Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR Haig látinn Alexander Haig, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, lést á laugardaginn, 85 ára að aldri. Haig starfaði í ríkisstjórn þriggja forseta; Richards Nixon, Geralds Ford og Ronalds Reagan. Alexander Haig var lagður inn á John Hopkins-sjúkrahúsið í Balti- more í Maryland 28. janúar og and- aðist þar. Haig tók þátt í Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu og hlaut fjölda við- urkenninga fyrir. Hann reyndi án árangurs að hljóta útnefningu sem forsetaefni repúblikana í forseta- kosningunum 1988. Mannskæðar aurskriður Fjörutíu manns hið fæsta fórust og á annað hundrað manns slösuðust í aurskriðum á portúgölsku eyjunni Maderia um helgina. Pedro Barbosa hjá almannavörnum sagði í viðtali við CNN að einhverra væri saknað en ekki væri vitað um fjölda þeirra. Um 250 manns voru flutt á her- stöðvar og aðra örugga staði en ekki hefur verið hægt að komast á alla staði þar sem brýr hafa hrunið. Aur- skriðurnar voru afleiðing gríðarmik- ils úrhellis og tjónið varð á aðeins örfáum klukkustundum á laugar- dagsmorgni. Karzai er „leikbrúða“ Talibanar í Afganistan hafa hafnað síðasta ákalli Hamids Karzai forseta um frið, þrátt fyrir þunga sókn herja Atlantshafsbandalagsins undanfar- ið og að næstæðsti leiðtogi talibana hafi verið tekinn höndum. Í janúar fékk Karzai stuðning frá þeim þjóðum sem eiga her í Afgan- istan við fyrirætlanir hans um frið- arviðræður við þá uppreisnarmenn sem reiðubúnir séu til að snúa baki við ofbeldi. Einnig var heitið milljón- um bandaríkjadala til að hvetja bar- dagamenn til að leggja niður vopn. Talibanar hafa ítrekað hafnað friðartilboðum Karzais og segja að erlendir herir eigi að yfirgefa landið og að Karzai sé „leikbrúða“. Fundur Obama og Dalai Lama vekur „megna óánægju“: FUNDUR Í ÓÞÖKK KÍNVERJA Kínversk yfirvöld kölluðu sendiherra Bandaríkjanna í Kína á sinn fund fyrir helgi til að lýsa yfir „megnri óánægju“ vegna fundar Baracks Obama Banda- ríkjaforseta og Dalai Lama, sem átti sér stað á fimmtudaginn. Ekki hefur verið upplýst af hálfu Kínverja hvað nákvæmlega var rætt á fundi Jon Huntsman, bandaríska sendiherrans, og embættismanna í kínverska utanríkisráðuneytinu, en kínversk stjórnvöld höfðu áður varað við því að með fundi Obama og hins útlæga andlega leiðtoga Tíbeta væri stefnt í voða sambandi Bandaríkj- anna og Kína. „Kínverjar lýsa yfir megnri óánægju með, og staðfastri andstöðu við þennan fund,“ sagði talsmað- ur kínverska utanríkisráðuneytisins í yfirlýsingu í kjölfar fundar Obama og Dalai Lama, sem fór fram í Hvíta húsinu. Talsmaðurinn sagði að kínversk stjórnvöld bæðu þess að Bandaríkin íhuguðu alvarlega afstöðu Kínverja, og grípi tafarlaust til aðgerða til að þurrka út neikvæð áhrif fundarins og „hætti að makka með og styðja and- kínversk aðskilnaðaröfl“. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu í Kína sagði Jon Huntsman við kínverska emb- ættismenn að nú væri tími til að horfa til framtíðar og „vinna saman á þann hátt að báðar þjóðirnar, heims- hlutinn og heimurinn allur njóti góðs af“. Andað- hefur köldu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína undanfarið og talið fullvíst að fundurinn muni flækja málin enn frekar. Teiknað í snjóinn Dalai Lama fyrir utan Hvíta húsið. MYND AFP Írsk og bresk stjórnvöld eru ekki sátt við meinta aðild ísraelskra yfirvalda að morð- inu á Mahmoud al-Mabhouh og fölsun evrópskra vegabréfa. Utanríkisráðherrar Bretlands og Írlands hyggjast leita svara hjá ísraelskum starfsbróður sínum í dag. Avigdor Lieberman, utanríkisráð- herra Ísraels, má vænta erfiðra spurn- inga frá breskum og írskum starfs- bræðrum sínum í Brussel í dag. Ástæðan er meint notkun ísraelskra yfirvalda á fölsuðum evrópskum vegabréfum við drápið á Mahmoud al-Mabhouh, stjórnanda úr röðum