Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR LOKAÐI MOGGANUM FYRIR SVERRI Eftir 13 ára stríð hefur Davíð Oddssyni nú tekist að koma í veg fyrir birtingu greina eftir Sverri Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og banka- stjóra, í Morgunblaðinu. Í fyrsta skipti á æv- inni neyddist Sverrir til þess í vikunni að fá grein birta í Fréttablaðinu. Í greininni rifjar hann upp tilraunir í forsætisráð- herratíð Davíðs til þess að knésetja Styrmi Gunnarsson. Hrakinn frá Morgunblaðinu „Hvar Davíð hefir komizt að því trún- aðarmáli er hægur vandi að geta sér til um,“ segir Sverrir Hermannson. Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og bankastjóri Lands- banka Íslands, fékk ekki birta grein, sem hann sendi Morgunblaðinu fyr- ir skemmstu, og var hún því birt í Fréttablaðinu síðastliðinn miðviku- dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Sverrir fær ekki birta grein eftir sig í Morgun- blaðinu, en ákvörðun þar um var tek- in af ritstjórum blaðsins samkvæmt heimildum DV. Morgunblaðið leitast við að birta allar aðsendar greinar nema þær teljist ærumeiðandi. Í umræddri grein með fyrir- sögninni „Örlít- il at- hugasemd“ sneiðir Sverrir að Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, og rifjar upp tilraunir hans til þess að knésetja Styrmi Gunnarsson, þáver- andi ritstjóra Morgunblaðsins, seint á tíunda áratugnum. Davíð var þá for- sætisráðherra og reyndi mjög að fá ritstjóra Morgunblaðsins til að þagga niður í Sverri eftir að hann var látinn hætta sem bankastjóri Lands- bankans vorið 1998 ásamt tveim- ur öðrum bankastjór- um. Sverr- ir undi því illa og ritaði harðskeytt- ar greinar í Morgunblað- ið í skjóli rit- stjóranna Styrmis og Matthíasar Jo- hannessen. Vildu ganga að Styrmi Í greininni í Frétta- blaðinu síðastliðinn miðvikudag segir Sverrir meðal annars: „Sá sem hér heldur á penna var „rek- inn“ aðallega vegna þess, að hann hafði neitað Davíð Oddssyni um þann greiða að hafa æru og atvinnu af Styrmi Gunn- arssyni. Þá ósk Davíðs flutti Kjartan Gunnarsson, varaformað- ur bankaráðs Landsbankans, Sverri bankastjóra að morgni dags, bláþú- staður mjög. Kvaðst Kjartan ekki fram bera þá ósk við bankastjórann held- ur fyrrverandi frammámann og trún- aðarmann Sjálfstæðisflokksins. For- ingi sinn, Davíð, væri búinn að fá sig fullsaddan af þjónustu Styrmis við Jón Baldvin Hannibalsson og hefði komizt á snoðir um að skuldastaða Styrmis við Landsbankann væri slík, að hægur vandi væri að segja skuld- unum upp og ganga að Styrmi og gera hann gjaldþrota. Hvar Davíð hefir komizt að því trúnaðarmáli er hægur vandi að geta sér til um.“ Sverrir segir berum orðum að Kjartan Gunnarsson, þá- verandi bankaráðsmað- ur í Landsbankanum - sem þá var ríkisbanki - og framkvæmda- stjóri Sjálfstæð- isflokksins, hafi beðið hann sem sjálfstæð- ismann en ekki banka- stjóra að gjaldfella tilgreind- ar skuld- ir Styrmis í Landsbank- anum. Skuld- ir Styrmis skiptu tug- um milljóna króna upp úr miðjum tíunda ára- tugnum samkvæmt heimildum sem virðast upphaflega hafa komið úr Landsbankanum að einhverju leyti og þar af leiðandi háðar bankaleynd. Þess má geta að DV hefur á grund- velli gagna sannreynt að skuldir Styrmis voru enn miklar fyrir tveim- ur árum. Íbúðarhús hans í Kópavogi var til að mynda veðsett Landsbank- anum fyrir 100 milljónir króna með tryggingarbréfi sem gefið var út í apríl 2006. Bréfið var gefið út meðan Björg- ólfur Guðmundsson var formaður bankaráðs Landsbankans og Kjartan Gunnarsson, þá framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sat í bankaráð- inu. Söguburður úr innsta hring Styrmir Gunnarsson ritstjóri var í afar óþægilegri stöðu árið 1998 gagnvart stjórn Árvakurs og forystu Sjálfstæð- isflokksins þegar Sverrir Hermanns- son átti í hlut. Þá um vorið hafði Davíð Oddsson forsætisráðherra og Finn- ur Ingólfsson bankamálaráð- herra vikið bankastjór- um Landsbankans úr embætti. Davíð Oddsson hafði horn í síðu Styrmis og tortryggði hann vegna vin- fengis við Jón Baldvin Hannibals- son sem var utanríkisráð- herra í Viðeyj- arstjórninni 1991 til 1995. Auk þess tal- aði Morgunblaðið ákaft fyrir auðlinda- gjaldi í sjávarútvegi sem var þyrn- ir í augum Landssambands íslenskra útvegs- manna og forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Styrmir hefur sjálfur sagt að bornar hafi verið út sögur um mikl- ar skuldir sínar og þær hafi kom- ið úr innsta hring Sjálfstæðisflokks- ins. Samkvæmt sögunum áttu þær að hafa numið að minnsta kosti 80 milljónum króna um miðjan síðasta áratug. Svo rammt kvað að þessum söguburði í byrjun árs 1997 að Styrm- ir sá sig knúinn til að hafa samband við Davíð Oddsson forsætisráðherra og spyrja hverju sætti. Honum þótti svínslega að sér vegið, ekki aðeins af Davíð, heldur einnig mönnum eins og Birni Bjarnasyni og öðrum máls- metandi mönnum í flokksforystunni. Sverrir Hermannsson hefur áður sagt í samtali við Mannlíf og síðar við DV að svo langt hafi aðförin að Styrmi gengið, að Kjartan hafi komið á sinn fund og beðið sig um að gjald- fella skuldir hans í bankanum, eins og áður segir. Í kjölfar þess að Styrmir setti sig í samband við Davíð snemma árs 1997 áttu þeir margra klukkustunda lang- an fund um málið. Vopnahlé virðist hafa komist á eða þar til ofangreind Sverrismál risu í tengslum við Lands- bankafárið 1998. Innmúrað Árið 2003 kom út bókin „Sverrir – skuldaskil“, skráð af Pálma Jónassyni fréttamanni. Þegar bókin kom út var ekki greint frá því að tekinn hafði ver- ið einn kafli úr henni skömmu fyrir prentun. Í kaflanum var meðal ann- ars fjallað um bréf sem Sverrir á í fórum sínum og sent var vorið 1998 til Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins. Bréfið er ódagsett og óundirritað. Í sam- tali við blaðamann DV haust- ið 2008 taldi Sverrir vafalít- ið að bréfið væri ritað af Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- „Sá sem hér heldur á penna var „rekinn“ aðallega vegna þess, að hann hafði neitað Davíð Oddssyni um þann greiða að hafa æru og atvinnu af Styrmi Gunnarssyni.“ JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Kjartan Gunnarsson sat í bankaráði Landsbankans „Kvaðst Kjartan ekki fram bera þá ósk við bankastjórann heldur fyrrverandi framámann og trún- aðarmann Sjálfstæðisflokksins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.