Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 18
Svarthöfði er miður sín eftir atburði helgarinnar. Eitt helsta goð hans, Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæj- arstjóri í Kópavogi, hefur verið mát- aður og sleginn út af borðinu. Þetta er áfall fyrir þau öfl í landinu sem vilja endurreisa Ísland og tryggja að allt verði eins og það var. Gunnar hefur á ferli sín-um marga fjöruna sopið. Hann er á meðal allra alþýðlegustu stjórnmála- mönnum. Í stað þess að loka sig inni í pýramída valdsins var hann gjarnan á vappi á meðal borgar- anna. Þannig var um tíma hægt að ganga að honum nokkuð vísum á hverfispöbbi nokkrum í Kópa- vogi. Sá veitingastaður átti reynd- ar Gunnari og Kópavogsbúum að þakka tilvist sína. Staðurinn var áður rekinn í nágrannasveitarfé- laginu Reykjavík. Þar gaus upp of- stæki í stjórnsýslunni vegna þeirrar menningarstarfsemi sem átti sér stað þar. Boðið var upp á listdans kvenna sem á sviði sýndu kúnst- ir sínar. Þetta bönnuðu öfgaöfl í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Gunnar bæjarstjóri brá skjótt við og veitti listafólkinu skjól í Kópavogi. Þá lét hann þess getið að ef dansinn fengi ekki að þrífast löglega myndi hann færast út á götur og torg með skelfilegum afleiðingum. Allt fram á þennan dag hefur þessi listgrein átt skjól í Kópavogi. Framan af var bæjarstjórinn gjarnan gestur þar í menningarskyni en vegna ofsókna hætti hann að mæta. Bæjarstjórinn í Kópavogi var dáður af meðborgurum sínum sökum alþýðleika og framkvæmdagleði. Það var gott að búa í Kópavogi. Í bæn- um draup smjör af hverju strái og peningarnir flæddu um hagkerf- ið. Það þurfti margar hendur til að vinna verkin. Og það var meiri eftirspurn en framboð á vinnandi fólki. Því greip Gunnar til þess ráðs að fela dóttur sinni að vinna verk- efni tengd sögu bæjarins sem aðrir nenntu ekki að sinna. Að sjálfsögðu þurfti dóttirin að fá umbun fyrir verk sín. Þetta var nákvæmnis- vinna og tímafrek þannig að millj- ónir þurftu að koma til greiðslu til að sanngirni væri til staðar. Óvinir Gunnars notuðu þetta gegn honum þótt þeim ætti að vera ljóst að dótt- irin færði fórnir í þágu sveitarfé- lagsins og föður síns. Ótal hagræðingaraðgerðir áttu sér stað í Kópavogi í tíð Gunnars. Hann gerði sjálfan sig að stjórnar- formanni lífeyrissjóðs bæjarstarfs- manna. Og til að einfalda málin lánaði sjóðurinn bænum fjármuni. Augljóst hagræði var að slíku þar sem þá þurfti ekki að eyða tímanum í að fara í banka. Lögreglan þurfti endilega að frýnast í þetta mál og bæjarstjórinn varð að segja af sér um stundarsakir. Síðasta aðförin að Gunnari var sú að hann fékk vin sinn, Halldór Jónsson, skoðunar- mann reikninga Kópavogsbæjar, til að taka að sér aukaverkefni sem fólust í eftirliti með byggingarfram- kvæmdum ýmsum. Fyrir þetta fékk skoðunarmaðurinn skitna milljón á mánuði eða samstals 70 millj- ónir króna. Þetta var auðvitað gert tortryggilegt. Með slíkum endem- um var umræða Baugsmiðlanna um málið að kónginum var skákað með þeim afleiðingum að hann féll. Svartur vann skákina. Kópavogsbú- ar sitja síðan uppi með að hafa af- neitað sínum besta syni. Eftirskrift- in verður eflaust „Það var gott að búa í Kópavogi“. KÓNGURINN MÁTAÐUR „Svarið er augljóst: Það verður enn betra að búa í Kópavogi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson sem hafnaði í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi um helgina. Ármann lagði þar Gunnar Birgisson, sem hafnaði í 3. sæti. Frægustu ummæli Gunnars frá því hann var bæjarstjóri eru líklega: „Það er gott að búa í Kópavogi.