Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 32
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is
Sigurjón Unnar Sveinsson
MA-NEMI Í LÖGFRÆÐI VIÐ HÍ OG TÓNLISTARMAÐUR
Sigurjón fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Hveragerði. Hann var
í Grunnskóla Hveragerðis, lauk
stúdetnsprófi frá MA árið 2000,
hóf nám í lögfræði við HÍ 2002,
lauk BA-prófi í lögfræði 2007 og
er nú að ljúka MA-prófi.
Sigurjón var í smíðavinnu og
við hönnunarstörf í Kaupmanna-
höfn 2001, var leiðbeinandi við
Vinnuskólann í Hveragerði, á Ak-
ureyri og í Reykjavík en hefur síð-
ustu ár verið umsjónarmaður við
skammtímavistun í Hraunbergi.
Sigurjón æfði og keppti í
knattspyrnu með Hamri í Hvera-
gerði á unglingsárunum og með
meistaraflokki félagsins. Hann
hefur starfaði mikið í Samfylk-
ingunni, sat í stjórn Stólpa, ungra
jafnaðarmanna á Akureyri, í
stjórn Samfylkingarinnar á Norð-
Austurlandi, var formaður ungra
jafnaðarmanna í Hveragerði, sat
í framkvæmdastjórn ungra jafn-
aðarmanna, hefur sinnt kosn-
ingstjórn og var stjórnarmaður
í NUF, Nordisk ungdomsrad for-
um. Hann sat í stjórn Húsfélags-
ins, samtaka þeirra sem taka þátt
í starfi ungmennahúsa, og fór á
vegum þess til Möltu á ráðstefnu
um ungmennastarf. Þá fór hann
sem fulltrúi Suðurlandsdeildar
Rauða kross Íslands í kynningar-
ferð til Serbíu.
Sigurjón hefur leikið á gítar
frá því á unglingsárunum og lék-
ur nú með hljómsveitinni Hita-
kútur sem gaf út diskinn Ástin
míní á síðasta ári. Þá hefur Sigur-
jón sinnt leiklistinni töluvert en
hann hefur leikið m.a. með Leik-
félagi Hveragerðis, Leikfélagi
Hafnarfjarðar og leikið í nokkr-
um sjónvarpsþáttum.
Fjölskyldan
Eiginkona Sigurjóns er Karen
Björg Gunnarsdóttir, f. 9.9. 1980,
yfiriðjuþjálfi hjá Reykjavíkur-
borg.
Börn Sigurjóns og Karenar
Bjargar eru Sunna Rós Sigurjóns-
dóttir, f. 29.4. 2007; Íris Rún Sig-
urjónsdóttir, f. 26.9. 2009.
Systkini Sigurjóns eru Ein-
ar Bergmann Sveinsson, f. 5.3.
1976, slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamaður, búsettur í Reykjavík;
Kristjana Sigurveig Sveinsdótt-
ir, f. 26.5. 1984, nemi, búsett í
Hveragerði.
Foreldrar Sigurjóns eru
Sveinn Bergmann Sigurjónsson,
f. 26.8. 1950, húsasmiður í Hvera-
gerði, og Guðrún Friðriksdóttir, f.
10.8. 1957, þjónustustjóri Heilsu-
stofnunarinnar í Hveragerði.
30 ÁRA Á FÖSTUDAG 70 ÁRA Á SUNNUDAG
Jósefína G. Gísladóttir
FYRRV. VERSLUNARSTJÓRI OG HÚSMÓÐIR Á ÍSAFIRÐI
Jósefína fæddist á Ísafirði og ólst
upp í Dokkunni sem var svæði milli
Mið-kaupstaðar og Efsta-kaupstað-
ar á Ísafirði. Hún stundaði nám við
Barna- og gagnfræðaskóla Ísafjarðar
og lauk landsprófi 1956. Hún stund-
aði nám við Tónlistarskóla Ísafjarð-
ar 1951-56. Þá var hún í enskunámi í
Brighton á Englandi 1958.
