Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 31
HELGARBLAÐ 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 31 DAUÐINN ER ERFIÐASTUR það utan á rústunum og svo koma aðrir og ná í líkin. Það hljómar kannski svolítið grimmt en það er bara gert til að nýta tímann og reyna að finna fleiri á lífi. Í svona vinnu skiptir hver klukkutími máli.“ HRÆÐILEG LYKT Hiti, brak og megn nálykt gera öllum erfitt fyr- ir á hamfærasvæðinu. „Þetta er mjög ákveð- in lykt og hún er þarna. Það er engan veginn hægt að venjast henni en við aðstæður sem þessar kemstu ekki hjá því að sætta þig við að hún fer ekki neitt. Sama hvað manni finnst um það,“ segir Ólafur. „Eftir því sem hitinn er meiri þá er það erfiðara og lyktin verður bara verri.“ Aðspurður hvernig sveitarmeðlimum tókst að hvíla sig á kvöldin og dreifa hugan- um frá þeim hörmungum sem þeir hafa orðið vitni að segir Ólafur að hugsað hafi verið fyrir því. „Við vorum með sérstakan búðahóp sem lagði áherslu á að þegar við komum til baka var matur tilbúinn og hægt að fara í sturtu. Maður varð að geta losnað við rykið, hreins- að sig og hvílt fyirir næsta dag.“ Ólafur segir að það hafi ekki verið erfitt að sofna á kvöld- in. „Það einfaldlega gerist bara. Þetta er gríð- arlega vinna í 37 til 40 stiga hita,“ segir hann. ÞAÐ SEM VIÐKEMUR BÖRNUM ERFITT Aðstæðurnar á Haítí eru erfiðar, þar sem lík liggja á víð og dreif, gríðarlegur fjöldi fólks er slasaður, tugþúsundir látnar og neyðin gífur- leg. Því verður ekki hjá því komist að upplif- unin verði erfið, bæði fyrir íbúana og þá sem koma þeim til hjálpar. Ólafur segir þó að sumt hafi verið erfiðara að takast á við en annað. „Það er allt sem viðkemur börnunum og svo dauðanum sem fylgir þessu. Ég hef heldur aldrei séð eins mikið af látnu fólki í einu.“ „Fyrstu dagarnir og fyrstu klukkutímarnir eru ógleymanlegir. Að upplifa það að fara út í þessa ringulreið eftir að hafa setið í Flugleiða- vélinni að slaka á með tölvu í gangi og hoppa út í þetta umhverfi er undarlegt,“ segir Ólafur. Hópurinn dvaldi á Bahamaeyjum í sól- arhring áður en haldið var af stað heim og gátu björgunarsveitamennirnir þá tekið það rólega eftir þá miklu og erfiðu vinnu sem þeir höfðu lagt á sig eftir jarðskjálftann. Ól- afur segir að hópurinn sé byrjaður að reyna vinna á andlega þættinum. Hann viðurkenn- ir að auðvitað komi hugsanir um dauðann og vonleysið sem þeir hafa séð og upplifað. „Það hefur allt gengið svo hratt fyrir sig að lítill tími var til að velta fyrir sér hörmungunum og því sem maður sá.“ LJÓSIÐ Í MYRKRINU Ólafur vill líka horfa á jákvæðu hliðarnar úr ferðalaginu. Hann er ánægður með störf sveitarinnar. Auk þess að hafa unnið við leitir í rústum héldu þeir alfarið um skipulagninu í tjaldbúðunum. Allt frá því að útdeila verkefn- um og til þess að halda uppi röð og reglu við matargerð. „Þetta er sterkur hópur og það er góð upplifun að við höfum verið að gera gagn. Við björguðum nokkrum út úr húsum, sett- um upp búðirnar þar sem 1.500 björgunar- sveitarstarfsmenn frá öðrum löndum voru og unnum að því að halda aðgerðinni gangandi. Það er góð tilfinning,“ segir Ólafur. Ferðin hefur verið gríðarleg reynsla fyrir íslensku alþjóðabjörgunarsveitina og þó að Íslendingar séu mun betur í stakk búnir að lenda í svo stórum skjálfta en íbúar Haítí er gríðarlega miklvægt að hafa reynsluna ef til hennar þarf að grípa. „Hópurinn er sáttur við sitt hlutskipti,“ segir Ólafur að lokum. asdisbjorg@dv.is Spáð í aðstæður Björgun- armenn kanna aðstæður. Bjargað Það er frábært að finna einhvern á lífi í rústunum. Erfiðar aðstæður Unnið var við ýmsar aðstæður á Haítí. Hvergi stoppað Hér má sjá hvað menn lögðu á sig til að leita að og komast að fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.