Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 14
ÓDÝRT Á AKUREYRI Neytendasamtökin könnuðu verð á sælgæti og drykkjar- föngum í nokkrum leikhúsum og tónleikasölum. Gos í gleri er ódýrast í Háskólabíói og hjá Leikfélagi Akureyrar. Þar kostar flaskan 250 krónur en hún kost- ar 400 krónur í Borgarleikhús- inu. Bjórflaska er einnig ódýr- ust hjá Leikfélagi Akureyrar, kostar 650 krónur. Hún er dýr- ust í Borgarleikhúsinu og kostar 850 krónur. n Almennt hefur það verið þannig að vörur sem framleiddar eru fyrir Bónus, til dæmis Bónus-safi, er ódýrari en önnur vörumerki. Viðskiptavinur í Bónus við Hallveigarstíg komast að raunum um að epla Brazzi reyndist tíu krónum ódýrari en Bónus eplasafi. Hann rak í það augun fyrir rælni. n „Ég var kominn á kassann í Krónunni í Lindunum þegar ég fattaði að mig bráðvantaði einn hlut. Ég vissi ekki hvar hann var geymdur svo afgreiðslustelpan skaust fyrir mig og sótti hlutinn. Það finnst mér góð þjónusta,“ sagði ánægður viðskiptavinur Krónunnar. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 197,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 197,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 199,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti Niðurstaða skýrslu fyrir Neytendasamtökin: BANKARNIR GETA AFSKRIFAÐ „Svigrúm viðskiptabankanna til að laga skuldastöðu heimilanna er ótvírætt til staðar. Er verið að nota það svigrúm að fullu og er verið að nota það svigrúm á þann hátt að aukin jöfnuður verði meg- inforsenda þeirra aðgerða?“ spyr hagfræðingurinn Kjartan Broddi Bragason. Hann hefur unnið skýrslu fyrir samtökin um skulda- stöðu íslenskra heimila. Niðurstöðurnar eru með- al annars þær að þegar skulda- staða íslenskra heimila er skoðuð er einkennandi hversu skuldugir tekjulægstu hóparnir eru. Dreifing skulda er mjög jöfn sem bendir til þess að tekjulægri heimili eiga erf- itt með að lifa samkvæmt eðlileg- um lágmarksneyslustöðlum sam- félagsins. Kjartan segir að félagsleg vandamál gætu aukist til lengri tíma litið. Kjartan segir að bankarnir hafi ótvírætt svigrúm til afskrifta og spyr hvort verið sé að nota það svigrúm á þann hátt að aukinn jöfnuður verði meginforsenda aðgerða. Hann seg- ir enn fremur að stór hluti umræð- unnar beinist að stóru bönkunum þremur en bendir á að meira en helmingur skulda heimilanna sé í eigu annarra aðila á fjármagns- markaði; einkum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Horfa þurfi til hvernig þessir aðilar geti tekið á sig auknar niðurfæslur eða afskrift- ir. Kjartan segir að verði skulda- stöðu heimilanna ekki komið í rétt horf geti endurreisn efnahagslífs- ins dregist verulega. Landflótti geti fylgt í kjölfarið. baldur@dv.is 14 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 NEYTENDUR RÁNDÝRT SÆLGÆTI Í könnun Neytendasamtakanna á verði á sælgæti í leikhúsum og tónleikasölum kom í ljós að Nissa-súkkulaði kostar 250 krónur í Borgarleikhúsinu, í Háskólabíói, í Íslensku óper- unni, hjá Leikfélagi Akureyr- ar og í Þjóðleikhúsinu. Ópal og Tópas kosta jafnmikið nema í Háskólabíói þar sem pakkinn kostar „ekki nema“ 200 krónur. Lakkrískonfekt í poka kostar á bilinu 300 til 250 krónur, þar sem það fæst. Vel hægt að afskrifa