Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 8
SANDKORN n Ólíkt hafast bankarnir að þegar skipað er í stjórnir eða úthlutað gæðum. Á meðan Landsbanki Ásmundar Stef- ánssonar heldur sínum verkum í myrkri og hyglar gæðingum fer Íslands- banki aðrar leiðir. Birna Einarsdótt- ir banka- stjóri virð- ist leggja mikið upp úr því að óumdeildir og hæfir einstaklingar takist á hendur ábyrgðarstörf. Þannig var Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR, skipaður formaður stjórnar ISB Hold- ing, eignarhaldsfélags Ís- landsbanka. Ólafur þykir vera vammlaus maður og skipunin skynsamleg. n Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stefnir að 1. til 3. sæti í forvali Vinstri grænna. Hún skrifaði doktorsritgerð um stefnumót- un hjá Reykjavíkurborg sem mun eflaust nýtast henni vel ef hún nær kjöri. Jakobína bauð sig fram fyrir Frjálslynda flokk- inn í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Hún var í fremstu víglínu í búsáhaldabyltingunni frægu. Slagurinn um efstu sæt- in verður harður. Borgarfull- trúarnir Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson berj- ast þar um oddvitasætið. Víst er að Jakobína kemur sterk inn í þann slag. n Eggert Magnússon, fyrrver- andi stjórnarformaður West Ham, hefur verið lítt áberandi síðan leiðir hans og hins fallna Björgólfs Guðmundssonar skildu á sínum tíma nokkru eftir að auðmaðurinn hafði líkt Eggerti við Coca Cola-skilti. Pressan fjallaði um það að Egg- ert hafði samband við David Sullivan, nýjan eiganda West Ham. Erindi Eggerts, eða Egg- head eins og hann kallaðist á blómatím- anum, var að bjóðast til að verða aftur andlit félagsins. David gaf lít- ið fyrir boðið og botnaði ekkert í því hvað Íslendingarnir voru að hugsa í rekstri félagsins. En á móti kemur að Eggert kannað- ist ekkert við að hafa talað við nýja eigandann en sagðist í við- tali við breskt blað hafa komið þeim skilaboðum á framfæri að hann vissi af fjárfesti sem hefði áhuga á að koma að félaginu. Sagðist svo ekki hafa eytt meiru en honum var sagt að væri til. 8 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið 41 árs karlmann sem talinn er standa á bak við skemmdarverk sem unnin hafa verið á heimilum útrásarvíkinga. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag eftir að málningu var skvett á heim- ili Hreiðars Más Sigurðssonar í fjórða skipti nóttina áður. SKAP OFSI HANDTEKINN „Maður var handtekinn á föstu- dagskvöldið. Grunaður um að hafa valdið spjöllum á húsi nótt- ina áður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögregl- unnar. Umræddur maður er tal- inn vera huldumaðurinn Skap Ofsi sem framið hefur skemmd- arverk á húsum útrásarvíkinga og athafnafólks undanfarna tíu mánuði í skjóli nætur með því að skvetta rauðri málningu á heim- ili þeirra. Að sögn Friðriks leikur grunur á að maðurinn, sem var handtek- inn og yfirheyrður á föstudags- kvöldið, standi á bak við fleiri skemmdarverk og gæti því verið huldumaðurinn Skap Ofsi. Frið- rik leggur þó áherslu á í samtali við DV að of snemmt sé þó að fullyrða um slíkt. Hald lagt á tölvu og myndavélar Eins og fram kom á DV.is síðast- liðinn föstudag var rauðri máln- ingu, eða lakki, í fjórða skiptið á þessum tíu mánuðum skvett á heimili Hreiðars Más Sigurðs- sonar þá um nóttina. Virðist sem Skap Ofsi hafi einum of oft lagt til atlögu gegn fyrrverandi banka- stjóra Kaupþings. Þessi málning- arárás kann að verða hans síð- asta að sinni. Maðurinn, sem er 41 