Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 43
22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 43 ÞAÐ SEM ÞÚ VISSIR EKKI um strákana okkar ÓLAFUR STEFÁNSSON n Kann að spila á þverflautu. n Er farinn að fá hárið aftur þökk sé notkun á Silver-geli Loga og Björgvins Páls. n Var einu sinni með hárið litað svart. n Er eins í viðtölum á spænsku og íslensku. ARNÓR ATLASON n Spilaði fótbolta með Val. n Litli bróðir Arnórs, Davíð Örn Atlason, er markamaskína í yngri flokk- um Víkings í knattspyrnu og öflugur penni á vefsíðunni fótbolti.net. n Tekur með sér borðfótboltaspil á stórmót sem heldur vöku fyrir hálfu liðinu á næturnar. Sjálfur er hann bestur í spilinu. n Uppáhaldsbíómyndin hans er The Shawshank Redemption. n Heldur með Arsenal í enska boltanum. SVERRE JAKOBSSON n Er sonur fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri. n Íhugar sjálfur framboð þegar handboltaferlinum lýkur. INGIMUNDUR INGIMUNDARSON n Þegar hann lék með ÍR átti hann sína eigin stuðningsmannasveit fullvaxinna karlmanna sem hét og heitir líklega enn: Didda-Crew. n Hann er fæddur 1980 og á fjórtán ára dóttur. n Diddi var jafnrosalega mikill og sterkur og hann er í dag þegar hann var á unglingsaldrinum. Eitt sinn voru hann og félagarnir í Hamraskóla að sprauta hver á annan með slökkvitæki. Didda varð svo um að hann hljóp af stað en tók ekki eftir hertu og vírgirtu eldvarn- argleri sem varð á vegi hans. Til marks um kraft Didda þá flaug hann í gegnum glerið sem þarf nokkurn kraft til að gera. ARON PÁLMARSSON n Pabbi Arons, Pálmar Sigurðsson, var besti körfuknattleiksmaður Íslands á sínum tíma. n Aron er mjög eigingjarn á sína hluti. Hann leyfir herbergisfélaga sínum til dæmis aldrei að nota tölvuna sína. n Er með þannig húmor að þegar hann segir eitthvað fyndið þá mjólk- ar hann brandarann þangað til ekkert er eftir. STURLA ÁSGEIRSSON n Notar yfirleitt alltaf klósettburstann þegar hann er búinn á klósettinu. n Lyftingaræfingar á bísep og trísep í ÍR í gamla daga voru yfirleitt skírðar Stulli og Fritz. Það voru þeir Sturla Ásgeirsson og Bjarni Fritz- son sem voru svo duglegir við að taka aukaæfingar á þeim vöðvum áður en leikmenn skelltu sér í stund. n Er að safna í Banderas-greiðslu og notar nú í fyrsta skiptið í langan tíma gel í hárið. Notar bara Silver, look 3, frá þeim Loga og Björgvini. n Borðar óheyrilegt magn af fæðubótarefnum. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON n Var mjög fljótur upp sem krakki. Strunsaði eitt sinn burt af túrneringu því hann var tekinn af velli í hálfleik. Var reyndar kominn aftur fyrir næsta leik. n Er menntaður bakari og lærði iðn sína hjá hinum þrælmassaða Jóa Fel. n Fólk í Austurríki ruglast á honum og plötusnúðnum DJ Ötzi. n Sagði eitt sinn við hinn markvörðinn fyrir úrslitaleik Reykjavíkur- mótsins í yngri flokkum: „Þú færð því miður ekkert að spila í þessum leik. Ég ætla að verja allt.“ Svo varði hann allt og vann titilinn. HREIÐAR LEVÍ GUÐMUNDSSON n Kynntist kærustunni sinni á netinu. n Talar við hana í fleiri klukkutíma á dag á Skype. n Hreiðar gerði heiðarlega tilraun við Menntaskólann í Reykjavík en útskrifaðist ekki. n Hann fékk ekki að spila landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar fyrr en hann klippti sig. Í einni landsliðsferð kom hornamaðurinn Gylfi Gylfason inn í herbergi til hans og mælti: „Ég á víst að klippa þig,“ en til verksins voru notuð eldhússkæri. n Hann borðar ekki papriku. LOGI GEIRSSON n Er mjög stríðinn og alltaf til í alls konar vitleysu. n Hann lítur mjög mikið upp til Binna bróður síns. n Þrátt fyrir að vera mikill íþróttamaður er hann alls ekki góður í körfubolta. Er með algjöra skotræpu en hittir ekki jafn vel ofan í körfuna og í markið. n Pantar klúbbsamloku upp á herbergi um klukkan ellefu á kvöldin daginn fyrir leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.