Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 37
SAKAMÁL 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 37
RÉTTLÆTI SWARTS Stephanus Swart hafði alla tíð hneigst til ofbeldis
og hafði til margra ára sýnt einkenni geðklofa og ofsóknarbrjálæðis. En fáir hefðu
geta séð fyrir atburðina sem áttu sér stað í grennd við Charlestown í Suður-Afríku í
byrjun maí 1927. Swart hafði ekki trú á réttlæti dómstóla og vildi beita eigin réttlæti.
Swart hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann hótaði
þeim sem vitnuðu gegn honum lífláti og þegar lögreglan reyndi að handtaka hann kom
til blóðugs skotbardaga. Swart slapp undan laganna vörðum og afréð að koma fyrir kattarnef þeim sem
gætu verið ógn við frelsi hans. Lesið um Stephanus Swart og réttlæti hans í næsta helgarblaði DV.
SONARMORÐINGINN
Aline Leliévre greip til örþrifaráða þegar hún fékk sig fullsadda af móðurhlutverkinu. Síðan reyndi hún
að blekkja lögregluna með sögu um að syni hennar hefði verið rænt. Lögreglan lét ekki blekkjast, en
sannleikurinn um endalok sonar Aline var óhugnanlegur.
Milljón sjónvarpsáhorf-enda fylgdist með þeg-ar hin 21 árs Aline Leli-
évre sagði sorglega sögu sína
um hvernig þrettán mánaða syni
hennar hefði verið rænt. „Hann
er of ungur til að ganga, einhver
hefur rænt honum,“ sagði Aline
kjökr andi.
En þrátt fyrir að Aline hafi
hugsanlega tekist að sannfæra
marga með frásögn sinni tókst
henni ekki að slá ryki í augu lög-
reglunnar. „Við trúum ekki sögu
þinni. Við álítum að þú sért að
ljúga. Þú ert handtekin, grunuð
um morð,“ var það eina sem lög-
reglan hafði að segja við Aline.
Það tók ekki langan tíma að fá
Aline til að leysa frá skjóðunni og
það sem hún sagði lögreglunni í
nóvember 2006 var óhugnanlegt.
Nítján ára einstæð móðir
Við réttarhöldin sem hófust í
Rennes í Frakklandi í febrúar
2008 var hún spurð út í ævi sína.
Aline sagðist hafa kynnst manni
að nafni Oliver Dupuis þegar hún
var sextán ára. Samband þeirra
var alvarlegt og hjónaband barst
í tal. En áður en úr því varð hitti
hún brasilískan námsmann, Juni-
or da Silva, varð ástfangin af hon-
um og lét Oliver róa.
Þá var hún gengin tvo mánuði
með barn hennar og Dupuis, en
hún taldi sér trú um að da Silva
væri faðirinn og að hann myndi
kvænast henni og allt yrði frá-
bært.
Junior da Silva þvertók fyrir að
hann væri faðirinn og sagði fljót-
lega skilið við Aline sem stóð þá
uppi einstæð nítján ára móðir
með hlutastarf sem gengilbeina í
Redon.
Næturlangar fjarvistir
Þann 24. október 2006 þegar son-
ur Aline, David, var rúmlega eins
árs hringdi Aline í gamla skóla-
systur sína, Kathy Vitz. „Mér leið-
ist. Förum út og fáum okkur að
borða. Ég er með barnapíu fyrir
David, stelpu sem heitir Noémie,“
sagði Aline við Kathy.
Við réttarhöldin rifjaði Kathy
upp þetta kvöld. „Við vorum á
veitngastaðnum langt fram und-
ir morgun,“ sagði hún og minnt-
ist þess einnig að hún hefði haft
áhyggjur af barnapíunni. En þegar
Kathy viðraði þær áhyggjur sínar
fullvissaði Aline hana um að No-
émie yrði hjá David alla nóttina.
„Síðan kom hún heim með
mér og gisti þar. Hún sagði að það
væri einfaldara en að fara heim,“
sagði Kathy við réttarhöldin.
