Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 4
SANDKORN n Troðfullt var í Háskólabíói þegar heimildarmyndin Maybe I should have var frumsýnd. Gallsúra athygli vakti þegar rætt var við Björgólf Thor Björgólfs- son, meintan athafnamann, sem fjallaði um þá upp- gufun fjár sem varð í hruninu. Lýsti hann því þannig að fjármun- irnir hefðu farið til peningahimna. Reyndar mun Björgólfur hafa verið stressaður yfir myndinni áður en til frum- sýningar kom. Fékk Ásgeir Frið- geirsson, hlaupadrengur hans, það hlutverk að kanna hvort eitthvað væri meiðandi í garð húsbónda hans þar. Báðir munu nú vera sáttir. n Meðal þeirra sem var boðið að kom á Maybe I should have var Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Hann lét ekki sjá sig fremur en aðrir þingmenn. þeir einu sem mættu voru þing- menn VG, Ögmund- ur Jónas- son og Lilja Mósesdótt- ir. Sérstaka athygli vakti að fyrrverandi samflokksmenn Gunnars Sigurðssonar leik- stjóra í Borgarahreyfingunni mættu ekki. Þannig voru þau Þór Saari, Margrét Tryggva- dóttir og Birgitta Jónsdóttir fjarri góðu gamni. Kannski var það eins gott því þau fengu öll á baukinn í myndinni fyrir að kljúfa hreyfinguna. n Geir Sveinsson nýtir þessa dagana hvert tækifæri til að sýna sig og sjá aðra í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu viku var hann mættur á opnunarleik Reykjavík- urmótsins í knattspyrnu þar sem hans menn í Val töpuðu fyrir Vík- ingi. Í hálfleik sýndi Geir mjúku fjölskylduhliðina. Hann rölti út á völl með krúttlegum og krull- hærðum eins árs syni sínum og sýndu þeir boltafimi. Geir leyfði síðan syninum að sprikla einum á vellinum og uppskar mikil hlátrasköll í Egilshöllinni þegar hann þurfti að hlaupa út á völl að sækja strákinn um leið og flautað var til seinni hálfleiks. 4 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR Þrír félagar vinna hörðum höndum að undirbúningi Nema hvað?: Reyna að bjarga spurningakeppni Hannes Daði Haraldsson, þjálfari í spurningakeppni grunnskólanna, Nema hvað?, vinnur hörðum hönd- um að því að koma spurningakeppn- inni á þetta árið eftir að Íþrótta- og tómstundaráð, ÍTR, ákvað að fella hana niður í sparnaðarskyni. Með aðstoð styrktaraðila og sjálfboðaliða er útlit fyrir að keppnin verði engu að síður haldin. Hannes Daði er á fullu í undir- búningi keppninnar ásamt tveim- ur félögum sínum. Þeir leita nú að húsnæði undir stærstu viðureignir keppninnar. „Við erum að reyna að koma þessari keppni á eftir að ÍTR brást og erum langt komnir með undirbúninginn. Okkur vantar núna húsnæði undir lokakeppnirnar og það er forgangsmál núna. Við bíð- um nú eftir svörum frá útvarpsstöðv- unum því það væri gaman ef hægt væri að útvarpa þessu,“ segir Hann- es Daði. „Okkur finnst alveg hræðilegt ef krakkarnir myndu missa af keppn- inni því þetta er rosalega góð reynsla.“ Páll Guðmundsson, grunnskóla- kennari í Árbæjarskóla, segir nem- endur skólans hafa orðið ákaflega svekkta þegar í ljós kom að keppn- in yrði felld niður af hálfu ÍTR. Hann fagnar dugnaði félaganna þriggja. „Ég mótmæli niðurfellingunni því þetta er alveg skelfilegt fyrir krakkana sem hafa lagt á sig mikla vinnu. Von- brigðin voru mikil. Við óskuðum eft- ir því að farin yrði önnur leið en því miður fengum við ekki jákvæð svör. Vonandi tekst að bjarga keppninni, það yrði mikið gleðiefni,“ segir Páll. trausti@dv.is Á fullu Félagarnir eru langt komnir í undirbúningnum og það er helst húsnæði sem nú vantar. Um tuttugu starfsmenn RÚV missa vinnuna í þeim niðurskurði sem Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur þurft að grípa til. Meðal þeirra eru helstu kanónur Kastljóssins; þær Þóra Tómasdóttir, Elsa María Jakobsdótt- ir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir auk Elín- ar Hirst. Þá var þeim Borgþóri Arn- grímssyni, Evu Maríu Jónsdóttur og Jóhönnu Margréti Einarsdóttur einn- ig sagt upp. Með