Hamas-samtakanna, í Dúbaí 19. jan- úar. Avogdor Lieberman mun hitta David Miliband utanríkisráðherra Bretlands og Micheál Martin utan- ríkisráðherra Írlands á hliðarlínunni á fundi forsætisráðherra Evrópusam- bandslandanna og má gera ráð fyrir að Miliband og Martin muni krefjast svara um hver aðild ísraelskra yfir- valda kunni að vera að fölsun vega- bréfanna og launmorðinu á al-Mab- houh. Neita að tjá sig Í anda stefnu sem einkennist af tví- ræðni hvað varðar viðkvæm málefni á borð við pólitískar aftökur hafa ís- raelsk stjórnvöld neitað að tjá sig um morðið á Mahmoud al-Mabhouh sem átti sér stað þann 19. janúar á hótelherberi í Dúbaí. Ísraelsk stjórn- völd hafa aukinheldur neitað að tjá sig um fölsuðu vegabréfin. Lögreglan í Dúbaí segist gruna ís- raelska útsendara um morðið og hef- ur birt upplýsingar um ellefu manns sem ferðuðust með bresk, írsk, frönsk og þýsk vegabréf í fórum sínum og lögreglan telur að hafi átt hlut að máli. Nokkuð af þessu fólki hefur neit- að aðild að morðinu og að hafa nokk- urn tímann komið til Dúbaí. Því hefur vaknað sá grunur að Mossad-leyni- þjónustan ísraelska hafi afritað vega- bréfin og breytt þeim svo launmorð- ingjunum yrði kleift að ferðast til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og myrða Mahmoud al-Mabhouh. Fátt um svör Bresk og írsk stjórnvöld kölluðu sendi- herra Ísraels á sinn fund í síðustu viku til viðræðna um málið en frekar fátt varð um svör sem gætu varpað ljósi á málið og sagði sendiherrann, Ron Prosor, að honum „væri ómögulegt að veita aðstoð“ hvað varðaði frekari út- skýringar. David Miliband hefur hvatt Ísraela til samvinnu með tilliti til rannsókn- ar breskra yfirvalda á fölsuðu vega- bréfunum, en erfitt er að fullyrða um hvort tekst að varpa einhverju ljósi á málið á fundi utanríkisráðherranna í dag. Lieberman sagði í síðustu viku að engin ástæða væri til að ætla að Mossad ætti nokkra aðild að morðinu á Mahmoud al-Mabhouh. Slæmt samband Það hefur hvílt skuggi yfir sambandi Ísraels og Bretlands vegna hótun- ar breskra yfirvalda um að handtaka háttsetta ísraelska embættismenn vegna meintra stríðsglæpa. Fyrrverandi utanríkisráðherra Ís- raels, Tzipi Livni, frestaði för til Lund- úna í desember eftir að þarlendir fjöl- miðlar birtu þau tíðindi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hana vegna ásakana um stríðsglæpi í stríð- inu á Gaza um áramótin 2008/2009. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerðust bæði ísraelskir her- menn og Hamas-liðar sekir um stríðs- glæpi í stríðinu sem kostaði tæplega 1.400 Palestínumenn og þrettán Ísra- ela lífið. Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa einnig krafið Ísraela skýringa um morðið á Mahmoud al-Mabhouh en Hebreska orðið Mossad merkir „stofnun“. VERKEFNI MOSSAD: n Söfnun leyniupplýsinga utan landamæra ríkisins n Að koma í veg fyrir þróun óhefðbundinna vopna af hálfu óvinaríkja n Að koma í veg fyrir hryðjuverk gegn ísraelskum skotmörkum erlendis n Að koma á og viðhalda sérstökum diplómat- ískum og öðrum leyndum samböndum n Að ná gyðingum heim frá löndum þar sem ísraelska útlendingaeftirlitið má ekki koma að málum n Skipuleggja og framkvæma sérstakar aðgerðir utan Ísraels n Yfirmaður Mossad er Meir Dagan, fyrrverandi herforingi n Fyrsti forsætisráðherra Ísraels, David Ben-Gurion, heimilaði stofnun Mossad í desember 1949, nítján mánuðum eftir að Ísrael lýsti yfir sjálfstæði. Stofnunin heyrir undir forsætisráðuneytið. Mossad-leyniþjónustan Dagan Meir, yfirmaður Mossad KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is ÍSRAELAR KRAFÐIR SVARA Lieberman sagði í síðustu viku að engin ástæða væri til að ætla að Mossad ætti nokkra aðild að morðinu á Mahmoud al-Mabhouh. Úr öryggismyndavél hótelsins í Dúbaí Mahmoud al-Mabhouh skráir sig inn. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.