Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 25
FÓKUS 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 25 Leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir færir út kvíarnar: Úr leik í söng FÖSTUDAGUR n Global Battle of The Bands á Sódómu Úrslitakvöld Global Battle of The Bands fer fram á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík. Sigursveitin tryggir sér þátt- tökurétt í úrslitakeppninni sem haldin er á tónleikastaðnum Scala í London. Hljómsveitirnar sem keppa eru: Bárujárn, Mikado, Nögl, Wistaria, Útidúr og Endless Dark. Húsið verður opnað klukkan 21og aðgangseyrir er 500 kr. n Techno á Jacobsen Það er alltaf brjálað stuð á Jacobsen fyrir þá sem vilja dansa við techno-tóna en í kvöld eru það Damien Eie og Impulze&Egner aka Rephlekt (pollux records 220v recordings) sem halda uppi stuðinu. n Boogie nights á Spot Það er alltaf sama heita stemningin þegar það er Boogie nights-kvöld á Spot. Að þessu sinni er það Valli Sport sem hristir upp í gestum, eins og hon- um einum er lagið. Miðaverð er 1.200 krónur og hefst miðasalan klukkan 23. n Hreimur á 800 Bar Hreimur Örn Heimisson úr Landi og Sonum verður á 800 Bar á Selfossi í kvöld. Langt er síðan við höfum fengið að heyra í honum en hann var einn vin- sælasti hjartaknúsari okkar Íslendinga hér á árum áður. Hreimur mætir ásamt gítarleikara. Húsið verður opnað kl. 23 og er miðaverð 990 krónur. n Góðir Íslendingar frumsýnt Borgarleikhúsið frumsýnir nútímaleik- ritið Góðir Íslendingar í kvöld. Leikritið fjallar um það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag og er það brýnt, nú sem aldrei fyrr, að sýna landsmönnum veröld okkar á kómískan hátt. Leik- stjórar eru Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónasson en þeir eru jafnframt höfundar. Miðar á midi.is LAUGARDAGUR n Bermuda á Spot Hljómsveitin Bermuda með Írisi Hólm í framlínunni skemmtir gestum á hinum heita skemmtistað Spot og verður brjálað stuð. Íris var þessa dagana að komast áfram í undankeppni Eurovision með laginu The one. Spilaðir verða nýjustu danssmellirnir langt fram eftir nóttu. Miðasala hefst klukkan 23 og er aðgangseyrir 1.500. n Playboy kvöld á Club 101 Það verður eldheit stemning á Club 101 en á laugardagskvöld verður haldið Playboy-partí á vegum Agent. is. Playboy-kanínur taka á móti fyrstu gestunum með glæsilegum fordrykk, flottasta kanínan verðlaunuð og stúlkur sem mæta í kanínudressi fá glaðning við innganginn. Dj Óli Geir og Sindri BM sjá um tónlistina. Eldheitt dæmi. n Atli og Erpur á Hverfisbarnum Félagarnir Erpur og Atli fagna fimm ára samstarfsafmæli með svakalegu samkvæmi á Hverfisbarnum. Ásamt Atla og Erpi koma líka fram XXX Rott- weiler, Friðrik Dór, Emmsjé Gauti og A+. Veitingar verða í boði fyrir fyrstu þyrstu og hefjast leikar stundvíslega kl. 24! n Bollywood í Turninum Bollywood-sýning Yesmine Olsson í Turninum er alltaf jafnvinsæl og er enn hægt að fá miða á sýningu kvöldsins. Glæsileg sýning með einstaklega bragðgóðum indverskum og arabískum mat sem matreiðslumeistarar Veislu- turnsins galdra fram eftir uppskriftum úr bókum Yesmine. Verð er 8.900 krónur og er matur og sýning innifalið. Borðhald hefst klukkan 20 og er hægt að fá miða á pantanir@veisluturninn.is. Hvað er að GERAST? „Þetta er búið að vera virkilega lær- dómsríkt og spennandi,“ segir Ísgerð- ur Elfa Gunnarsdóttir, leikkona, sem þessa dagana er að leggja lokahönd á sína fyrstu barnaplötu. Plötuna vinn- ur