Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 20
AUKATÓNLEIKAR Á PRESLEY Aukatónleikar á Elvis Presley - Í 75 ár verða haldnir í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 24. febrúar af því tilefni að kóngurinn hefði orðið 75 ára á þessu ári. Það er Eurovisionsöngvarinn Friðrik Ómar sem verður í fararbroddi á flutningi vinsælustu laga rokkkóngsins. Hægt er að nálgast miða á www.midi.is og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30. Á MÁNUDEGI 20 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FÓKUS VÍKINGUR HEIÐAR SPILAR CHOPIN Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Kristjánsson leikur fyrri píanókons- ert Chopins í fyrsta sinn fimmtudag- inn 25. febrúar í Háskólabíó með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tilefnið eru 200 ára afmæli Chopins og eru tónleikarnir hluti af rauðri tónleika- röð. Víkingur hefur verið að gera það afar gott og á eflaust eftir að snerta marga strengi í hjörtum áheyrenda. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og fást miðar á midi.is ÚTVARPSLEIKRIT EFTIR ANDRA SNÆ Á sunnudaginn næsta verður flutt útvarpsleikritið Hlauptu náttúru- barn eftir Andra Snæ Magnason. Leikritið fjallar um par sem rænir konu og hyggst bjarga henni frá því að vera firrtur borgarmaðkur. Þau ferðast með hana um land- ið með tónlist Jóns Leifs í botni og flytja henni ættjarðarþrung- in ljóð. Margt fer svo öðruvísi en ætlað var. Flutningurinn hefst klukkan 14 á Rás 1. HARMUR ENGL- ANNA Í KILJU Harmur englanna eftir Jón Kalm- an Stefánsson er komin út í kilju frá bókaforlaginu Bjarti. Bókin er sjálf- stætt framhald bókarinnar Himna- ríkis og helvítis sem kom út árið 2007 og fékk lof gagnrýnenda. Jón Kalman hefur þrisvar verið tilnefnd- ur til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs og hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2005. Sigur heillar þjóðar Myndin Ivictus er byggðá bókinni Playing The Enemy eftir John Carlin. Hún fjallar um Nelson Mandela eftir aðhann var kjörinn forseti Suður-Afr- íku 1994 og afskipti hans af landslið- inu í rúgbí sem varð heimsmeistari á heimavelli ári síðar. Mandela er leikinn af gamla brýn- inu Morgan Freeman sem er frábær eins og endra nær. Hitt aðalhlutverk myndarinnar leikur svo Matt Damon. Hann fer með hlutverk Francois Pi- enaar, fyrirliða landsliðins. Það er svo sjálfur Clint Eastwood sem leikstýrir. Sagan, sem er sannsöguleg, segir frá því hvernig Mandela hafð áhrif á liðið og sérstaklega fyrirliða þess, Pi- enaar. Veitti honum og þannig þjóð- inni innblástur þegar hún var sundur- tætt eftir áratugalanga baráttu hvítra og svartra í landinu. Þar sem aðskiln- aðarstefnan hafði leikið landið grátt. Það sem er fyrst og fremst áhuga- vert í þessari mynd er Mandela sjálfur. Þessi hugsjónamaður sem var fang- elsaður í 27 ár fyrir baráttu sína gegn ranglæti. En í stað þess að fyllast reiði og hatri reis hann yfir það og varð ein- hver mesti boðberi friðar og jafnréttis sem mannkynið hefur átt. Í myndinni blandast svo saman þetta ótrúlega ferðalag landsliðins og hugsjónir Mandela. Eastwood, sem hefur sannað sig sem einn sá besti í bransanum, segir söguna vel en fer á köflum yfir strikið í dramatíkinni. Freeman er sem fyrr segir frábær og Matt Damon er sömuleiðs fínn. Hann hefur allavega aldrei verið eins mass- aður. Enda eru bæði Freeman og Dam on tilnefndir til óskarsverðauna fyrir leik sinn. En ef það væri ekki fyr- ir þá staðeynd að sagan sé sönn væri þetta óttaleg froða. Þssi saga minnir okkur á það hversu öflugur mannshugurinn get- ur verið