árs, var í haldi lögreglu fram á laugar- dag og var gerð húsleit heima hjá honum. Þar var lagt hald á ýmsa muni svo sem tölvu, myndavélar, minniskubba og fleira. En eins og frægt er orðið sendir Skap Ofsi fjölmiðlum iðulega tilkynning- ar með tölvupósti eftir að slett málningu á hús útrásarvíking- anna. Þeim hefur oftast nær fylgt mynd af verknaðinum. Góðkunningi lögreglunnar? Aðspurður hvernig lögreglan hafi komist á snoðir um hver umrædd- ur nafnleysingi sé segir Friðrik að þessi mál séu búin að vera í rann- sókn lengi og handtakan sé árang- ur mikillar rannsóknarvinnu. Hann gat ekki gefið upp hvort maðurinn hefði játað við yfirheyrslur eður ei. Friðrik Smári segir manninn áður hafa komist í kast við lögin. Ýmsar kenningar hafa ver- ið uppi um málningarárásirn- ar á heimili athafnamannanna og þá sérstaklega Skap Ofsa. Ein er að þarna fari maður einsam- all, en önnur er að allt að tuttugu aðgerðasinnar séu þarna að baki sem fari um á reiðhjólum vopnað- ir rauðri málningu. Skap Ofsi hef- ur aldrei viljað tjá sig við fjölmiðla þrátt fyrir að oft hafi verið farið þess á leit í gegnum tölvupóst. SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fórnarlömb Skap Ofsa 3. APRÍL 2009 HANNES SMÁRASON n Árásirnar hefjast. Málningu slett á Fjölnisveg 9. 20. JÚNÍ 2009 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON n Skemmdarverk unnin á Fríkirkju- vegi 11. Húsi Björgólfs Thors Björgólfssonar sem hann keypti af Reykjavíkur- borg. 2 0 0 9 2. JÚLÍ 2009 BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON n Heimili Björgólfs Guð- mundssonar við Vesturbrún. 2. JÚLÍ 2009 BIRNA EINARS- DÓTTIR n Heimili Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. 2. JÚLÍ 2009 HANNES SMÁRASON n Aftur er skvett máln- ingu á heimili Hannesar Smárasonar við Fjölnisveg. 2 0 1 0 – eða samverkamanna hans 12. JÚLÍ 2009 STEINGRÍMUR WERNERSSON n Málningu skvett á heimili Steingríms Wernerssonar að Árlandi 1. 17. JÚLÍ 2009 BJARNI ÁRMANNSSON n Heimili Bjarna Ármannssonar verður fyrir árás. Skap Ofsi biðst afsök- unar á að hafa málað dúkkuhús í garðinum. 6. ÁGÚST 2009 HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Fyrsta árásin á heimili Hreiðars Más Sigurðsson- ar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings. 13. ÁGÚST 2009, HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Aftur ráðist á íbúðarhús Hreiðars Más í Hlyngerði í Reykjavík. 13. ÁGÚST 2009 KARL WERNERSSON n Heimili Karls Wernerssonar við Engihlíð. 16. SEPTEMBER 2009, WERNERSBRÆÐUR n Málningu slett á heimili Wernerssona, Karls og Steingríms. 23. ÁGÚST 2009 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON n Hummer-bif- reið Björgólfs Thors Björgólfs- sonar böðuð í rauðri málningu þar sem hún stóð fyrir utan Háskólann í Reykjavík. 23. ÁGÚST 2009 SIGURÐUR EINARSSON n Rauðri máln- ingu slett á heim- ili fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. 25. SEPTEMBER 2009 HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Þriðja árásin á heimili Hreiðars Más. 11. DESEMBER 2009 STEINGRÍMUR WERNERSSON n Hús Steingríms aftur. Ódæðismaðurinn viðurkenndi að sér hefði mistekist að skvetta á hús Bjarna Benediktssonar og Karls Wernerssonar. Hótaði að ná þeim innan tíðar. 15. JANÚAR 2010 HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Fjórða árásin sem vitað er um á heimili Hreiðars Más. Talið að Skap Ofsi hafi verið handtekinn og yfirheyrður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.