Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 15
DÝRIÐ GENG- UR LAUST! SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 15 BANVÆN VÍTAMÍN Varaðu þig á fæðubótarefnum sem auglýst eru sem allra meina bót. Risaskammtar af vítamíni gera líka takmarkað gagn og geta jafnvel verið hættulegir. Of stórir skammtar af A- og D-vítamínum geta meira að segja verið banvænir. Hæfilegir skammt- ar af fjölvítamíni geta verið til bóta fyrir fólk sem af ein- hverjum ástæðum getur ekki neytt fjölbreyttrar fæðu, en rétt er að leita ráða hjá lækni áður en inntaka hefst. Neytendasamtökin ráðleggja fólki að setja fyrirvara við afborgan- ir af myntkörfulánum, sem hér- aðsdómur dæmdi á dögunum að væru ólögleg. Áður en niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir ætti fólk sem hyggst nýta sér myntbreyt- ingu, frystingu eða höfuðstóls- lækkun lána að setja fyrirvara þeg- ar afborganir eru greiddar. „Til að auðvelda sönnun er nauðsynlegt að tilkynna lánveitanda um fyrir- varann með skriflegum hætti, t.d. með tölvupósti eða bréflega, ásamt því að bæta fyrir- varanum á greiðslu- seðilinn. Orðalag fyrirvarans gæti verið á þessa leið: Greitt með fyrirvara um lögmæti lánsins,“ segja samtökin. Borgið með fyrirvara! HOLLUR SKYNDIBITI Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna dýra og klassísk eru mál vegna hunda og katta í fjölbýli en það eru þau gæludýr sem oftast vekja úlfúð. Í fjöleignarhúsalög- unum eru sérreglur um hunda og ketti. Páfagaukar eru líka að koma sterkir inn sem ónæðisvaldar. Þeir geta valdið miklu ónæði með skrækjum og valdið ofnæmi. Dýr hafa fylgt manninum frá örófi og sú taug er römm. Það er venjuhelg- aður réttur manna að halda gælu- dýr en sá réttur er ekki alger og tak- markast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ama, ónæðis og óþæginda af dýrahaldi granna. Grenndarreglur. Umburðar- lyndi og tillitssemi Eiganda fasteignar ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til eig- enda nálægra eigna. Annars vegar er réttur eiganda til að nýta eign sína á þann veg sem honum hugn- ast. Á móti er svo réttur granna til að nýta sína eign í friði og án trufl- unar og óþæginda umfram það sem venjulegt og eðlilegt er. Al- mennar grenndarreglur hafa mót- ast á grundvelli dómframkvæmdar og fræðikenninga. Reglur fjöleign- arhúsalaga byggja á grenndar- sjónarmiðum. Gott nábýli og sam- býli byggist á málamiðlun þar sem gagnkvæmur skilningur, virðing, tillitssemi og umburðarlyndi leik- ast á. Flest mannanna brölt getur þróast í ónæði gagnvart nágrönn- um. Dýr í grennd. Lög Dýr eru haldin á fasteignum og þess vegna fellur dýrahald undir grenndarrétt og fjöleignahúsalögin ef um slík hús er að tefla. Í þeim er ákvæði um ketti og hunda og segir að hald slíkra dýra í fjölbýli sé háð samþykki alla eigenda. Þó nægi samþykki þeirra eigenda sem hafa sameiginlegan inngang, stigagang eða annað sameiginlegt húsrými. Um önnur gæludýr er ekki beinlín- is fjallað í lögunum. Um þau gilda almennar reglur sem byggjast á sanngirni, tillitssemi og umburðar- lyndi. Einnig gilda um ákveðin dýr sérstakar reglur í lögum, reglugerð- um og staðbundnum samþykktum sveitarfélaga. Gæludýrabann Eigandi hefur ríkan rétt yfir sér- eign sinni og húsfélag hefur tak- markað vald til að ganga á þann rétt. Ef banna á öll gæludýr þarf það að byggjast á þinglýstu sam- þykki allra eigenda. Eigendur hafa lögvarinn rétt til að gera það sem þeir kjósa í íbúðum sínum ef það hefur lítið ónæði eða röskun í för með sér. Hér er komið að stjórn- arskrárvernduðum eignarrétti sem felur í sér að mönnum sé frjálst að hagnýta eignir sínar á hvern þann hátt sem telst löglegur, eðlilegur og venjubundinn Ofnæmi. Blórabögglar Dýr, einkum kettir og hundar geta valdið ofnæmi. Talið er að 7,5 % fólks í þéttbýli hafi ofnæmi fyrir köttum en 6% fyrir hundum. Sér- regla fjöleignarhúsalaga um sam- þykki allra eigenda til að halda hunda og ketti er sett til verndar asma- og ofnæmissjúkum. Með henni er ekki verið að slá skjald- borg um þá, sem verða fyrir annars konar ama af völdum slíkra dýra eða hafa ímugust á þeim. Þessi tilgangur getur verið ráðandi við túlkun og framkvæmd ákvæðisins. Í dýramálum eru oftast miklar til- finningar í spilinu. Dýrin verða oft blórabögglar og bitbein vegna þess að þau liggja vel við höggi og til- vist þeirra og tilvera er ótrygg. Oft er barist upp á líf og dauða dýrs- ins. Ást og andúð á dýrum glíma