Jósefína stundaði sumarstörf á
unglingsárunum í Kaupfélagi Ísfirð-
inga en hóf störf sem talsímakona á
símstöðinni á Ísafirði 1957 þar sem
hún starfaði óslitið til 1977. Hún hóf
síðan störf hjá eigin fyrirtæki 1980,
Hamraborg hf. á Ísafirði, sem er
verslun, samlokugerð og nú pizza-
staður og starfaði þar til 2007 er synir
hennar tóku við rekstrinum.
Jósefína hefur verið formaður
Sjálfstæðiskvennafélags Ísafjarðar
og situr nú í stjórn þess, sat í stjórn
Landssambands sjálfstæðiskvenna,
er félagi í kvenfélaginu Hlíf, sat í I.T.C.-
deildinni Sunnu, var stjórnarformað-
ur Hamraborgar hf. 1977-1979, var
formaður Styrktarsjóðs um byggingu
tónlistarhúss á Ísafirði í þrjú ár, stofn-
félagi Zonta-klúbbsins Fjörgynjar á
Ísafirði og fyrsti formaður hans og var
svæðisstjóri fyrir Zonta-hreyfinguna
á Íslandi til tveggja ára sem og stofn-
félagi Félags kvenna í atvinnurekstri.
Fjölskylda
Jósefína giftist 13.2. 1960 Úlfari S. Ág-
ústssyni, f. 3.7. 1940, framkvæmda-
stjóra. Hann er sonur Guðmundínu
Bjarnadóttur og Guðmundar Guðna
Guðmundssonar, en kjörfaðir Úlfars
er Ágúst Jörundsson.
Börn Jósefínu Guðrúnar og Úlf-
ars: Gautur Ágúst, f. 2.11. 1961, d.
10.12. 1978: Gísli Elís, f. 4.3. 1969,
framkvæmdastjóri á Ísafirði, kvænt-
ur Ingibjörgu Sólrúnu Guðmunds-
dóttur húsmóður og eiga þau þrjú
börn; Úlfur Þór, f. 3.10. 1974, versl-
unarstjóri á Ísafirði, kvæntur Önnu
Sigríði Ólafsdóttur nema og eiga þau
einn son; Axel Guðni, f. 16.3. 1978,
viðskiptafræpðingur hjá Össuri, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Thelmu
Hinríksdóttur bankamanni og eiga
tvö börn.
Systkini Jósefínu Guðrúnar eru
Jóna Gréta, f. 19.5. 1945, húsmóðir í
Bandaríkjunum, gift William C. Kins-
ley, fasteignasala í Albany, New York
í Bandaríkjunum, og eiga þau fjögur
börn; Þórarinn Þorberg, f. 9.5. 1947,
hljómlistarmaður, búsettur í Reykja-
vík og á hann þrjú börn..
Börn Grétu eru Margrét, f. 25.2.
1966: Melissa, f. 23.6. 1969: Marco,
f. 7.2. 1972, og Melody, f. 30.7. 1982.
Dóttir Melissu er Ashley Llynn, f.
13.11. 1987.
Börn Þórarins eru Margrét, f. 24.9.
1967: Inga Rós, f. 26.11. 1974, og Gísli
Þór, f. 1.9. 1978.
Foreldrar Jósefínu Guðrúnar voru
Gísli Elís Einarsson, f. á Ísafirði, 22.7.
1911, d. 26.9. 1967, verslunarmaður
á Ísafirði, og k.h., Margrét Þórarins-
dóttir, f. Í Þernuvík 25.6. 1915, d. 29.4.
1988, húsmóðir.
Gísli og Margrét bjuggu á Ísafirði
en Margrét flutti til Reykjavíkur eftir
lát Gísla.
Gísli var sonur Einars Guðmunds-
sonar, skósmiðs á Ísafirði, og Svan-
hildar Jónsdóttur. Svanhildur átti
eina dóttur fyrir hjónaband en sam-
an áttu þau Einar ellefu börn.
Margrét var dóttir Þórarins, út-
vegsbónda í Ögurnesi Guðmunds-
sonar, og Sigrúnar Sigurðardóttur og
áttu þau tíu börn.
