Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR „Við höfum alltaf verið með alveg hreinan skjöld og höfum alltaf stað- ið við okkar. Því er ömurlegt að þurfa að standa í þessu,“ segir Aron Pét- ur Karlsson, fjárfestir og sonur Karl Steingrímssonar, eiganda Pelsins. Þeir feðgar eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum við hundruð milljóna króna sölu húseignar. Aron og faðir hans seldu kínverska sendiráðinu á dögunum húseignina við Skúlagötu 51 í Reykjavík að and- virði 870 milljóna króna. Eignin er skuldsett fyrir rúman milljarð króna og það eru Arion banki, Íslandsbanki og þrotabú Glitnis sem eiga veðin. Bankarnir vilja meina að feðgarnir hafi beitt blekkingum í þá veru að hafa kynnt mun lægri sölutilboð en geng- ið var að og þannig hafi þeir reynt að koma hundruðum milljóna undan. Bankarnir hafa boðað málshöfðun á hendur Aroni og Karli en þeir hafa ver- ið yfirheyrðir af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra vegna meintra fjár- svika. Húsleitir voru gerðar hjá þeim og við þær var lagt hald á 93 milljónir í fórum feðganna. DV birtir hér samtal blaðamanns við Aron um málið. Blaðamaður: Sæll og blessaður, Aron, Trausti heiti ég og er blaðamað- ur á DV. Hvað segir þú gott í dag? Aron: Ég segi allt ágætt bara. Blm: Mig langar að bera undir þig einn lið sem hefur að gera með þessa sölu til sendiráðsins og deilurnar við bankana. Mér er sagt að þið hafið fengið ráðgjöf hjá Landsbankanum og þar hafi ykkur verið ráðlagt þetta ferli? Aron: Nei, nei, alls ekki. Blm: Það er alveg klárt? Aron: Það er enginn fótur fyrir því. Við höfum eiginlega ekkert verið í við- skiptum við Landsbankann en það eru alls konar sögusagnir í gangi. Blm: Ég veit en við þurfum alltaf að tékka á því sem okkur er bent á. Sam- kvæmt veðsetningum er Landsbank- inn hvergi inni. Aron: Landsbankinn er þarna hvergi inni. Okkar aðalviðsemjandi í málinu er Arion banki og við tölum bara við hann út af þessu öllu saman. Blm: Ég veit þið hafið samt verið í við- skiptum við Landsbankann. Aron: Já, en það er bara pínulítið. Blm: Og mér er sagt að inni í Nýja Landsbankanum hafið þið fengið ráð- gjöf. Aron: Nei, ekki neitt. Blm: Það er alveg klárt mál? Aron: Já, já. Blm: Þú myndir alveg segja mér það, er það ekki? Aron: Jú, jú. Það er allt upp á borðinu í þessum viðskiptum og öllu þinglýst og ekkert verið að fela. Blm: En af hverju vilja bankarnir meina það? Hvað er í gangi hjá þeim? Aron: Sko, þetta er dálítið snúið. Blm: En segðu mér, reynum það. Aron: Sko, þetta er allt að gerast núna og menn eru að ræða þetta á milli sín. Ég veit eiginlega ekki á hvað ég á að skrifa þetta, samskiptaleysi bank- anna, eða hvað veldur þessari misklíð. Blm: Þið voruð ekkert að reyna að koma þessum sölusamningi eða þess- ari umfram fjárhæð fram hjá bankan- um? Aron: Nei, nei. Það er allt uppi á borð- inu og allt skjalfest í þessu. Það er ekki verið að fela eitt eða neitt. Blm: En þeir vilja meina einhvern veginn að þessari sölufjárhæð og þessi sala hafi aldrei komið inn á borð til þeirra. Aron: Málið er að það er þarna ákveð- inn samningur, eða yfirlýsing, gefin út af bankanum sem er gefin út á Vind- asúlur. Blm: Já, félag á ykkar vegum? Aron: Já, og síðan kemur full greiðsla til bankanna samkvæmt því. Blm: Ókei. Aron: Það fá allir sitt. Öll opinber gjöld og allt svoleiðis. Blm: En það miðast við sölu til þessa indverska félags upp á hátt í 600 millj- ónir? Aron: Já. Blm: En síðan snýr málið að því að þið seljið þetta ekki til þessa indverska fé- lags og alls ekki upp á þessa upphæð. Aron: Nei, það er… Blm: Hvernig skýrir þú það? Þessa breytingu. Aron: Sko, það er klausa í og það er hluti af því sem er verið að þræta um, hvort að einhverjum