frá Grahamstown í Suður-Afríku og átti tíu systk ini. Tólf ára gömul flutti hún til Ródesíu, nú Simbabve, þar sem hún bjó ásamt tveimur bræðrum sínum og föður. Þegar upp var staðið var Daisy aðeins sakfelld fyrir morðið á syni sínum, sem var þó eina morðið sem ekki var vitað um ástæður fyrir. Daisy var önnur konan sem endaði ævi sína í gálganum í Suður-Afríku. Lesið um hjúkrunarkonuna Daisy de Melker í næsta helgarblaði DV. ILLÞEFJANDI TÚLÍPANINN Þó að Robert Black Tulip hafi bara verið sakfelldur fyrir fjögur morð er hann grunaður um aðild að mun fleiri. Morðin sem hann var dæmdur fyrir framdi hann á Bretlandi og fórnarlömbin voru ungar stúlkur. Auk annarra morða sem hann er grunaður um á Bretlandi er hann grunaður um fjölda svipaðra morða á meginlandi Evrópu. Móðir Roberts Black vildi ekki kenna hann við föður hans eftir að hann fæddist 1947 í Grangemouth í Skotlandi. Hún vildi í raun lítið með hann hafa og sendi hann frá sér í fóstur. Robert var komið fyr- ir hjá öldruðum hjónum, Jack og Margaret Tulip, og fékk viðurnefn- ið illþefjandi Robbie Tulip í grunn- skóla. Margaret Tulip lést árið 1958 og Robert var sendur á barnaheim- ili í Falkirk og var færður um set nokkrum sinnum eftir það. Ungur að aldri var Robert bendlaður við smáglæpi, en einn- ig þróuðust með honum undar- legir kynferðislegir órar og hann fékk brennandi áhuga á kynfærum annarra barna, eigin endaþarmi og hægðum. En órar Roberts tóku alvarlega stefnu þegar hann var tólf ára. Þá reyndi hann í félagi við tvo aðra drengi að nauðga í fyrsta sinn. Kumpánarnir réðust á stúlku á engi einu en urðu frá að hverfa vegna þess að þeir gátu ekki fram- kvæmt nauðgunina. Braut gegn 30 til 40 stúlkum Fimmtán ára að aldri fékk Robert sendilsstarf í Greenock skammt frá Glasgow. Síðar viðurkenndi hann að hann hefði upp að mis- miklu marki brotið gegn 30 til 40 stúlkum í sendiferðum sínum. Þegar Robert var um nítján ára varð hann ástfanginn af stúlku að nafni Pamela Hodgson og bað hana að giftast sér, en varð niðurbrotinn þegar hún hrygg- braut hann og lauk sambandinu nokkrum mánuðum síðar. Kynórar Roberts vöknuðu til lífsins á ný og hann hóf að áreita stúlkur enn á ný og komst upp með það þar til hann hann gerð- ist nærgöngull við dóttur hjóna sem hann leigði herbergi hjá. Ro- bert lokkaði sjö ára stúlku með sér með fyrirheitum um að hún fengi að sjá kettlinga. Hann fór með stúlkuna í yfirgefna bygg- ingu, herti að hálsi hennar þar til hún var við að kafna og fróaði sér yfir hana. Stúlkan fannst síðar ráfandi, grátandi, blóðug og ráð- villt. Atvikið var tilkynnt lögregl- unni og Robert fékk eins árs dóm á endurhæfingarstofnun. Þegar Robert losnaði af stofn- uninni yfirgaf hann Skotland og flutti til Lundúna, uppgötvaði barnaklám og lét ungar stúlkur eiga sig um hríð. En 1976 fékk Robert vinnu sem vörubílstjóri og fékk yfirgripsmikla þekkingu á vegakerfi landsins. Susan Maxwell myrt Þann 30. júlí, 1982, fór hin ell- efu ára Susan Maxwell af heim- ili sínu í þorpinu Cornhill on Tweed, Englandsmegin við landamæri Skotlands. Susan ætl- aði að spila tennis hinum meg- in landamæranna í Coldstream. Nokkur vitni mundu eftir að hafa séð hana allt þar til hún fór yfir brúna á Tweed-ánni. Eftir það vissi enginn hvað varð um hana. Einhvers staðar á milli árinn- ar og Coldstream nam Robert Susan á brott. Hann nauðgaði henni og kyrkti og kastaði líki hennar út fyrir veg nærri Uttox- eter, um 400 kílómetra frá þeim