Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 23
ÚTTEKT 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 23 Ég var búin að fara margar ferðir til heimilis-læknis en hafði ekki fengið almennilega skoð-un. Ég fékk bara fleiri og sterkari verkjatöflur,“ segir Júlía Katrín Behrend sem greindist með legslímuflakk þegar hún var 17 ára. Júlía Katrín hafði þjáðst af miklum tíðarverkjum frá 13 ára aldri og var auk þess með afar óreglulegan tíð- arhring. „Árið 2006 fór ég til kvensjúkdómalæknis sem fann mjög stóra blöðru á öðrum eggjastokknum. Hann vildi bara bíða og sjá og bað mig að koma aftur eftir sex mánuði. Síðar sama ár fór ég til annars læknis sem skoðaði mig og ákvað að skera mig og brenna blöðruna í burtu. Í kviðholsspeglun kom legslímuflakkið í ljós,“ segir Júlía Katrín og bætir við að hvorki hún né mamma hennar hafi nokkurn tímann heyrt getið um þennan sjúkdóm. „Ég var svo ung og áttaði mig ekki alveg strax á alvarleika málsins en eftir að hafa lesið mér til á netinu gerði ég mér grein fyrir að sjúkdómurinn gæti haft áhrif á frjósemi mína. Ég var ekki komin í neinar barneignar- hugleiðingar á þessum tíma en var samt alltaf með þetta á bak við eyrað.“ Barnleysið tekur toll Í dag er Júlía Katrín 21 árs en hún og kærasti henn- ar, Guðni Björn Gunnlaugsson, hafa reynt að eignast barn í næstum tvö ár án árangurs. „Kvensjúkdóma- læknirinn minn segir okkur að ræða við læknana á Art Medica en ég er orðin svo læknahrædd. Ég er samt að undirbúa mig fyrir að fara þangað og fá hjálp, það er næsta skref,“ segir hún og bætir við að barnleysið sé farið að taka sinn andlega toll. „Þetta er alveg rosa- lega erfitt og það er ekki nóg með að blæðingarnar séu merki um að ég sé ekki ófrísk heldur fylgir þeim mikill sársauki líka,“ segir Júlía Katrín og bætir við að hún mæli með að allar stúlkur tali við kvensjúkdóma- lækni ef þær gruni að þær séu með legslímuflakk. „Það er engin ástæða til að láta sér líða svona illa einu sinni í mánuði og því fyrr sem þetta greinist því betra. Ég vil líka benda konum á að vera ákveðnar í samskiptum sínum við lækna. Við verðum að standa fast á okkar og vera dálítið frekar því annars tekur allt svo langan tíma.“ indiana@dv.is Við tíðablæðingar fer blóð ekki bara niður um leg-hálsinn, heldur berst líka svolítið blóð upp í gegnum eggjaleiðarana og inn í kviðarhol- ið, einkum niður í grindarholið. Í blóðinu eru frumur úr legslímhúð- inni sem setjast á yfirborð eggja- stokkana eða á lífhimnuna sem þekur kviðarholið að innan,“ segir Reynir Tómas Geirsson, prófessor á Kvennasviði Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, þegar hann er beðinn um að útskýra legslímuflakk. Reyn- ir vill ekki meina að sjúkdómurinn sé feimnismál heldur hafi sjúkling- um oft reynst erfitt að skilja hann og læknum að útskýra hvað gerist. Ættgengur sjúkdómur „Frumurnar geta hjá sumum kon- um festst á lífhimnuna og borað sér leið inn undir hana eða inn í eggjastokkinn þar sem þær fjölga sér. Hjá flestum konum ná varnar- frumur líkamans að eyða þeim, en þegar það tekst ekki þá vaxa þær og svo blæðir mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár inn í eggjastokk- ana eða lífhimnuna. Við það mynd- ast bólga og þá losna hormón sem valda verkjum, sérstaklega þegar blæðir inn í eða undir lífhimnuna. Þegar eggjastokkarnir eiga í hlut eru verkirnir ekki jafn slæmir af því þar eru fáar skyntaugar, en þá geta myndast stórar blóðfylltar blöðrur sem svo springa einn daginn sem er ofsalega sárt.“ Reynir Tómas segir legslímu- flakk hafa áhrif á frjósemi kvenna. Bæði vegna þess að sjúkdóm- urinn trufli egglos og hafi áhrif á legslímhúðina sem taki við frjóvguðu eggi. „Stundum get- ur sjúkdómurinn verið þáttur í eða hreinlega valdið því að kon- ur eiga erfitt með að eignast börn en flestar geta þó orðið þungaðar með frjósemimeðferð,“ segir hann og bætir við að sumar konur séu næmari en aðrar og þeirra varn- arkerfi svari verr en hjá öðrum. Þetta sé ættgengt eins og íslensk- ar rannsóknir hafa sýnt. Sársauki við samfarir Reynir segir að á Íslandi megi gera ráð fyrir að um 2000 konur hafi haft sjúkdóminn þannig að hann hafi valdið þeim vandkvæðum á frjósemisaldrinum. „Þessi tala er há og við verðum að ná betur til þessara kvenna. Einkennin eru tíðaverkir sem standa lengur og eru verri en hjá öðrum konum, oft þungir verkir í grindarholi. Sumar konur finna fyrir sársauka við sam- farir. Getnaðarvarnir eins og pillan með lengri hléum eða hormóna- lykkjan geta haldið einkennum niðri, en líka meðganga og brjósta- gjöf og við tíðahvörf getur sjúk- dómurinn brunnið út.“ indiana@dv.is SJÚKDÓMURINN SEM EKKI MÁ NEFNA UM 2000 KONUR MEÐ LEGSLÍMUFLAKK GREIND 17 ÁRA MEÐ LEGSLÍMUFLAKK Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir Reynir Tómas segir að blóð fari ekki aðeins niður við blæðingar heldur einnig fari svolítið upp í gegnum eggjaleiðarana og inn í kviðarholið. Standa þétt saman Júlía Katrín og Guðni Björn hafa reynt í tvö ár að eignast barn án árangurs. Júlía Katrín segir barnleysið farið að taka sinn toll andlega. MYND: RAKEL ÓSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.