Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Page 8
SANDKORN n Ólíkt hafast bankarnir að þegar skipað er í stjórnir eða úthlutað gæðum. Á meðan Landsbanki Ásmundar Stef- ánssonar heldur sínum verkum í myrkri og hyglar gæðingum fer Íslands- banki aðrar leiðir. Birna Einarsdótt- ir banka- stjóri virð- ist leggja mikið upp úr því að óumdeildir og hæfir einstaklingar takist á hendur ábyrgðarstörf. Þannig var Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR, skipaður formaður stjórnar ISB Hold- ing, eignarhaldsfélags Ís- landsbanka. Ólafur þykir vera vammlaus maður og skipunin skynsamleg. n Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stefnir að 1. til 3. sæti í forvali Vinstri grænna. Hún skrifaði doktorsritgerð um stefnumót- un hjá Reykjavíkurborg sem mun eflaust nýtast henni vel ef hún nær kjöri. Jakobína bauð sig fram fyrir Frjálslynda flokk- inn í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Hún var í fremstu víglínu í búsáhaldabyltingunni frægu. Slagurinn um efstu sæt- in verður harður. Borgarfull- trúarnir Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson berj- ast þar um oddvitasætið. Víst er að Jakobína kemur sterk inn í þann slag. n Eggert Magnússon, fyrrver- andi stjórnarformaður West Ham, hefur verið lítt áberandi síðan leiðir hans og hins fallna Björgólfs Guðmundssonar skildu á sínum tíma nokkru eftir að auðmaðurinn hafði líkt Eggerti við Coca Cola-skilti. Pressan fjallaði um það að Egg- ert hafði samband við David Sullivan, nýjan eiganda West Ham. Erindi Eggerts, eða Egg- head eins og hann kallaðist á blómatím- anum, var að bjóðast til að verða aftur andlit félagsins. David gaf lít- ið fyrir boðið og botnaði ekkert í því hvað Íslendingarnir voru að hugsa í rekstri félagsins. En á móti kemur að Eggert kannað- ist ekkert við að hafa talað við nýja eigandann en sagðist í við- tali við breskt blað hafa komið þeim skilaboðum á framfæri að hann vissi af fjárfesti sem hefði áhuga á að koma að félaginu. Sagðist svo ekki hafa eytt meiru en honum var sagt að væri til. 8 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið 41 árs karlmann sem talinn er standa á bak við skemmdarverk sem unnin hafa verið á heimilum útrásarvíkinga. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag eftir að málningu var skvett á heim- ili Hreiðars Más Sigurðssonar í fjórða skipti nóttina áður. SKAP OFSI HANDTEKINN „Maður var handtekinn á föstu- dagskvöldið. Grunaður um að hafa valdið spjöllum á húsi nótt- ina áður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögregl- unnar. Umræddur maður er tal- inn vera huldumaðurinn Skap Ofsi sem framið hefur skemmd- arverk á húsum útrásarvíkinga og athafnafólks undanfarna tíu mánuði í skjóli nætur með því að skvetta rauðri málningu á heim- ili þeirra. Að sögn Friðriks leikur grunur á að maðurinn, sem var handtek- inn og yfirheyrður á föstudags- kvöldið, standi á bak við fleiri skemmdarverk og gæti því verið huldumaðurinn Skap Ofsi. Frið- rik leggur þó áherslu á í samtali við DV að of snemmt sé þó að fullyrða um slíkt. Hald lagt á tölvu og myndavélar Eins og fram kom á DV.is síðast- liðinn föstudag var rauðri máln- ingu, eða lakki, í fjórða skiptið á þessum tíu mánuðum skvett á heimili Hreiðars Más Sigurðs- sonar þá um nóttina. Virðist sem Skap Ofsi hafi einum of oft lagt til atlögu gegn fyrrverandi banka- stjóra Kaupþings. Þessi málning- arárás kann að verða hans síð- asta að sinni. Maðurinn, sem er 41 