Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR VEÐSETTU BÓTASJÓÐ SJÓVÁR FYRIR VAFNING Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, mun hafa borið því við í yfir- heyrslum sem fóru fram yfir honum hjá sérstökum saksóknara að hann hafi engar ákvarðanir tekið varðandi fjárfestingar og lánveitingar Sjóvár á árunum fyrir hrunið. Forstjórinn fyrrverandi vissi sömuleiðis oft ekki hvaða samninga hann var að skrifa undir og hann gat ekki útskýrt hver tilgangurinn hefði verið með þeim samningum sem hann staðfesti með undirritun sinni. Viðkvæði Þórs mun almennt hafa verið að hann hafi treyst starfsmönn- um Milestone, forstjóranum Guð- mundi Ólasyni og aðstoðarforstjór- anum Jóhannesi Sigurðssyni, þegar þeir báðu hann um að skrifa undir skjöl og samninga sem tengdust Sjó- vá. Þór mun nánast alltaf hafa bor- ið því við að hann hafi skrifað upp á skjölin í góðri trú og vegna þess að honum hafi verið sagt að stjórn Sjó- vár hefði samþykkt samningana sem um ræddi. Verkfæri Milestone Niðurstaðan úr yfirheyrslunum yfir Þór er því sú, samkvæmt heimild- um DV, að Þór hafi einfaldlega verið eins konar verkfæri í höndum starfs- manna Milestone og stærsta eiganda þess, Karls Wernerssonar. Þeir út- bjuggu skjöl um fjárfestingar og lán sem síðan var farið með til Þórs og hann undirritaði, oft á tíðum án þess að vita nákvæmlega hvað það var sem hann var að skuldbinda trygg- ingafélagið til. Þór mun hafa borið því við að hann hafi átt að hafa um- sjón með vátryggingastarfsemi Sjó- vár en að fjárfestingararmur félags- ins hafi verið skilinn frá henni og verið stýrt frá skrifstofum Milestone á Suðurlandsbrautinni. Þór treysti því starfsmönnum Milestone til að sjá um fjárfestingarstarfsemina og leit- aði alltaf til forstjórans, Guðmundar Ólasonar, og aðstoðarforstjórans, Jó- hannesar Sigurðssonar, eftir ráðlegg- ingum áður en hann skrifaði undir skjöl. Hæddur og spottaður Heimildir DV herma jafnframt að Þór hafi verið hæddur og spottaður og kallaður niðrandi nöfnum af þeim Milestone-mönnum, Guðmundi og Karli, og að honum hafi verið komið í skilning um að hans eina verkefni væri að gera það sem honum væri sagt. Þeir munu bæði hafa sagt þetta beint við Þór og eins um hann þeg- ar hann vék af fundum, líkt og Stein- grímur Wernersson greindi frá í sín- um vitnisburði. Steingrímur sagði jafnframt að Þór hefði verið komið í skilning um að ef hann skrifaði ekki undir það sem hann væri beðinn um væri alltaf hægt að finna einhvern annan til að gera það. Þór hafi því gert það sem honum var sagt en oft í algerri blindni. Ósamræmi í vitnisburði Vitnisburður Þórs, og reyndar Steingríms líka, stríðir algerlega gegn vitnisburði Karls Werners- sonar sem greint er frá hér í blað- inu. Samkvæmt vitnisburði Karls benti hann á að embætti saksókn- ara ætti að spyrja Þór Sigfússon um einstaka fjárfestingar og lánveiting- ar. Karl sagði að Þór hefði haft alls- herjarumboð til að skuldbinda Sjó- vá og ákvarðanir sem hann skrifaði upp á hefðu margar ekki endilega farið fyrir stjórn. Karl bar því einn- ig oft við að hann kannaðist ekkert við einstaka viðskiptagerninga hjá Sjóvá. Niðurstaðan er því sú að Þór bendir á eiganda Milestone, Karl, starfsmenn félagsins og stjórn á meðan Karl bendir fyrst og fremst á Þór. Annar hvor þeirra hlýtur því að segja ósatt og vita meira en gef- ið er upp. Að öllum líkindum er það Þór sem kemst nær sannleikanum í