Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR LEIÐRÉTTING Í úttekt um fjármál sveitarfélaga í helgarblaði DV voru skuldir og skuldbindingar Hafnarfjarð- arbæjar sagðar nema um 25,1 milljarði króna. Skuldir og skuld- bindingar Hafnafjarðarbæjar eru hins vegar umtalsvert hærri en fram kom í úttektinni. Skuldir og skuldbindingar Hafnarfjarðar- bæjar eru áætlaðar um 37 millj- arðar króna og eigið fé bæjar- ins er neikvætt um 357 milljónir króna. Eldsvoði í Stykkishólmi Karlmaður á fertugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans á sunnudag eftir að honum var bjargað úr brennandi raðhúsi í Stykkishólmi. Maðurinn var fluttur til Reykja- víkur með þyrlu eftir að eldur kom upp í húsi hans. Tilkynning um elds- voðann barst lögreglu klukkan hálf ellefu á sunnudagsmorgun. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en húsið sem er í fmim húsa raðhúsalengju er mikið skemmt. Ármann lagði Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson sigraði í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fór á laugardaginn. Ár- mann fékk 1.677 atkvæði í fyrsta sæti listans. Gunnar I. Birgisson, fyrr- verandi bæjarstjóri Í Kópavogi, sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu, end- aði hins vegar í þriðja sæti. Hann fékk 1.253 atkvæði í fyrsta sætið. Hildur Dungal náði öðru sæti á lista sjálfstæðismanna í prófkjörinu. Vildi Hrein á RÚV Hreinn Loftsson, aðaleigandi DV, fullyrti í aðsendri grein á Pressunni um helgina að Davíð Oddsson hafi árið 1997 lagt á það áherslu á að hann tæki að sér embætti útvarps- stjóra. Hreinn hafi hins vegar ekki viljað taka starfið að sér. „Í samtöl- um okkar Davíðs um RÚV haustið 1997 hvarflaði ekki annað að mér en það væri hann sem réði þessu. Þó var Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson var formaður út- varpsráðs,“ skrifaði Hreinn. Íris Ellenberger formaður Sagnfræðingafélags Íslands um sögu Seðlabankans: Heppilegra að auglýsa starfið „Það má setja spurningamerki við að ríkisstofnun skuli fá einhvern í svona verk án þess að auglýsa, án þess að leita að bestu mögulegu fræðimönn- unum til verksins,“ segir Íris Ellen- berger, formaður Sagnfræðingafélags Íslands. Eins og fram kom í DV á föstu- daginn er Jón Sigurðsson með rit um sögu Seðlabankans í smíðum, en hann var sjálfur seðlabankastjóri frá 2003- 2006. Fyrrverandi bankastjórn Davíðs Oddssonar, Ingimundar Friðrikssonar og Eiríks Guðnasonar réð Jón til verks- ins, en það er enn í vinnslu. Ráðist var í skrifun verksins í tilefni þess að Seðla- bankinn heldur upp á 50 ára afmæli á næsta ári. Hefur Jón þegar skilað 360 blaðsíðna riti í A4-broti. Spurningar hafa vaknað um hvort eðlilegt sé að gamall forsvarsmað- ur ríkisstofnunar sjái um að skrifa sögu hennar. „Það sem sagnfræðing- ar halda í heiðri hvítvetna er að gæta eins mikils hlutleysis og þeir mögulega geta. Að vera að skrifa sögu stofnunar sem maður stýrði sjálfur samræmist því ekki. Í því ljósi hefði kannski ver- ið heppilegra að fá einhvern annan til verksins,“ segir Íris Ellenberger. Hún segir að sögurit á borð við það sem Jón Sigurðsson ritar oft á tíðum ekki rituð með fræðilegar niðurstöður að leiðar- ljósi. „Þegar stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í einkaeigu ákveða að skrifa sögu sína er aðalmarkmiðið ekki alltaf að segja satt og rétt frá sögunni, held- ur eru oft aðrar hvatir að baki. Þeir sem taka ákvörðunina um hver skuli skrifa söguna gera það gjarnan í því skyni að reisa stofnuninni minnisvarða sem felst meðal annars í að fegra hana og oft sjálfa sig um leið,“ segir Íris. Hún segir að betra hefði