Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 30
Síðastliðinn föstudag hófst miðasala í fertugsafmæli Páls Óskars Hjálmtýssonar. Palli hef- ur um árabil verið einn vinsæl- asti tónlistarmaður landsins og sérstaklega undanfarin ár. Það má því búast við því að uppselt verði í afmæli hans sem fer fram finntudaginn 18. mars á Nasa. Palli ætlar á tónleikunum að leika lög frá öllum ferli sínum sem spannar tæpa tvo áratugi. Hljósmveitin Hjaltalín mun vera honum til halds og trausts en þau komu fram saman á síðustu Airwaves-hátíð. DJAMMAÐI MEÐ PARÍS HILTON Rapparinn Erpur Eyvindarson skoðar nú útgáfusamninga fyrir væntanlega sólóplötu sína. Erpur er með þrjú eða fleiri tilboð í höndun- um og því úr nægu að velja. Erpur er langt á veg kominn með að klára plötuna en líklegt er að hún komi út í vor eða snemma í sumar. Þetta er fyrsta platan sem Erpur gefur út einn síns liðs en hann hefur áður sent frá sér tvær plötur ásamt XXX Rottweilerhundum. Þær náðu báðar gríðarlegum vinsældum og seldust í tugþúsundum eintaka á sínum tíma. Hundarnir eru þó áber- andi á plötunni og leggja Erpi lið í mörgum laganna. Það er að segja að rapparinn Bent er í nokkrum lög- um og taktasmiðurinn Lúlli er einn- ig áberandi á henni. Nokkur lög af plötunni hafa þegar farið í spilun en þar má helst nefna Hleraðu þetta, Stórasta landið og Reykjavík Belfast. Eins og frægt er orðið lenti Erp- ur í útistöðum við raparann Móra á dögunum. Atvikið átti sér stað í húsakynnum 365 í Skaftahlíð þar sem þeir Móri og Erpur áttu að mætast í útvarpsviðtali í þættinum Harmageddon. Þegar upp úr sauð á milli þeirra lagði Móri til Erps með hníf en hann var einnig vopnað- ur rafbyssu. Erpur komst undan og náði að verjast árásinni með skúr- ingamoppu. Þeir hafa báðir ákveðið að leggja fram kæru vegna málsins sem er einsdæmi í íslenskri tónlistarsögu. asgeir@dv.is VELUR ÚR SAMNINGUM FAGNAR FERTUGU ERPUR EYVINDARSON AÐ LEGGJA LOKAHÖND Á PLÖTU: FYRIRSÆTAN LILJA INGIBJARGARDÓTTIR: Knattspyrnudómarinn Garðar Örn Hinriksson lagði flautuna á hilluna í vikunni en hann hefur verið einn allra skrautlegasti dómari efstu deildar síðustu ár. Meðal annars gaf hann þrettán rauð spjöld í fyrstu tólf leikjum tímabilið 2008, eitthvað sem enginn annar hefur leikið eftir. Íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson var fljótur að bregð- ast við fregnunum og stofnaði Face- book-hóp með yfir- skriftinni: „Rauði baróninn má ekki hætta!“ en í lýsingu hópsins segir: „Íslensk knatt- spyrna er ekki söm án hans.“ Eftirminnilegt er þegar Henry leiddi Garðar og Gilzenegger að friðarviðræðum í beinni í útvarps- þættinum Skjálfanda. Garðar segist sjálfur ætla að fara einbeita sér að öðrum verkefnum og sinna fjölskyldunni meira. Garðar stofnaði einnig slúðurvefinn goss- ip.is ásamt núverandi konu sinni. VIL HALDA GARÐARI 30 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FÓLKIÐ Erpur Eyvindarson Velur milli útgefanda. Lilja Ingibjargardóttir bjó í þrjú ár í New York og Los Ang- eles þar sem hún stundaði skemmtanalífið af kappi. Lilja þekkir stórstjörnuna París Hilton en hótelerfinginn bauð henni með sér í þyrlu til Las Vegas yfir áramótin. Lilja segir módelbransann