sé honum rétt beitt og á sam- einingarkraft íþrótta. Sigur íþrótta er hreinn og fallegur og getur sameinað mestu óvini. Jafnvel þótt það sé bara í smástund. Ásgeir Jónsson INVICTUS Leikstjórn: Clint Eastwood  Aðalhlutverk:  Morgan Freeman, Matt Damon KVIKMYNDIR Invictus Eastwood leik- stýrir Damon og Freeman. Tommy og Sam Cahill eru töluvert ólíkir bræður. Við fylgjumst með Tommy losna úr fangelsi meðan Sam fer til Af- ganistan að sinna herþjónustu. Tommy er iðjuleysingi og vand- ræðagosi en Sam er pabbastrák- ur sem hefur fetað slóð föður síns í bandaríska hernum og komið sér upp fallegri fjölskyldu. Þeir eru samt alltaf góðir bræður þrátt fyrir að vera mismetnir innan fjölskyld- unnar. Þegar Grace, eiginkona og barnsmóðir Sams, er tilkynnt að maður hennar hafi látist breytast hlutirnir snögglega. Tommy sér skyldu sína í því að hjálpa ekkju bróður síns myndarlega við upp- eldi og heimilishald. Það hefur mikil áhrif á líf þeirra Grace, hjálp- ar þeim að eiga við missinn en gengur ef til vill of langt. Brothers er endurgerð á Brödre, hinni margverðlaunuðu dönsku mynd Susanne Bier frá því 2004. Sú mynd var meira í ætt við dogma- myndirnar en að öðru leyti eru þær svipaðar í grunninn. Myndin seg- ir góða sögu vel og áhrifin magn- ast eftir því sem líður á. Myndin er sterkust í sambandi bræðranna sem eiga ósnertanlega vináttu sem rís yfir það hversu ólíkir þeir eru. Það er vel valið í hlutverkin þar og birtast þeir mjög sannfærandi sem bræður, útlitslega séð sem og ann- að. Maður kemst fljótt að því að Tommy er engin fáviti þótt hann hafi farið út af sporinu og oft á tíð- um birtist sjálfstæði hans og rétt- lætiskennd sterkar en Sams. Mynd- in er vel gerð og vel leikin. Sam Shepard leikur pabba bræðranna frábærlega sem lítið ræðinn harð- jaxl sem tæplega hefur gert upp við áhrifin af veru sinni í Vietnam. Dætur Sams leika lygilega vel, sérstaklega eldri stelpan Isabella og samspilið milli þeirra er frá- bært. Þetta ætti ekki að koma á óvart, snilldarleik- stjórinn Jim Sherid- an gerði My left foot og In the Name of the Father en vissu- lega líka hörmung á borð við ræpuræmuna Get Rich or die Try- in´. Hér getur maður sett út á síendurtek- ið stefið sem verður fljótt pirrandi og eftir að hafa séð rosalegar stríðssenurnar í Hurt Locker getur maður gagnrýnt þær sem hér birtast. Þetta eru samt ekki alvarlegir hnökr- ar. Frekar þá hvernig tiplað er á ýmsum at- riðum sem skipta öllu við skynjun á niður- stöðu myndarinnar. Það er stund- um ekki kafað nóg í þungavigtar- pælingar og karaktera. Eins og samband Tommys og dóttur bróður hans sem eiga það sameiginlegt að vera minna elsk- aða systkinið. Þetta gerir einnig að maður nær ekki að tengja við sum- ar persónur og sýnir þeim þar af leiðandi ekki tilhlýðilega samúð. En þetta er ekki gegnumgangandi, til dæmis er hún rosaleg tilkynn- ingin um dauða Sams og henni er fylgt eftir í smáatriðum sem skyldi. Myndin sýnir einnig eftirstríðs- heilkennin (post-traumatic stress disorder) á frábæran hátt þar sem hún birtist í öllu sínu geðveikislega veldi, útliti og hegðun. Hún sýn- ir frábærlega hvernig stríðið held- ur áfram innra með hermanninum þótt hann hafi yfirgefið vígvöllinn. Hvernig það er að koma til baka en vera aldrei kominn því stríðið hef- ur fylgt þér heim. Erpur Eyvindarson HERMANNS INNRI ORRUSTUR BROTHERS Leikstjórn: Jim Sheridan  Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Jake Gyllenhaal, Natalie Portman, Sam Shepard KVIKMYNDIR Bræður Hörkugóð mynd með afbragðsleikurum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.