sínum vitnisburði þar sem vitnis- burður Steingríms er svipaðs eðlis og hans. Spjót saksóknara hljóta því að beinast fyrst og fremst að Karli, Guðmundi Ólasyni og Jóhannesi Sigurðssyni þó svo að Þór og Stein- grímur geti vitanlega aldrei fríað sig ábyrgð á því sem hann skrifaði upp á sem forstjóri og prókúruhafi hjá tryggingafélaginu. Las ekki lánasamninginn Sem dæmi um hversu litla þekkingu Þór hafði á mörgum af viðskiptum Sjóvár sem hann skrifaði upp á mun hann ekki hafa getað útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða lán- veitingunni frá Sjóvár til Vafnings í febrúar 2008. Enn fremur vissi Þór ekki hverjir forsvarsmenn Vafnings voru né hver tilgangurinn var með lánveitingunni. Jafnframt vissi Þór ekki hvaða eignir Vafningur átti en það voru eignir sem dótturfélög Sjóvár höfðu selt inn í félagið – lúx- usturninn í Makaó og breski fjár- festingasjóðurinn KCAJ. Samt skrif- aði hann undir lánasamninginn á milli Vafnings og Sjóvár ásamt Guð- mundi Ólasyni. Þór var því að skrifa undir lánasamning sem hann vissi lítið sem ekkert um auk þess sem hann mun hafa sagt við yfirheyrsl- ur að hann hafi ekki lesið samning- inn yfir áður en hann skrifaði undir hann. Vísaði á Milestone Þór mun hafa borið því við í yfir- heyrslunum að lánasamningurinn hafi verið útbúinn af starfsmönn- um Milestone á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut og að hann hafi treyst því að samningurinn hefði ver- ið borinn undir stjórn Sjóvár áður en hann var beðinn um að undir- rita hann. Ekkert á lánasamningn- um benti hins vegar til þess þó svo að nafn Guðmundar Ólasonar væri á samningnum. Í stað þess að svara því sjálfur af hverju hann hefði skrifað undir lánasamninginn og af hverju lánið hefði verið veitt vísaði hann á starfsmenn Milestone og Sjóvár sem væru framúrskarandi fólk, sem hann treysti, og sagðist hafa verið í góðri trú. Enn frekar sagði hann að eðli lánasamningsins hefði ekki verið út- skýrt fyrir honum. Forstjóri Sjóvár virðist því alfarið hafa treyst því að starfsmenn segðu honum satt og rétt frá og að dóm- greind þeirra og stjórnar Milestone væri góð. Dómgreind hans var aft- ur á móti ekki betri en svo að hann skrifaði upp á 10,5 milljarða lána- samninginn án þess að vita út á hvað samningurinn gekk. Starfsmönnum sérstaks saksóknara mun hafa þótt þetta þekkingarleysi Þórs um samn- inginn mjög sérstakt. Niðurstaðan í yfirheyrslunum var því sú að Þór stóð á gati um Vafning og gat ekki svarað spurningum sak- sóknara um lánið þar sem hugmynd- ir hans um það væru óljósar. Lánið á öðrum veðrétti Eitt af því sem Þór mun hafa upplýst í yfirheyrslunum er að þegar hann skrifaði undir lánasamninginn við Vafning vissi hann ekki að í samn- ingnum væri ákvæði sem kvað á um að Sjóvá hefði haft annan veðrétt í þeim eignum Vafnings sem lagðar voru að veði fyrir láninu – lúxusturn- inum í Makaó og breska fjárfestinga- sjóðnum. Glitnir átti fyrsta veðréttinn í þessum eignum en Vafningur fékk einnig tvö lán frá bankanum þennan sama dag eins og áður segir. Þór mun hafa haldið því fram að hann hafi ekki fengið að vita að Sjó- vá hafi einungis átt annan veðrétt í eignunum sem lagðar voru að veði fyrir láninu en að sú staðreynd breyti lánaviðskiptunum auðvitað því Glitnir hafi haft forgang í eignirnar sem lagðar voru fram sem veð. Sjóvá átti því aldrei mikinn möguleika á að fá mikið upp í lánið til Vafnings enda hefur það