blekkingum hafi verið beitt. Þeir fá tilboð indverska fé- lagsins inn á borð til sín bankarnir. Blm: Þú staðfestir það? Og það er upp á 570 milljónir? Aron: 575. Og þeir fá það inn á borð til sín og þar er útgönguákvæði sem ég má nýta mér á meðan greiðsla hef- ur ekki borist til bankanna og þar hef ég rétt til að ganga út úr kaupunum. Það ákvæði nýtti ég mér til að ganga út úr samningnum við Indverjana og bankarnir voru meðvitaðir um þetta ákvæði. Blm: Þú meinar að þú hafir haft þetta ákvæði og í því skjóli selur þú það öðr- um? Aron: Nei, nei. Húsið er sett inn í sér- félag til að viðkomandi félag, þetta indverska félag, geti yfirtekið félagið því erlent félag má ekki yfirtaka vask- kvaðir. Þess vegna er það sett þar inn og líka til að hindra að á einhverjum tíma komi fjárnám og bara til að verja eignina. Blm: Þannig að þetta er gert í góðri trú og til að verja eignina að setja þetta inn í annað félag? Aron: Já, algjörlega. Blm: En hvað þá með þá staðreynd að skyndilega koma aðrir kaupendur inn og allt önnur tala í dæmið? Aron: Það er bara tilviljun að það ger- ist. Ég vissi svo sem af einhverjum áhuga en ekki endilega hver það var. Blm: Þessi sala er tilviljun? Aron: Sko, við erum búnir að fá inn á borð til okkar undirskrifuð tilboð sem við höfum tekið í haust, þrjú mismun- andi tilboð og frá mismunandi fast- eignasölum en síðan hefur ekki staðið steinn yfir steini. Maður hefur sam- þykkt í góðri trú en svo verður ekkert úr því og ekkert skilar sér. Ég er í þeirri stöðu að ég bara treysti ekki neinu fyrr en það er kominn peningur. Blm: Ókei, og það tókst í þessu tilfelli? Aron: Já. Blm: Og þú varst bara ánægður með þá sölu? Aron: Já, já. En að gefnu því að það hafa komið þessi tilboð sem hafa ekki staðist. Blm: En greinduð þið bönkunum frá þessu tilboði? Aron: Það var ekkert í hendi þó að það væri undirritað. Blm: Sem þýðir að þú áttir eftir að gera það? Aron: Það er fyrirvari í kaupsamn- ingnum um það að íslenska ríkið eigi eftir að samþykkja og það liggur ekk- ert fyrir að það sé í hendi. Það er allt rosaóvissa. Blm: Þannig að ef ég skil þig rétt að þá áttir þú bara eftir að tilkynna þetta og þú varst að bíða? Aron: Ég var að bíða til að sjá til að þetta væri endanlega staðfest að þetta væri raunveruleiki, skilurðu? Blm: Þannig að þú ætlaðir... Aron: Á meðan ég veit ekki að þetta sé raunveruleiki þá held ég þessu tilboði því ég veit að þeir eru borgunarmenn fyrir því. Blm: Þetta indverska félag? Aron: Já, því ég er búinn að lenda í því áður gagnvart bankanum að það hef- ur komið tilboð sem hefur ekki staðist sem ég bar undir bankann og ég leit út eins og fífl. Blm: Já. Hvað finnst þér um þessa framgöngu bankanna núna? Aron: Mér finnst viðbrögðin vera of hörð og það hefði mátt tala við okkur áður. Blm: Þið voruð kallaðir til yfirheyrslu, hvað finnst þér um það? Aron: Ég hef góða trú um að málið leysist og öll kurl eiga nú að vera kom- in til grafar. Blm: Er verið að ásaka ykkur að ósekju? Aron: Já, það er verið að saka okkur um hluti sem teljast bara nokkuð eðli- leg viðskipti. Blm: Nú eruð þið taldir grunaðir menn að svo stöddu? Aron: Við erum með stöðu grunaðra, já. Blm: Hvernig er sú upplifun? Aron: Það er mjög óþægilegt. Þetta hefur ekki bara áhrif á okkur báða heldur fjölskyldur okkar líka. Blm: Þannig að þetta er ömurleg upp- lifun? Aron: Hvað heldur þú? Líka að öll gögn liggja fyrir í málinu og þeir sjá kaupréttarákvæðið í tilboði indverska félagsins. Blm: En þeir sjá aldrei þennan samn- ing? Það er það sem þeir eru fúlir yfir. Aron: Nei, hann er heldur líka ekkert á borðinu. Það er ekkert samþykkt. Blm: Hann er ekki fullfrágenginn meinarðu? Aron: Nei, það er ekkert frágengið. Blm: En það hlýtur