Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 21
ER VETURINN BÚINN?
„Nei, langt í frá.“
HILDUR BJÖRK SCHEVING
17 ÁRA
„Nei, ég held ekki.“
PÉTUR MÁR PÉTURSSON
21 ÁRS NEMI
„Nei, hann er ekki byrjaður.“
SIGRÍÐUR BIRNA RÓBERTSDÓTTIR
18 ÁRA NEMI
„Nei, ég mundi ekki segja það. Ég held
það komi meiri snjór.“
BJARNFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
18 ÁRA NEMI
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR,
annar höfunda Skoppu og Skrítlu,
samdi nýverið við fyrrverandi forstjóra
hjá Warner Brothers um að taka að sér
listræna stjórnun á verkefni Skoppu
og Skrítlu í Bandaríkjunum. Hrefna
segist þurfa að búa í ferðatöskum
næstu vikurnar því fyrir utan að vera í
útrás stefna þær Hrefna og Linda
Ásgeirsdóttir, meðhöfundur hennar
að Skoppu og Skrítlu, að því að
frumsýna nýtt leikrit.
ELSKAR SUSHI
„Nei, ég er samt ekki viss. Við fáum ekki
meiri snjó en það verður áfram kalt.“
VIKTOR ARON HARALDSSON
20 ÁRA NEMI
MAÐUR DAGSINS
Það var alltaf eitthvað dulrænt við
búsáhaldabyltinguna. Það var dans-
að í kringum elda eins og frumbyggj-
ar gerðu í Ameríku, það voru nornir
viðstaddar og undarlegir sjúkdómar
ráðamanna. Þegar táragasi var varp-
að breyttist vindáttin og feykti því
aftur í átt að lögreglu. Því er kannski
ekki að undra að á ársafmæli þess-
ara tímamótaviðburða hafi verið
ókyrrð í lofti. Eldingar sáust í fyrsta
sinn í manna minnum yfir Reykjavík
og vetrarkyrrðin var rofin af þrumum
eins og hún eitt sinn var af einkaþot-
um auðmanna.
Búsáhaldabyltingin hefði líklega
ekki verið jafn fjölmenn ef ekki hefði
verið hlýtt í lofti þann 20. janúar 2009.
Ári síðar var gott að vera staddur inn-
andyra. Eitthvað varð þó að gera til að
fagna, og fátt meira viðeigandi en að
horfa á Kastljósumfjöllun Ríkissjón-
varpsins eða þá að fara í Háskólabíó
og sjá Maybe I Should Have.
Í kjölfar hruns nasismans varð í
Þýskalandi til bókmenntagrein sem
kennd er við „Vergangenheitsbewält-
igung“ eða að sættast við/gera upp
fortíðina. Hrun frjálshyggjunnar á Ís-
landi mun skila sér út í íslenskar bók-
menntir á næstu árum og áratugum,
en fyrstu hrunaskáldsögurnar komu
út fyrir síðustu jól. Fyrsta heimildar-
myndin, Guð blessi Ísland, kom einn-
ig út um síðustu jól en önnur birtist
nú á árs afmæli byltingarinnar.
Tortóla og peningahimnaríkið
Rétt eins og Michael Moore í Capital-
ism: A Love Story, heldur kvikmynda-
gerðarmaður af stað, með sjálfan sig
í forgrunni, að leita að peningunum
sem hurfu. Það er í raun stórmerki-
legt að fylgja Gunnari leikstjóra til
Tortóla, eyjar sem fæstir geta stað-
sett á kortinu en er skyndilega orðin
afar stórt fyrirbæri í vitund Íslend-
inga. Helst býst maður við að sjá út-
rásarvíkinga þar dansa stríðsdans og
gleðjast yfir óförum þjóðarinnar, inn
á milli þess sem þeir fórna börnum og
baða sig í blóði hreinna meyja. Stað-
reyndin hins vegar virðist vera að lík-
lega hafa fæstir þeirra komið þangað.
Einu ummerkin um þá er pósthólf í
byggingu sem hýsir hundruð fyrir-
tækja að nafninu til.
Það er eitt af undrum alheimskap-
ítalismans að íslenska þjóðin er ábyrg
fyrir skuldum manna sem skráðu lög-
heimili sitt á landi sem þeir hafa ef
til vill aldrei komið til. Þeir borguðu
ekki einu sinni skatta til íslenska rík-
isins, en nú þarf að hækka skattana
hér til að borga fyrir athafnasem-
ina. En hvað varð þá um peningana?