Úlfar, maður Jósefínu, verður sjö-
tugur þann 3.7. Þau hjónin eiga svo
gullbrúðkaup þann 13.2. Þau eru nú
að heiman en halda upp á þessi þrjú
stórafmæli í Arnardal við Skutulsfjörð
laugardaginn 10.7. n.k.
Indíana fæddist í
Reykjavik en ólst upp í
Bakkakoti við Hólmsá
í landi Hólms, austan
við Rauðavatn. Hún
gekk í Árbæjarskóla
og Miðbæjarkólann í
Reykjavík, lauk prófi
frá Kvennaskólanum
að Staðarfelli í Dölum
1966 og tók meirapróf
bifreiðarstjóra 1979.
Indíana starfaði
eftir kvennaskólapróf í Kaupfé-
lagi Króksfjarðar og var síðan tal-
símakona á símstöðinni í Króks-
fjarðarnesi í nokkur misseri. Eftir
það húsmóðir á Reykhólum. Hún
starfaði að vegarlagningu í Lágadal
í Ísafjarðarsýslu 1987, ók vörubif-
reið og var matráðskona um nokk-
urra ára skeið við Reykhólaskóla á
vetrum. Þá var hún starfsstúlka á
Dvalarheimilinu Barmahlíð og er
auk þess skólaliði við Grunnskóla
Reykhólahrepps.
Fjölskylda
Indíana giftist 5.12. 1972 Er-
lingi Jónssyni, f. 12.6. 1938,
bifreiðastjóra . Hann er sonur Jóns
Einars Jónssonar, f. 9.11. 1900, d.
31.1. 1997, og k.h.,
Ingibjargar Jónsdótt-
ur, f. 9.1. 1902, d. 2.3.
1989, bænda á Skála-
nesi í Gufudalssveit.
Börn Indíönu og
Erlings eru Birna Er-
lingsdóttir Norðdahl,
f. 17.3. 1967, húsmóðir
á Hvolsvelli, en mað-
ur hennar er Stefán
Steinsson læknir og
eru börn þeirra Elísa-
bet Ýr, Jón Erlingur og Róbert Val-
ur; Ólafur Þór Erlingsson, f. 23.7.
1969, bifreiðastjóri í Reykjavík, en
kona hans er Brynja Haraldsdótt-
ir sjúkraþjálfari og eru börn þeirra
Indíana Svala Ólafsdóttir og Har-
aldur Ólafsson; Ingibjörg Erlings-
dóttir, f. 18.6. 1977, hárgreiðslu-
kona í Reykjavík, en maður hennar
er Símon Wiium tölvunarfræðing-
ur og er sonur Ingibjargar Egill Ól-
afur.
Hálfsystkini Indíönu, samfeðra,
eru Indíana Svala Ólafsdóttir f.
11.6. 1924, d. 29.12. 1942; Auður
Ólafsdóttir, f. 1.8. 1925, vistmaður
á sambýli í Reykjavík; Katla Ólafs-
dóttir, f. 28.4. 1929, búsett í Reykja-
vík.
Hálfbróðir Indíönu, sammæðra,
er Eggert Bjarnason Norðdahl, f.
25.7. 1937, fyrrv. rannsóknarlög-
reglumaður, búsettur í Vogum á
Vatnsleysuströnd.
Alsystkini Indíönu eru Inga Vala
Ólafsdóttir, f. 7.5. 1944, fyrrv. versl-
unarstjóri, búsett í Svíþjóð, en mað-
ur hennar er Hörður Garðarsson bif-
reiðastjóri; Þórarinn Ólafsson, f. 3.9.
1948, steypubifreiðarstjóri hjá BM
Vallá, búsettur í Reykjavík, en kona
hans er Ann Andreasen, skrifstofu-
maður hjá Reykjavíkurborg; Anna
María Ólafsdóttir, f. 1.4. 1951, bóndi
og húsfreyja á Maríubakka í Fljóts-
hverfi, en maður hennar er Guðni
Sigurðsson bóndi; Vaka Helga Ól-
afsdóttir, f. 13.8.1958, fiskverkakona
í Stykkishólmi en maður hennar er
Jóhann Gunnlaugsson, starfsmaður
við Fiskmarkað Íslands.
