Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 46
NÝSTÁRLEG FARTÖLVA EÐA LESTÖLVA Far- tölvur með tveimur skjáum hafa verið gæluverkefni margra tölvuframleiðenda um skeið. MSI-fyrirtækið kynnti þessa nýstárlegu tölvu á dögunum en hana má nota sem lestölvu sem nýtir báða snertiskjáina ásamt því að kalla fram hefðbundna virkni fartölvu og breytist þá annar skjárinn í stafrænt lyklaborð. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að tölvan komi á almennan markað fyrir lok þessa árs. SNJALLSÍMI EÐA GERVIMENNI Dánarbú breska vísindaskáldsagna- höfundarins Philips K. Dick fyrirhugar að lögsækja Google-fyrir- tækið fyrir að nota Nexus One sem heiti á hinum nýja snjallsíma fyrirtækisins. Skáldsaga Dicks, Do Androids Dream of Electric Sheep?, var gerð ódauðleg með framtíðar- mynd Ridleys Scott, Blade Runner, árið 1982, með þeim Harrison Ford og Rutger Hauer í aðalhlutverkum. Hauer lék þar gervimenni (android) af tegund sem bar heitið Nexus 6. Þess má einnig að geta að stýrikerfi Google-símans kallast Android. VEFÞJÓNAR FLUTT- IR TIL ÚKRAÍNU Aðstandendur vefsíðna sem eru deilipunktar fyrir ólöglegt niðurhal eru þessa dagana í óðaönn að flytja starfssemi sína til landa eins og Kína og Úkraínu. Ástæðan er einfaldlega sú að stjórnvöldum og forsvars- mönnum rétthafa á kvikmyndum og tónlist hefur tekist að knýja fram lagalegar breytingar í mörgum löndum sem gera hýsingaraðila einnig seka um ólöglega starfssemi ef síðunum er ekki lokað. Tvær stærstu deilisíðurnar, Pirate Bay og Demonoid, hafa nú flutt vefþjóna sína til Úkraínu en þar í landi kveða fjarskiptalög á um að hýsingaraðilar séu ekki ábyrgir fyrir því efni sem notendur þjónustunnar hýsa á síðum sínum. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is NÝ KYNSLÓÐ SNJALLSÍMA 46 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 HELGARBLAÐ Síðasta ár markaði tímamót á snjallsímamarkaðinum. Mörg farsímafyrirtæki tóku Android- stýrikerfið upp á arma sína og Google ljóstraði upp um fyrirætlanir sínar um að koma eigin snjallsíma á markað, Nexus One, sem loks var kynntur opinberlega fyrir umheiminum fyrr í mánuðinum. DV bar saman hinn nýja Nexus við þrjá af vinsælustu snjallsímunum í dag. 16 GB 8 GB 16 GB 4 GB 32 GB útgáfa einnig til Stækkanlegt í 32 GB Stækkanlegt í 32 GB 5 t. 3G tal 300 t. í bið 5 t. 3G tal 300 t. í bið 6,4 t. 3G tal 270 t. í bið 7 t. 3G tal 250 t. í bið 3,0 3,0 5,0 5,0 Megapixlar + vídeóupptaka/vinnsla Megapixlar Megapixlar + vídeóupptaka Megapixlar + vídeóupptaka Já Já Já Já Já Já Já Já (Turn by Turn leiðsögutækni) +stafrænn áttaviti (Turn by Turn leiðsögutækni) (Turn by Turn leiðsögutækni) +stafrænn áttaviti (Turn by Turn leiðsögutækni) +stafrænn áttaviti Já Nei Já Já Nei Já Já Já MPEG-4, H.264, MOV M4V OG MP4 VIDEO MP3, AAC, AIFF, WAV, AUDIBLE (2,3,4) PROTECTED AAC, VBR OG APPLE LOSSLESS AUDIO MPEG-4, H.263, H.264 VIDEO MP3, AAC, AAC+, AMR, WAV, OG QCELEP AUDIO MPEG-4, H.263, H.264 VIDEO MP3, AAC, AAC+, eAAC+, WMA, AMR WB/MB, WAV OG MIDI AUDIO MPEG-4, H.263, H.264 VIDEO MP3, AAC, AAC+, eAAC+, WMA, AMR WB/MB, WAV OG MIDI AUDIO Itunes App Store Palm App Catalog Android Market Android Market 127.600 1.000 16.000 16.000 $599 $550 $599 $529 iPhone 3GS Palm Pre Motorola Droid Nexus One Minni Rafhlaða Myndavél WIFI GPS Raddskipanir Skráarsnið Forritaverslun Fjöldi forrita Fjölvinnsla Verð (Verð í Bandaríkjunum) Ólæstur og án samnings (Verð í Bandaríkjunum) Ólæstur og án samnings (Verð í Bandaríkjunum) Ólæstur og án samnings (Verð í Bandaríkjunum) Ólæstur og án samnings POLAROID-VÉLAR AFTUR Á MARKAÐ Eftir slæmt gengi síðastliðinn áratug tilkynnti Polaroid-fyrirtækið árið 2008 að gjaldþrot væri yfirvofandi og að það myndi stöðva alla framleiðslu á hinum klassísku Polaroid-vélum. Fyrirtækið setti í framhaldi á markað í fyrra stafræna myndavél með innbyggðum prentara. Það var síðan í vikunni að fyrirtækið kynnti fyrir fréttamönnum nýja vél sem kemur á markað á þessu ári og er byggð á hönnun svokallaðra One-Step véla fyrirtækisins frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Jafnvel útlitið er upp á gamla mátann og geta nú margir glaðst sem saknað hafa þessara ástsælu myndavéla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.