verið afskrifað eins og segir hér að framan. Ekki eðlileg eign Forstjórinn fyrrverandi mun einnig hafa greint frá því í yfirheyrslunum að þegar viðskiptin við Vafning áttu sér stað hafi Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við það við Sjóvá að verslanir eins og þær sem voru inni í breska fjárfestingasjóðnum KACJ hafi verið notaðar sem veð á móti vátryggingaskuld tryggingafélags- ins. Jafnframt mun Þór hafa sagt að stjórnendur Sjóvár hafi látið Mile- stone vita að slíkar búðir hafi ekki beinlínis verið eðlilegur hluti af eign á móti vátryggingaskuld hjá trygg- ingafélagi, það er að segja bótasjóði þess. Óháð eigninni sem lögð er að veði er þetta auðvitað sérstaklega óheppilegt þegar tryggingafélag hef- ur einungis annan veðrétt í eignirnar. Hann mun í framhaldi af þessu hafa sagt að þó að ýmsir lánasamn- ingar sem Sjóvá gerði við dótturfé- lög Milestone hefðu mátt vera betri hafi engan grunað á þessum tíma að einhver hefði sérstakan áhuga á því að fara illa með Sjóvá. Þór mun hafa haldið því fram að það væru von- brigði fyrir hann að sjá að veðin fyr- ir lánunum hafi verið með þessum hætti og að lánasamningarnir hafi verið svo óhagstæðir fyrir Sjóvá en að Vitnisburður Þórs Sigfússonar hjá Sjóvá mun hafa sýnt fram á að hann hafi verið lítið annað en verkfæri í höndum Milestone-manna. Oft skrifaði hann undir samninga sem hann gat svo ekki útskýrt. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi stjórnarfor- maður BNT, tjáði sig um aðkomu sína að Vafningi í samtali við DV í desember en hann tengist félaginu þar sem hann fékk umboð frá föður sínum og frænda til að veðsetja bréf þess. Þar sagði hann meðal annars: n Af hverju fékkstu umboð til veðsetja Vafning? „Þeir [Benedikt og Einar, innsk. blaðamanns] voru ekki staddir á landinu og báðu mig um það fyrir sína hönd að skrifa undir ákveðinn veðsamning þar sem þeir voru að veðsetja hlutabréfin sín í félaginu... Þetta var veðsamningur sem gerður var við bankann vegna lána sem bankinn hafði veitt félaginu.“ n Komu Engeyingar nálægt ákvörðuninni um Vafning? „Ég sat aldrei í stjórn þar... Vafningur snýst um meira en það að fara með eignarhald á þessum turni. Þetta eru eignir sem Wernersbræður leggja inn í félagið sín megin frá og þær koma okkur bara ekkert við.“ n Af hverju tókuð þið þátt í Vafningi? „Það er ekki hægt að segja að þetta sé ákvörðun sem hafi átt sér neinn sérstakan aðdraganda. Þetta er mál sem var inni á borði hjá forstjóranum [hjá BNT eða N1, innsk. blaðamanns] og þetta er meira frágangsmál en nokkuð annað“ n Komst þú nálægt ákvörðun BNT um að gerast hluthafi í Vafningi? „Ég skýst aldrei undan ábyrgð á því sem ég skrifa undir fyrir hönd þess félags sem ég sit í stjórn fyrir.“ n Var ákveðið að Vafningur keypti turninn í Makaó án vitundar eigenda félaga ættingja þinna sem voru hluthafar í félaginu? „Þú hefur ekki heildaryfirsýn yfir það sem menn eru að gera á þessum tíma. Menn eru að endurfjármagna lán og það er það sem er aðalástæðan fyrir þátttöku þessara félaga í Vafningi.“ Hvað sagði Bjarni Ben um Vafning? FJÁRFESTINGARNAR TÓKU YFIR Orð Þórs Sigfússonar munu benda til að fjárfestingararmur Sjóvár, sem stjórnað var alfarið af starfsmönnum Milestone. Niðurstaðan er því sú að Þór bendir á eiganda Mile- stone, Karl, og starfs- menn félagsins á með- an Karl bendir fyrst og fremst á Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.