árs, var í haldi lögreglu fram á laugar- dag og var gerð húsleit heima hjá honum. Þar var lagt hald á ýmsa muni svo sem tölvu, myndavélar, minniskubba og fleira. En eins og frægt er orðið sendir Skap Ofsi fjölmiðlum iðulega tilkynning- ar með tölvupósti eftir að slett málningu á hús útrásarvíking- anna. Þeim hefur oftast nær fylgt mynd af verknaðinum. Góðkunningi lögreglunnar? Aðspurður hvernig lögreglan hafi komist á snoðir um hver umrædd- ur nafnleysingi sé segir Friðrik að þessi mál séu búin að vera í rann- sókn lengi og handtakan sé árang- ur mikillar rannsóknarvinnu. Hann gat ekki gefið upp hvort maðurinn hefði játað við yfirheyrslur eður ei. Friðrik Smári segir manninn áður hafa komist í kast við lögin. Ýmsar kenningar hafa ver- ið uppi um málningarárásirn- ar á heimili athafnamannanna og þá sérstaklega Skap Ofsa. Ein er að þarna fari maður einsam- all, en önnur er að allt að tuttugu aðgerðasinnar séu þarna að baki sem fari um á reiðhjólum vopnað- ir rauðri málningu. Skap Ofsi hef- ur aldrei viljað tjá sig við fjölmiðla þrátt fyrir að oft hafi verið farið þess á leit í gegnum tölvupóst. SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fórnarlömb Skap Ofsa 3. APRÍL 2009 HANNES SMÁRASON n Árásirnar hefjast. Málningu slett á Fjölnisveg 9. 20. JÚNÍ 2009 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON n Skemmdarverk unnin á Fríkirkju- vegi 11. Húsi Björgólfs Thors Björgólfssonar sem hann keypti af Reykjavíkur- borg. 2 0 0 9 2. JÚLÍ 2009 BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON n Heimili Björgólfs Guð- mundssonar við Vesturbrún. 2. JÚLÍ 2009 BIRNA EINARS- DÓTTIR n Heimili Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. 2. JÚLÍ 2009 HANNES SMÁRASON n Aftur er skvett máln- ingu á heimili Hannesar Smárasonar við Fjölnisveg. 2 0 1 0 – eða samverkamanna hans 12. JÚLÍ 2009 STEINGRÍMUR WERNERSSON n Málningu skvett á heimili Steingríms Wernerssonar að Árlandi 1. 17. JÚLÍ 2009 BJARNI ÁRMANNSSON n Heimili Bjarna Ármannssonar verður fyrir árás. Skap Ofsi biðst afsök- unar á að hafa málað dúkkuhús í garðinum. 6. ÁGÚST 2009 HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Fyrsta árásin á heimili Hreiðars Más Sigurðsson- ar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings. 13. ÁGÚST 2009, HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Aftur ráðist á íbúðarhús Hreiðars Más í Hlyngerði í Reykjavík. 13. ÁGÚST 2009 KARL WERNERSSON n Heimili Karls Wernerssonar við Engihlíð. 16. SEPTEMBER 2009, WERNERSBRÆÐUR n Málningu slett á heimili Wernerssona, Karls og Steingríms. 23. ÁGÚST 2009 BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON n Hummer-bif- reið Björgólfs Thors Björgólfs- sonar böðuð í rauðri málningu þar sem hún stóð fyrir utan Háskólann í Reykjavík. 23. ÁGÚST 2009 SIGURÐUR EINARSSON n Rauðri máln- ingu slett á heim- ili fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. 25. SEPTEMBER 2009 HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Þriðja árásin á heimili Hreiðars Más. 11. DESEMBER 2009 STEINGRÍMUR WERNERSSON n Hús Steingríms aftur. Ódæðismaðurinn viðurkenndi að sér hefði mistekist að skvetta á hús Bjarna Benediktssonar og Karls Wernerssonar. Hótaði að ná þeim innan tíðar. 15. JANÚAR 2010 HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON n Fjórða árásin sem vitað er um á heimili Hreiðars Más. Talið að Skap Ofsi hafi verið handtekinn og yfirheyrður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.