Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 LEIÐINDI Í MANCHESTER Stórleikur helgarinnar, leikur Manchester City og Liverpool, stóð aldrei undir væntingum. Liðin skildu jöfn, marka laus, í leik sem bauð ekki upp á mikla skemmtun. Voru varnir liðanna í aðal- hlutverki og skiptu þau með sér stigunum. City heldur því áfram eins stigs forskoti á Liverpool í baráttunni um fjórða sætið en þeir heiðbláu frá Manchester eiga einnig leik til góða á Liverpool-menn. Fernando Torres kom inn á hjá Liverpool og ætti það að veita mönnum þar á bæ meiri trú fyrir lokaátökin í deildinni. Liverpool á nú þrjá léttari leiki eftir áður en þeir halda aftur til Manchester og mæta Eng- landsmeisturum Manchester United. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is ENSKA ÚRVALSDEILDIN EVERTON - MAN. UNITED 3-1 0-1 Dimitar Berbatov (16.), 1-1 Diniyar Bilyaletdinov (19.), 2-1 Dan Gosling (76.), 3-1 Jack Rodwell (90.). WOLVES - CHELSEA 0-2 0-1 Didier Drogba (40.), 0-2 Didier Drogba (67.). ARSENAL - SUNDERLAND 2-0 1-0 Nicklas Bendtner (27.), 2-0 Cesc Fabregas (90. +1 víti). WEST HAM - HULL 3-0 1-0 Valon Behrami (3.), 2-0 Carlton Cole (59.), 3-0 Julien Faubert (90.). n Craig Fagan, Hull (53.). PORTSMOUTH - STOKE CITY 1-2 1-0 Frederic Piquionne (35.), 1-1 Robert Huth (50.), 1-2 Salif Diao (90.). BLACKBURN - BOLTON 3-0 1-0 Nikola Kalinic (41.), 0-2 Jason Roberts (73.), 0-3 Gael Givet (84.). ASTON VILLA - BURNLEY 5-2 0-1 Steven Fletcher (10.), 1-1 Ashley Young (32.), 2-1 Stewart Downing (56.), 3-1 Stewart Downing (58.), 4-1 Emile Heskey (61.), 5-1 Gabriel Agbonlahor (68.), 5-2 Martin Paterson (90.) FULHAM - BIRMINGHAM 2-1 0-1 Chris Baird (3. sm), 1-1 dAMIEN dUFF (59.), 2-1 Bobby Zamora (90.) MAN. CITY - LIVERPOOL 0-0 WIGAN - TOTTENHAM 0-1 0-1 Jermain Defoe (27.), 0-2 Roman Pavlyuchenko (84.), 0-3 Roman Pavlyuchenko (90.) STAÐAN Lið L U J T M St 1. Chelsea 27 19 4 4 63:22 61 2. Man. Utd 27 18 3 6 63:24 57 3. Arsenal 27 17 4 6 63:30 55 4. Tottenham 27 13 7 7 48:26 46 5. Man. City 26 12 10 4 48:33 46 6. Liverpool 27 13 6 8 43:27 45 7. Aston Villa 26 12 9 5 37:21 45 8. Everton 26 10 8 8 38:37 38 9. Fulham 27 10 7 10 32:29 37 10. Birmingham 26 10 7 9 25:28 37 11. Stoke City 26 8 10 8 26:29 34 12. Blackburn 27 9 7 11 29:43 34 13. West Ham 26 6 9 11 35:40 27 14. Sunderland 26 6 8 12 32:44 26 15. Wigan 26 6 7 13 26:52 25 16. Wolves 26 6 6 14 21:44 24 17. Hull 27 5 9 13 25:54 24 18. Bolton 26 5 8 13 29:49 23 19. Burnley 26 6 5 15 27:55 23 20. Portsmouth 26 4 4 18 21:44 16 CHAMPIONSHIP BLACKPOOL - READING 2-0 n Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Reading en fór meiddur af velli. Gylfi Sigurðsson leysti hann af hólmi og Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á í seinni hálfleik. Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Reading. CARDIFF - BARNSLEY 0-2 n Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Barnsley. CRYSTAL - COVENTRY 0-1 n Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry. DERBY - SWANSEA 0-1 NEWCASTLE - PRESTON 3-0 NOTT. FOREST - MIDDLESBROUGH 1-0 PLYMOUTH - LEICESTER 1-1 n Kári Árnason lék allan leikinn í liði Plymouth og skoraði sjálfsmark. QPR - DONCASTER 2-1 SCUNTHORPE - WATFORD 2-0 SHEFF. WED IPSWICH 0-1 PETERBOROUGH - SHEFF. UTD FRESTAÐ BRISTOL R. - WBA 2-1 STAÐAN Lið L U J T M St 1. Newcastle 32 19 9 4 56:22 66 2. Nott. Forest 33 17 10 6 48:24 61 3. WBA 32 17 9 6 63:34 60 4. Swansea 32 13 14 5 29:22 53 5. Cardiff 31 14 7 10 56:38 49 6. Leicester 31 12 12 7 38:31 48 7. Blackpool 33 12 11 10 50:40 47 8. Sheff. Utd 32 12 9 11 44:43 45 9. Middlesbro 33 12 8 13 43:37 44 10. Coventry 33 11 10 12 37:45 43 11. Barnsley 32 12 6 14 42:48 42 12. Bristol City 32 9 14 9 37:44 41 13. Doncaster 31 10 10 11 38:38 40 14. Watford 30 10 9 11 43:45 39 15. Derby 32 11 6 15 38:45 39 16. Preston 32 10 9 13 37:48 39 17. QPR 31 9 10 12 43:49 37 18. Scunthorpe 32 10 7 15 39:58 37 19. Ipswich 31 7 15 9 36:44 36 20. Reading 31 9 8 14 35:49 35 21. Sheff. Wed. 32 9 7 16 36:50 34 22. C. Palace 31 11 10 10 34:35 33 23. Plymouth 31 8 5 18 29:43 29 24. Peterborough 32 5 9 18 36:55 24 LEIKMENNIRNIR ENSKI BOLTINN Wayne Rooney var eitt sinn ung- ur og efnilegur leikmaður í Evert- on. Hann entist þó ekki lengi í bláa hluta Liverpool borgar. Eftir Evr- ópumótið í Portúgal 2004 þar sem hann fór á kostum gerði Newcastle sig líklegt til að klófesta pilt. Það vildi Sir Alex Ferguson svo sannar- lega ekki að myndi gerast og keypti hann drenginn á metfé. Roon- ey, Ferguson og allir hinir í Unit- ed-hópnum þurftu þó að sætta sig við dýrt tap gegn Everton, 3-1, í úr- valsdeildinni um helgina. Þar voru það þeir Dan Gosling og Jack Rod- well, ungir leikmenn í liði Everton, sem stálu fyrirsögnunum. Eru þeir framtíð Everton? Sir Alex Ferguson gerir sig líklegan til að klófesta í það minnsta Jack Rodwell. Ungir en hvergi bangnir Í stöðunni 1-1 ákvað David Moyes, stjóri Everton, að henda inn í leik- inn hinum tvítuga Dan Goslin, nánar til tekið á 70. mínútu. Að- eins sex mínútum síðar var hann á réttum stað á réttum tíma í teign- um og kom Everton í 2-1. Tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leik- tíma henti Moyes svo Jack Rod- well, átján ára gömlum uppöldum pilti, inn á. Það var ekki að spyrja að því, Rodwell bætti við þriðja markinu þegar hann kom einn á móti Jonny Evans, varnarmanni United, straujaði framhjá honum eins og hann væri ekki til og skaut boltanum hnitmiðað í netið gegn hinum þaureynda Edvin van der Sar í marki meistaranna, 3-1 sigur bláliðanna staðreynd. Allt ætlaði gjörsamlega um koll að keyra á Goodison, heima- velli Everton, þegar boltinn hjá Rodwell söng í netinu. Því þó Dan Goslin sé elskaður fyrir markið sem sló út erkifjendurna í Liver- pool í bikarnum í fyrra, er Jack Rodwell uppalinn og í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. Rodwell var síðan valinn maður leiksins. „Ég eiginlega skammast mín fyrir þetta, að vera inn á í fimm mínútur og fá þessi verðlaun. Ég deili þessu með liðsfélögum mín- um því það þarf heilt lið að spila vel til þess að leggja Manchester United að velli,“ sagði Jack Rod- well hógvær eftir leikinn. Ferguson eygir Rodwell Rodwell er að upplagi