Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 7
Þann tólfta janúar síðastliðinn reið gríðarlegur jarðskjálfti yfir eyríkið Haiti og skildi íbúa þess eftir í áfalli og ótta. Klukkustundirnar í kjölfar skjálftans voru þrungnar dimmu og drunga þegar fólk byrjaði að leita ástvina sinna sem lágu lífs eða liðnir undir rústum bygginga sem hrunið höfðu til grunna. Skemmdirnar voru gífurlegar og skortur á mat og vatni ógnaði lífi þeirra sem komust af. Icelandic Water Holdings brást hratt við þeim bráða vanda sem blasti við og gaf samtökunum Operation Blessing International átappað vatn sitt, Icelandic Glacial Water, í miklu magni. Samtökin fengu Bandaríska sjóherinn til samstarfs við sig um flutning vatnsins til Haiti. Fyrir hönd íbúa Haiti vilja samtökin Operation Blessing International þakka Icelandic Water Holdings innilega fyrir þetta höfðinglega og vel tímasetta framlag á Icelandic Glacial „Water for life“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.