Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 3 ÞORGILS ÓTTHAR MATTISEN 247 LANDSLEIKIR - 575 MÖRK Línumaður. Er einn allra besti sóknarlínumaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann var fyrirliði landsliðsins sem vann 1989 og mikill leiðtogi. Þorgils Óttar var meðal annars forstjóri Sjóvár á árunum 2004-2005. Hann byrjaði með fasteignafélagið Klasa árið 2004 og fjárfesti það meðal annars í fasteignum á Keflavíkurflugvelli. Þorgils Óttar keypti líka hlutabréf í Glitni sem verðmetin voru á um milljarð króna árið 2007. Hann flaug í einkaþotu Milestone og Glitnis á árunum fyrir hrun, líkt og DV greindi frá fyrir skömmu. Þorgils Óttar tapaði miklu á hruninu. Bréfin hans í Glitni urðu verðlaus og ársreikningar eignarhaldsfélaga sýna bágborna stöðu. Af þeim að dæma þarf að afskrifa hluta skulda hans. Þorgils Óttar vinnur nú hjá endurskoðendafyrirtækinu KPMG. JAKOB SIGURÐSSON 247 LANDSLEIKIR 303 MÖRK Hornamaður. Útskrifaðist með B.S.-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands sama ár og hann varð heimsmeistari. Starfaði hjá hinu alþjóðlega fyrirtæki Rohm and Haas frá 1995, lengst af í Þýskalandi. Árin 1999-2002 var hann framkvæmdastjóri vöruþróunar í aðalstöðvum þess í Philadelphiu en árið 2002 lá leiðin aftur til Þýskalands þar sem Jakob starfaði sem markaðsstjóri fyrir Evrópu, Miðausturlönd og Afríku og síðar framkvæmdastjóri fyrir sama svæði. Var ráðinn forstjóri SÍF 2004 og síðan ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs deCODE þar sem hann starfar enn. Jakob er í dag einn helsti stjórnandi deCODE og er áætlað að hann muni vera áfram hjá félaginu í kjölfar eigendaskiptanna á því eftir gjaldþrota móðurfélags- ins í Bandaríkjunum. Dauðalisti deCODE lak á netið fyrir skömmu og var nafn Jakobs á honum - þeir starfsmenn sem ekki voru á listanum verða að öllum líkindum látnir fara. Jakob verður því í leiðandi hlutverki hjá deCODE á þessum erfiðu tímum hjá fyrirtækinu. KRISTJÁN ARASON 245 LEIKIR 1123 MÖRK Skytta. Fyrsti landsliðmaðurinn sem skoraði þúsund mörk í búningi landsliðsins. Kristján, sem er eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra, var framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi á árunum fyrir hrunið. Hann fékk kúlulán frá Kaupþingi upp á rúman milljarð sem notað var til að fjárfesta í hlutabréfum í Kaupþingi. Eignarhaldsfélag hans, 7hægri, skuldar um 2 milljarða króna í dag. Lánsformið er erlent skammtímalán. Fullyrða má að Kristján mun aldrei geta greitt skuld félagsins til baka. Kristján hætti hjá Kaupþingi í árslok 2008 og varð þar með einn sá síðasti af helstu stjórnendum Kaupþings til að yfirgefa bankann. Kristján starfar í dag hjá ráðgjafafyrirtækinu Capacent Glacier. Aðrir úr heimsmeistaraliðinu sem fóru út í viðskipti: Júlíus Jónasson, starfaði hjá Kaupþingi fyrir hrun, Geir Sveinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Umboðssölunnar, Valdimar Grímsson, var framkvæmdastjóri Póstflutninga. ÞORGILS ÓTTAR VILDI AFSKRIFTIR „Við þurfum að fínpússa okkar við- brögð við tilboði Hollendinga og Breta áður en við svörum því með einhverjum hætti,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra eftir fund formanna stjórn- málaflokkanna um stöðuna í Icesavemálinu undir á sunnudags- kvöld. Steingrímur kveðst ánægður með vinnuna samninganefndar- innar og sérfræðinga sem nú hafa slegið mati á tilboð viðsemjend- anna. Hann vill þó ekki tjá sig um efni þess að svo stöddu. Stjórnar- slitin í Hollandi valdi að vísu nokk- urri óvissu og því sé mikils vert að hraða málinu svo sem unnt er. Ljóst er að stjórnarslit í Hollandi og síðar kosningar þar í landi sem og í Bretlandi geta tafið lausn á Ice- savemálinu um marga mánuði telji stjórnvöld sig ekki hafa nægilega traust umboð til samninga. Stuðst við grunninn frá Haag Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna