Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010
HEIMSMEISTARARNIR OKKAR
Hvar eru þeir í dag?
Íslenska landsliðið í handknattleik hefur oft náð góðum árangri á stórmótum. Árið 1989
vann Ísland heimsmeistarakeppni B-liða í Frakklandi og er það talið eitt mesta afrek í
íþróttasögu okkar Íslendinga. DV fer hér yfir gullaldarliðið okkar en margir úr hópnum
áttu frábæran feril á handboltavellinum, en sumir ekkert sérstakan í fjármálalífinu.
ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN
247 LEIKIR - 575 MÖRK
Er einn allra besti sóknarlínumaður sem
Ísland hefur alið af sér. Hann var fyrirliði
landsliðsins sem vann 1989 og mikill leið-
togi. Þorgils fór á viðskiptabrautina eftir að
handboltaferlinum lauk, hann var forstjóri
Sjóvár sem keypti Bubba lögin. Hann var
einn af eigendum Háskólavalla sem átti
1.700 leiguíbúðir á Keflavíkurflugvelli og
þá komst hann nýverið í fréttirnar fyrir að
bjóða Lindu P á stefnumót sem hún þáði.
Það samband er þó búið.
EINAR ÞORVARÐARSON 227 LEIKIR
Einn allra besti markvörður Íslands fyrr og síðar. Oft
sagður af eldri spekingum hafa verið markvörður í
heimsklassa. Einar hefur haldið sig í handboltanum
og er framkvæmdarstjóri HSÍ í dag þar sem hann
stendur skjálftavaktina.
GUÐMUNDUR
HRAFNKELSSON
406 LEIKIR
Guðmundur varð hetja eftir að
hafa komið inn á í úrslita-
leiknum 1989 í stað Einars
sem meiddist. Guðmundur
er nýhættur að spila og er
aðstoðarþjálfari Víkings í
handbolta. Hefur spilað flesta
landsleiki fyrir Íslands hönd
eða 406. Aðeins einn leikmaður
hefur leikið fleiri landsleiki í
heiminum. Guðmundur kvaddi
landsliðið í sigurleik á Svíum í
Kaplakrika.
GUÐMUNDUR
GUÐMUNDSSON
230 LEIKIR - 356 MÖRK
Landsliðsþjálfari Íslands
og þjóðhetja eftir silfrið á
Ólympíuleikunum. Stendur í
ströngu í Austurríki þessa dagana.
Fór í bankana eins og svo margir.
Var háttsettur innan erlendu
deildar Kaupþings áður en bakinn
fór undir. Í dag þjálfar hann GOG
Svendborg í Danmörku og gerir
það vel. Hvort hann hafi starf eftir
Evrópumótið er þó spurning þar
sem félagið er farið á hausinn.
JAKOB SIGURÐSSON 247 LEIKIR - 303 MÖRK
Útskrifaðist með BS-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands sama ár og
hann varð heimsmeistari. Starfað hjá hinu alþjóðlega fyrirtæki Rohm
and Haas frá 1995, lengst af í Þýskalandi. Árin 1999-2002 var hann fram-
kvæmdastjóri vöruþróunar í aðalstöðvum þess í Philadelphiu en árið
2002 lá leiðin aftur til Þýskalands þar sem Jakob starfaði sem markaðs-
stjóri fyrir Evrópu, Miðausturlönd og Afríku og síðar framkvæmdastjóri
fyrir sama svæði. Var ráðinn forstjóri SÍF 2004 og síðan ráðinn fram-
kvæmdastjóri viðskiptasviðs Decode þar sem hann starfar enn.
BJARKI SIGURÐSSON
228 LEIKIR - 575 MÖRK
Gerði garðinn frægan með
Víkingi á árum áður. Var svo
lykilmaður í stórliði Afturelding-
ar sem vann þrefalt árið 1999,
vann deildar-, bikar- og Íslands-
meistaratitilinn. Reyndar vann
liðið fimmfalt því það sigraði
einnig meistara meistaranna og
Reykjarvíkurmótið. Bjarki spilaði
eitt tímabil með Drammen í
Noregi en sneri svo aftur í Mos-
fellsbæinn. Hann er enn að og
leikur nú með FH í N1 deildinni.
Bjarki hefur einnig blandað sér í
bæjarpólitíkina í Mosfellsbæ og
hefur verið formaður íþrótta- og
tómstundarráðs þar um nokkura
ára skeið. Hann hefur starfað
lengi sem sölufulltrúi hjá Jónar
Transport hf. Sonur hans, Örn
Ingi Bjarkason, er meðal efni-
legustu handknattleiksmanna
landsins.
ALFREÐ GÍSLASON
190 LEIKIR - 542 MÖRK
Besti leikmaður mótsins og stóð
sig eins og hetja. Er enn hetja
meðal Íslendinga og í guðatölu
eftir frammistöðuna sína 1989.
Er almennt talinn vera einn besti
handboltaþjálfari heimsins í dag og
stýrir stærsta handboltaliði heims,
Kiel í Þýskalandi.
KRISTJÁN ARASON
245 LEIKIR 1123 - MÖRK
Hver getur gleymt því þegar Kristján Arason
beit í gullið. Einn allra besti handbolta-
maður Íslands og sá fyrsti sem skoraði
þúsund mörk í búningi landsliðsins. Fór í
viðskipti eftir að handboltaferlinum lauk
þar sem sigurgangan hélt áfram - svona til
að byrja með. Var Kristján talinn einn besti
verðbréfamiðlari landsins í góðærinu sem
hann sýpur nú seiðið af. Hann spilaði stórt
og tapaði miklu. Er nú þekktur fyrir að vera
eiginmaður Þorgerðar Katrínar .