Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 19
HVERNIG HELDUR ÞÚ AÐ ÍSLENDINGUM GANGI Í EUROVISION-KEPPNINNI? „Ég held að það sé möguleiki að okkur gangi vel. Mér finnst lagið fínt. Ég trúi því að við lendum í topp tíu í aðalkeppninni.“ RÚNA MAGNÚSDÓTTIR 15 ÁRA NEMI „Ég held að okkur eigi eftir að ganga ágætlega bara. Ég hef trú á Heru og því að við komumst upp úr forkeppninni.“ BRYNJA BALDURSDÓTTIR 45 ÁRA GEISLAFRÆÐINGUR „Ég hef ekki hugmynd enda fylgist ég ekki með Eurovision-keppninni.“ BERGLIND GUÐNADÓTTIR 25 ÁRA HÚSMÓÐIR „Ég ætla að giska á fjórða sætið. Ég hugsa að við komumst upp úr forkeppninni en er vissulega hræddur við stuðning Evrópulandanna við hvert annað.“ JÓN ÞÓRARINSSON 28 ÁRA STARFSMAÐUR BÓNUSS SEAN BURTON fór gjörsamlega á kostum fyrir körfuknattleikslið Snæfells sem tryggði sér bikarmeist- aratitilinn í Laugardalshöllinni um helgina með sigri á Grindavík. Sean skoraði 36 stig en hann hefur verið ótrúlega heitur í vetur. Hann æfir skotin sín mikið aukalega. TEKUR 500 SKOT Á DAG „Ég held að við skorum ekki hátt. Mér líst ekkert á þetta, hvorki á lagið né flytjandann, og óttast að við eigum eftir að skíta á okkur.“ ANDRI FREYR ÞORSTEINSSON 18 ÁRA NEMI Kynbundin verkaskipting er fyrir hendi í öllum samfélögum heims og alls staðar er hún ein af grundvallar- skiptingum þjóðfélagsins sem mark- ar bæði konum og körlum stöðu í lífi og starfi. Lengi vel var það hlutverk karla að vera fyrirvinnur fjölskyld- unnar og hlutverk kvenna að hugsa um börn og bú. Fleiri konur eru nú útivinnandi en nokkurn tímann áður og er atvinnu- þátttaka íslenskra kvenna með því mesta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Á sama hátt eru karlar í aukn- um mæli að axla ábyrgð á heimili og börnum. Langt í land Fæðingarorlof íslenskra karla var mikið framfaraspor í jafnréttisbar- áttunni en það veitti körlum aukin tækifæri til að taka þátt í uppeldi og umönnun barna sinna. En betur má ef duga skal, ennþá er töluvert í land að karlar sitji við sama borð og konur þegar kemur að umönnun barna og heimilisstörfum. Jafnrétti kynjanna þýðir nefnilega að kynin séu jafnsjá- anleg í samfélaginu, jafnvaldamikil og taki þátt í opinberu og einkalífi í jöfnum hlutföllum. Við vitum að margir karlar eru ennþá fastir í fyrirvinnugildrunni sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að þeir geti sinnt fjölskyldulífi til jafns við konur. Á sama hátt eru margar konur fastar í húsmóðurgildrunni sem stundum stendur í vegi fyrir að þær geti tekið þátt í opinberu lífi til jafns við karla. Þarna er mikið verk að vinna ef karlar og konur eiga að sitja við sama borð og geta tekið þátt í opinberu og einkalífi í jöfnum hlut- föllum. Verk sem við, karlar og konur, þurfum að vinna saman. Úreltar staðalmyndir Til að ná árangri þurfum við að skoða samfélagið og formgerð þess. Við þurfum að sýna kjark til að uppræta inngróin og gamaldags viðhorf sem gegnsýra allt okkar umhverfi. Og við þurfum að sýna þor til að uppræta úr- eltar staðalmyndir kynjanna sem út- hluta körlum og konum ákveðin hlut- verk og störf út frá kyni. Það er vegna þessara gamaldags viðhorfa og úreltu staðalmynda sem karlar festast oft í störfum þar sem ekki er tekið tillit til fjölskyldulífs og barnauppeldis. Ef við upprætum ekki þessa skekkju halda karlarnir áfram að standa höllum fæti þegar kemur að umönnun og uppeldi barna. Karlar veri með Konur hafa hingað til verið í forsvari fyrir jafnrétti kynjanna og háð barátt- una en nú verða karlarnir að koma með. Án þátttöku karla munum við aldrei ná fram raunverulegu jafnrétti. Öðruvísi er ekki hægt að uppræta þessi gamaldags viðhorf og úreltu