Skýrsluhöfundur segir að stóru bankarnir hafi nægt svigrúm til afskrifta. MYND PHOTOS.COM HOLLUR SKYNDIBITI Bananar, rúsínur og harðfiskur eru dæmi um skyndibita sem uppfyllir bæði þau skilyrði að vera ákaflega ríkur af mikil- vægum næringarefnum og afar handhægur. DV tók saman tíu heilsusamleg matvæli sem borða má hvenær sem er í amstri dagsins. Blaðið naut aðstoðar næringarfræðinga við hvaða efni er að finna í matnum og hvaða áhrif þau geta haft á líkamann. BANANAR Eru afar ríkir af steinefninu kalíum. Ef efnið vantar í líkamann getur það haft slæm áhrif á blóðþrýst- ing, þess vegna er talað um að gott sé fyrir fólk með háan blóð- þrýsing að borða banana. Þeir eru mjög auðugir af kolvetnum sem er aðal orkugjafi líkamans. Banani er auk þess trefjaríkur. HARÐFISKUR Er ríkur af Omega-3 fitusýrum og er hlaðinn hágæða próteinum. Fitusýrurnar virðast geta dregið úr bólgumyndun og rannsóknir benda til þess að þær geti haft jákvæð áhrif á heilastarfsemina. Nýlegar rannsóknir benda til að Omega fitusýrur geti jafnvel dregið úr depurð. HNETUR Eru mjög auðugar í andoxunarefnum eins og e-vítamínum. Þau hafa jákvæð áhrif til varnar krónískum hrörn- unarsjúkdómum. Mikilvægt er að fá nóg af e-vítamínum en of mikið magn hefur ekkert að segja. Í hnetum eru fjölómettaðar fitusýrur en þriðjungur fitunnar í fæðinu ætti að vera í því formi; þriðjungur úr einómettuðum fitusýrum (t.d. ólífuolía) og þriðjungur úr mettuðum fitusýrum (hörð fita). Íslendingar fá að jafnaði 2/3 hluta fitunnar úr mettaðri fitu. Það hlutfall má bæta með því að borða hnetur endrum og eins í stað afurða sem innihalda harða fitu (t.d. djúpsteiktar kartöflur). GULRÆTUR Sprengfullar af alls kyns næringarefn- um eins og c-vítamínum og efnum sem kallast beta-karótín. Það eru jurtaefni sem umreytast í a-vítamín en skortur á því leiðir til næturblindu eða jafnvel blindu í alvarlegum tilfellum. Skortur á a-vítamínum hjá börnum er algengasta orsök blindu, þegar heimurinn allur er skoðaður. A-vítamín eru andoxunarefni sem hafa jákvæð áhrif í för með sér fyrir líkamann, að því skyldu að við fáum efnið úr fæðu, en ekki fæðubótarefnum. TÓMATAR Líkt og eins gul- rætur innihalda tómatar karótín-efni. Efnið í tómötum kallast lýkópen. Ef það er í eðlilegu magni í líkamanum þá getur það hjálpað okkur í baráttu gegn ýmsum krónískum sjúkdómum. Þetta er einnig efni sem við verðum að fá úr fæðu til að það virki sem skyldi. BLÁBER Innihalda mikið magn andoxunarefna og talið er að neysla þeirra geti dregið úr einkennum hjá Alzheimer-sjúklingum og þeim sem þjást af elliglöpum. Rannsóknir sem gerðar voru á dýrum sýndu m.a. að neysla á bláberjum gæti lækkað kólesterólmagn í blóði og hjálpað til við stjórnun blóðþrýstings. Neysla Íslendinga á berjum er lítil og því ólíklegt að fólk borði yfir sig af berjum. HREIN AB- DRYKKJARJÓGÚRT A- og b-gerlar eru taldir geta stuðlað að betri meltingu og geta dregið úr óæskilegum afleiðingum af inntöku sýklalyfja. Einhverjar rannsóknir benda til að gerlarnir geti dreið úr óheppilegum bakteríum og sveppum í meltingarvegi. Mjólkurvörur eru auk þess langbesta kalkuppsprettan í fæðunni en kalk er mikilvægur þáttur í byggingu beina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.