Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 40
DANSAÐ TIL STYRKTAR HJARTVEIKUM Á laugardaginn verður hald- in þolfimi- og dansveisla til styrktar Neistanum í Sporthúsinu en Neistinn er Styrktarfélag hjartveikra barna. Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Siggi Hlö mun halda uppi stuðinu á meðan helstu líkamsræktar- og danskennarar landsins kenna réttu sporin. Allur ágóði rennur óskiptur til Neistans svo það er um að gera að taka þátt og styrkja gott málefni. Samkvæmt bandarískri rannsókn ættu konur ekki að úða á sig ilm- vatni ef þær vilja vekja aðdáun og eftirtekt gagnstæða kynsins. Saul Miller og K. Maner, prófessorar við ríkisháskólann í Flórída, hafa fundið út að testósterónmagn í karlmönnum hækkar ef þeir finna lykt af konu sem er með egglos og er þar af leiðandi á sínu frjóasta skeiði í tíðahringnum. Í rannsókninni voru kvenkyns- þátttakendur látnir sofa í sama bolnum í þrjár nætur í röð. Karl- kynsþátttakendur rannsóknarinn- ar lyktuðu síðan af bolum þeirra og til samanburðar lyktuðu þeir af bolum sem enginn hafði klæðst. Síðan var þeim gert að skila munn- vatnssýni og testósterónmagn þeirra mælt. Miller og Maner segja að þeir karlmenn sem lykt- uðu af bolum þeirra kvenna sem hafi verið með egglos hafi mælst með mun meira testósterón en þeir karlmenn sem höfðu lyktað af öðrum bolum. Þegar karlmenn- irnir voru látnir velja bestu lyktina völdu þeir einnig þá boli sem kon- ur með egglos höfðu klæðst. Vís- indamennirnir segja að rannsókn- in sé sú fyrsta sem sýni fram á að testósterónmagn karlmanna sé í rauninni undir áhrifum ilmsins sem frjósamar konur gefa frá sér. Karlmenn laðast að ilmi kvenna sem eru frjósamar: NÁTTÚRULEGA LYKTIN BEST UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is MATUR GEGN BLÓÐFITU Möndlur Hnetur og sér í lagi möndlur eru ríkar af fitu sem er góð fyrir okk- ur og mun betri en sú sem finnst í „hollum“ flögum og snakki. Möndlur eru hins vegar kalóríu- ríkar svo hafðu skammtana litla. Haframjöl Tryggðu þér vænan skammt af trefjum með því að borða hafra- graut á morgnana. Trefjarnar hafa góð áhrif á meltingarveg- inn. Fiskur Ómega-3 fitusýrur teljast til góðrar fitu og þú finnur mest af þeim í feitum fiski eins og laxi og túnfiski. Rauðvín Margir sérfræðingar segja að eitt glas af rauðvíni á dag sé hollt fyrir hjartað. Meira magn hefur hins vegar slæm áhrif. Soja Allt úr soja, sojabaunir, tofu og mjólk getur hjálpað í baráttunni við kólesterólið. Munum að stórvægilegar breyt- ingar á mataræði ættu alltaf að vera í samráði við lækni. SLÉTTUR MAGI BESTUR Í framtíðinni munu vísindamenn ef til vill finna upp aðferðir til að varðveita fitu á mjöðmum, lærum og afturenda okkur til heilsubótar. Samkvæmt rann- sóknum breskra sérfræðinga er fita á þessum stöðum holl fyrir efnaskipti líkamans. Fólk sem er feitt um mittið sé líklegra, til að mynda, til að fá sykursýki en fólk sem er með feitan afturenda og fólk sem er afar grannt á þessum þrem- ur svæðum er líklegra til að fá ýmsa sjúkdóma. „Það besta væri að geta safnað fitu á læri, rass og mjaðmir en að maginn yrði sléttur,“ sagði Konstantinos Manolopouos lænir við Ox- ford-háskóla. Því miður fylgi maginn hins veg- ar oftast með. Nema hjá fáum útvöldum, eins og Jennifer Lopez. Sjónvarpskonan Þórunn Högnadóttir skoðar tískublöð og fær þar hugmyndir að því hvernig hún getur breytt og bætt föt, skart og skó sem hún á fyrir. Hún segir nauðsyn- legt þegar kreppir að að geta gefið gömlum hlutum líf í stað þess að stökkva af stað og kaupa nýtt. Þórunn segir alla geta þetta, það eina sem þurfi sé glingur og hugmyndaflug. 40 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 Karlar fíla náttúrulegan ilm af konum Samkvæmt bandarískri rannsókn hækkar magn testósteróns í karlmönnum þegar þeir finna lykt af frjósamri konu. LÍFSSTÍLL „Eins og staðan er í þjóðfélaginu held ég að það sé ekki svo vitlaust að gefa gömlum hlutum nýtt líf í stað þess að stökkva af stað og kaupa nýtt,“ segir sjónvarpskonan og stíl- istinn Þórunn Högnadóttir sem gef- ur áhorfendum sniðugar hugmynd- ir um hvernig hægt er að gefa gömlu dóti endurnýjun lífdaga í þættinum Heim og saman á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þórunn breytir ekki aðeins hús- gögnum heldur einnig skarti, fatnaði og skóm. „Ég hef örugglega stund- að þetta í 15 ár. Ef ég er komin með leið á einhverju breyti ég því bara eða læt breyta því fyrir mig,“ segir Þórunn sem lappar til dæmis upp á skó með því að líma á þá perlur og skraut. „Ég keypti mér sæta skó í Zöru um daginn og langaði að gera þá aðeins fínni og klemmdi á þá litla slaufu og tók hana svo af daginn eft- ir. Þannig var ég komin með flotta og öðruvísi skó fyrir kvöldið. Ég er allt- af að skoða tískublöðin og rekst oft á eitthvað sem ég sé að ég get búið til,“ segir Þórunn og bætir við að það sé óþarfi að eyða mörgum þúsund- köllum í nýtt skart eða föt í hvert sinn sem eitthvað sé um að vera. Þórunn er lagin í höndunum og ber fallegt heimili hennar þess merki. Hún segir hins vegar alla geta breytt og bætt. „Þetta þarf ekki að vera flókið og við sem erum mik- ið fyrir glingur eigum alls konar dót sem hægt er að nota. Svo er líka um að gera að kíkja á staði sem selja not- að dót og með örlitlu hugmyndaflugi er hægt að gera ótrúlegustu hluti. Gamlir notaðir hlutir gefa líka svo mikinn karakter á móti þessu nýja.“ indiana@dv.is MEIRI KARAKTER Í GÖMLU DÓTI Flott festi Þórunn keypti borða í Vogue og eyrnalokkana í Rokk og rósum. Hún batt slaufu á festina og klemmdi yfir. Blómanælur Einfaldur kjóll sem hún poppaði upp með skemmtilegum blómanælum sem hún keypti í H&M, Skarthúsinu og Rokk og rósum. MYNDIR/ KRISTINN MAGNÚSSON Slaufuhælaskór Þórunn keypti slaufuklemmu í Skarthúsinu og setti á skóna. Gaddastígvél Beltið fékk Þórunn í H&M en hún segist vita að það fáist einnig í Hókus Pókus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.