“ VERÐUR ÁFRAM GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI? „Mér vitanlega hefur Eva Joly ekki lagt neitt meira af mörkum en hver annar pistlahöfundur.“ n Björn Valur Gíslason um aðild Evu Joly af Icesave-deilunni en hann skilur ekki hvers vegna fólk dásami hana fyrir framlag sitt til hennar. - Visir.is „Ef einhver segir það auðvelt að sameina þessa hluti fjölskyldulífi þá er það auðvitað lygi.“ n Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi um að sameina fjölskylduna hasarnum í Hollywood. Honum hefur samt tekist það og hefur verið giftur í 35 ár. - DV „...skipta á mér og þúsund úlföldum.“ n Linda Pétursdóttir, fyrrverandi alheimsfegurðar- drottning, um að vini hennar hafi verið boðnir þúsund úlfaldar í skiptum fyrir hana þegar þau voru stödd í Marakó fyrir skemmstu. - DV „Ég held nú að ég hafi sýnt þeim kennara að hann hafði rangt fyrir sér.“ n Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, um ummæli fyrrverandi kennara sem sagði að það yrði ekkert úr honum. Hann hefur svo sannarlega afsannað þau orð. - DV „Æ, þetta er eitthvað svo óþægilegt.“ n Einn af gestunum á myndinni frægu sem tekin var af mörgum af helstu útrásarvíkingum landsins og vinum þeirra í skíðaferð í boði Landsbankans á sínum tíma. - DV Martröð Nýja-Íslands Martröð Nýja-Íslands er að ríkis-stjórn Samfylkingar og vinstri grænna verði með puttana ofan í einstökum ákvörðunum bank- anna um viðskiptalífið. Fyrr eða síðar myndu vanheilög tengsl stjórnmálaflokka og stór- fyrirtækja valda spillingu sem yrði verri en spillta viðskiptalífið fyrir hrun. Vald ríkis- stjórnar yfir ákvörðunum bankanna myndi marka endalok endurreisnarinnar og upphaf nýrrar spillingar. Martröðin er að samstaða komi í stað gagn- rýni og átaka; að allir þingmenn ríkisstjórnar- innar gangi í takt fylgjandi ákvörðunum for- manna stjórnmálaflokkanna. Að atvinnulíf og stjórnmál myndi með sér sömu samstöðu og var þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór með Sigurði Einarssyni til Kaupmanna- hafnar til að tala máli bankanna í mars 2008. Samstaðan var einkenni Íslands fyrir hrun. Samstaða er eitt helsta einkenni samfélaga í einvaldsríkjum. Lýðræðið er hins vegar stöð- ug átök, tortryggni og gagnrýni. Martröðin er að Íslendingar kalli yfir sig sterkan leiðtoga, sem aldrei viðurkennir mistök, og refsi þeim stjórnmálamönn- um sem geta endurmet- ið áhrif ákvarðana sinna í ljósi breyttrar stöðu. Hún er að þjóðin hafi ekki þroska til að hafna þeim sem vilja ekki biðjast afsökunar og líti á þá sem veikgeðja sem biðjast afsökunar. Martröð- in er að hér verði ríkjandi persónustjórnmál, þar sem afstaða snýst um að styðja óskeik- ula leiðtoga óháð málefnum og ákvörðunum. Hún er að stjórnmálin verði eins og fótbolta- leikur. Martröðin er að fólk verði aftur gert horn- reka fyrir skoðanir sem samrýmast ekki vilja valdamanna. Að fólk verði jafnvel rekið úr stöðum sínum á vegum ríkisins ef það tjáir sig frjálst. Martröðin er að þeir sem lögðu drög að Icesave-samningnum komist til valda með