Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 17 Boðið upp á klausturlíf Klaustur skammt frá Vín í Austur- ríki býður fólki að lifa klausturlífi yfir eina helgi. Ástæðan er skortur á munkum og vonast ráðamenn frans- iskusklaustursins í Maria Enzer- dorf að með þeim hætti takist að vekja áhuga fólks á að því að verða munkar. Munkarnir segjast vilja gefa fólki raunsæja sýn á líf munka og allir karlmenn upp að fertugsaldri eru velkomnir. Síðan átakinu var ýtt úr vör í október hafa þrír íhugað að gerast munkar. Reyndar stendur tilboðið ekki eingöngu körlum til boða því svipað boð stendur konum til boða hjá fransiskus-nunnureglu. Vinna í réttarsölum Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast setja ný lög sem heimila kvenkyns lögfræðingum að flytja mál sín fyrir dómstólum og að sögn Mohammed al-Eissa dómsmálaráðherra eru lög- in þáttur í fyrirætlunum Abdullah konungs um þróun dómkerfisins. Lögin, sem verða kynnt á næstu dögum, gera kvenkyns lögfræðing- um kleift, í fyrsta sinn, að flytja mál sem varða fjölskyldur fyrir dómstól- um, mál sem til dæmis varða skiln- aði og barnaforsjá. Eins og málum er háttað nú geta kvenkyns lögfræðingar eingöngu unnið á bak við tjöldin frá skrifstof- um á vegum hins opinbera eða inn- an dómshúsa. Fjarri góðu gamni Leikstjórinn Roman Polanski var fjarri góðu gamni þegar hann var tilnefndur besti leikstjórinn á kvik- myndahátíð í Berlín í Þýskalandi um helgina. Í stað þess að veita við- töku Silfurbirninum fyrir leikstjórn myndarinnar The Ghost Writer var Polanski staddur á svissnesku fjalla- heimili sínu með rafrænt ökklaband sem tryggir að hann fari ekki út úr garðinum. Polanski var handtekinn í Sviss í september, en hann hefur verið eft- irlýstur af bandarískum yfirvöldum síðan 1977 vegna kynferðisafbrots sem hann framdi gegn þrettán ára stúlku. Páfi blandar sér í umræðuna um strípiskanna: Heilindi fólks verðmætust Yfirmenn öryggismála á flugvöllum hafa kannski haldið að þeir hefðu nóg á sinni könnu með tilliti til skósprengj- uvarga og nærbuxnasprengju varga, að ógleymdum farþegum sem gleyma að setja tannkremið í litla plastpoka. En lengi getur vont versnað og nú hef- ur hans heilagleiki Benedikt XVI páfi bæst við áhyggjuefni þeirra. Á fundi í Páfagarði um helgina blandaði páfi sér með óvæntum hætti í umræðuna um áform um notkun strípiskanna á flugvöllum og sagði áheyrendum úr flugiðnaðinum að, án þess að hann vildi gera lítið úr hætt- unni sem stafar af hryðjuverkamönn- um, „helstu verðmætin sem yrði að verja og varðveita væri manneskjan, og heilindi hennar“. Benedikt páfi sagði að það kynni að reynast sérstaklega flókið að virða grundvallarreglur í nútíma samhengi sagði hann áheyrendahópnum sem samanstóð af framkvæmdastjórum flugvalla, öryggisstarfsfólki, flugstjór- um og öðrum sem tengjast flugiðn- aðinum. Páfi hafði orð á þeim vandamálum sem viðkomandi fólk þurfti að glíma við og væru tilkomin vegna efnahags- kreppunnar og ógnar vegna hryðju- verka á heimsvísu sem beindist að flugvélum og flugvöllum. En páfi var ómyrkur í máli og sagði að „það væri mikilvægt að missa aldrei sjónar á virðingu“ gagnvart manneskjunni. Talið er víst að ummæli Benedikts páfa verði vatn á myllu baráttufólks fyrir borgaralegum réttindum sem andvígt er notkun tækis sem nánast afklæðir fólk. Benedikt XVI páfi Mátar flugstjórahúfu á fundi með fólki úr flugiðnaðinum. MYND AFP utanríkisráðherra þeirra landa eiga ekki staðfestan fund með Lieberman á mánudag. Boðin ný vegabréf Bresk stjórnvöld hafa boðið þeim sex bresku borgurum sem lentu í því að vegabréf þeirra voru notuð við morðtilræðið í Dúbaí ný vega- bréf og vilja með þeim hætti koma í veg fyrir að þeir verði handteknir af alþjóðalögreglunni Interpol. Starfsfólk breska sendiráðsins í Tel Aviv hefur tekist að hafa upp á þeim öllum og þeir búa allir í Ís- rael. Alþjóðalögreglan Interpol hefur gert ráðstafanir svo unnt verði að finna og handtaka þau ellefu sem grunuð eru um aðild að morðinu, hvar sem er innan þeirra 188 ríkja sem aðild eiga að Interpol. Lögreglustjórinn í Dúbaí hefur krafist þess að yfirmaður Mossad- leyniþjónustunnar verði handtek- inn ef færðar verða sönnur á ábyrgð leyniþjónustunnar á morðinu. Lögreglustjórinn í Dúbaí, Dahi Khalfan Tamim, hefur krafist þess að yfirmaður Mossad-leyniþjón- ustunnar verði handtekinn ef færð- ar verða sönnur á ábyrgð leyni- þjónustunnar á morðinu. Í þarlendu dagblaði er haft eftir Tamim að hann sé þess nánast full- viss að Mossad hafi staðið að baki morðinu. „Það er 99 prósent, ef ekki 100 prósent [öruggt] að Moss- ad stendur að baki morðinu,“ var haft eftir Tamim. ÍSRAELAR KRAFÐIR SVARA Sendiherrar Ísraels á Írlandi og Bretlandi Dr. Zion Envrony (t.v.) og Ron Prosor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.