varnars- innaður miðjumaður og hefur spilað á miðjunni nær allan sinn feril. Hann er mjög sterkur, fljót- ur á löppunum og þokkalega hár, einir 188 sentímetrar. Sú líkams- bygging og varnarhæfileikar hans hafa kostað það að hann hef- ur verið notaður sem miðvörð- ur mjög mikið hjá yngri lands- liðum Englands. Þar hefur hann staðið sig með mikilli prýði og fór á kostum með U20 ára liði Eng- lands sem lék til úrslita á EM síð- asta sumar. Miðvarðarstaðan er einnig það sem Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, vill sjá að Rodwell spila í, þá helst fyrir sig. Fram kom í breskum miðlum í síðustu viku að Fergu- son sér Rodwell sem framtíðar- miðvörð við hlið Chris Smalling, hins 21 árs gamla miðvarðar sem Ferguson keypti frá Fulham í jan- úar. Hingað til hefur Ferguson fengið það sem hann vill en Rod- well er með blátt hjarta og gæti þar fengið að spila á miðjunni. Enginn heima sá Gosling verða að hetju Dan Gosling er ekki uppalinn í Everton. Hann sló fyrst í gegnum ungur að árum með liði Plym- outh en var keyptur til Everton fyrir tveimur árum, í janúar 2008. Hann var þá sendur rakleiðis í varaliðið og kom ekkert við sögu hjá stóru strákunum. Hann fór þó að láta til sín taka með aðalliðinu á síðustu leiktíð. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu gegn Middlesbrough og aðeins tveimur dögum eftir það skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir liðið gegn Sund- erland á heimavelli. Það var síðan í febrúar á síðasta ári að hann skráði sig í sögubæk- urnar hjá Everton. Everton mætti þá erkifjendunum í Liverpool í endurteknum leik í bikarnum og fór hann alla leið í framlengingu. Þar var það Gosling sem dúkk- aði upp og skoraði sigurmarkið, tveimur mínútum fyrir leikslok. Allt varð gjörsamlega vitlaust eftir markið, ekki þó bara á Goodison. ITV-sjónvarpsstöðin sem sýndi leikinn neyddist til þess að taka auglýsingahlé og vildi klára það áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Því miður fyrir þá skoraði Gosling þetta mark og glóuðu allar línur hjá stöðinni. Þessir tveir leikmenn eiga svo sannarlega eftir að láta meira til sín taka, eflaust á þessari leik- tíð. Hvar þeir leika á næsta ári er þó alltaf spurning, liðsandinn, hollustan og traustið getur allt gleymst þegar peningar, og nóg af þeim, eru komnir í spilið. Því miður. Tveir ungir piltar, Dan Gosling og Jack Rodwell, stálu senunni í frábærum sigri Everton gegn Manchester United, 3-1, um helgina. Þeir skoruðu sitthvort mark- ið eftir að hafa komið inn á sem varamenn en báðir eru þeir gríðarlega efnilegir. David Moyes, stjóri Everton, vonast til að halda þeim ögn lengur en Englands- meistarar Manchester United eru farnir að kroppa í annan þeirra. ÖRNINÍ BÍTLABORGINNI TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Elskaður heimamaður Jack Rodwell skoraði laglegt mark gegn United og gæti verið keyptur til meistaranna, þess vegna í sumar. Löngu orðinn hetja Gosling skoraði sigurmark gegn Liverpool í fyrra sem enginn heima sá vegna mistaka í sjónvarpsútsendingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.