Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Page 43
22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 43 ÞAÐ SEM ÞÚ VISSIR EKKI um strákana okkar ÓLAFUR STEFÁNSSON n Kann að spila á þverflautu. n Er farinn að fá hárið aftur þökk sé notkun á Silver-geli Loga og Björgvins Páls. n Var einu sinni með hárið litað svart. n Er eins í viðtölum á spænsku og íslensku. ARNÓR ATLASON n Spilaði fótbolta með Val. n Litli bróðir Arnórs, Davíð Örn Atlason, er markamaskína í yngri flokk- um Víkings í knattspyrnu og öflugur penni á vefsíðunni fótbolti.net. n Tekur með sér borðfótboltaspil á stórmót sem heldur vöku fyrir hálfu liðinu á næturnar. Sjálfur er hann bestur í spilinu. n Uppáhaldsbíómyndin hans er The Shawshank Redemption. n Heldur með Arsenal í enska boltanum. SVERRE JAKOBSSON n Er sonur fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri. n Íhugar sjálfur framboð þegar handboltaferlinum lýkur. INGIMUNDUR INGIMUNDARSON n Þegar hann lék með ÍR átti hann sína eigin stuðningsmannasveit fullvaxinna karlmanna sem hét og heitir líklega enn: Didda-Crew. n Hann er fæddur 1980 og á fjórtán ára dóttur. n Diddi var jafnrosalega mikill og sterkur og hann er í dag þegar hann var á unglingsaldrinum. Eitt sinn voru hann og félagarnir í Hamraskóla að sprauta hver á annan með slökkvitæki. Didda varð svo um að hann hljóp af stað en tók ekki eftir hertu og vírgirtu eldvarn- argleri sem varð á vegi hans. Til marks um kraft Didda þá flaug hann í gegnum glerið sem þarf nokkurn kraft til að gera. ARON PÁLMARSSON n Pabbi Arons, Pálmar Sigurðsson, var besti körfuknattleiksmaður Íslands á sínum tíma. n Aron er mjög eigingjarn á sína hluti. Hann leyfir herbergisfélaga sínum til dæmis aldrei að nota tölvuna sína. n Er með þannig húmor að þegar hann segir eitthvað fyndið þá mjólk- ar hann brandarann þangað til ekkert er eftir. STURLA ÁSGEIRSSON n Notar yfirleitt alltaf klósettburstann þegar hann er búinn á klósettinu. n Lyftingaræfingar á bísep og trísep í ÍR í gamla daga voru yfirleitt skírðar Stulli og Fritz. Það voru þeir Sturla Ásgeirsson og Bjarni Fritz- son sem voru svo duglegir við að taka aukaæfingar á þeim vöðvum áður en leikmenn skelltu sér í stund. n Er að safna í Banderas-greiðslu og notar nú í fyrsta skiptið í langan tíma gel í hárið. Notar bara Silver, look 3, frá þeim Loga og Björgvini. n Borðar óheyrilegt magn af fæðubótarefnum. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON n Var mjög fljótur upp sem krakki. Strunsaði eitt sinn burt af túrneringu því hann var tekinn af velli í hálfleik. Var reyndar kominn aftur fyrir næsta leik. n Er menntaður bakari og lærði iðn sína hjá hinum þrælmassaða Jóa Fel. n Fólk í Austurríki ruglast á honum og plötusnúðnum DJ Ötzi. n Sagði eitt sinn við hinn markvörðinn fyrir úrslitaleik Reykjavíkur- mótsins í yngri flokkum: „Þú færð því miður ekkert að spila í þessum leik. Ég ætla að verja allt.“ Svo varði hann allt og vann titilinn. HREIÐAR LEVÍ GUÐMUNDSSON n Kynntist kærustunni sinni á netinu. n Talar við hana í fleiri klukkutíma á dag á Skype. n Hreiðar gerði heiðarlega tilraun við Menntaskólann í Reykjavík en útskrifaðist ekki. n Hann fékk ekki að spila landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar fyrr en hann klippti sig. Í einni landsliðsferð kom hornamaðurinn Gylfi Gylfason inn í herbergi til hans og mælti: „Ég á víst að klippa þig,“ en til verksins voru notuð eldhússkæri. n Hann borðar ekki papriku. LOGI GEIRSSON n Er mjög stríðinn og alltaf til í alls konar vitleysu. n Hann lítur mjög mikið upp til Binna bróður síns. n Þrátt fyrir að vera mikill íþróttamaður er hann alls ekki góður í körfubolta. Er með algjöra skotræpu en hittir ekki jafn vel ofan í körfuna og í markið. n Pantar klúbbsamloku upp á herbergi um klukkan ellefu á kvöldin daginn fyrir leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.