Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 6
SANDKORN
n Egill Helgason eykur senni-
lega ekkert vinsældir sínar með-
al sumra sjálfstæðismanna með
pistli sem hann ritar í síðasta
tölublað Reykjavík Grapevine.
Egill, sem hefur sem kunnugt
er verið harðlega gagnrýnd-
ur af ýmsum
hægrimönn-
um fyrir mál-
flutning sinn,
fjallar þar um
búsáhalda-
byltinguna.
Hann rifjar
upp hvern-
ig mál þróuðust í janúar í fyrra
og segir það hafa verið til marks
um hversu illa stjórn Geirs H.
Haarde var í takt við þjóðina
að meðal fyrstu mála á dag-
skrá þingsins var frumvarp um
breytingu á áfengislögum sem
Sigurður Kári Kristjánsson var
fyrsti flutningsmaður að, eða
eins og Egill lýsir honum: „A
young and rather silly politician
of Haarde’s party.“
n Í pistli sínum í Reykjavík
Grapevine, þar sem hann gerir
upp síðasta ár, rifjast upp fyrir
Agli Helgasyni hvað T.E. Law-
rence ritaði á
fyrstu síðum
bókar sinnar
The Seven Pill-
ars of Wisdom.
Þar minnt-
ist Lawrence
hvernig fór
fyrir byltingu
hans í eyðimörk Arabíu á tím-
um síðari heimsstyrjaldar (sem
varð fræg í myndinni Lawrence
of Arabia). Lawrence rifjar þar
upp hvernig gömlu valdastétt-
irnar komu aftur eftir bylting-
una og komu sér vel fyrir. Sama
hafi gerst hérna. Fljótlega eftir
búsáhaldabyltinguna hafi hún
fjarað út og stjórn landsins farið
í sama far og áður.
n Innan Facebook hafa verið
stofnaðir hópar um allt milli
himins og jarðar. Þeirra á með-
al er hópurinn „Við viljum fá
Prúðuleikarana aftur í sjónvarp-
ið“ sem hefur safnað á ann-
að þúsund
meðlimum.
Forsprakki
hópsins sendi
innkaupa-
deild Sjón-
varpsins póst
á dögunum
þar sem hann
kom beiðni
hópsins á framfæri og óskaði
eftir viðbrögðum. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa og svaraði
Guðmundur Ingi Kristjánsson
því til að þetta yrði skoðað með
jákvæðum huga. Svo er bara
að bíða og sjá hvort meðlimum
hópsins verði að ósk sinni.
6 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR
Eigendur World Class greiddu starfsfólki hundrað þúsund krónur í jólabónus. Öll-
um nema starfsfólki veitingasölunnar, Lauga Café, og heilsuræktarinnar, Lauga
Spa, sem reknar eru undir annarri kennitölu.
BARA SUMIR
FENGU BÓNUS
HJÁ WORLD CLASS
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdótt-
ir, eigendur World Class á Íslandi,
eru sökuð um að mismuna starfs-
fólki sínu þar sem hluta starfsmanna
hafi verið greiddur út jólabónus. Allir
nema starfsfólk veitingasölunnar og
heilsuræktarinnar fengu myndarleg-
an bónus.
Eigendur World Class greiddu
starfsfólki sínu hundrað þúsund
krónur í bónus fyrir síðustu jól. Bón-
usinn var greiddur í samræmi við
starfshlutfall þannig að fyrir fullt
starf fengust hundrað þúsund krón-
ur. Allt starfsfólk líkamsræktarstöðv-
arinnar hlaut bónusinn en það fékk
starfsfólk veitingasölu World Class,
Lauga Café, og heilsuræktar World
Class, Lauga Spa, ekki. Veitingasal-
an og heilsuræktin eru undir annarri
kennitölu en líkamsræktin.
Ekki sama kennitalan
Einn hinna óánægðu starfsmanna,
sem starfs síns vegna vill ekki láta
nafns síns getið, segir eigendur fyr-
irtækisins mismuna starfsfólki
sínu gróflega þar sem öllum nema
starfsmönnum veitingasölunnar og
heilsuræktarinnar hafi verið greidd-
ar hundrað þúsund krónur í bónus
fyrir jólin. Annar starfsmaður skilur
ekkert í því hvers vegna svona hafi
verið staðið að málum og bendir á
að yfirmaður veitingasölunnar hafi
kvartað formlega við eigendurna. Þar
hafi fengist þær skýringar að um mis-
munandi rekstrarfélög væri að ræða
og þau gengju misvel. Þess vegna
hefði aðeins starfsfólk líkamsrækt-
arstöðvarinnar fengið bónus. Starfs-
maðurinn segir Björn þó hafa svarað
því til að starfsfólkinu yrði bætt þetta
upp með þeim hætti að fyrirtækið
kæmi til með að gera því glaðan
dag við tækifæri.
