Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 HELGARBLAÐ Gunnlaugur fæddist á Hvilft og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1949. Gunnlaugur var bóndi á Hvilft 1950-2007, kennari með hléum 1953- 98, var alþm. í Vestfjarðakjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn 1974-78 og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ön- undarfjarðar á Flateyri 1980-88. Gunnlaugur sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1954-58 og 1962-68, var oddviti 1966-70 og 1974-78, for- maður Fjórðungssambands Vest- fjarða 1970-74, var kirkjuþingsmaður 1970-94 og kirkjuráðsmaður 1976-93, sat í sýslunefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu 1974-78, var formaður og sat í ýmsum stjórnskipuðum nefndum, sat í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar 1983-88 og var þingkjörinn skoðunarmaður reikninga Búnaðarbanka Íslands frá 1981 og þar til starfið var lagt niður. Fjölskylda Gunnlaugur kvæntist 14.6. 1952 Sig- ríði Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 19.3. 1926, d. 4.10. 2005. Hún var dótt- ir Bjarna Einars Einarssonar, báts- formanns og fisktökumanns, og k.h., Halldóru Sæmundsdóttur húsfreyju. Börn Gunnlaugs og Sigríðar Jó- hönnu eru Sigurlaug, f. 1.4. 1953, sagnfræðingur, gift Gylfa Páli Hersi jarðeðlisfræðingi og er sonur þeirra Kári; Halldóra Valgerður, f. 6.2. 1955, kennari og er dóttir hennar Helga Rakel Rafnsdóttir og dótturdóttir Franziska Una; María, f. 27.3. 1956, hjúkrunarfræðingur og eru börn hennar Katrín Emma sem er látin, Há- kon Einar og Sunneva Sigríður og son- arsonur Sigurður Einar; Finnur Magn- ús, f. 8.1. 1958, leikhúsfræðingur og er sonur hans og Elísabetar Þorgeirs- dóttur Arnaldur Máni og sonarson- ur Jóakim Uni; Bergljót, f. 3.2. 1960, upplýsinga- og stjórnsýslufræðing- ur en maður hennar er Alfreð Tulini- us skipatæknifræðingur og eru börn þeirra Arnar Þór, Steinar Þorri og Kari- tas Lotta; Birna, f. 23.7. 1961, mann- fræðingur og eru börn hennar Regína Björk og Matthías Finnur; Einar Þór, f. 2.8. 1964, leikstjóri og rithöfundur og er dóttir hans Hildur. Systkini Gunnlaugs: Sveinbjörn, f. 21.7. 1911, d. 1.4. 1993, hagfræðing- ur og kennari í Reykjavík; Ragnheið- ur, f. 25.6. 1913, d. 25.11. 2004, skóla- stjóri í Reykjavík; Hjálmar, f. 15.1. 1915, d. 10.7. 2004, forstjóri Áburðar- verksmiðjunnar; Sigríður, f. 17.1. 1918, d. 8.11. 2007, hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum; Jakob, f. 30.7. 1919, d. 1.7. 1941, lyfjafræðinemi í Reykjavík; Sveinn, f. 23.11. 1920, d. 7.6. 1993, lög- maður og framkvæmdastjóri í Reykja- vík; Jóhann, f. 23.11. 1920, d. 2.6. 1973, tannlæknir í Reykjavík; María, f. 18.8. 1922, hjúkrunarfræðingur og sálfræð- ingur í Reykjavík; Málfríður, f. 22.11. 1923, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Kristín, f. 30.10. 1925, d. 14.12. 1998, sjúkraþjálfari í Reykjavík. Fósturbróðir Gunnlaugs var Leif- ur Guðjónsson, f. 23.12. 1935, d. 14.2. 2005, hagleikssmiður og fulltrúi hjá Dagsbrún í Reykjavík. Foreldrar Gunnlaugs voru Finnur Finnsson, f. 29.12. 1876, d. 14.8. 1956, bóndi á Hvilft, og k.h., Guðlaug Jakob- ína Sveinsdóttir, f. 28.2. 1885, d. 20.2. 