staðalmyndir sem koma í veg fyrir að karlar njóti samvista við börn sín til jafns við konur og að bæði karlar og konur nýti hæfileika sína til fulls. Jafnrétti kynjanna er ekkert einka- mál kvenna. Jafnréttisbaráttan þarf líka að beina sjónum sínum að körl- um og hvernig gjald karlmennskunn- ar getur dregið úr lífsgæðum þeirra. Það er því full ástæða til að vekja karlmenn til vitundar um að jafnrétti kynjanna er ekki síður í þeirra þágu. Áfram strákar vera með – jafnrétti kynjanna er ekkert einkamál kvenna. Jafnrétti ekki einkamál kvenna UMRÆÐA 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 19 1 DAUÐI STJARNANNA EKKI LENGUR BRÝNT FRÉTTAEFNI Á BBC Breska ríkisútvarpið hefur fjarlægt fimm meðlimi bresku konungsfjöl- skyldunar af lista sínum. 2 SEGIR AÐ DAVÍÐ HAFI BOÐIÐ SÉR STÖÐU ÚTVARPSSTJÓRA Hreinn Loftsson segir að Davíð Oddsson hafi viljað gera sig að útvarpsstjóra árið 1997. 3 „SÁRALÍTILL MUNUR Á PÓLITÍKINNI Í AFRÍKU OG Á ÍSLANDI“ Myndin Burkina Faso, 8600 km er komin í sýningar á netinu.  4 FRÆGUSTU FLÓTTARNIR ÚR HEGNINGARHÚSINU Í helgarblaði DV eru rifjaðir upp nokkr- ir af frægustu fangelsisflóttunum. 5 KLAPPSTÝRA VERÐUR SEXÍ SÖRFARI Leikkonan Hayden Panettiere bregður sér í nýtt hlutverk á forsíðu tímaritsins Self. 6 HANNES: DAVÍÐ VAR SÁR, EKKI REIÐUR Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir Davíð Oddsson ekki hafa verið reiðan út í sig heldur sáran 7 SEBRAHESTUR LÉK LAUSUM HALA Í ATLANTA Lögreglan í Atlanta átti í æsilegum eltingaleik við sebrahest sem óð um götur borgarinnar. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Sean Burton frá New York.“ Hvar ólstu upp? „Rétt fyrir utan New York-borg, í bæ sem heitir Utica.“ Hvernig líkar þér Ísland? „Ég elska það. Þetta er allt öðruvísi en það sem ég hef vanist samt. Þetta er samt frábær staður til að búa á.“ Af hverju ákvaðstu að koma hingað? „Ég vildi ekki hætta að spila körfubolta eftir að ég kláraði háskólann og þetta virtist vera besti kosturinn í stöðunni, að koma til Íslands.“ Hvernig er Stykkishólmur á miðað við önnur heimkynni þín? „Mun minni og hljóðlátari en það líkar mér.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „New York-pitsa, ekki spurning!“ Fylgistu með öðrum íþróttum en körfubolta? „Ekki mjög mikið. Ég hef samt aðeins verið að horfa á fótbolta og handbolta eftir að ég kom til Íslands. Svo horfi ég líka á NFL.“ Hvar hefurðu áður spilað körfu- bolta? „Í 3. deildar háskóla sem heitir Ithaca.“ Hvernig var að hampa bikarmeist- aratitlinum? „Það var alveg frábær tilfinning. Það er alltaf gott að vinna og sérstaklega leiki um titil.“ Hvenær fannst þér leikurinn unninn? „Þegar það voru svona ein og hálf mínúta eftir náðum við nokkrum sóknarfráköstum í röð og hittum svo úr þristi í horninu. Þá var ég orðinn nokkuð öruggur.“ Hefurðu alltaf verið svona skotglað- ur? „Ég er alltaf að æfa skotin þannig ég er nokkuð öruggur þegar ég tek þau.“ Æfirðu skotin þín mikið? „Ætli ég taki ekki samanlagt um fimm hundruð skot á dag.“ Verðið þið Íslandsmeistarar? „Það er markmiðið og ég vona svo sannarlega að okkur takist það.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI ARNFRÍÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR Verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu „Fæðingarorlof íslen- skra karla var mikið framaspor í jafnréttis- baráttunni.“ Á SKAUTUM Ærslafull ungmenni nýttu frostið og stylluna í miðborginni á sunnudaginn til þess að renna sér á skautum og spila íshokkí á ísilagðri Reykjavíkurtjörn, þegar Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara DV, bar að garði. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.