Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR Þorsteinn Þorgeirsson til starfa í Seðlabankanum: Ráðinn án auglýsingar Seðlabanki Íslands réð hagfræðinginn Þorstein Þorgeirsson til starfa á skrif- stofu bankastjóra í desember síðast- liðnum. Þorsteinn var ráðinn í stöðuna án þess að hún væri auglýst opinber- lega eins og reglur kveða á um. Aðr- ir sem mögulega væru áhugasamir um starfið áttu því ekki möguleika á að sækja um. Opinberir aðilar geta þó farið framhjá þessum reglum með því að hafa ráðninguna tímabundna í eitt ár eða skemur. Í þessu tilfelli var það raunin og er ráðning Þorsteins til eins árs. Hann er sagður í sérverkefnum. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn DV um ráðningu Þorsteins, segir að hann hafi verið ráðinn til eins árs til þess að sinna sérstökum verkefnum á skrifstofu bankastjórans Más Guð- mundssonar. Ástæðan fyrir því að Þorsteinn hafi verið ráðinn var sú að bankinn hafi þurft að vinna ákveðin verkefni sem falla undir fjármálastöð- ugleika. Menntun og reynsla Þorsteins hafi hentað vel í þá vinnu, eins og það er orðað í svari Seðlabankans. Þorsteinn hefur meðal annars starf- að sem hagfræðingur í fjármálaráðu- neytinu og hjá Samtökum iðnaðarins. Hann var í hópi 16 umsækjenda um stöðu bankastjóra Seðlabankans, þeg- ar staðan var auglýst í apríl í fyrra, eft- ir að Davíð Oddsson hafði verið rekinn úr bankanum. Þorsteinn þurfti hins vegar að láta í minni pokann fyrir Má Guðmundssyni, sem nú hefur ráðið hann til starfa í bankanum. valgeir@dv.is Seðlabanki Íslands Þorsteinn Þorgeirsson var ráðinn á skrifstofu banka- stjóra án auglýsingar. Þriðja útvarpsárásin átti sér stað í síðustu viku þegar Gunnar Jónsson, doktor í lögfræði, réðst á Jón Magn- ússon hæstaréttarlögmann í höfuð- stöðvum Útvarps Sögu. Jón segir í samtali við DV að Gunnar hafi tek- ið hann kverkataki og hótað honum lífláti rétt áður en Jón átti að mæta í viðtal. Gunnar var þá nýkominn úr viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni, þáttastjórn- endum á Útvarpi Sögu. Lét hann heyra það „Þegar ég er að fara frá Arnþrúði og Pétri birtist þessi gaur. Ég náttúr- lega sagði honum það sem mér bjó í brjósti. Ég man það ekki svo ljóst en ég kallaði hann ekki guðs útvalinn engil. Að öðru leyti er það bara eins og það er,“ segir Gunnar í samtali við DV. Hann segir atburðarásina að öðru leyti vera sér óljósa því hann hafi reiðst ótæpilega er hann sá Jón. „Ég man þetta ekki vel vegna þeirrar miklu reiði sem býr í mér gagnvart honum. Það er ekkert leyndarmál að ég er Jóni og félögum hans afar reiður fyrir að hafa brot- ið á rétti mínum og haft af mér þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur,“ segir Gunnar. Málið snýst um að tryggingafé- lagið Vörður neitaði að bæta Gunn- ari tjón vegna innbrots á heimili hans. Hann kærði það til Úrskurðar- nefndar sem hafnaði kröfu Gunnars en Jón á sæti í þeirri nefnd. Gunn- ar segir nefndina hafa vísað frá aug- ljósu tjóni og þannig brotið á rétti hans og hlunnfarið hann um leið. Ekkert vantalað við Gunnar Jón Magnússon hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvort hann muni kæra Gunnar fyrir árásina. Hann segist almennt vera sáttfús maður og lítt til þess að valda meiri vand- ræðum en nauðsyn ber. „Menn