Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 ÚTTEKT Ótrúlegasta fólki fannst sjálfsagt að ég myndi skella mér á djam- mið og reyna að verða ólétt. Mér fannst það bilað og ekki alveg það sem ég vildi. Ég hafði alltaf verið með mikla túrverki sem er ein-mitt skýrasta einkenni legslímuflakks,“ segir Erla Kristinsdóttir, formaður Samtaka kvenna með endómetríósu. End- ómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúk- dómur sem orskakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda bólgum og blöðrumyndun. Erla var 26 ára þegar hún greindist en hún hafði þjáðst í tíu ár af sjúk- dómnum án þess að vita hvað væri að plaga hana. „Ég fékk bara sterkt verkjalyf og dópaði mig í gegnum blæðingatímabilið. Árið 2003 fer ég svo að finna fyrir miklum verkjum eftir þvaglát. Þá var ég látin mæta með þvagprufu en ekkert kom út úr þeirri rannsókn. Ég hafði ekki nægt hugmyndaflug til að gera eitthvað meira og kvaldist í langan tíma eftir að hafa pissað þegar ég var nýhætt á blæðingum. Árið 2006 fór ég í kviðholsspeglun þar sem legslímu- flakkið var greint. Oftast er það fjar- lægt við greiningu en hjá mér var sjúkdómurinn svo langt genginn og kominn í þvagblöðruna, sem út- skýrði verkina. Ég var send í aðra aðgerð þar sem hluti af þvagblöðr- unni var fjarlægður og eggjastokk- arnir skafnir,“ segir Erla sem þurfti að dvelja í tvær vikur á sjúkrahúsi eftir aðgerðina og látin taka því ró- lega heima fyrir í sex vikur eftir það. Bloggaði um veikindin Að sögn Erlu voru samtökin hug- mynd Auðar Smith, læknis og sér- fræðings í legslímuflakki. Erla mætti á stofnfundinn og hefur ver- ið virkur félagi síðan. „Mikið feimni hefur einkennt þennan sjúkdóm og fáar konur eru til í að koma fram og ræða hann, jafnvel innan svona lítils félags. Áætlað er að um 2000 íslenskar konur séu með leg- slímuflakk en þó eru félagsmenn aðeins um 70 til 80 talsins. Það er því heilmikið verk fram undan að kynna þetta og fá konur til að stíga fram og ræða sjúkdóminn,“ segir Erla sem sjálf tók þann pól í hæðina að blogga um veikindi sín. „Í fyrstu ætlaði ég að þegja og halda þessu út af fyrir mig en þegar vinkona mín benti mér á að það gæti ver- ið sniðugt að skrifa um veikind- in hugsaði ég; af hverju ekki, ef það gæti hjálpað einhverjum.“ Vonandi frjó Erla segir að 30-40% kvenna sem þjáist af legslímuflakki geti ekki eignast börn nema með hjálp tækninnar. „Lækn- irinn minn hvatti mig til að reyna verða þunguð sem fyrst þegar ég greindist en ég var alls ekki tilbúin í það enda á lausu á þeim tíma. Ég er ósátt við að læknar þrýsti á, jafnvel ungar stelp- ur, og segi þeim að það borgi sig að reyna að verða ófrísk- ar sem fyrst. Tækninni hefur nefnilega fleygt fram og flest- ar konur með legslímuflakk geta eignast börn með hjálp lækna og vísinda. Sjálf hef ég verið í bælingu frá greiningu og hef því ekki farið á blæðingar. Það virðist gefa ágæta raun en það kemur betur í ljós þegar á reynir. Eins og er er ekkert sem bendir til þess að ég geti ekki orðið ófrísk því þótt skafa hafi þurft eggjastokkana virðast þeir nokkuð heilir.