1981, húsfreyja. Ætt Finnur var sonur Finns, b. á Hvilft Magnússonar, b. á Hvilft, bróður Ás- geirs alþm. á Þingeyrum, föður Jóns, skálds á Þingeyrum og afa Ásgeirs, rithöfundar frá Gottorp. Annar bróð- ir Magnúsar var Torfi, alþm. á Kleif- um. Systir Magnúsar var Ragnheiður, móðir Guðlaugar, ömmu Torfa Ás- geirssonar hagfræðings og Torfa ríkis- sáttasemjara og Snorra skálds, Hjart- arsona. Magnús var sonur Einars, dbrm. í Kollafjarðarnesi Jónssonar, b. í Miðdalsgröf Brynjólfssonar, af ætt Einars, prófasts og skálds í Heydöl- um. Móðir Magnúsar var Þórdís Guð- mundsdóttir, smiðs að Seljum Torfa- sonar. Móðir Finns yngra á Hvilft var Sigríður Þórarinsdóttir, b. á Vöðlum Jónssonar, b. í Unaðsdal. Guðlaug Jakobína var dóttir Sveins, b. og skipstjóra í Hvilft, bróður Rósin- kranz, föður Guðlaugs þjóðleikhús- stjóra og Júlíusar, kaupfélagsstjóra á Flateyri, föður Jóns, deildarstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Annar bróðir Sveins var Páll, faðir Skúla á Laxalóni og afi Páls og Kjartans hjá P. Stefáns- son. Þriðji bróðir Sveins var Bergur, afi Konráðs Adolfssonar skólastjóra. Systir Sveins var Kristín, föðuramma Kristjáns Ragnarssonar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra LÍÚ. Sveinn var sonur Rósinkranz, b. á Tröð í Önundarfirði Kjartanssonar, b. á Tröð Ólafssonar, frá Eyri við Önundarfjörð. Móðir Guðlaugar Jakobínu var Sig- ríður, systir Jóhanns Lúthers, afa Ein- ars Odds Krisjánssonar alþm. Jóhann var einnig faðir Torfa, fyrrv. bæjarfóg- eta í Vestmannaeyjum, föður Kristj- áns, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Þá var Jóhann faðir Björns skrifstofu- stjóra, föður Ingibjargar, skólastjóra Ballettskóla Þjóðleikhússins. Sigríður var dóttir Sveinbjörns, b. í Skáleyjum, bróður Sigríðar stórráðu. Sveinbjörn var sonur Magnúsar, b. í Skáleyjum og Hvallátrum Einarssonar, bróður Eyj- ólfs eyjajarls. Móðir Sigríðar var María Jónsdóttir, systir Sesselju, móður Her- dísar og Ólínu Andrésdætra, og systir Sigríðar, móður Björns Jónssonar ráð- herra, föður Sveins Björnssonar for- seta. Gunnlaugur verður jarðsunginn frá Flateyrarkirkju laugardaginn 23.1. kl. 14.00. Gvendur jaki VERKALÝÐSLEIÐTOGI f. 22.1. 1927, d. 12.6. 1997 Guðmund- ur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Vestur- bæn- um, son- ur Guð- mundar H. Guðmunds- sonar sjómanns og Sólveigar Jóhannsdóttur húsmóður. Í endurminning- um sínum sagði Guðmundur m.a.um foreldra sína að fað- ir hans hefði verið „helblár íhaldsmaður“ en móðirin „heit jafnaðar manneskja“. Guðmundur var í barna- skóla og tvo vetur í gagnfræða- skóla. Hann var stjórnarmaður og starfsmaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar 1953-96, varaformaður félagsins 1961- 82 og formaður þess 1982-96. Þá var hann formaður Verka- mannasambands Íslands 1975- 92, sat í miðstjórn ASÍ og stjórn Verkamannabústaða í Reykja- vík. Guðmundur var forseti Æskulýðsfylkingarinnar 1950- 52, sat í miðstjórn Sósíalista- flokksins 1954-67 og í mið- stjórn Alþýðubandalagsins 1956-87, var borgarfulltrúi fyr- ir Alþýðubandalagið 1958-62, sat í hafnarstjórn, í stjórn Inn- kaupastofnunar og í stjórn Framkvæmdanefndar bygging- aráætlunar borgarinnar. Hann var þingmaður Reykvíkinga fyr- ir Alþýðubandalagið 1979-87. Guðmundur þótti herskár verkalýðssinni á árum áður og liðtækur í verkfallsgæslu í stóru verkföllunum á sjötta áratugn- um, enda snemma uppnefnd- ur Gvendur jaki. Það var ekki að sjá að hann tæki þá nafngift nærri sér. Hann varð einn helsti málsvari verkalýðshreyfingar- innar á síðasta aldarfjórðungn- um, tók þátt í flestum veiga- mestu kjarasamningum og var í forystu um gerð Þjóðarsáttar- samninganna 1990. Guðmundur var þéttur á velli, svipsterkur, brúnamikill og brúnaþungur ef mikið lá við. Hann hafði sterka bassarödd, talaði hægt, kvað fast að orði og tók mikið í nefið. Guðmundur var um ára- bil mikill vinur Alberts Guð- mundssonar, alþm., stórkaup- manns og ráðherra, enda báðir raungóðir og svolítið af gamla skólanum og skóla lífsins. Þeir fóru báðir sínar eigin leiðir og rákust illa í flokkum sínum. Ómar Valdimarsson skráði tvær viðtalsbækur við Guð- mund: Jakinn í blíðu og stríðu - þættir úr baráttusögu Guð- mundar J. Guðmundssonar, útg. 1989, og Guðmundur J. Guðmundsson – Baráttusaga, útg. 1990. MINNING Gunnlaugur Finnsson FYRRV. BÓNDI, KENNARI OG ALÞINGISMAÐUR Á HVILFT MERKIR ÍSLENDINGAR Fæddur 11.5. 