Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 HEIMSMEISTARARNIR OKKAR Hvar eru þeir í dag? Íslenska landsliðið í handknattleik hefur oft náð góðum árangri á stórmótum. Árið 1989 vann Ísland heimsmeistarakeppni B-liða í Frakklandi og er það talið eitt mesta afrek í íþróttasögu okkar Íslendinga. DV fer hér yfir gullaldarliðið okkar en margir úr hópnum áttu frábæran feril á handboltavellinum, en sumir ekkert sérstakan í fjármálalífinu. ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN 247 LEIKIR - 575 MÖRK Er einn allra besti sóknarlínumaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann var fyrirliði landsliðsins sem vann 1989 og mikill leið- togi. Þorgils fór á viðskiptabrautina eftir að handboltaferlinum lauk, hann var forstjóri Sjóvár sem keypti Bubba lögin. Hann var einn af eigendum Háskólavalla sem átti 1.700 leiguíbúðir á Keflavíkurflugvelli og þá komst hann nýverið í fréttirnar fyrir að bjóða Lindu P á stefnumót sem hún þáði. Það samband er þó búið. EINAR ÞORVARÐARSON 227 LEIKIR Einn allra besti markvörður Íslands fyrr og síðar. Oft sagður af eldri spekingum hafa verið markvörður í heimsklassa. Einar hefur haldið sig í handboltanum og er framkvæmdarstjóri HSÍ í dag þar sem hann stendur skjálftavaktina. GUÐMUNDUR HRAFNKELSSON 406 LEIKIR Guðmundur varð hetja eftir að hafa komið inn á í úrslita- leiknum 1989 í stað Einars sem meiddist. Guðmundur er nýhættur að spila og er aðstoðarþjálfari Víkings í handbolta. Hefur spilað flesta landsleiki fyrir Íslands hönd eða 406. Aðeins einn leikmaður hefur leikið fleiri landsleiki í heiminum. Guðmundur kvaddi landsliðið í sigurleik á Svíum í Kaplakrika. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON 230 LEIKIR - 356 MÖRK Landsliðsþjálfari Íslands og þjóðhetja eftir silfrið á Ólympíuleikunum. Stendur í ströngu í Austurríki þessa dagana. Fór í bankana eins og svo margir. Var háttsettur innan erlendu deildar Kaupþings áður en bakinn fór undir. Í dag þjálfar hann GOG Svendborg í Danmörku og gerir það vel. Hvort hann hafi starf eftir Evrópumótið er þó spurning þar sem félagið er farið á hausinn. JAKOB SIGURÐSSON 247 LEIKIR - 303 MÖRK Útskrifaðist með BS-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands sama ár og hann varð heimsmeistari. Starfað hjá hinu alþjóðlega fyrirtæki Rohm and Haas frá 1995, lengst af í Þýskalandi. Árin 1999-2002 var hann fram- kvæmdastjóri vöruþróunar í aðalstöðvum þess í Philadelphiu en árið 2002 lá leiðin aftur til Þýskalands þar sem Jakob starfaði sem markaðs- stjóri fyrir Evrópu, Miðausturlönd og Afríku og síðar framkvæmdastjóri fyrir sama svæði. Var ráðinn forstjóri SÍF 2004 og síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs Decode þar sem hann starfar enn. BJARKI SIGURÐSSON 228 LEIKIR - 575 MÖRK Gerði garðinn frægan með Víkingi á árum áður. Var svo lykilmaður í stórliði Afturelding- ar sem vann þrefalt árið 1999, vann deildar-, bikar- og Íslands- meistaratitilinn. Reyndar vann liðið fimmfalt því það sigraði einnig meistara meistaranna og Reykjarvíkurmótið. Bjarki spilaði eitt tímabil með Drammen í Noregi en sneri svo aftur í Mos- fellsbæinn. Hann er enn að og leikur nú með FH í N1 deildinni. Bjarki hefur einnig blandað sér í bæjarpólitíkina í Mosfellsbæ og hefur verið formaður íþrótta- og tómstundarráðs þar um nokkura ára skeið. Hann hefur starfað lengi sem sölufulltrúi hjá Jónar Transport hf. Sonur hans, Örn Ingi Bjarkason, er meðal efni- legustu handknattleiksmanna landsins. ALFREÐ GÍSLASON 190 LEIKIR - 542 MÖRK Besti leikmaður mótsins og stóð sig eins og hetja. Er enn hetja meðal Íslendinga og í guðatölu eftir frammistöðuna sína 1989. Er almennt talinn vera einn besti handboltaþjálfari heimsins í dag og stýrir stærsta handboltaliði heims, Kiel í Þýskalandi. KRISTJÁN ARASON 245 LEIKIR 1123 - MÖRK Hver getur gleymt því þegar Kristján Arason beit í gullið. Einn allra besti handbolta- maður Íslands og sá fyrsti sem skoraði þúsund mörk í búningi landsliðsins. Fór í viðskipti eftir að handboltaferlinum lauk þar sem sigurgangan hélt áfram - svona til að byrja með. Var Kristján talinn einn besti verðbréfamiðlari landsins í góðærinu sem hann sýpur nú seiðið af. Hann spilaði stórt og tapaði miklu. Er nú þekktur fyrir að vera eiginmaður Þorgerðar Katrínar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.