Björgólfur Thor segir þá hafa farið til
peningahimnaríkis, þangað sem allir
góðir peningar fara þegar þeir eru af-
skrifaðir.
Hverju breytti byltingin?
Gunnar leikstjóri finnur engar rústir
eftir íslenska efnahagsundrið á Tor-
tóla. Hins vegar finnur hann þær í
Lúxemborg. Þar standa tómar banka-
hallir sem voru færðar út úr móður-
félögunum með hraði á fyrstu dögum
hrunsins. Ef við eigum að endur-
heimta horfið fé væri líklega réttast
að byrja að leita þar. Það er hins veg-
ar meira en einn kvikmyndagerðar-
maður getur gert. En ef til vill hefur
hann komið okkur á sporið.
Í Kastljósinu var rætt við þau
Guðna Th., sem er nokkurs konar op-
inber sagnfræðingur hrunsins, og Ás-
dísi Thoroddsen leikstjóra, sem barði
á pott í byltingunni og ánafnaði síð-
ar Þjóðminjasafninu. Vafalaust er það
rétt hjá henni að íslenska byltingin
var afar friðsöm miðað við fjöldamót-
mæli í nágrannalöndunum, þó Guðni
hafi sagt á móti að það væri ekki oft
sem menn leggja eld að alþingishúsi
lands síns. Þau voru hins vegar bæði
á því að afar fátt hefði breyst í kjölfar-
ið. Það þarf þó ekki nema að horfa á
upphafsatriði Maybe I Should Have
til þess að sjá að eitthvað hefur breyst
samt. Það umhverfi sem þar er lýst,
árin 2002-2008 þegar bæði almenn-
ingur og stjórnmálamenn löptu upp
allt sem kom frá útrásarvíkingunum
með óttablandinni aðdáun, er ekki
lengur til. Kannski þurfti byltingu til.
Hvað varð af peningunum okkar?
MYNDIN
Með hettu í dómsal Hettuklætt fólk setti mark sitt á búsaáhaldabyltinguna, því brá aftur fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag þegar fyrir var tekið mál gegn mótmæl-
endum sem brutust inn á Alþingi. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
KJALLARI
UMRÆÐA 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 21
Hver er maðurinn?
„Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona.“
Hvað drífur þig áfram?
„Jákvæðni fyrir lífinu.“
Hvar ertu uppalin?
„Í Kópavogi.“
Gott að alast þar upp?
„Ég var aldrei sérstaklega hrifin af því.
Ég er ekki sannur Kópavogsbúi í mér
þó að ég sé flutt aftur þangað - tíma-
bundið.“
Með hvað lékstu þér helst þegar
þú varst lítil?
„Ég var rosalega mikið með
Barbie-dót og Playmo.“
Uppáhaldsstaður í heiminum?
„Útlönd.“
Besti matur sem þú hefur
bragðað?
„Ég elska sushi.“
Hversu mikilvægt er að fá þennan
eðalhóp til liðs við ykkur?
„Það er gríðarlega mikilvægt og ég tel
þetta vera lykilinn að því sem koma
skal. Þetta ætti að koma okkur í réttan
farveg.“
Eru þið í útrás?
„Er það ekki svo neikvætt orð í dag.
Erum við ekki frekar að segja að við
séum í erlendum samskiptum.“
Hvernig er ykkur tekið í Banda-
ríkjunum?
„Hingað til, bara rosalega vel. Oft á
tíðum þá finnst okkur það enn betra
en á Íslandi - samt er það nú gott.“
Hvað er fram undan
„Það er frumsýning á nýja leikritinu
okkar Skoppa og Skrítla á tímaflakki
sem er sýnt í samstarfi við Borgarleik-
húsið. Og svo verðum við að leika hér
um helgar og væntanlega að búa í
töskum, hugsa ég, í miðri viku - þetta
verður flug fram og til baka.“
VALUR GUNNARSSON
rithöfundur skrifar
„En hvað varð þá um
peninginn? Björgólfur
Thor segir þá hafa farið
til peningahimnaríkis,
þangað sem allir góðir
peningar fara þegar þeir
eru afskrifaðir.“