Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 77

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 77
ÁRAMÓT 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 77 HVAÐ ER AÐ GERAST UM ÁRAMÓTIN? GAMLÁRSKVÖLD PARTÍ Á 101 n Agent.is ætlar að slútta árinu með stæl á Club 101 í samstarfi við útvarpsstöðina Flass 104,5. Sindri BM og DJ Óli Geir sjá um tónlistina og spila þeir öll bestu lög ársins. Brjálaðar uppákomur verða alla nóttina en á gamlársdag verður sérstakur áramótaþáttur á Flass þar sem verða gefnir miðar og bestu lög ársins valin. ÁRÞÚSUNDAPARTÍ Á NASA n DJ Kiki-Ow og DJ Curver verða ekki með sitt árlega 90's áramótapartí. Í fyrsta skiptið á Íslandi verður svokallað Millienum-partí en þó á Nasa á gamlárskvöld. Spiluð verður tónlistin sem hljómaði um árþús- undamótin, á árunum 1999-2001. Partíið hefst klukkan 01.00 eftir miðnætti og ætti enginn að vera svikinn af að heyra gömlu góðu slagarana aftur. ÁRAMÓTIN Á HVERFIS n Hverfisbarinn heldur áramótapartí sem hefst klukkan eitt eftir miðnætti. DJ Max sér um að þeyta skífum fram á morgun. Smirnoff splæsir í drykki sem verða í boði. Miðaverð er 1000 krónur í forsölu og verða bara seldir 100 miðar þar. Það kostar svo 1500 krónur við innganginn. TRYLLT Í KEFLAVÍK n Það verður heldur betur stuð á Glóðinni í Keflavík um áramótin þar sem allt verður í boði Smirnoff. DJ Þórður Daníel sér um tónlistina þannig að allir geta dansað árið í gang. Búið er að snúa dansgólfinu við og breyta innganginum á staðnum til þess að fleiri komist inn. Átján ára aldurstakmark er á Glóðinni um áramótin. FLOTT Á OLIVER n Skemmtistaðurinn Oliver ætlar að halda sitt flottasta áramótapartí hingað til á gamlárskvöld. Frábær tónlist verður spiluð langt fram á morgun með traustustu plötusnúðum staðarins. Lofað er miklu áramótastuði á Oliver þetta árið. SKÍMÓ Í HVÍTA HÚSINU n Hvíta húsið á Selfossi verður með áramótapartí á gamlárskvöld og er það af dýrari gerðinni. Skítamórall verður á heimavelli og ætlar að spila og á eftir þeim mætir DJ Zakk Zukk. Húsið er opnað klukkan eitt og stendur partíið til klukkan fimm um morguninn. PALLI Í SJALLANUM n Það verður svo sannarlega enginn svikinn á gamlárskvöld á Akureyri. Allavega ekki þeir sem velja rétt. Í Sjallanum verður það enginn annar en Páll Óskar sem heldur uppi stuðinu og verður húsið mikið skreytt og mikil ljósasýning. Boðið verður upp á innanhússflugeldasýningu, blöðrur og allan pakkann. ÆGISÍÐA SKERJAFJÖRÐUR LAUGARÁSVEGUR SUÐURHLÍÐAR GEIRSNEF ÁRTÚNSHOLT FYLKISBRENNA SUÐURFELL GUFUNES SJÁVARGRUND V/SMÁRAHVAMMSVÖLL ÁSVELLIR ULLARNESBREKKA MOSFELLSDALUR KLÉBERG REYKJAVÍK n Við Ægisíðu, stór brenna.    n Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48 – 52, lítil brenna.    n Við Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkju- garð, lítil brenna.    n Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnar- völl, lítil brenna.    n Geirsnef, borgarbrenna, stór brenna.    n Við Suðurfell, lítil brenna.    n Fylkisbrennan við Rauðavatn, stór brenna.    n Gufunes, við gömlu öskuhaugana, stór brenna.    n Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.  KÓPAVOGUR n Íþróttasvæði Breiðabliks, stór brenna. HAFNARFJÖRÐUR n Íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum, stór brenna. GARÐABÆR n Við Sjávargrund, stór brenna. MOSFELLSBÆR n Ullarnesbrekka, neðan við Lönd og ofan við íþróttasvæðið, stór brenna. n Mosfellsdalur, lítil brenna. ÁRAMÓTABRENNUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU NÝÁRSKVÖLD AFLEGGJARI n Þá er komið að öðrum afleggjara X-977 og hann er ekki að verri endanum. Fram koma Ensími, Cliff Clavin og Cosmic Call. Þetta verða fyrstu tónleikar Ensími í langan tíma. Afleggjarinn verður á Sódómu Reykjavík 1. janúar og opnast dyrnar á miðnætti. Forsala miða er á miði.is. NÝARSFAGNAÐUR BOSTON n Þá er komið að árlegum nýársfagnaði Boston. Tekið er á móti gestum með glasi af freyðandi miði og eins og venjulega verður lagt upp úr skapandi klæðaburði. Látið hugmyndaflugið hlaupa með ykkur út um víðan völl og allt er leyfilegt nema „venjulegt“. Gísli Galdur og góðir gestir sjá um að koma okkur á hreyfingu. Aðgangseyrir er 2.500 kr. og hægt er að kaupa miða á barnum á hverju kvöldi fram til 30. des. Lyftum okkur upp og fögnum nýju ári saman! SÁLIN Á SPOT n Það eru poppkóngarnir í Sálinni hans Jóns míns sem sjá um að halda uppi stuðinu á SPOT í Kópavogi. Sagan segir að búið sé að samþykkja orðið Sálarball í íslenska orðbók og bein þýðing sé; Stuð, menn með bindið á hausnum. Selt er inn við hurð og opnar húsið klukkan 23.00. Miðaverð 2.500 krónur og fylgir góð stemning í kaupæti með öllum seldum miðum. HJÁLMAR Í KEFLAVÍK n Loksins, loksins segja Keflvíkingar. Hinir sjóðheitu Hjálmar ætla að vera með nýárstónleika á Glóðinni í Keflavík á nýárskvöld. Aðstandendur Glóðarinnar skafa ekki af því og segja þetta einn flottasta viðburð í sögu staðarins. Það er því ljóst að það verður engu til sparað. Nema kannski djammið kvöldinu áður svo fólk mæti ferskt á staðinn. Hörkstuð. GALADELUXXX Á PRIKINU n Syndaselurinn og gúmmelaðibóndinn Danni Deuluxxx stýrir galakvöldi Priksins á nýársnótt. Þeim sem mæta í sínu fínasta pússi er lofað fríu skoti. Deluxxx mun að sjálfsögðu reiða fram það allra ferskasta úr heimi tónlistarinnar í bland við gamla smelli. Ó, tímasetningarnar, kæri bróðir. Það er enginn með tilfinningu fyrir þessu eins Daníel Deluxxxson. FRÍTT Á PLAYERS n Það er lokað á Players á gamlárskvöld en í staðin er frítt inn á nýárskvöld. Plötusnúðurinn Jón Gestur sér um að halda dansþyrstum gestum við efnið og er opið fram eftir nóttu á staðnum sem stundum er kallaðar konungur úthverfabaranna. Menn með rauðar húfur eru sérstaklega velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.