“ „Láttu mig í friði“ Erla furðar sig yfir viðbrögðum fólksins í kringum sig þegar hún sagði frá sínum veikindum. „Ótrú- legasta fólki fannst sjálfsagt að ég myndi skella mér á djammið og reyna verða ólétt. Mér fannst það bilað og ekki alveg það sem ég vildi,“ segir hún og bætir við að fólk verði stundum að passa það sem það segi. „Á meðan aðrir grípa ófrjósemishlutann á lofti og þora varla að segja mér frá ófrísk- um konum í kringum mig eru aðr- ir sem mega sýna smá aðgát. Konur eru nefnilega oft spurðar hvort þær ætli ekki að fara koma með barn og ég er farin að taka á þessum spurn- ingum með því að biðja fólk um að láta mig í friði. Þessu er slengt fram án umhugsunar en svona spurn- ingar eru mjög nærgöngular. Við vitum ekki alltaf í gegnum hvað annað fólk er að ganga.“ Mikið feimnismál Varðandi framtíðina segist Erla vonast til að vakning verði í mál- efnum legslímuflakks og að sjúk- dómurinn hætti að vera svo mikið feimnismál. „Ég vona að í framtíð- inni verði meiri umræða um leg- slímuflakk en í dag skilur fólk ekki enn hvað er að mér og nær ekki þessu nafni. Eins vildi ég sjá fleiri lækna koma að þessum sjúkómi og að heilbrigðisstarfsfólk myndi auka þekkingu sína á honum svo konur geti greinst fyrr. Meðal greininga- tíminn er sex til tíu ár sem er að mínu mati of langur. Hjá mér hef- ur gengið ágætlega að halda sjúk- dómnum niðri en þar sem ég var svo lengi að fá greiningu var hann kominn langt og taka þurfti hluta af þvagblöðrunni svo ég er með vandamál tengd henni. Ef grein- ingin batnar aukast líkur á minni skemmdum og þá hefur sjúkdóm- urinn minni áhrif á frjósemi og lífs- gæði.“ indiana@dv.is SJÚKDÓMURINN SEM EKKI MÁ NEFNA Þó að um 2000 íslenskar konur þjáist af legslímuflakki vita fáir af sjúkdóminum. Konur sem þjást af leg- slímuflakki segja mikla feimni einkenna umræðuna um sjúkdóminn og að nafnið hjálpi ekki til enda hafi það eitt sinn verið valið eitt ljótasta orð í íslenskri tungu. Legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem getur valdið ófrjósemi. Þær Erla Kristinsdóttir og Júlia Katrín Behrend höfðu haft hrika- lega tíðarverki í langan tíma þar til þær voru greindar með legslímuflakk. Reynir Tómas Geirsson segir erfitt að útskýra sjúkdóminn og því hafi hann ekki fengið tilskilda umfjöllun. FÆSTIR SKILJA HVAÐ ER AÐ MÉR Vil opna umræðuna Erla bloggaði um sjúkdóminn þegar hún greindist og vonar að legslímuflakk verði ekki jafn mikið feimnismál í framtíðinni. MYND: KARL PETERSSON n Mikill sársauki við blæðingar. n Sársauki fyrir blæðingar. n Miklar og/eða óreglulegar blæðingar. n Blæðingar á milli blæðinga. n Sársuki við egglos. n Verkir í kviðarholi milli blæðinga. n Verkir við samfarir. n Verkir við þvaglát. n Verkir við hægðir, þarmahreyf- ingar. n Uppblásinn magi. n Niðurgangur. n Ógleði. n Erfiðleikar við að verða barns- hafandi. n Ófrjósemi. n Síþreyta. HEIMILD: WWW.ENDO.IS Algeng einkenni Legslímuflakk hefur áhrif á lífsgæði samkvæmt evrópskri rannsókn. n 73% kvenna með legslímuflakk eru ófærar að taka þátt í félagslífi nokkra daga í hverjum mánuði. n 80% kvenna með legslímuflakk segja sjúkdóminn trufla svefn og gæði hans. n 35% kvenna með sjúkdóminn segja legslímuflakk hafa áhrif á samlíf þeirra og sé jafnvel orsök hjónaskilnaðar. n 80% kvenna með legslímuflakk hafa verið fjarverandi frá vinnu á sl. 5 árum vegna endometríósu/ legslímuflakks og af þeim hafði: n 14% verið sagt upp starfi, þær misst það með öðrum hætti eða neyddar til að fara á eftirlaun löngu fyrir eðlilegan tíma. n 8% skiptu um atvinnu vegna vandamála í tengslum við fjarvistir. n 14% höfðu dregið úr vinnu og farið í hlutastarf. Alls höfðu 66% þeirra sem tóku þátt í könnunni fengið ranga sjúkdómsgreiningu í upphafi. HEIMILD: WWW.ENDO.IS Afleiðingarnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.