Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 11
Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, eigendur lyfjaversl- ananna Lyfja og heilsu, komust að samkomulagi við Íslandsbanka í mars 2009 að bankinn tæki hlutabréf þeirra í verslunum að veði vegna úti- standandi skuldar þeirra við bank- ann sem stofnað var til árið 2004. Félagið Aurláki heldur utan um hlutabréf þeirra bræðra í lyfjaversl- unum en það keypti Lyf og heilsu af öðru félagi í þeirra eigu, L&H Eign- arhaldsfélaginu, í lok mars 2008 fyrir rúma 3,4 milljarða króna. Skuld Aur- láka við Íslandsbanka nemur líklega um 3 milljörðum. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, skoðar nú hvort hægt sé að rifta sölunni á hlutabréf- um L&H Eignarhaldsfélags til Aur- láka á þeim forsendum að félagið hafi ekki verið gjaldfært á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað og að því hafi salan snúist um að koma eign- um undan búinu. L&H Eignarhalds- félag var dótturfélag Milestone. Lyf og heilsa eru eina eignin sem eftir er í viðskiptaveldi þeirra Wernerssona en meðal þess sem þeir hafa misst frá bankahruninu 2008 eru Sjóvá, Askar, Avant og eignarhlutur í Glitni. Aurláki greiddi ekkert fyrir Lyf og heilsu heldur tók félagið yfir 2,5 milljarða skuld L&H Eignarhalds- félags við Glitni, sem í dag heitir Ís- landsbanki, auk þess sem 900 millj- ónir voru greiddar með skuldajöfnun með viðskiptakröfum sem keyptar voru í skattaskjólinu Seychelles-eyj- um. Í kaupsamningnum á milli L&H Eignarhaldsfélags og Aurláka kom fram að fyrrnefnda félagið veitti því síðarnefnda seljendalán sem greið- ast skyldi „við fyrsta hentugleika“. Þessi upphæð var svo greidd með áðurnefndri skuldajöfnun. Bankinn mun líklega tapa Ef viðskiptunum verður rift mun þrotabú Milestone eignast fjárkröfu á hendur Aurláka sem nemur kaup- verðinu á Lyfjum og heilsu, rúmlega 3,4 milljörðum króna. Þar sem Aur- láki, sem stofnað var gagngert til þess að kaupa Lyf og heilsu af L&H Eign- arhaldsfélagi árið 2008, á ekki aðrar eignir, svo vitað sé, en Lyf og heilsu má því áætla að þrotabú Milestone muni þurfa að leysa til sín hluta- bréf Aurláka til að fá fjármuni upp í kröfu sína á hendur félaginu. Þrota- búið mun svo líklega selja lyfjaversl- anirnar. Sú þróun myndi hins vegar leiða til þess að Íslandsbanki myndi ekki fá neitt upp í um þriggja milljarða kröfu sína á hendur Aurláka þar sem þrotabúið væri búið að leysa til sín hlutabréfin sem bankinn á veð í. Því myndi bankinn þurfa að afskrifa kröfu sína á hendur Aurláka. Ljóst er að annaðhvort tapar þrotabú Milestone - Lyf og heilsa var selt út úr Milestone-samstæðunni án þess að greiðsla hefði komið fyrir lyfjaverslanirnar - eða bankinn sem lánaði fyrir kaupunum á Lyfjum og heilsu og tók veð í bréfunum. Færði lánið til Aurláka Ástæðan fyrir því að Aurláki, skuld- ar Íslandsbanka þessi fjármuni er sú að félagið tók yfir skuldir L&H Eign- arhaldsfélags 31. mars 2008, sama dag og Aurláki keypti Lyf og heilsu af L&H Eignarhaldsfélagi. Skuld- in þá nam rúmum 2,3 milljörðum króna en L&H hafði stofnað til henn- ar 8. júlí 2004 og var það lán til fimm ára. Lánið nam upphaflega rúmum 2 milljörðum króna og var í erlendum myntum. Eftir því sem næst verður komist fékk L&H Eignarhaldsfélag lánið frá Íslandsbanka árið 2004 til að kaupa Lyf og heilsu. Ólíkt öðrum lánum til Milestone-samstæðunnar var það lán hins vegar fært yfir til Íslands- banka, eftir bankahrunið en varð ekki eftir inni í þrotabúi gamla bank- ans, Glitnis, líkt og gilti um önnur lán félagsins. Undir skuldayfirfærsluna 31. mars 2008 skrifuðu lögmaðurinn Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarfor- stjóri Milestone, og Guðmundur Hjaltason, starfsmaður Glitnis, en hann skrifaði undir nánast alla lána- pappíra sem snertu Milestone fyrir hönd Glitnis. Guðmundur var síðar, á sumarmánuðum 2008, rekinn frá Glitni og réð hann sig til Milestone eftir það. Ástæðan fyrir því var meðal annars sú að aðkoma Guðmundar að lánveitingum til Milestone þótti ekki eðlileg. Þegar þessi lánasamningur frá 2004 rann út í fyrra þurftu Karl og Steingrímur Wernerssynir að end- urnýja lánasamninga við Glitni og leggja fram haldbær veð. Þetta var gert með því að veðsetja bréf Aurláka í Lyfjum og heilsu sem líkast til voru tekin út úr Milestone með ólögmæt- um hætti. FRÉTTIR 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 11 Á SNEKKJU MILESTONE INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is ISK 896.457.408 skal fært sem viðskiptaskuld milli kaupanda og seljanda og greiðast við fyrsta hentugleika. FENGU FYRIRGREIÐSLU FRÁ ÍSLANDSBANKA Karl og Steingrímur Wernerssynir veðsettu hlutabréf sín í Lyfjum og heilsu hjá Ís- landsbanka í mars í fyrra. Reikna má með að eignarhaldsfélag þeirra, Aurláki, skuldi Íslandsbanka um 3 milljarða króna í dag. Skiptastjóri Milestone skoðar hvort hægt sé að rifta kaupum Aurláka á Lyfjum og heilsu. Þá má áætla að bankinn þurfi að afskrifa kröfuna á hendur Aurláka. Skrifuðu undir Jóhannes Sigurðsson og Guðmundur Hjaltason skrifuðu undir yfirfærsluna á skuldum á L&H Eignarhaldsfélags við Glitni yfir til Aurláka í lok mars 2008. Skiptastjóri Milestone skoðar nú hvort rifta eigi viðskiptunum. Bréfin veðsett hjá Íslandsbanka Hlutabréf Aurláka voru veðsett hjá Íslandsbanka í mars í fyrra til tryggingar fyrir um 3 milljarða króna skuldum Wern- ersbræðra við bankann. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone og Guðmundur Ólason var forstjóri félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.