að vera einhver samningur eða tilboð? Aron: Nei, enginn samningur og ekk- ert tilboð komið. Blm: En það er búið að greina frá söl- unni. Aron: Já, já. Blm: Þá hljóta að vera einhverjir pappírar til. Aron: Já, já. Það er þinglýstur kaup- samningur til. Blm: Það er til þinglýstur kaupsamn- ingur. Og lögðuð þið þann samning inn til bankans á einhverjum tíma- punkti eða varstu að bíða með það? Aron: Nei, hann var ekkert lagður inn til bankans enda lýtur það að félagi sem var ekki skuldbundið bankanum samkvæmt yfirlýsingu. Það var bara Vindasúlur. Blm: En Arion banki og Íslandsbanki eiga kröfur í húsið upp á hátt í millj- arð, ef ég man þetta rétt, og þið eruð búnir að sýna þeim kauptilboð upp á 570 milljónir frá þessu indverska fé- lagi. Aron: Já. Blm: Þú færir það síðan inn í annað félag? Aron: Já. Blm: Þar þinglýsir þú kaupsamningi upp á mun hærri upphæð, finnst þér ekki eðlilegt að tilkynna bönkunum það og setja þá inn í málið? Aron: Sko, ég tilkynni ekkert bankan- um það, þeir fá sína greiðslu. Blm: Já, miðað við tilboð sem er ekk- ert að ganga upp því þið eruð búnir að taka öðru kauptilboði. Er það ekki rétt? Aron: Á tímabili er þetta þannig að það er allsendis óvíst hvort það fáist samþykkt. Blm: En þú ert að greiða þeim sam- kvæmt allt öðru tilboði sem þú hefur sýnt þeim og þeir eru að fá greiðslu til sín samkvæmt allt öðru kauptilboði. Er það ekki rétt? Aron: Nei, nei. Blm: Miðað við hvaða samning ertu að greiða bönkunum? Aron: Ég er að greiða samkvæmt samningi Vindasúlna við bankann. Blm: Sem miðaðist við kauptilboð þessa indverska félags, er það ekki? Aron: Jú. Blm: Þannig að þú ert að greiða þeim samkvæmt samningi þar sem allt annað kauptilboð liggur að baki, er það ekki rétt? Aron: Jú, jú, það er alveg rétt. Blm: Ertu þá ekki að blekkja bankann með neinum hætti þegar í hinu félag- inu, sem þú hefur fært fasteignina til, ertu að innheimta mun hærri fjárhæð en þú hefur sýnt bankanum? Aron: Þetta er ekki alveg svona einfalt. Blm: Svona skil ég þetta. Er þetta ekki rétt svona? Aron: Ekki alveg svona sem þetta er. Ég þyrfti að setjast yfir það því það er alveg sér kapítuli þar sem þetta virkar allt saman. Blm: Er ég að skilja þetta rangt? Aron: Já, aðeins. Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara með þessu. Sko, þeir fá bara greitt … Blm: Samkvæmt samningi Vinda- súlna við bankann. Aron: Og það er staðið við allar þær skuldbindingar. Þrætueplið núna er hvort bankinn hafi átt tilkall til þessa. Blm: Til þessa hærra tilboðs? Aron: Já. Blm: Telur þú bankann ekki eiga til- kall til þess? Aron: Félagið er alveg séraðili, ef þú skilur hvað ég meina, og það er ekki með neinar skuldbindingar gagnvart bankanum. Blm: Þér finnst ekkert gruggugt í þessu? Aron: Skuldbindingin gagnvart bank- anum er bara að greiða samkvæmt umsamdri upphæð sem þeir fá og þannig er málið. Og þetta teljast eðli- leg viðskipti. Blm: Þér finnst ekkert skrítið að hafa fært húseignina yfir í annað félag og greiða ekki mismuninn til bankans? Aron: Ef það má orða það sem svo, þetta kallast eðlileg viðskipti gagnvart Aron Pétur Karlsson, sonur Karls Steingrímssonar, sem oft er kenndur við Pelsinn, hefur ekkert að fela og segir ekkert grugg- ugt við nýlega sölu þeirra feðga á húseign. Þrír bankar telja þá beita blekkingum og að þeir hafi reynt að koma stórfé undan. Aron Pétur viðurkennir að 93 milljónir hafi staðið eftir hjá þeim feðgum eftir söluna en telur að fyllilega hafi verið staðið við all- ar skuldbindingar gagnvart bönkunum. Hann segist hafa verið óttasleginn síðustu daga enda sé ómaklega að sér vegið. „ÞETTA ERU EÐLILEG VIÐSKIPTI“ Mér finnst viðbrögðin vera of hörð. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.