stað þar sem hún hvarf. Fimm ára fórnarlamb Að kvöldi dags 8. júlí 1983 brá Caroline Hogg, fimm ára, frá Portobello í útjaðri Edinborg- ar sér út til að leika sér skamma stund skammt frá heimili sínu. Hún kom aldrei heim aftur. Vitn- um bar saman um að tætings- legur karlmaður hefði fylgst með ungri stúlku, sem talið er að hafi verið Caroline, á leikvelli stutt frá heimili hennar. Síðar hafði sést til mannsins þar sem hann leiddi hana sér við hlið í leiktækjasal ekki langt frá. Sá maður var Ro- bert Black. Lík Caroline fannst tíu dögum síðar í skurði í Leicesterskíri, um 480 kílómetra frá heimili hennar. Lík hennar var byrjað að rotna og því var ekki hægt að úrskurða dánarorsök, en þar sem líkið var nakið voru leiddar líkur að því að um kynferðislegan glæp hefði verið að ræða. Þremur árum síðar Síðasta fórnarlamb Roberts Black, sem vitað er um með fullri vissu, var Sarah Harper, tíu ára, frá Morley í Leeds. Hennar var saknað eftir að hún skrapp út til að kaupa brauð 26. mars 1986. Afgreiðslumaðurinn mundi vel eftir henni, en heim komst hún aldrei. Það síðasta sem sást til henn- ar var þegar hún gekk að stíg sem hún notaði til að stytta sér leið- ina heim. Henni var rænt og hún myrt af Robert Black og lík henn- ar fannst í Trent-ánni skammt frá Nottingham mánuði síðar. Black gripinn Þar sem lík stúlknanna fund- ust innan 40 kílómetra frá hvert öðru grunaði lögregluna sterk- lega að morðin tengdust. Lög- regluna grunaði einnig að morð- inginn starfaði við eitthvað sem tengdist ferðalögum því líkin fundust öll í órafjarlægð frá þeim stað þar sem stúlkurnar hurfu. En það áttu eftir að líða fjög- ur ár þangað til Robert Black var gripinn. 14. júlí, 1990, sást til Ro- berts þar sem hann greip stúlku af götunni og fleygði henni inn í sendiferðabíl sinn. Árvökull veg- farandi gerði lögreglu viðvart sem elti bílinn og náði í skottið á Robert. Einn lögreglumannanna sem var á vettvangi var faðir litlu stúlkunnar sem fannst í bíl Blacks, bundin, kefluð og hafði verið troðið öfugri ofan í svefn- poka. Við leit á heimili Roberts Black fannst mikið magn barna- kláms og mánuði síðar var hann sakfelldur fyrir mannrán. Grunaður um morðin Lögregluna grunaði Black um morðin á Susan, Caroline og Söruh og eftir að farið hafði ver- ið yfir bensínkvittanir var hann ákærður fyrir morðin og tilraun til mannráns á 15 ára stúlku sem slapp úr klóm hans árið 1988. Þegar upp var staðið var Ro- bert Black, 1994, fundinn sekur um öll ákæruatriði og dæmd- ur til lífstíðarfangelsisvistar með þeim formerkjum að hann myndi aldrei afplána minna en 35 ár. Samkvæmt því sleppur Ro- bert Black ekki úr fangelsi fyrr en 2029, 82 tveggja ára. Í desember var Robert Black sakfelldur fyrir fjórða morðið. Fórnarlambið var Jennifer Car- dy sem var myrt á Norður-Ír- landi 1981. Auk þeirra morða sem Black var dæmdur fyrir er ekki talið útilokað að hann beri ábyrgð á fleiri morðum í Bret- landi og Frakklandi, Hollandi, Írlandi og Þýskalandi, sem líkj- ast þeim sem hann var dæmdur fyrir. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 66 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 SAKAMÁL Hann fór með stúlk- una í yfirgefna bygg- ingu, herti að hálsi hennar þar til hún var við að kafna og fróaði sér yfir hana. Robert Black Grunaður um fjölda morða, dæmdur fyrir fjögur. Jennifer Cardy Bættist í hóp staðfestra fórnarlamba Blacks í desember 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.