létu í ljós efasemdir í gær- kvöldi um að tilboð viðsemjend- anna í Hollandi og Bretlandi væri í samræmi við þann grundvöll sem varð veganesti nýrrar samninga- nefndar sem dvaldi í London dög- um saman í síðustu viku. Á móti þessum skilningi stend- ur sá grundvöllur sem um samd- ist á fundi Steingríms, Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssongar formanns Framsóknarflokksins og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins með Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands og Paul Myners bankamálaráðherra Bretlands í Haag 29. janúar síðast- liðinn. Því hefur ekki verið mótmælt að forysta allra flokka vilji fall- ast á greiðslu lágmarksinnstæðu á grundvelli EES samningsins. Sú upphæð nemur 20.887 evrum fyr- ir hverja innstæðu sem er hærri en sem nemur þeirri upphæð. Reynd- in er hins vegar sú að Icesave inn- stæðurnar í Hollandi og Bretlandi eru að jafnaði um 11 þúsund evrur eða um 2 milljónir íslenskra króna. Það bendir til þess að mjög háar upphæðir efnafólks hafi verið til- tölulega fáar á innlánsreiknngum Icesave. Í öðru lagi var á fundinum í Haag skýrt kveðið á um að forystu- menn íslensku stjórnmálaflokk- anna gengju samhentir til verks þannig að líkur væru til þess að unnt yrði að ljúka málinu. Í þriðja lagi var lögð áhersla á að málinu yrði lokið fljótt og vel og loks í fjórða lagi sögðust Hollaend- ingar og Bretar vera til í að hnika til lánskjörunum og gera tilboð þar sem þess sæjust merki. Alasdair Darling fjármálaráð- herra Breta ítrekaði þetta opinber- lega í síðustu viku, eftir raunveru- lega samningafundi í London og vísaði í raun í þann grundvöll sem ræddur hafði verið á fundinum í Haag. Enn fyrirstaða Þrátt fyrir þetta lifir enn ágreining- ur milli stjórnar og stjórnarand- stöðu þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni héldu op- inberlega fram um helgina að til- boð það sem barst frá Hollending- um og Betum á laugardag væri alls ekki í samræmi við það sem um hafi verið rætt um breyttan grund- völl Icesave-samninganna. Ekki er með öllu ljóst hvort samningamenn stjórnarandstöð- unnar í samninganefndinni haldi enn í þann skilning að unnt sé að afhenda Bretum og Hollending- um eignir Landsbankans og semja um að kanna eftir hugsanlega 6 ár hvort eitthvað standi þá út af um greiðslu Icesaveskuldbindinganna. Athyglisvert er að ekki virðist eining á bak við formenn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um harða afstöðu, enda sé mest um vert að ljúka samningum sem fyrst. Þessar raddir gerast æ há- værari meðal atvinnurekenda. Þá má benda á að Guðmundur Stein- grímsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, talaði um helgina fyrir því að ljúka Icesave og með samn- ingum um lækkun vaxta. DV hefur ekki nákvæmar heim- ildir um efni tilboðs Breta og Hol- lendinga en afslátturinn frá fyrri samningi er umtalsverður. Þegar á grundvelli tilboðsins virðist jafn- framt vera orðið ljóst að þjóðar- atkvæðagreiðsla um gildandi Ice- save-lög væri marklaus. Tilboð Breta og Hollendinga felur í sér umtalsvert betri láns- kjör en í fyrri samningi. Tilboðið merkir jafnframt að þjóðar- atkvæðagreiðsla um gamla samninginn er þegar orðin mark- laus. Lögð er áhersla á að vinna hratt úr tilboðinu og svara því. Fjármálaráðherra segir að engan tíma megi missa, með- al annars vegna stjórnmálaástands í Hollandi og Bretlandi. VILL SVARA STRAX Þegar á grund-velli tilboðsins virðist jafnframt vera orðið ljóst að þjóðar- atkvæðagreiðsla um gildandi Icesave-lög væri marklaus. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Hraðar hendur Steingrímur J. Sigfússon telur að nú þurfi að hafa haðan á í Iceasve- málinu til þess að komast hjá meira tjóni. Auk þess séu séu kosningar í vændum bæði í Hollandi og Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.