Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 HELGARVIÐTAL Hamborgarafabrikkan er nýr veitingastaður sem opnar á jarðhæð Turnsins á Höfðatorgi í mars 2010. Á Hamborgarafabrikkunni verður frábær og fjölbreyttur matur, einstök stemning og framúrskarandi þjónusta. Við erum að leita að starfsfólki sem vill starfa með okkur frá upphafi við að móta nýjan og spennandi veitingastað. HAMBORGARAFABRIKKAN AUGLÝSIR EFTIR VEITINGASTJÓRA, ÞJÓNUM OG MATREIÐSLUFÓLKI MEÐ NGTÍMASAMBAND Í HUGA Hamborgarafabrikkan býður fjölbreyttan mat á frábæru verði úr fersku, íslensku hágæðahráefni. Hamborgarar og hollir réttir, salöt og steikur ásamt úrvali forrétta og eftirrétta. Viltu byrja með okkur? Við gerum kröfur um: O Metnað og hressleika O Samskiptahæfni og þjónustulund O Heiðarleika og umburðarlyndi O Jákvætt viðhorf til lífsins Á móti þá lofum við þér: O Frábæru starfsumhverfi O Tækifæri til að vaxa með okkur O Góðum launum Sendu okkur umsókn með mynd á atvinna@fabrikkan.is eða fylltu út umsókn á www.fabrikkan.is Trúnaði heitið. Simmi og Jói Margir þekktir leikarar hafa valið sjónvarpsþætti fram yfir kvikmyndir, er það eitthvað sem þú gætir hugsað þér? „Kannski.  Fer eftir efni, leikstjóra, sjónvarpsstöð og mótleikurum.“ „Hvernig er eðlilegt líf í LA? „Hmmm.....“ Hvernig er að búa í LA? Mikil og mörg egó á sama stað eða margar hæfi- leikaríkar og stórhuga manneskjur þarna saman komnar? „Bæði og allt í einu.“ Er útlitsdýrkunin mikil? „Mér finnst tískan hér í borg hálf- leiðinleg. Það fyndna er að stelpurn- ar sem gera ekkert annað í lífinu en að gera sig fínar  eru eiginlega allar eins og hinar og þannig búnar, með allri þessari vinnu, að gera sig venju- legar.“ Ertu dugleg í ræktinni? „Ég hugsa vel um mig þannig að ég hafi heilann í lagi og einbeit- ingu.  Ég verð mjög pirruð ef ég hef ekki orku til að gera hlutina almenni- lega! Mér finnst gaman í bardagalist- um og þegar ég er að þjálfa fyrir sér- stakt verkefni er ég í dúndurformi. Þess á milli passa ég að vera alltaf í nógu góðu formi til að ég geti kom- ið mér í frábært form á þremur vik- um. Pabbi gaf mér jógadiskinn hans Guðjóns Bergmann og ég geri alla- vega hluta af kraftjóganu daglega. Ég sé mikinn mun á mér, jafnvel þótt ég geri þetta ekki nema 10-15 mín- útur á dag. Það er þessi herslumun- ur. Smá aukaglampi í augunum. Að- eins sneggri. Svo drekk ég alltaf vatn strax þegar ég vakna og svo reglulega allan daginn.  Grænt te er galdram- eðal.  Svo borða ég litlar máltíðir en frekar oft. Ég get ekki unnið eftir stóra máltíð, það bara slokknar á mér.“ Hvernig býrðu? „Við Dean búum í Hollywood- hæðunum.“ Ert þú dugleg að koma heim? „Alltaf þegar ég get. Beint til Mý- vatns.  Dásamlegasti staður í heim- inum.“ Ég las einhvers staðar að þú hefðir farið í partí til Tarantinos. Ertu dugleg að stunda skemmtanalífið? „Það kemur fyrir.  Það verður að hafa svolítið gaman af þessu. Quen- tin er vinur okkar og það er gaman að koma til hans þótt það séu oft ansi langar nætur. Annars finnst okk- ur eiginlega skemmtilegast að fara á litla holubari sem enginn veit af. Taka með sér 3 eða 4 vini. Gott að kúpla sig aðeins út úr heiminum, finna góðan glymskratta þar sem dimmt er inni og dansa fram á nótt.“ Af hverju valdirðu að fara út í skóla?   „Ég vildi læra bókmenntirnar á ensku.  Svo er þetta einn besti leik- listarskóli í heiminum.“ Þú fluttir ein út 16 ára, hefurðu alltaf verið sjálfstæð? „16 ára er maður ósigrandi.“ Hvar ólst þú upp? „Ég ólst upp í Reykjavík, fyrst í Stóragerði svo í Ljósheimunum. Lék mér endalaust úti með Rúnu vin- konu og hélt tombólur í Glæsibæ.“ Hvernig líkar þér í Mývatnssveitinni? „Það er eitthvað alveg guðdóm- legt við Mývatnssveitina.  Það er al- gjör kyrrð en samt er bullandi orka í hverju atómi.  