1928 - Dáinn 13.1. 2010 „Gunnlaugur var alþýðumaður, sem lét sér annt um lífið í víðtækum skiln- ingi. Hann kenndi fjölda barna á Flat- eyri. Hann var eftirminnilegur kenn- ari sem átti auðvelt með að hrífa nemendur sína. Hann kenndi eðlis- fræði og stærðfræði, dönsku og átt- hagafræði sem börnin kölluðu Gulla- fræði því hann vissi allt sem máli skipti um Önundarfjörð, sögu sveitar og menningu. Hann var fljóthuga og stundum fljótfær og utan við sig eins og oft er með hugmenn. Einu sinni hringdi hann heim að Hvilft. Sonur hans svaraði í símann og Gunnlaugur spurði: Er hann pabbi þinn heima?“ Eftirmæli EFTIR ÖRN BÁRÐ JÓNSSON, SÓKNARPREST Í NESKIRKJU Eftirmæli EFTIR REYNI TAUSTASON RITSTJÓRA „Gunnlaugur var meðal litríkari Ön- firðinga. Hann var lengi vel kennari í barnaskólanum á Flateyri. Hann kenndi mér í flestum bekkjum, allt fram á unglingsár. Gulli á Hvilft, eins og hann var ævinlega kallaður, var í mínum huga maður sem vissi nán- ast allt. Yfirleitt var hann glaðsinna og vinsæll meðal nemenda. En þeir tímar komu sem honum var nóg boðið. Eitt sinn var hann með ítar- legt erindi um heimsendi. Eins og stundum gerist missti hann athygli hluta bekkjarins. Gulli hafði þá reglu á tímabili að láta ólátabelgina sitja fremst til að hafa á þeim nauðsynlegt taumhald. Þannig var það undir fyr- irlestri hans um mögulegan heims- endi. Einn bekkjarvillingurinn snéri þá baki í kennarann og var að dunda við það með teygjubyssu að skjóta á fyrirmyndarnemendur aftar í bekkn- um. Gulli gerði hlé á fyrirlestrinum án þess að skotglaði nemandinn veitti því eftirtekt. Þar kom að kennaranum var nóg boðið. Hann gekki rösklega að nemand- naum og sparkaði í stól hans. Ekki vildi betur til en svo að nemandi og stóll féllu á hliðina. pollrólegur horfði nemandinn láréttur á kennara sinn og spurði með hægð: Er kominn heimsendir, eða hvað? Þá hló Gulli á Hvilft. Um tíma var Gulli nótt sem nýt- an dag í hinum ýmsu störfum. Hann var bóndi, kennari og oddviti í sveit- inni auk þess að ala upp börnin sín sjö. Framsóknarmaður var hann eins lengi og ég þekkti hann. Það er minnisstætt þegar hann náði kjöri sem alþingismaður. Þá var þorpið stolt af sínum manni. Og við sem höfðum notið kennslu hans í gegnum súrt og sætt vorum hæst- ánægð með þá upphefð sem kenn- arinn okkar fékk. En þingmennskan breytti Gunnlaugi ekki í neinu. Hon- um steig sú vegsemd ekki til höfuðs fremur en annað. Hann var ætíð sá sami góði Gulli á Hvilft. Fyrir örfáum árum kom bekkur- inn sem fékk heimsendisfyrirlestur- inn saman. Ákveðið var að bjóða Gulla og eiga með honum kvöldstund. Þá voru rifjaðar upp minningar með gamla kennaranum og mikið hlegið. Það er til dæmis um baráttuanda Gulla og vilja til að standa gegn órétt- læti að hann eyddi síðustu dögum og vikum lífs síns í að berjast gegn því að öldrunarheimilinu Sólborg á Flat- eyri, þar sem hann bjó, yrði lokað. Þá talaði hann um hreppaflutninga og kvaðst ekki myndu fara sjálfviljug- ur. Hann lést áður en það mál var út- kljáð. Ég kveð Gunnlaug með miklu þakklæti. Það var ánægjulegt að eiga með honum samleið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.