Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 19 Óvíða í heiminum eru refsingar harðari en í Sádi-Arabíu. Nýlega var þrettán ára stúlka dæmd til að þola níutíu vand- arhögg í landinu. Ástæðan er sú að stúlkan var með farsíma í skólan- um, sem er ekki vel séð af stjórn- völdum, og veitti kennara viðnám þegar upp komst um athæfið. HÝDD VEGNA FARSÍMA Það kann að reynast dýrt spaug að fara í bága við lög og reglur í Sádi- Arabíu. Að öllu óbreyttu mun þrett- án ára ónafngreind stúlka komast að raun um það því hún hefur verið dæmd til að þola níutíu vandarhögg eftir að upp komst að hún var með farsíma í skólanum. Refsinguna mun stúlkan þurfa að taka út fyrir fram- an skólasyskin sín. Að auki dæmdi dómstóll í borginni Jubail, sem er í austurhluta landsins, stúlkuna til tveggja mánaða fangelsisvistar. Á vefsíðu Daily Mail er vitnað í sádiarabískt dagblað, Al-Watan, þar sem segir að stúlkan hafi ráðist á skólastýruna eftir að upp komst um athæfi hennar. Mannréttindasamtök víða um heim hafa harðlega fordæmt hýðingar, en þannig refsing er algeng í Sádi-Arabíu, og samkvæmt Daily Mail voru sextán skólabörn á aldr- inum 12 til 18 ára dæmd til að þola á milli 300 og 500 vandarhögg vegna herskárrar hegðunar í garð kennara. Beitt vegna ýmissa brota Í Sádi-Arabíu eru í gildi sharia-lög og samkvæmt þeim er hýðingu beitt sem refsingu við ýmsum siðferðis- brotum, til dæmis hjúskaparbrotum og ef einstaklingur er einn í félgsskap óskdrar manneskju af gagnstæðu kyni. En dómarar geta að auki, ef þeim sýnist svo, notað hýðingu sem valkost gagnvart annarri refsingu eða sem viðbót við aðrar refsingar. Í Al-Watan sagði að dómstóllinn í Jubail hefði úrskurðað að tveggja mánaða fangelsisvist stúlkunnar skyldi hefjast strax að lokinni hýð- ingu. Algjört konungsveldi Sádi-Arabía er eitt nánasta banda- lagsríki Bandaríkjamanna í Miðaust- urlöndum og lýtur stjórn Al-Saud ættarinnar undir forsvari Abdullahs konungs. Abdullah hefur, síðan hann tók við krúnunni árið 2005, beitt sér fyrir ýmsum endurbótum en að sögn vestrænna sendifulltrúa hafa bæði klerkar og prinsar innan ættarinnar verið honum Þrándur í götu. Kvikmyndasýningar og tónleika- hald er með öllu bannað í Sádi-Ar- abíu og ekki er með öllu óþekkt að veitingastaðir og jafnvel verslun- armiðstöðvar sinni eingöngu fjöl- skyldufólki. Trúarlögreglan reikar um götur og gætir þess að óskyldir karlmenn og kvenmenn blandi ekki geði. Dauðarefsing og líkamleg refsing Réttarkerfi í Sádi-Arabíu fyrirskipar dauðarefsingu eða líkamlegar refs- ingar, þar á meðal aflimun handa og fóta, vegna glæpa á borð við morð, rán, nauðgun, eiturlyfjasmygl, sam- kynhneigð og hjúskaparbrot. Dómstólar geta mælst til væg- ari refsinga, eins og hýðingar fyrir brot sem teljast ekki eins alvarleg og fyrrnefnd brot, og varða siðferði al- mennings, eins og til dæmis drykkju. Í glæpum sem varða morð, dauða vegna slysfara eða líkamsmeiðingar getur fjölskylda fórnarlambsins haft áhrif á refsingu. Fjölskyldan getur farið fram á makleg málagjöld í ein- hverri mynd eða krafist „blóðpen- inga“. Reglan er varðar slíkar skaða- bætur er sú að bætur fyrir konu eða kristinn karlmann er helmingur þeirra bóta sem fást fyrir múslimsk- an karlmann. Allir aðrir, hindúar, búddistar og síkar, eru metnir sem samsvarar 1/16 hluta þess sem fæst fyrir múslimskan karlmann. Opinberar aftökur og krossfestingar Svonefnd „sæmdardráp“ eru ekki lit- in jafnalvarlegum augum og önnur morð og viðurlög vegna þeirra eru því ekki eins alvarleg, hugsanlega vegna þess að sæmdardráp eiga sér stað innan vébanda fjölskyldunn- ar og litið á þau sem réttlæti vegna sæmdarbrots. Hvergi í heiminum eru refsingar á borð við hýðingar, afhöfðanir og opinberar krossfestingar jafnalgeng- ar og í Sádi-Arabíu. Árið 2009 voru framkvæmdar tvær krossfestingar á almannafæri og í september voru tuttugu táningar sem fóru ránshendi um verslanir og veitingastaði hýdd- ir opinberlega og fengu að minnsta kosti þrjátíu vandarhögg hver. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa sakað stjórnvöld í Sádi-Arabíu um að beita forneskjulegum refsing- um og grimmilegum, en á síðasta ári voru um fjörutíu manns teknir af lífi í konungsríkinu. Réttarkerfi í Sádi-Arabíu fyrirskipar dauðarefsingu eða lík- amlega refsingu, þar á meðal aflimun handa og fóta, fyrir glæpi á borð við morð, rán, nauðgun, eiturlyfjasmygl, samkyn- hneigð og hjúskaparbrot. Höfuðborg: Riyadh Opinbert tungumál: arabíska Þjóðerni: Sádi-Arabar Stjórnarfar: Íslamskt konungsveldi Konungur: Abdullah bin Abdul Aziz Stærð: 2.149.690: ferkílómetrar Íbúafjöldi: 28.686.633 Sádi-Arabía n Í nóvember 2009 var fullnægt dómsúrskurði dómstóls í Sádi-Arabíu um að hálshöggva og krossfesta 22 ára karlmann sem hafði verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað fimm börnum og skilið eitt þeirra eftir í eyðimörk ofurselt dauðanum. Maðurinn hafði verið handtekinn fyrr um árið eftir vísbendingar frá sjö ára dreng. Samkvæmt sádiarabíska dagblaðinu Okaz var barnið sem skilið var eftir úti í eyðimörkinni aðeins þriggja ára. Krossfesting í Sádi-Arabíu fer þannig fram að líkami hins dæmda er bundinn á viðarbjálka og hafður til sýnis eftir að hann hefur verið hálshöggvinn. Krossfesting í Sádi-Arabíu KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Abdullah konunungur Hefur komið á umbótum síðan hann tók við veldissprotanum. Hýðing í Sádi-Arabíu Telst væg refsing í Sádi-Arabíu en er fordæmd af mannréttindasamtökum. „ÞETTA ERU EÐLILEG VIÐSKIPTI“ bönkunum í dag að eignir séu settar inn í önnur félög og þau séu keypt af sömu aðilum þegar verið er að semja um skuldir. Þetta er bara samkvæmt vinnureglum bankanna. Blm: Þetta eru eðlilegar vinnureglur?Aron: Já, ég veit ekki betur en þetta sé stundað úti um allt núna þegar allur markaðurinn er í krísu og verið er að semja um skuldir. Blm: Hvernig upplifðir þú þessar yfir- heyrslur? Aron: Það er náttúrlega bara verið að fá einhvern botn í málið. Blm: Nú hef ég aldrei farið í svona yfir- heyrslu, hvernig var að fara í svona yf- irheyrslu? Aron: Það er mjög skrítin reynsla. Maður veit ekki alveg hvað er verið að spyrja um og alls konar hlutir bornir undir mann. Blm: Varstu óttasleginn við þessar að- stæður? Aron: Það er náttúrlega eðlilegt að maður sé það enda maður borinn þungum ásökunum. Blm: Þannig að þú upplifðir hræðslu í þessu ferli og þessa daga? Aron: Já, ég geri það því það er að mér vegið. Það er mjög óþægilegt. Blm: Hvað með, ég las það einhvers staðar að lagt hefði verið hald á 93 milljónir af ykkur feðgum. Aron: Það er bara það sem eftir stend- ur. Blm: Eftir stendur af mismuninum? Aron: Það er það sem kom út úr þess- ari sölu. Blm: Það eru 93 milljónir í hagnað fyr- ir ykkur? Aron: Ég get ekki alveg talað um hagn- að því það er stórtap á fasteigninni. Blm: Já, á fasteigninni en það stendur eftir hinum megin hjá bönkunum. Aron: Þetta stendur eftir og þetta er þrætueplið. Blm: Hvert var söluverðið? Aron: Það var sjö milljónir dollara. Blm: Þetta eru um það bil 870 millj- ónir. Aron: Já, eitthvað nálægt því. Blm: Þannig að þetta eru 300 sem eru þarna á milli. Aron: Bankinn er að fá ígildi 790 millj- óna með þessu tilboði frá Indverjun- um. Blm: Hvað þýðir ígildi? Aron: Út af því að það er yfirtekin vaskkvöð sem er borguð upp til við- bótar. Blm: Sem indverska félagið skuld- bindur sig til samkvæmt þessum samningi? Aron: Já. Blm: Eru þetta bein opinber gjöld? Aron: Þetta eru bein opinber gjöld sem greiðast miðað við hvaða starf- semi kemur í húsið og það fer til ríkis- ins. Ef að eignin hefði farið á uppboð, það er margbúið að bjóða bönkunum að taka við afsali, þá hefði bankinn þurft að greiða þessa vaskkvöð og það hefði dregist frá uppboðsverðinu. Síð- an voru þarna ógreidd fasteignagjöld og það eru ógreiddar tryggingar og sölulaun. Þau eru öll greidd. Blm: En þetta miðast væntanlega allt við tilboð Indverjanna, er það ekki? Aron: Jú, jú. Blm: Þannig að það sem stendur eftir fyrir ykkur eru þessar 93? Aron: 93 standa eftir. Blm: Það stendur eftir fyrir ykkur. Aron: Þannig að 300 milljónir eru al- gjör fjarstæða sem menn eru að tala um. Blm: Já, menn eru að tala um það. Aron: Já. Blm: Þannig að þetta eru bara 93 sem eru eftir? Aron: Þetta eru bara 93 sem standa þarna eftir. Heyrðu, þú verður að af- saka mig en ég er orðinn of seinn á fund. Blm: Ekki málið. Bara ein lokaspurn- ing, þér finnst ekkert gruggugt í ferlinu hjá ykkur feðgum? Aron: Nei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.