hún með frænda sínum, Magnúsi Jónssyni, en hann er að ljúka hljóð- upptökunámskeiði á Stúdíó Sýrlandi og er þetta lokaverkefni hans. „Það má eiginlega segja að við höfum sleg- ið tvær flugur í einu höggi, “ segir hún og bætir við að hún vissi ekkert hvað hún var að fara gera þegar hún byrj- aði. Ísgerður hefur verið í skóla und- anfarin misseri ásamt því að leika og er þetta því frumraun hennar á þessu sviði. „Þetta er búið að vera svaka- lega gaman. Ég hef sungið og sam- ið texta fyrir hin ýmsu tækifæri en aldrei komið að lagasmíðinni áður. Við Maggi vorum mikið að prófa okk- ur áfram. Ég kom með textana, hann kom með tónlistina og svo gerðum við laglínurnar saman í flestum til- fellum.“ Til aðstoðar komu svo hinir ýmsu tónlistarmenn og má meðal annars nefna Ólöfu Arnalds, Arnljót Sigurðs- son og Baldur Ragnarsson úr Ljótu hálfvitunum auk þess sem hún fékk til liðs við sig valinn hóp af krökkum sem fylltu andrúmlfotið af spennu og gleði. „Það fylgir þeim svo mikil og góð orka sem smitar út frá sér,“ seg- ir hún. Plötunni er líka ætlað að höfða til fullorðinna að sögn Ísgerðar. „Við vit- um náttúrlega ekkert hvort það verði þannig en vonum það. Þú átt alveg að geta hlustað á hana aftur og aftur án þess að verða alveg sturlaður,“segir Ísgerður og hlær. Ekki er komin dag- setning á útgáfuna en þó má fullyrða að biðin verður ekki löng. asdisbjorg@dv.is Sjálfstæður kvikmynda- framleiðandi Myndin hefur þegar vakið mikla at- hygli, nánast áður en hún fer í almenna sýningu. „Heather Mills er byrjuð að selja myndina á kvikmyndahátíðir. Hún verður klippt og snyrt fyrir erlenda áhorfendur því það eru atriði í mynd- inni sem höfða sérstaklega til okkar Ís- lendinga, sem útlendingar skilja ekki. Við hefðum geta haft hana lengri - miklu lengri. Það eru fjölmörg viðtöl sem komust ekki í myndina en verður á DVD-útgáfunni. Ég sem framleiðandi treysti öllu því góða fólki sem ákvað hvað fór inn og hvað ekki. Ég er rosa- lega ánægð með þetta og ég held að til- ganginum sé náð - að fólk vakni. Finni fyrir neistanum og sjái að það er hægt að gera eitthvað. Það á ekki að láta aðra hugsa fyrir sig.“ Lilju fannst gaman að vera framleið- andi að myndinni enda gerð af heilind- um. „Þetta er gert af hjartanu. Gunni náttúrlega fer inn í myndina og hugsar varla um neitt annað í níu mánuði. Ég ákvað það strax að fá enga styrki til að enginn gæti sagt hvernig myndin ætti að vera. Við vildum ráða því. Við vild- um koma okkar skilaboðum áfram. Ef maður ætlar að vera sjálfstæður fram- leiðandi verður maður að vera trúr sjálfum sér og vera sjálfstæður. En þetta er lottó – annaðhvort gengur þetta eða ekki.“ Féll fyrir Frakklandi Lilja bjó í Frakklandi en flutti heim til Íslands 2006 og fór að flytja inn vodka. „Ég hef alltaf verið með annan fótinn í Frakklandi,“ segir Lilja og bætir við að Frakkland og þá sérstaklega París og nágrenni borgarinnar sé í miklu uppá- haldi. „Ég fór fyrst til Svíþjóðar eftir stúdendsprófið og var þar í tvö ár. Síðan fór ég til Frakklands í sumarfrí og ég fell algjörlega fyrir Frakklandi og Frökkum. Borgin París er fallegasta borg í heimi þannig að ég fór til Svíþjóðar og sagði upp starfinu mínu og flutti til Frakk- lands. Ég bjó fyrst í París og svo í nágrenni hennar. Það er ekki talað um úthverfi þar sem ég bjó. Það var mjög gott að búa þarna – líka þegar maður kom heim því þá sér maður hvað það er dásamlegt að búa á Íslandi.