Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 25
SPORT 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 25 MIKE DEAN DÓMARI n Mike Dean er einn allra besti dómarinn í ensku úr- valsdeildinni og hefur haft hæstu meðaleinkunn allra í tvígang á síðust þremur tíma- bilum. Hann rak aftur á móti Andy Wilkinson, leikmann Stoke, út af með annað gult spjalt fyrir nákvæmlega ekki neitt. MARKVÖRÐUR n Paul Robinson - Blackburn Robinson var öryggið uppmálað í erfiðum aðstæðum gegn Bolton. Varði allt sem á markið kom. VARNARMENN n Julian Faubert - West Ham Besti leikur Fauberts fyrir West Ham. Frábær varnarlega og lagði upp annað mark liðsins. n Martin Skrtel - Chelsea Virkilega traustur í leiðindunum á City of Manchester Stadium. Bjargaði mjög vel á ögurstundu undir lok leiks. n Sylvain Distin - Everton Slökkti gjörsamlega á Wayne Rooney og fyllti þannig upp í flóðbylgju marka Manchester United. n Hermann Hreiðarsson - Portsmouth Eini maðurinn með lífsmarki hjá Portsmouth. Stóð sig vel. MIÐJUMENN n Emmanuel Eboue - Arsenal Arsenel-menn klappa ekki fyrir Eboue en það gerum við. Í þetta skiptið. n Valon Behrami - West Ham Sterkur gegn Hull og skoraði gott mark. n Cesc Fabregas - Arsenal Er bara svo góður í fótbolta. Sunderland átti ekki séns. n Stewart Downing - Aston Villa Var alveg góður og allt það. En hann skoraði tvö mörk og annað með hægri! Hvað viljiði meira frá Downing? SÓKNARMENN n Bobby Zamora - Fulham Skoraði sigurmarkið gegn Birmingham eftir að liðið hafði lent undir. n Didier Drogba - Chelsea Framherji og skoraði tvö mörk. LIÐ HELGARINNAR FALLIÐ SALIF DIAO STOKE n Skoraði sigurmark Stoke gegn Portsmouth á ögur- stundu. Stoke-menn voru þá orðnir einum færri meira að segja. Frábær þrjú stig sem fleyta Stoke upp töfluna. HETJAN SKÚRK URINN MARKIÐ PORTSMOUTH n DV elskar Portsmouth og er alveg óhrætt við að segja það. Það er líka mjög eðlilegt þar sem Hermann Hreiðarsson spilar með því. Við nýtum því þessa síðustu mánuði vel áður en við þurfum að kveðja vini okkar í Portsmouth. Lánleysi þeirra náði nýjum hæðum með tapinu gegn Stoke um helgina. Þegar Salif Diao skorar sigurmark í uppbótar- tíma verðurðu að líta í eigin barm. Átta stigum frá öruggu sæti er of mikið. Hemmi á þetta ekki skilið! JULIAN FAUBERT WEST HAM n Faubert átti stórleik fyrir West Ham gegn Hull, líklega hans besti fyrir liðið. Hann lagði upp annað mark liðsins á Carlton Cole með ótrúlega fallegri sendingu. Fimm- tíu metra innanfótar snudda út fyrir vörnina og inn á teig, beint í fætur Cole sem skoraði. Mögnuð sending. EVERTON - MAN. UNITED n David Moyes, stjóri Ev- erton, vann svo sannar- lega fyrir kaupinu sínu gegn Manchester United. Í stöðunni 1-1 setti hann Dan Gosling inn á sem skoraði og í stöðunni 2-1 setti hann Jack Rodwell inn á sem skor- aði líka. KLÚÐRIÐ STEWART DOWNING ASTON VILLA GEGN BURNLEY n Stewart Downing sýndi svo sannarlega sparihlið- arnar gegn Burnley um helgina og skoraði tvö mörk, tvö! Seinna markið var ekkert sérlega glæsi- legt, eiginlega bara ljótt. Það er samt klárlega mark helgarinnar því þessi æv- intýralega einfætti maður skoraði með hægri. Hann sjálfur vissi ekki af því að hann væri með hægri fót. GUMMINN Eboue Fabregas Downing Robinson Drogba Distin Zamora SkrtelHermann Faubert Behrami SENDINGIN SKIPTING- ARNAR n Gummi Ben var ekki hrifinn af einni skiptingu Steve Bruce í 0-2 tapi Sunderland gegn Arsenal. „Ja, hérna. Þeir ætla að setja Phil Bardsley inn á!“ MARKNETIÐ WIGAN - TOTTENHAM n Leik Wigan og Tottenham seink- aði um nokkrar mínútur því gat var á netinu í örðu markinu á DW-velli þeirra Wigan-mann. Svoleiðis má ekki gerast í úrvalsdeildinni. Þetta er eins og að mæta á jólaballið með gat í klofinu á buxunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.