Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 45
22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 45 HEIMSMEISTARARNIR OKKAR GEIR SVEINSSON 340 LEIKIR - 502 MÖRK Einn allra vinsælasti íþrótta- maður þjóðarinnar og íþróttamaður ársins 1997. Hann var lengi atvinnumaður í handbolta, á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi. Var fyrirliði landsliðsins á Ólympíuleik- unum í Barcelona 1992, þar sem liðið hafnaði í fjórða sæti. Geir er næstreyndasti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Er framkvæmdarstjóri og eigandi Umboðssölunar í dag og frambjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann ætlar sér stóra hluti. Er giftur sjónvarpskonunni Jóhönnu Vilhjálmsdóttur. SIGURÐUR GUNNARSSON 202 LEIKIR - 493 MÖRK Var konungur á miðjunni þegar hann var upp á sitt besta. Sigurður starfaði meðal annar hjá ferðaskrif- stofunni Úrval-Útsýn þar sem hann sá um að skipuleggja handbolta- og formúluferðir. BIRGIR SIGURÐSSON 105 LEIKIR - 195 MÖRK Birgir er ein mesta handboltahetja í sögu gamla risans, Víkings. Gífurlega öflugur línumaður sem var um tíma fastamaður í landsliðinu. Var þó mest í því að horfa á Þorgils 1989. Hann starfar í dag sem sendibílstjóri og urmul af börnum. HRAFN MARGEIRSSON 48 LEIKIR - 0 MÖRK Hrafn var þriðji markvörður liðsins og kom því afar lítið við sögu í Frakklandi. Hann átti alltaf við erfið meiðsli að stríða sem háðu honum mest allan sinn feril. Síðast þegar vitað var starfaði hann sem sendibílstjóri og keyrði út brauð. HÉÐINN GILSSON 138 LEIKIR - 300 MÖRK Árið 1989 var Héðinn Gilsson ungur og efnilegur hand- knattleiksmaður sem átti framtíðina fyrir sér. Hann varð síðan atvinnumaður en meiddist illa og kom á endanum heim. Hann lék með Fram og var um tíma spilandi aðstoðarþjálfari HK. Hann er hvað mest þekktur fyrir skemmtilegt mark sem hann skoraði úr aukakasti þegar leiktíminn var búinn í landsleik í Kaplakrika. Þá bryddaði hann upp á nýjung. Steig stórt skref til hliðar og hamraði boltann í netið. JÚLÍUS JÓNASSON 288 LEIKIR 703 - MÖRK Þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta og var viðskipta- mógúll í Kaupþingbanka. Hann átti farsælan feril sem atvinnumaður og er einn besti varnarmaður Íslands frá VALDIMAR GRÍMSSON 271 LEIKIR - 940 MÖRK Var framkvæmdastjóri Póstflutninga árið 2001 sem flæktist í eitt flókn- asta gjaldþrotarmál sögunnar. Fyrirtækið var í eigu Frjálsrar fjölmiðl- unar og sá um dreifingu á Fréttablaðinu og DV. Frjáls Fjölmiðlun var í miklum rekstrarerfiðleikum á þessum tíma og bitnaði það á Valdimari og rekstri hans. Hann barðist þó í bökkum og greiddi sér til að mynda ekki laun í marga mánuði til að halda rekstrinum réttum meginn við strikið. Svo fór á endanum að fjármunirnir þrutu og Valdimar hafði ekki bolmagn til að greiða virðisaukaskatt. Fjórum árum síðar var Valdimar ákærður fyrir brot gegn lögum um vörsluskatt. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri. SIGURÐUR SVEINSSON 242 LEIKIR -736 MÖRK Sigurður, eða Siggi Sveins, var lengi í eldlínunni og er einhver dáðasti leikmaður Íslandssögunnar. Það er alltaf stutt í grínið þegar hann er annars vegar og það munar um slíka menn. Siggi Sveins hefur verið viðloðandi tryggingabransann og þjálfar í dag 1. deildar lið Þróttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.