Foreldrar Indíönu: Ólafur Þór-
arinsson, f. 18.3. 1904, d. 28.2. 1987,
bakari í Reykjavík, og Birna Eggerts-
dóttir Norðdahl, f. 30.3. 1919, d. 8.2.
2004, bóndi í Bakkakoti, listmál-
ari, trélistakona og Íslandsmeistari
kvenna í skák á áttunda áratugnum,
lengst af búsett í Bakkakoti en síð-
ast á Dvalarheimilinu Barmahlíð á
Reykhólum.
KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
60 ÁRA Á FÖSTUDAG
Indíana Svala Ólafsdóttir
STARFSSTÚLKA VIÐ DVALARHEIMILI Á REYKHÓLUM
Grétar Róbert Haraldsson
VÉLSTJÓRI Í REYKJAVÍK
Grétar fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp auk þess sem
hann var í sveit á
sumrin á árunum
1947-55. Grétar var í
Austurbæjarskólan-
um 1947-52, Gagn-
fræðaskóla Aust-
urbæjar 1952-53,
Héraðsskólanum á
Núpi 1955-56, stund-
aði nám við Iðnskól-
ann á Seyðisfirði og
lauk þaðan prófum 1962, stund-
aði nám við Vélskóla íslands frá
1962, lauk vélstjóraprófi 1964 og
frá rafmagnsdeild 1965, stundaði
vélvirkjanám við Vélsmiðju Seyð-
isfjarðar 1960-64 og Vélsmiðju Sig-
urðar Sveinbjörnssonar í Reykja-
vík, lauk sveinsprófi i vélvirkjun
1967 og öðlaðist meistararéttindi
1970.
Grétar var verkamaður til sjós og
lands til 1960, var vélstjóri á hval-
veiðibátnum Hval 7 1965, vélstjóri
á farskipum með hléum 1965-73,
vann við hafnarframkvæmdir í
Straumsvík 1967-68, við niðursetn-
ingu á túrbínum í Búrfellsvirkjun
1968-69, við stækkun Kísilgúrverk-
smiðjunnar við Mývatn 1970, við
stækkun Áburðarverksmiðjunn-
ar í Gufunesi 1971-72, var við vél-
gæslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja
á Kirkjusandi 1973-74, var auk þess
bifreiðarstjóri hjá Steindóri 1973 og
vagnstjóri hjá SVR 1976 en starf-
aði hjá ÁTVR, Reykjalundi, Hilmari
Helgasyni heildverslun og Örtækni
á árunum 1975-89.
Loks hefur hann ver-
ið starfsmaður hjá
Múlalundi. Þá hefur
hann sinnt skriftum
frá 1988.
Fjölskylda
Kona Grétars frá 2.3.
1988 var Guðbjörg
Albertsdóttir, f. 1.7.
1947, d. 20.7. 2001,
húsmóðir.
Fóstursystkini
Grétars voru Ólafur Haraldsson, f.
1922, d. 1944; Hulda Haraldsdóttir,
f. 1927, d. 1993.
Hálfsystkini Grétars, samfeðra,
eru Lilja Magnúsdóttir, f. 1943; Páll
Magnússon, f. 1944.
Hálfsystir Grétars, sammæðra,
er Hulda Ingvarsdóttir, f. 1937.
Kjörforeldrar Grétars voru Har-
aldur Ólafsson, f. 1895, d. 1978,
skipsstjóri í Reykjavík, og Ásta
Ólafsson Smith, f. 1899, d. 1979,
húsmóðir.
Foreldrar Grétars voru Magnús
Þórðarson, f. 1915, d. 1967, og Guð-
rún Runólfsdóttir, f. 1911, d. 1992.
Ætt
Magnús var sonur Þórðar Magnús-
sonar og Guðrúnar Magnúsdóttur
sem bjuggu í Ingólfsstræti í Reykja-
vík.
Guðrún var dóttir Runólfs Guð-
mundssonar og Þóreyjar Eyjólfs-
dóttur, systur Jens Eyjólfssonar
byggingarmeistara sem m.a. reisti
Kristskirkju í Landakoti.
70 ÁRA Á LAUGARDAG
32 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 ÆTTFRÆÐI