því að gagnrýna Icesave-samninginn. Hún er að Sjálfstæðisflokkur- inn komist til valda áður en hann verður dæmdur fyrir gjörðir sínar. Hún er líka að vinstri grænir venj- ist valdinu hraðar en þeir ná að siðvæða stjórnkerfið og stjórnmálin og lögbinda móteitur gegn spillingu. Martröð Nýja-Ís- lands nálgast. Ákallið eft- ir blindri samstöðu og sterkum leiðtoga til skjótra aðgerða verður sífellt háværara meðal fólksins í landinu. Það er eðlilegt ákall frá fólki sem hefur verið fórnað í skipulegan, langvar- andi þrældóm íslenskra húsnæðis- og bíla- lána. Ríkisstjórnin verður að setja í forgang að klára almenna löggjöf sem tjóðra bankana og frelsa almenning undan oki þeirra. Ágætis byrjun er frumvarp Lilju Mósesdóttur um að fólk geti skilað bankanum fasteign sinni án þess að bankinn hundelti það eins og saka- menn, á sama tíma og hann afhendir grunuð- um sakamönnum eignir á færibandi. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Martröðin er að samstaða komi í stað gagnrýni. BÓKSTAFLEGA 18 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. n Stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hefur undan- farin ár setið nær einn að því að verja meinta krimma Íslands. En nú hefur hann fengið grimma samkeppni því Jón Egilsson lögmaður rær á sömu mið. Og Jón hefur fengið drjúga aðstoð við að ná til sín kúnnum því Atli Helgason, lögfræðingur og fyrrverandi fangi, hefur gengið til liðs við hann. Atli sat árum saman á Litla-Hrauni og þekkir því vel til eftirsóknarverðra viðskiptavina. n Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, vann góð- an sigur í prófkjöri f lokksins og hreppti efsta sætið. Þetta er auðvitað góð- ur sigur og þá kannski sér- staklega í því ljósi að Ragn- heiður hafði gefið út að hún myndi ekki gefa kost á sér í slaginn. Talið var að það væri vegna einstak- lega bágrar stöðu sveitarfélagsins sem mun ganga í gegnum miklar þrengingar á næstunni. Sagt var frá sigri Ragnheiðar í fjölmiðlum en ekki var látið neitt uppi um þátttökuna. Lítill fugl í Árborg hvíslaði því að alls hefðu rúmlega 200 manns tekið þátt í prófkjör- inu. n Þau tíðindi úr kópavogi að Ár- mann Kr. Ólafsson bæjarfulltrúi lagði að velli sjálfan kóng- inn, Gunnar I. Birgisson, eru með þeim stærri í stjórnmála- sögunni. Með þessu lýkur 20 ára valdatíð Gunnars innan Sjálfstæðisflokksins. Ástæða falls hans er væntanlega sá spillingar- stimpill sem hann hefur á sér. Bæj- arfulltrúar flokksins sneru baki við sínum gamla leiðtoga og fylktu sér að baki Ármanni. Sama er að segja um leiðtoga annarra flokka sem sammæltust um að vilja ekki vinna með gamla kónginum sem þannig lenti uppi á skeri sinna pól- itísku örlaga. n Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur sig mikið í frammi þessa dagana. Lík- lega metur hann stöðu sína ótrygga í því ljósi að skipunartími hans rennur út á þessu ári. Hann mætti í viðtal hjá Tvíhöfða á Kan- anum í keflavík og var hinn mýksti. Eftir því var tekið að hann mætti ekki á sportbíl skattgreiðenda heldur á mun lé- legra ökutæki. Á sunnudagsmorg- un var Páll síðan á Rás 2 og svaraði spurningum langt á annan klukku- tíma. Reikna má með að hann láti taka við sig viðtöl víðar hjá eigin stofnun meðan á framboðsbarátt- unni stendur. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.