grimmt og heift leikur lausum hala. Blindi hrúturinn Einn af geðþekkari útvarpsmönn- um landsins tók fyrir nokkrum árum ástfóstri við blindan hrút í Dalasýslu. Vildi sá geðþekki ætt- leiða hrútinn og láta hann búa hjá sér í þríbýli. Ég vildi allt fyrir þann geðþekka gera; mér rann blóðið til skyldunnar því ég er sjálfur hrút- ur og frekar sjóndapur. Því miður rann þetta út í sandinn því bann- að er að halda sauðfé í Reykjavík. Ljósvíkingurinn velti fyrir sér að halda hrútinn í felum upp á há- lofti, svona eins og Önnu Frank. Hrúturinn fór á vit feðra sinna og er nú sæll og sjáandi fyrir handan þar sem grasið er grænna og ærnar meira sexí. Útvarpsmaðurinn geð- þekki tregar enn sinn kæra hrút. Ást þeirra er göfug og tær eins og hjalandi lækur á fjalli. Saga þeirra er sannkölluð Fóstbræðrasaga og ef hrúturinn heitir Þormóður, hver skyldi þá hinn geðþekki útvarps- maður vera? Hænur og hanar Mál hafa komið upp vegna hænsnahalds í þéttbýli, nábýli og fjölbýli. Það er alveg ljóst að slíkt er bannað sem búfjárhald. Kvartan- ir hafa komið frá fólki sem vill ekki vakna við hanagal. Fyrir nokkrum árum setti nýbúi að austan á lagg- irnar myndarlegt hænsnabú á svöl- um íbúðar sinnar á 4. hæð í fjölbýl- ishúsi. Það má leystist farsælega . Hænunum leiddist svo að þær tóku til sinna ráða og struku að heiman og flugu með fjaðraþyt og söng eins himins herskarar inn í sólarlagið Silfur hússins Í fjórbýlishúsi léku silfurskottur lausum hala. Til að komast fyrir þær var talið nauðsynlegt að eitra í öll- um íbúðunum. Þrír eigendur vildu það en einn neitaði. Aldrei skyldi til þess koma að þessum dásamlegu dýrum verði útrýmt með eiturhel- för í hans íbúð. Þessi dýr væru kær- ir vinir hans sem hann hefði haldið áratugum saman. Þetta væru bestu gæludýr sem hægt væri að hugsa sér; með öllu hættulaus og ónæði af þeim væri ekkert. Ekkert fari fyr- ir þeim, þau væru falleg og nægju- söm og fyrr skyldi hann dauður liggja en láta útrýma þeim. Ást á silfurskottum er fátíð en óbeit al- menn. Þær eru yfirleitt ófögnuður og fæstir vilja með þeim búa. Menn eiga samkvæmt heilbrigðissjónar- miðum kröfu á að því að búa ekki með pöddum. Þeir eiga rétt á því að sameigendur geri allt sem með sæmilegu móti er hægt til að út- rýma þeim. Lög studdu sem sagt kröfu sameigenda um eitrun í íbúð silfurskottumannsins. Skrækjandi páfagaukur Fyrir liggur nýlegt álit Kærunefndar fjöleignarhúsamála vegna ónæðis sem íbúi taldi sig verða fyrir vegna skrækja í páfagauk í íbúðinni fyr- ir neðan. Enginn annar í húsinu hafði orðið fyrir ónæði. Kæru- nefndin komst að þeirri tíma- mótaniðurstöðu að páfagaukur væri hvorki hundur né köttur og þess vegna ættu sérreglur laganna um slík dýr ekki við. Síðan segir : „Dýrahald innan eðlilegra marka, verður að teljast hluti af daglegu lífi manna í hýbýlum sínum. Það er álit kærunefndar að algert bann við páfagauk í íbúð gagnaðila sé slík skerðing á umráða- og afnotarétti eiganda séreignar að því verði ekki komið við nema með samþykki allra eigenda.“ Ef um hefði verið að tefla ofnæmi af völdum páfagauks- ins hefði hugsanlega mátt byggja á lögjöf frá hunda-katta reglu lag- anna. Að minnsta kosti ef hann hefur líka gelt og mjálmað. Á þeim grundvelli er ekki loku fyrir það skotið að gaukurinn hefði orðið að fara. SÓLBLÓMAFRÆ Eru rík af einómettuðum og fjölómettuðum fitusýrum en mikilvægt er að jafnvægi sé á milli þeirra og mettaðra fitusýra sem finnast meðal annars í djúpsteiktum mat. Þar sem orkan í sólblómafræjum, sem og öðrum fræjum, er mikil ættu þeir sem glíma við aukakíló ekki að borða sólblómafræ í óhófi. Þau eru enn fremur afar próteinrík og innihalda e-vítamín. RÚSÍNUR Þurrkað- ir ávextir á borð við sveskj- ur og rúsínur eru afar hollir. Sá sem borðar 50 rúsínur er að fá öll næringarefni sem finna má í sama magni af vínberjum. Einungis vatnið er farið. Fyrir vikið eru þurrkaðir ávextir ákaflega hiteiningaríkir og fólk sem er of þungt ætti að borða þurrkaða ávexti í hófi. Þeir eru þó afar trefjaríkir og stútfullir af vítamínum og steinefnum, rétt eins og ávextirnir sjálfir. HRÖKKBRAUÐ Gróft hafrakex eða hrökkbrauð er talið gott fyrir hægðirnar og meltinguna. Trefjaneysla Íslendinga er frekar lítil, um 15 til 17 grömm að jafnaði á dag. Hún mætti vera nærri 25 til 30 grömmum af dag svo hrökkbrauð án viðbætts sykurs er sérlega hentug fæða til að grípa í milli mála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.