Skilur óánægjuna
Elías Magnússon, sviðsstjóri
kjarasviðs Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur, segir eigend-
ur í fullum rétti að ákveða
hvaða bónusar séu greidd-
ir hjá fyrirtækinu. Hann skilur engu
að síður vel óánægju þeirra sem ekki
hlutu bónus. „Eigendurnir geta stýrt
þessu algjörlega sjálfir og allir svona
bónusar eru fínir. Ef þetta er ekki á
sömu kennitölunni getur reksturinn
gengið misjafnlega en ég væri sjálf-
ur líklega ekki sáttur væri ég í þeirra
sporum. Á meðan líkamsræktin
gengur kannski vel getur veitinga-
salan gengið síður og það getur hafa
ráðið þessum bónusum,“ segir Elías.
„Um leið og ég skil þau rök skil
ég vel óánægju starfsmannanna.
Ákvörðunin liggur hins vegar hjá eig-
endum hverrar kennitölu fyrir sig en
til að koma í veg fyrir óánægju hefði
vissulega verið hægt að borga frekar
yfir línuna.“
Bónusar og nýjar stöðvar
Hinn myndarlegi bónus fyrir jól-
in gefur til kynna að rekstur líkams-
ræktarstöðva World Class gangi vel.
Þannig sé verið að þakka starfsfólki
fyrirtækisins fyrir vel unnin störf. Fyr-
irhugað er að opna tvær nýjar World
Class-stöðvar á árinu og er fyrirtækið
byrjað að auglýsa þær opnanir. Um
er að ræða nýjar stöðvar í Kringlunni
í Reykjavík og Ögurhvarfi í Kópavogi.
Á sama tíma standa eigendurnir í
deilum við Straum fjárfestingabanka
vegna hárra skulda eftir misheppnað
útrásarævintýri í Danmörku. Bank-
inn hefur hótað málshöfðun og það
hefur Björn líka gert en hann sakar
Straum um að hafa veitt sér ævin-
týralega lélega ráðgjöf í kringum æv-
intýrið.
Í samtali við DV á síðastliðnu ári
lýsti Björn því yfir að sjálfur kynni
hann að lenda í gjaldþroti en það
ætti ekki að hafa áhrif á rekstur
World Class á Íslandi. Reksturinn er
nú kominn undir aðra kennitölu.
Þrátt fyrir tilraunir fengust hvorki
viðbrögð frá Birni né Hafdísi við
vinnslu fréttarinnar.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Ákvörðunin ligg-ur hins vegar
hjá eigendum hverrar
kennitölu fyrir sig en
til að koma í veg fyrir
óánægju hefði vissulega
verið hægt að borga
frekar yfir línuna.
Flottur bónus Starfsmenn World
Class fengu 100 þúsund króna jóla-
bónus frá eigendum fyrirtækisins.
Gengur vel
Rekstur líkams-
ræktarstöðvar
World Class
virðist ganga
vel sé horft til
myndarlegs
bónuss sem
starfsfólk fékk
um jólin.
Aðstoðarrektor Háskóla Íslands ver ráðningu Ástu Möller, fyrrverandi þingkonu:
Faglega staðið að ráðningunni
Jón Atli Benediktsson, aðstoðar-
rektor Háskóla Íslands, er hissa á
gagnrýni háskólakennara á ráðn-
ingu Ástu Möller, fyrrverandi
þingkonu, í starf forstöðumanns
Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála við skólann. Hann tel-
ur ráðninguna faglega og samrým-
ast fyllilega lögum og reglum há-
skólans.
Ráðning Ástu hefur komið af
stað deilum á innanhússpóstvef
skólans. Háskólakennarar gagn-
rýna ráðninguna og segja það
áhyggjuefni hversu lágar kröfur
eru gerðar við ráðningu forstöðu-
manna rannsóknarstofnana há-
skólans. Hún var þingmaður og
varaþingmaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í áratug og tengsl hennar
við stjórnmálin eru meðal þeirra
þrætuefna sem kennarar HÍ kasta
fram ásamt því að hún hafi tak-
markaða rannsóknareynslu á sviði
stofnunarinnar.
Jón Atli bendir á að rektor hafi
ekki ráðið Ástu í starfið heldur
stjórnmáladeild skólans en tel-
ur mikilvægt að horft sé til hvers
lags starfsemi fer fram á viðkom-
andi stofnun. „Í háskólalögunum
er gerð krafa um meistarapróf að
lágmarki og við fylgjum íslenskum
lögum. Varðandi forstöðumenn er
yfirleitt ekki gerð ríkari krafa þó að
við stefnum almennt að því að um-
sækjendur hafi doktorspróf. Síðan
þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig
og meta hvort viðkomandi stofnun
sé í eðli sínu rannsóknarstofnun,“
segir Jón Atli.
„Ég held að við verðum að gæta
þess að ganga ekki of langt í um-
ræðunni því fólk verður að kynna
sér betur um hvað þetta starf er.
Séu kröfurnar fyrir starfið skoðað-
ar er ég viss um það að mjög fag-
lega hafi verið staðið að þessu hjá
stjórnmáladeildinni. Í þessu til-
viki, miðað við það sem ég veit, var
ég hissa á gagnrýninni.“
trausti@dv.is
Uppfyllti skilyrði Aðstoð-
arrektor HÍ segir skólann
fara að lögum við
ráðningar.