Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 68
68 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 SVIPMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI MEISTARAR Manchester United vann enska meist-aratitilinn þriðja árið í röð. Það er í annað skiptið á tíu árum sem strákarnir hans Sir Alex Ferguson vinna það magnaða afrek. STORMASAMT ÁR Árið 2009 hjá Tiger Woods verður lengi í minnum haft. Sé aðeins horft fram hjá kvennastússinu stóð hann sig einnig vel í golfinu. Hann vann engin risamót en hafði þó sigur á heilum sex mótum og vann sér inn ríflega 10,5 milljónir dollara. ENDURKOMA Dwight Chambers féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum og má aldrei keppa á Ólympíuleikum aftur. Hann snéri þó aftur í lið Bretlands og vann 60 metra hlaupið innanhúss á Evrópumótinu í ár. LOKSINS, LOKSINS! Roger Federer fór í gegnum hæðir og lægðir í ár. Stærsta stund hans á árinu var sigur á Roland Garros í Frakklandi. Það var eina risamótið sem hann hafði aldrei unnið áður enda keppt á leir sem er ekki hans sterkasti flötur. ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS Serena Williams fór á kostum í ár. Hún missti sig reyndar aðeins á Opna bandaríska mótinu þar sem hún tapaði í undanúr- slitum. Hún var síðar valin íþróttakona ársins í Bandaríkjunum. ARGENTÍNSKUR FARSI Maradona tók við liði Argentínu og þar vantaði ekki lætin. Argentína komst á HM með sigri á Úrúgvæ í lokaumferð undankeppn- innar. Það þarf mikið að gerast til að lið Argentínu verði sterkt á HM í sumar. GULLKÁLFURINN Ronaldo tók titilinn af Kaka sem dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Manchester United á 80 milljónir punda í sumar. ÓVÆNTIR MEISTARAR Lið Wolfsburgar varð afar óvænt meistari í Þýska- landi. Hafði þar betur í baráttunni við sjálft stórliðið Bayern München. SÁ BESTI KOMINN AFTUR Michael Schumacher gat ekki lengur setið á sér og tilkynnti endurkomu í desember. Sjö faldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 keyrir fyrir Mercedes á næsta ári, liðið sem hét áður Brawn og varð heimsmeistari í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.