verið að leita að tilboðum í verkið í því leiðar- ljósi að skrifað yrði sagnfræðilega gott verk, ef þeir sem tóku ákvörðunina höfðu það efst í huga. helgihrafn@dv.is Jón Sigurðsson Skrifar 360 blaðsíðna bók um sögu Seðlabanka Íslands. Þegar kenna átti bæjarbúum Flateyr- ar notkun hjartastuðtækis kom í ljós að annað af tveimur tækjum bæjarins er horfið. Eitt slíkt hangir í sundlaug bæjarins og annað hefur vanalega hangið í fiskvinnslustöð Eyrarodda en þegar fulltrúar Rauða krossins ætl- uðu að grípa til tækisins á síðarnefnda staðnum var gripið í tómt. Sýnikennsla í notkun hjartastuð- tækja var liður í viðbragðsdegi Flat- eyrar en þá kynntu ýmsir viðbragðs- aðilar, til að mynda Rauði krossinn, björgunarsveitir, lögregla og slökkvi- lið, starfsemi sína og búnað. Það voru fulltrúar Rauða krossins sem ætluðu að kenna notkun hjartastuðtækisins í fiskvinnslustöðinni, stærsta vinnu- stað bæjarins, en gripu í tómt þegar þangað var komið því tækið hékk ekki lengur uppi á vegg. Kaupa líklega nýtt Vigdís Erlingsdóttir, framkvæmda- stjóri Eyrarodda, staðfestir að hjarta- stuðtæki fiskvinnslunnar sé ekki leng- ur til staðar þar sem það hafi verið tekið niður þegar fyrri eigandi fisk- vinnslunnar, sem þá hét Kambur, hætti hjá fyrirtækinu. Hún bendir á að það hafi verið eigandinn sjálfur, Hinrik Kristjánsson, sem keypti tæk- ið og segist aðspurð hafa orðið vör við nokkra óánægju vegna málsins. „Ég vissi af því að tækið hefði verið fjar- lægt en það var farið þegar við byrj- uðum. Þetta kom Rauða krossinum á óvart því þeir héldu að tækið væri hér,“ segir Vigdís. „Það er staðreynd að eigandi Kambs keypti tækið en hvað varð af tækinu veit ég ekkert um. Að mínu mati er slæmt að tækið sé farið því slíkt á að vera á svona vinnustað. Í ljósi umræðunnar sem orðið hefur ætlum við væntanlega að fjármagna nýtt tæki í húsið.“ Mikilvægur staður Ívar Kristjánsson, formaður björgun- arsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, segist hafa heyrt þá skýringu að um- rætt hjartastuðtæki hafi bilað í rekstr- artíð Kambs og því hafi það verið flutt á heilsugæslustöð bæjarins til við- gerðar. Hann fagnar því að forsvars- menn Eyrarodda hyggist festa kaup á nýju tæki. „Tækið var tekið til að hægt væri að gera við það og ég hef heyrt að það hafi farið á heilsugæsluna. Ef það kemst í lag er mikilvægt að færa það aftur í fiskvinnsluna en vonandi verð- ur nýrra tæki keypt þangað,“ segir Ívar. Bryndís Friðbjörnsdóttir, svæð- isstjóri Rauða krossins á Vestfjörð- um, segist hafa orðið hissa þegar hún frétti að tækið hefði ekki verið leng- ur þar sem það átti að vera. „Þar sem ekki eru sjúkrabílar til staðar er nauð- synlegt að hafa svona tæki á stærstu vinnustöðunum sem þessi óneitan- lega er. Ég var hissa þegar ég frétti þetta. Hjartatækið er afar gagnlegt og hefur bjargað mannslífum. Því ætti slíkt tæki að vera til taks þar sem flest- ir eru og því mjög mikilvægt að hafa hjartatækið í fiskvinnslunni,“ segir Bryndís. Fulltrúum Rauða krossins á Flateyri var heldur brugðið í síðustu viku en þá var haldinn kynningardagur viðbragðsaðila í bænum. Sýnikennsla í notkun hjarta- stuðtækja er liður í kynningunni en þegar á reyndi kom í ljós að annað af tveimur tækjum bæjarins var horfið. HJARTATÆKIÐ HVARF Þar sem ekki eru sjúkrabílar til staðar er nauðsynlegt að hafa svona tæki á stærstu vinnustöðunum sem þessi óneitanlega er. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Tækið farið Hjartastuðtæki var fjarlægt af stærsta vinnustað Flateyrar en það kom viðbragðsfulltrúum bæjarins á óvart í síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.