Það verður alltaf stór- fenglegra í hvert skiptið. Ég fór með nokkra handritshöfunda, framleið- endur og aðra vini mína héðan til Mývatns yfir hátíðarnar, þar á með- al Joe Morgenstern, kvikmyndagagn- rýnanda Wall Street Journal, og hann sendi mér í gær grein sem hann hafði skrifað um Mývatnssveit í Wall Street Journal, hann sagðist einfald- lega ekki hafa getið setið á sér! Ég skil hann vel.“ Var ekkert erfitt að velja á milli leik- listar og tónlistar? „Ég ber svo rosalega mikla virð- ingu fyrir tónlistarmönnum þar sem foreldrar mínir eru með hæfi- leikaríkasta tónlistarfólki sem ég hef hitt. Tónlistin hefur alltaf verið part- ur af mér en ég er fyrst núna að hafa mig í það að spila fyrir aðra.  Það er dásamlegt.“ Ýttu foreldrar þínir þér út í tónlist? Eða leiklist? „Síður en svo.  Ég held að flestir foreldrar sem eru í listamannabrans- anum skilji hvers konar óstöðugleiki fylgir og séu ekki að flýta sér að ýta börnunum út í  óvissuna.  En mín- ir foreldrar hafa ALLTAF stutt mig, oftast skilið mig og þegar þau skilja mig ekki dæma þau mig aldrei, sama hvað ákvarðanir mínar hafa stund- um verið djarfar. Og öðruvísi. Ég tek ofan fyrir þeim og verð þeim ævin- lega þakklát.“ Þú byrjaðir ung í Þjóðleikhúsinu, var áhuginn strax kviknaður um níu ára aldur? „Vissulega var rosalega gaman frá fyrsta andartakinu sem ég steig á svið. En bara af því að barni finnst brennandi gaman að láta hugann reika inn í þykjustuheim fyrir fram- an 600 manns sem veita því aðdá- un og athygli þýðir það ekki að örlög þess geti bara verið að verða leikari…  Ég var 16 þegar mér fannst ég vera nógu skýr í kollinum til að taka þesa ákvörðun.“ Hvernig er þér tekið þegar þú kemur á Klakann? „Ég var heima öll jól og áramót og finn bara einstakan stuðning og jákvæðni frá Íslendingum.  Takk fyr- ir það.“ Ertu orðin rík af leiklistinni? „Ég lifi á mínu starfi...“ Áttirðu þér stjörnudrauma þegar þú varst ung? „Ég átti mér draum sem entist sirka 6 mánuði um að fá að syngja með Whitney Houston. Núna veit ég betur. Það myndi kannski ekki koma vel út. Fyrir mig.“ Eru draumarnir að rætast? „Smám saman. Einn dag í einu.“ Ertu hamingjusöm? „Mjög.“ Hvernig horfir kreppan og banka- hrunið á Íslandi við þér? „Mér finnst óttalega sorglegt að sjá hvernig búið er að fara með fólk. Og enginn vill taka ábyrgð…“ Er kreppan jafnalvarleg í Bandaríkj- unum? „Fólk hér í Ameríku missir húsin sín á hverjum degi. Og atvinnu. Allur iðnaður hefur stórlega dregist sam- an.  Þetta eru sambærilegar afleið- ingar af sama fylleríinu, á Íslandi eru afleiðingarnar bara á sterum.  Fólk spyr mig oft hvernig þjóðin spjari sig, hvort það sé allt í lagi með fjölskyldu mína. Ég finn virkilega til með lönd- um mínum sem eiga þetta ekki skil- ið.“ Varðandi aðdáendavefinn Adoring Anita Briem, kitlar það ekki hégóma- girndina að gúggla þig og sjá allar þessar greinar og myndir plús þenn- an aðdáendavef? „Ég verð mjög snortin að sjá að öll sú vinna sem ég legg á mig veit- ir fólki eitthvað sem því finnst þess virði að tala um. Það er ágætis byrj- unarpunktur.“ Er ekkert erfitt að vera með manni sem er líka í þessum bransa? „Ef ég byggi með manni sem fyndist ekki skemmtilegt að hrær- ast í þessu með mér allan liðlangan daginn myndi ég alveg ábyggilega gera hann brjálaðan.  Við vinnum mikið saman. Við kveikjum hvort í öðru. Þetta bara virkar.“ Gætir þú unnið undir hans leikstjórn? „Ég er einu skrefi á undan þér.  Hann leikstýrði tónlistarmynd- bandinu mínu með Preservation Hall Band og ég er að reyna að fá hann til að leikstýra mér í kvikmynd eins fljótt og ég mögulega get. Ég er að vinna í þessu.“ indiana@dv.is Ég fæ kjóla og svoleiðis frítt frá hönnuðum en fæ það oftast bara lánað þar sem ég get aldrei verið í sama dressinu tvisvar. Hollywood-leikkona Anita lítur hissa á myndavélina í mátunarklefa verslunar. Myndina tók kærasti hennar. MYND DEAN PARASKEVOPOULOS Frumsýning Anita ásamt systur sinni, Gunnlaugi pabba sínum og kærastanum Dean á frumsýningu kvikmyndarinnar Journey to the Center of the Earth í Laugarás- bíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.