verða líka að kunna að skammast sín og biðjast afsökunar á sínum gjörð- um,“ segir Jón um málið og bætir við að annars verði menn að leita ann- arra leiða. Aðspurður hvort hann sé að kalla eftir afsökunarbeiðni frá Gunnari neitar Jón því. „Ég á ekkert vantalað við hann, hvorki fyrir né eftir þetta atvik,“ segir Jón. Fleipur Arnþrúðar Jón segist þó ekki hafa verið sátt- ur við framgöngu Arnþrúðar Karls- dóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu. Arnþrúður segir í samtali við DV að mikil reiði sé í fólki vegna þeirr- ar staðreyndar að tryggingafélögin hafi tapað milljörðum en eigendur þeirra sloppið með milljarða gróða og telur að skýra megi reiði Gunn- ars í garð Jóns með því. Jón segist ekkert hafa með tryggingafélögin að gera. „Öll orðræða sem Arnþrúð- ur hafði upp er röng. Ég hef akkúr- at staðið í strögli við tryggingafélög fyrir hönd neytenda og geri enn,“ segir Jón. Gunnar Jónsson, doktor í lögfræði, réðst á Jón Magnússon hæstaréttarlögmann í húsakynnum Útvarps Sögu í síðustu viku og tók hann hálstaki. Jón segist ekki hafa gert upp huga sinn hvort hann muni kæra árásina. Gunnar segir það hins vegar ekk- ert leyndarmál að hann sé afar reiður Jóni. OF REIÐUR TIL AÐ MUNA ÁRÁSINA BIRGIR OLGEIRSSON blaðamaður skrifar birgir@dv.is Gunnar Jónsson Doktor í lögfræði tók Jón Magnússon hálstaki á Útvarpi Sögu. Hann segist vera mjög reiður út í Jón fyrir að hafa hlunnfar- ið hann um nokkur hundruð þúsund krónur. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Jón Magnússon „Ég á ekk- ert vantalað við hann, hvorki fyrir né eftir þetta atvik.“ Aflvana bát bjargað Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ásgrímur S. Björnsson og Gróa Pétursdóttir komu aflvana bát NV af Viðey til hjálpar um hádegi á sunnudag. Tveir menn voru um borð í bátnum, en þeir óskuðu eftir aðstoð strax, þar sem þeir óttuðust að bátinn myndi reka að eynni. Ás- grímur S. Björnsson tilkynnti klukk- an 11.46, eða 41 mínútu eftir útkall að þeir væru komnir með bátinn í tog. Báturinn var síðan dreginn til hafnar í Reykjavík. Ræðir um netöryggi Halldór Jörgensson, framkvæmda- stjóri Microsoft á Íslandi, er lagður af stað í hringferð um landið, en hann mun í ferð sinni koma við í grunn- skólum víða um land til þess að ræða netöryggi og dreifa fræðslu- efni um málið til barna og foreldra. Ferð Halldórs er farin í samstarfi við SAFT, sem er vakningarátak um tækninotkun barna og unglinga. Halldór lagði af stað frá Borgar- túni þar sem hann hitti meðal ann- ars fyrir Sjöfn Þórðardóttur, formann samtakanna Heimilis og skóla, sem afhennti honum fræðsluefnið. Bloggari í 15 ár Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra fagnaði því um helg- ina að hafa haldið samfellt úti bloggi á vefsíðu sinni, björn.is, í 15 ár. Björn byrjaði að blogga í árdaga internets- ins í febrúar 1995 og hefur haldið því sleitulaust síðan þá. Björn gagnrýndi við það tækifæri hversu skammt á veg rafræn stjórnsýsla á Íslandi sé komin. Það sé til háborinnar skammar að Ísland sé í 48. sæti þeg- ar kemur að netþjónustu ríkisins við borgarana. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki Ég man það ekki svo ljóst en ég kallaði hann ekki guðs útvalinn engil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.