harðan og að margar fyrirsætur sofi hjá ljósmyndurum til að næla í verkefni. „Heimurinn þarna úti er mjög harð- ur og ef þú ert ekki til í að gera allt til að komast áfram áttu erfitt uppdrátt- ar,“ segir Lilja Hlín Ingibjargardótt- ir fyrirsæta sem bjó í þrjú ár í New York og Los Angeles þar sem hún var í námi og starfaði sem fyrirsæta. Á föstu með módeli Lilja notaði tímann vel til að kynnast skemmtanalífi stórborganna og hef- ur djammað með ekki minni nöfn- um en París Hilton og Hillary Duff auk þess sem hún rakst á Jude Law og Lindsey Lohan. „Ég hef oft hitt París og hef t.d. farið heim til henn- ar í partí. Hún er ótrúlegur djamm- ari og það er svolítið erfitt að kynn- ast henni, enda vinnur hún við að skemmta sér. Það er örugglega erfitt að eiga vinkonur þegar þú ert svona fræg en hún er samt skárri en systir hennar. Nicky er aðeins of mikið að reyna. Skemmtistaðirnir borga París háar upphæðir fyrir að mæta og láta sjá sig á þeirra bar og á gamlárskvöld átti hún að fara með þyrlu til Las Ve- gas til að mæta á einhvern barinn. Hún bauð mér með en ég hafði ekki áhuga,“ segir Lilja sem bjó úti með kærastanum sínum, fyrirsætunni og leikaranum Bryce Draper. Þau eru nú hætt saman en Draper hefur náð langt sem karlkynsfyrirsæta, enda funheitur karlmaður þar á ferð. Erfiður bransi Lilja segir mikla spillingu í módel- bransanum í Ameríku sem einkenn- ist af því að stelpur verði nánast að selja sál sína ef þær vilji ná langt. „Ef þú vilt ekki sofa hjá ljósmyndar- anum hefur hann sjaldnast áhuga á að mynda þig. Ég held að flestar leik- konur og fyrirsætur þarna úti hafi virkilega þurft að sofa sína leið inn í bransann nema þær séu svo heppn- ar að eiga áhrifamikla foreldra sem hjálpa þeim að komast áfram. Sjálf hef ég ekki áhuga á svona lífsstíl og ákvað að drífa mig heim og hvíla mig á þessum heimi. Hér heima er þetta allt öðruvísi en hér eru upphæðirnar í boði líka mun lægri. Mér líkar ekki við þessa hlið á bransanum en ann- ars finnst mér þetta voðalega spenn- andi. Stelpur sem fara af stað inn í þennan heim verða að vera með bein í nefinu og passa að verða ekki fyrir of miklum áhrifum glyssins. Ef það tekst er þetta yndislegur heimur og sjálf ætla ég að vera hluti af honum eins lengi og ég get,“ segir Lilja sem heldur sér í formi með því að mæta í ræktina auk þess sem hún stundar trimform. Sjónvarpið draumurinn „Ég er ung og ætla að nota það sem ég hef á með- an ég hef það. En ég verð ekki fyrirsæta alla ævi og ætla því að mennta mig meira. Draum- urinn er ekki að verða ofurfyrir- sæta en það væri gaman að næla í gott verkefni sem gefur vel af sér. Mig langar mest að læra lífeðlis- fræðilega sál- fræði eða vinna í sjónvarpi. Ég á nokkrar eining- ar eftir í stúd- entinn og ætla að klára það og svo dríf ég mig aftur út, reynsl- unni ríkari.“ indiana@dv.is Flott Lilja hefur allt að bera til að ná langt í módelbransanum. Hún segir bransann erfiðan og að hún hafi oft verið beðin um að sofa hjá ljósmyndurum vegna verkefna. Hún hafi hins vegar ekki áhuga á slíku. Með fyrrverandi Lilja bjó með fyrirsætunni Bruce Draper í Ameríku. Þau eru nú hætt saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.