“ Afi hafði rétt fyrir sér Skúli Pálsson, afi Lilju, var braut- ryðjandi í fiskeldi hér á landi. Hann stofnaði og rak lengi fiskeldisstöðina að Laxalóni en hugur hans hneigðist snemma að útgerð. „Þegar ég fór til afa og ömmu þá fór ég uppi í sveit,“ en Laxalón er núna nánast í miðri Reykja- vík. „Ég var mjög hrædd við Graf- arholtið. Fór aldrei þangað. Það var draugastaður og draugaland,“ segir hún og brosir. „Hann var mikill baráttumaður og sjálfstæðismaður en hann sagði að spillingin á Íslandi yrði til þess að landið færi í hundanna einn daginn. Þannig að afi hafði kannski bara rétt fyrir sér. Hann sagði líka að einn dag- inn myndi Ísland sjá Evrópu fyrir raf- magni. Hann hafði engar áhyggjur af tæknilegu hliðinni – hún kæmi. Þeg- ar hugmynd verður til þá finnst lausn- in. Ef maður leitar að lausn þá finnst hún. Það sem ég vil sérstaklega varast er að fólk segi: Svona er þetta. Þetta er svona. Það má ekki – alls ekki.“ Ég var með sam-viskubit þegar þetta hrun átti sér stað. Ég stóð þarna í horninu á fundunum og spurði eins og Gunni: Hvernig getur þetta gerst? Af hverju erum við í þessum sporum? Gerð af heilindum Lilja segir að myndin sé sjálfstæð og gerð frá hjartanu. Hún eigi að vekja sterk viðbrögð hjá fólki. M Æ LI R M EÐ ... MÖMMU GÓGÓ Frikki er kominn til baka. CALL OF DUTY: MODERN WARFARE 2 Í einu orði sagt rosalegur. STALÍN UNGA Verðskuldað verðlaunabók. ... FAUST Leikur Vesturports- manna og Leikfélags Reykjavíkur er vel unninn og ásjálegur á allan hátt ... THE ROAD Algjör eymd en ágætis ræma. FLÓTTANUM MIKLA MEÐ MORÐINGJUNUM Frábær plata hljómsveitar í framþróun. Maybe I should have Það er undarlegt að vakna einn morgun í vestrænu velferðarríki og þurfa að átta sig á því að öll tilvera manns hefur verið byggð á sandi. Allar áætlanir sem sneru að því að vera maður meðal manna, eiga heimili, eiga möguleika og hafa trygga atvinnu eru orðnar nánast að engu.  Jú, vinir og fjölskylda, það verðmætasta, eru sem betur fer á sínum stað.  Allt annað er í raun horfið eða á góðri leið með að hverfa. Fjárhagurinn í rúst, vinnan ótrygg, stóru tækifærin orðin að engu, bankar ekki lengur þau traustu fyrirtæki sem maður hélt að þeir væru, stjórnvöld rúin trausti og tilveran öll einhvern veginn orðin frekar ótraust.  Maður fyllist óöryggi og verður hræddur. Nákvæmlega við hvað veit maður ekki. En er ekki bara eðlilegt að verða hræddur þegar tilveru manns er ógnað með jafnógnvekjandi hætti? Fótunum er kippt undan okkur sem þjóð og við rennum stjórnlaust niður straumþungar flúðir. Komin í  „river rafting“ sem enginn pantaði eða sóttist eftir að komast í. Við hömumst við að halda höfðinu upp úr vatninu og enginn svo mikið sem kastar til okkar björgunarhring eða lætur okkur vita að hjálp sé á leiðinni. Engar upplýsingar að fá. Stjórnvöld og stofnanir fara undan í flæmingi. Allir láta eins og um náttúruhamfarir sé að ræða. En þetta eru ekki náttúruhamfarir þetta eru allt mannanna verk. Og mitt í öllum þessum látum sér maður drauma sína fjara út og gerir sér um leið grein fyrir því að draumar allra Íslendinga eru í raun að fjara út. Við sem þjóð verðum á einu augnbliki að þjóð sem enginn vill þekkja eða eiga samskipti við. Erum ekki lengur „in“, og ekki „klárust“, hvorki miðað við höfðatölu né nokkra aðra viðmiðun. Orðið „Ísland“ er orðið hálfgert skammaryrði og á hryðjuverkalista, langur vegur frá því að við séum orðuð við fegurð, kjark og áræðni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.