Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR Eignarhaldsfélag í eigu Þorgils Óttars Mathiesen, fjárfestis og fyrrverandi landsliðsfyrirliða í handknattleik, og fyrrverandi eiginkonu hans tapaði rúmum 1.700 milljónum árið 2008. Félagið, sem heitir C22 ehf., fjárfesti meðal annars í hlutabréfum í Glitni og í fasteignafélaginu Klasa. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. Klasi er félag sem sérhæfir sig í út- leigu á fasteignum og á meðal annars skrifstofur Morgunblaðsins í Hádeg- ismóum auk fjölda annarra bygginga hér á landi. Klasi á fjórðungshlut í Há- skólavöllum sem fjárfesti í leiguíbúð- um á Keflavíkurflugvelli. Skuldir félagsins nema um 540 milljónum króna og eru í íslenskum krónum. Þær eru á gjalddaga árið 2014. Lánveitandi félagsins er ekki til- greindur en reikna má með að Glitn- ir hafi lánað því. Veðið fyrir lánum fé- lagsins eru í hlutabréfum félagsins í Glitni og Klasa, samkvæmt ársreikn- ingnum. Beðið um skuldaniðurfelllingu Í ársreikningi félagsins er tekið fram að ljóst sé að ekki séu forsendur til staðar fyrir áframhaldandi rekstri fé- lagsins. „Félagið hefur því farið fram á það við lánveitanda sinn að hann felli niður skuldir þess eða að öðrum kosti yfirtaki það til að komast hjá því að fé- lagið fari í þrot,“ segir í skýrslu stjórn- ar félagsins. Því verður að telja afar ólíklegt að félagið geti starfað áfram í óbreyttri mynd. Félagið átti hlutabréf í Glitni og hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Ein- ari Þorgilssyni, sem aftur átti þriðj- ungshlut í Klasa. Í ársreikningi C22 ehf. fyrir árið 2007 voru þessi hluta- bréf bókfærð á samtals 1,8 milljarða króna. Nafnverð þeirra var hins veg- ar einungis um 50 milljónir króna. Hlutabréfin voru því langt í frá eins verðmæt og bókfært virði þeirra gaf til kynna. Tap félagsins samkvæmt árs- reikningnum er því að einhverju leyti tilkomið vegna þess að hlutabréfa- eign félagsins var verðmetin á óraun- hæfan hátt. Eftir stendur hins vegar að félagið skuldar meira en 500 milljónir króna sem það getur ekki greitt. Konan fer út DV hefur ekki náð tali af Þorgilsi Ótt- ari Mathiesen, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Fyrrverandi eiginkona hans, Berta Gerður Guðmundsdóttir, segist lítið vita um félagið. Hún segir að ver- ið sé að ganga frá því að hún verði ekki lengur hluthafi í C22. „Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Berta segir að hún geti hins vegar ekki veitt upplýsingar um stöðu fé- lagsins þar sem hún hafi ekki stýrt því; Þorgils Óttar hafi séð um það. Arður á tapári Aðrir ársreikningar félaga í eigu Þor- gils Óttars segja svipaða sögu. Þannig tapaði félagið Verslun Einars Þorgils- sonar ehf. um 920 milljónum á árinu 2008. Stór hlutur af því tapi var vegna gengismunar á erlendum lánum, um 700 milljónir. Skuldir félagsins námu um 1.500 milljónum í árslok 2008 og átti félagið að greiða 1.200 milljónir af þeim á síðasta ári, 2009. Stærsta eign Einars Þorgilssonar var eignarhlutur í eignarhaldsfélag- inu Siglu, sem aftur á fasteignafélag- ið Klasa. Inni í því félagi eru stærstu eignir Þorgils Óttars: Fasteignirnar sem eru í eigu Klasa. Félagið tapaði rúmum 163 milljónum á árinu 2008 en eigið fé félagsins var tæpir 4 millj- arðar króna. Klasi greiddi 250 milljónir króna í arð til Siglu á árinu 2008 þrátt fyrir að tap hefði verið á rekstri félagsins. Staða Klasa verður því að teljast nokk- uð sterk. Þorgils Óttar á enn þá þriðjungs- hlut sinn í félaginu en hann hætti í stjórn þess fyrir skömmu. Í stjórninni sitja nú aðrir hluthafar Klasa, Tómas Kristjánsson og Finnur Reyr Stefáns- son, auk Ásgeirs Bolla Kristinssonar sem kenndur er við tískuvöruverslun- ina Sautján. Samkvæmt heimildum DV ligg- ur ekki fyrir að breytingar verði á eig- endahópi Klasa á næstunni þrátt fyrir erfiða stöðu Þorgils Óttars. Þorgils Óttar Mathiesen, fjárfestir og fyrrverandi handboltastjarna, skilur eftir sig milljarðaskuldir í nokkrum eignar- haldsfélögum. Þorgils Óttar leitaði til lán- veitanda síns og bað um að skuldir eins félagsins yrðu afskrifaðar. Handboltamað- urinn fjárfesti í hlutabréfum í Glitni og í fasteignafélaginu Klasa. STRÁKARNIR OKKAR Í VIÐSKIPTALÍFINU Nokkrir af sigurvegurunum úr heimsmeistarakeppni B-liða í handknattleik árið 1989 hösluðu sér síðar völl í viðskiptalífi. Þorgils Óttar Mathiesen er einungis einn af þeim. Ýmsir þeirra, líkt og Þorgils Óttar, hafa staðið í ströngu eftir efnahagshrunið árið 2008: „Það er verið að ganga frá þessu.“INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is ÞORGILS ÓTTAR VILDI AFSKRIFTIR Veðið í bréfunum Veðið fyrir rúmlega 540 milljóna króna lánum félags Þorgils Óttars og Bertu Gerðar Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, var í hlutabréf- um félagsins í Glitni og fasteignafélaginu Klasa. Þau sjást hér saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.