Hinn nöturlegi sannleikur var
sá að Noémie var ekki til og all-
an þennan tíma var David einn
heima.
Þreytt á móðurhlutverkinu
Um morguninn þóttist Aline
hringja heim til sín og tala við No-
émie. Hún lagði á og sagði Kathy
að David liði vel og Noémie væri
hjá honum. Síðan fór Aline í vinn-
una. Þegar hún loks kom heim
þegar langt var liðið á daginn
hafði sonur hennar verið aleinn
heima í tuttugu klukkustundir.
Vikuna á eftir grét David stans-
laust og Aline, að eigin sögn, varð
einfaldlega þreytt á móðurhlut-
verkinu.
„Og hvað gerðir þú?“ spurði
dómarinn hana. „Verð ég að segja
það?“ spurði Aline á móti. En
henni var ekki undankomu auðið
og hóf hún frásögn sína.
Hún hafði tekið afþurrkunar-
klút og troðið niður í kok sonar
síns og hélt fyrir nef hans til að
koma í veg fyrir að hann gæti and-
að. Þetta stóð í nokkrar mínútur.
Síðan athugaði hún hvort einhver
væri í grenndinni og þegar hún
kom aftur að drengnum tók hún
uppáhaldsleikfang hans, tusku-
kanínu, og tróð því ofan í kok
hans og hélt honum föstum þar til
hann hætti að berjast um.
Horfði á gamanmynd
Aline tók þá eftir því að enn var
hreyfingu að sjá á kvið Davids.
Því náði hún í trefil og vafði hon-
um um háls drengsins. Síðan batt
hún enda trefilsins um handfang-
ið á glugga og hengdi hann. Brátt
hætti hann að hreyfa sig. David
var dáinn.
Aline Leliévre setti á sig heyrn-
artól og fór út í búð til að kaupa
ávaxtasafa og sælgæti. Þegar hún
kom heim aftur fékk hún sér
ávaxtasafa og kom sér síðan vel
fyrir í sófanum og horfði á gam-
anmynd í sjónvarpinu.
Þegar myndinni lauk tók hún
lík Davids og setti það í íþrótta-
tösku og fór á bifhjóli sínu að
tjörn skammt frá. Hún festi nokkr-
ar fullar vatnsflöskur við líkið og
fleygði því í tjörnina.
Daginn eftir fór hún til lögregl-
unnar og tilkynnti að sonur henn-
ar væri horfinn. „Honum hefur
verið rænt,“ sagði hún kjökrandi.
Kenndi erfiðri æsku um
Við réttarhöldin skellti hún skuld-
inni á brenglaða æsku og sagði að
sér hefði verið nauðgað þegar hún
var á unglingsaldri og hefði þurft
að fara í fóstureyðingu nokkrum
mánuðum síðar.
Hún sagðist hafa orðið fyrir
árás af hálfu kennara í framhalds-
skóla og hann hefði nauðgað
henni og hún hefði þurft að fara
aftur í fóstureyðingu.
Myndin sem hún dró upp
var af dapurri, stefnulausri og
óhamingjusamri stúlku sem var
leiksoppur óblíðrar veraldar og
þarfnaðist sárlega huggunar. Við
athugun reyndist allt sem hún
sagði vera uppspuni og hugar-
burður.
Að lokum batt dómarinn enda
á spuna Aline Leliévre: „Þú verður
að láta af þessum hugarburði. Þú
verður að horfast í augu við raun-
veruleikann – og raunveruleikinn
er sá að þú munt vera í fangelsi í
tuttugu og fimm ár fyrir morðið á
syni þínum.“
UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is
Þegar hún loks kom heim
þegar langt var liðið
á daginn hafði son-
ur hennar verið al-
einn heima í tuttugu
klukkustundir.
Leitað í tjörninni Líki Davids
henti Aline í tjörn skammt frá
heimili þeirra.
Niðurbrotin móðir Társtokkin
reyndi Aline að blekkja lögregluna.