uppsögnunum von- ast forsvarsmenn RÚV til að ná fram verulegum sparnaði í launakostn- aði en samkvæmt tekjublaði Mann- lífs frá því í sumar var Elín Hirst með tæpar 900 þúsund krónur í mánað- arlaun árið 2008. Ætla má að launin hafi þó lækkað með tilheyrandi nið- urskurði síðasta sumar. Þóra til Noregs – ekki Sigmar „Þetta er eitthvað sem allir eru slegn- ir og leiðir yfir,“ segir Sigmar Guð- mundsson, ritstjóri Kastljóss, um uppsagnir dagskrárgerðarmanna Kastljóssins. „Það er hundleiðin- legt að missa frábært starfsfólk út úr húsinu vegna þess að einhverjir útrásarvíkingar og stjórnvöld komu því þannig fyrir,“ segir Sigmar. Hann sagði engar fleiri uppsagnir í vænd- um hjá Kastljósinu enda þáttur- inn búinn að missa fjóra frábæra starfsmenn úr sínum röð- um. Í samtali við DV.is á fimmtudagskvöld- ið sagði fyrrverandi sambýliskona Sig- mars, Þóra Tómas- dóttir, að hún væri að hugleiða að flytja til Noregs eftir upp- sögnina. Sigmar seg- ist ekki vera á leið til útlanda. Hann ætlar að halda störfum sínum áfram í Kastljós- inu. Eitt af síðustu verkum Þórhalls Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Kastljóss, þurfti að taka að sér það vandasama verkefni að segja þremur dag- skrárgerðarmönn- um Kastljóssins upp. Var það eitt af síðustu verkum Þórhalls en hann sagði upp störfum á miðviku- dag. Aðspurður hvenær hann ljúki störf- um segir hann: „Auðvitað á ég eftir einhverja ófrágengna hluti en þetta var eitt af því stærra sem ég átti eft- ir og líklega það ömurlegasta,“ segir Þórhallur. Uppsögnin tengist ekki hrunskýrslu Sögusagnir af ýmsum togum hafa sprottið upp um uppsögn Þórhalls á miðvikudag. Ein þeirra er að starfslok hans tengist því að hann komi fyrir í  skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þegar Þór- hallur er spurður út í þá sögusögn skell- ir hann upp úr. „Nei, það er svo mikil fjar- stæða, guð minn góður. Þegar maður heyrir svona þá get- ur maður bara hleg- ið. Ég get lofað því að ég kem örugg- lega hvergi fyrir í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar.“ Helgi líklega aftur suður Samkvæmt heimildum DV mun Helgi Seljan að öllum líkindum flytja aftur suður. Eftir því sem næst verður komist var Helga sagt upp á fréttastofu RÚV en hann mun þó halda störfum sínum áfram hjá Kastljósi. Helgi vildi ekki tjá sig op- inberlega um málið þegar DV leit- aði eftir því. Þungt yfir fólki Rúnar Snær Reynisson, trúnaðar- maður Félags fréttamanna á Rík- isútvarpinu, segir að stéttarfélagið hafi átt von á uppsögnum. Hann vissi þó ekki hversu mörgum yrði sagt upp störfum er DV náði tali af honum á fimmtudagskvöld. „Stétt- arfélagið okkar hefur fengið að heyra að þetta standi til og er far- ið að undirbúa einhvers konar að- stoð við þá sem verður sagt upp,“ sagði Rúnar Snær. Hann segir það ávallt koma sér í opna skjöldu þeg- ar starfsmönnum sem staðið hafa sig vel í starfi sé sagt upp. Þá hafi vinnuandinn almennt séð verið góður á RÚV undanfarin misseri þó vissulega hafi verið þungt yfir fólki vegna óumflýjanlegra upp- sagna. Þungt er yfir starfsfólki RÚV vegna uppsagna um tuttugu starfsmanna fyrirtækisins. Mörg þekkt andlit hverfa af skjánum og meðal þeirra eru Elín Hirst og Þóra Tómasdótt- ir. Eitt af síðustu verkum Þórhalls Gunnarssonar var að segja vinum sínum upp. Helgi Seljan heldur starfi sínu en þarf að öllum líkindum að flytja aftur til Reykjavíkur. STJÖRNURNAR FJÚKA EINAR ÞÓR SIGURÐSSON OG BIRGIR OLGEIRSSON blaðamenn skrifa: einar@dv.is og birgir@dv.is Þetta var eitt af því stærra sem ég átti eftir og líklega það ömurlegasta. Jóhanna kveður Eitt af síðustu verkum Þórhalls var að segja Jóhönnu upp störfum. Kannski til Noregs Þóra, fyrr- verandi sambýliskona Sigmars, er hugsanlega á leið til Noregs. Stendur enn Sigmar er einn af fáum starfsmönnum Kastljóssins sem heldur áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.