Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 13 LOKAÐI MOGGANUM FYRIR SVERRI Styrmir Gunnarsson „... hægur vandi væri að segja skuldunum upp og ganga að Styrmi og gera hann gjaldþrota.“ flokksins. Slíkar væru upplýsingarn- ar sem bréfið hefði að geyma og slíkt væri eðli hótananna. Matthías Johannessen kvaðst um sama leyti ekki skrifa undir kenningu Sverris um höfund bréfsins en kann- ast við að hafa fengið það og afhent Sverri. Bréfið var ritað eftir að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hafði gert árangurslausa tilraun, með að- stoð hluta af stjórn Árvakurs, til að loka Morgunblaðinu fyrir Sverri Her- mannssyni. Sverrir hafði farið ham- förum á síðum blaðsins vorið og sumarið 1998 og beint spjótum sín- um einkum að Davíð og Finni Ing- ólfssyni eftir að hann hraktist nauð- ugur frá Landsbankanum. Friður óttans Bréfritari byrjar á því að segja frekari umræður um Lands- bankamálið þýðingar- lausar og tilgangur Morgunblaðsins sé sá einn að verja Sverri Hermannsson því hann fái að „ryðja úr sér óþverranum á síðum blaðsins“. Ritstjórarnir muni fá að kenna á slíku framferði. Bréfritari víkur að málum Styrmis en segir að um það allt saman hljóti Matthías Jo- hannessen að vera kunnugt. Dav- íð Oddsson hafi sagt Styrmi að fyrst hann notaði Moggann til að hafa af sér mannorðið myndi hann (Davíð Oddsson) launa honum lambið gráa og upplýsa allt um fjármál hans. Úr því myndi fást skorið hvor þeirra lifði slíkt af. Bréfið endar svo á því að lagt er til að allur málatilbúnaður, sem víki að Sverri, verði af lagður. Hann sé eng- um til góðs, en af nógu sé að taka í banka eins og Landsbanka, ef nógu djúpt sé grafið og menn séu nægilega ósvífnir. Minnt er á að friður óttans sé varanlegasti friðurinn. Stjórn Árvakurs varð ekkert ágengt við að loka Morgunblaðinu fyrir Sverri fyrir um 12 árum og rit- stjórarnir höfðu óundirritaða bréfið að engu. Það var ekki fyrr en Davíð hafði sjálfur verið hrakinn úr stóli seðlabanka- stjóra, grunaður um vanrækslu eða yfirsjónir í starfi og orðinn ritstjóri Morg- unblaðsins, að loks tókst að loka blaðinu fyrir Sverri Hermanns- syni. Ritstjórinn Davíð Oddsson neitaði að taka grein Sverris til birtingar og var hún því birt í Fréttablaðinu. Andri Árnason, hæstaréttarlögmað- ur og aðjúnkt við lagadeild Háskól- ans í Reykjavík, ritar grein í nýtt tölublað Tímarits lögfræðinga um ráðherraábyrgð og bendir á að lögin um ráðherraábyrgð hafi sætt ýmiss konar gagnrýni. Í fyrsta lagi hafi verið bent á að ákvæði 10. greinar laganna kunni að vera of almennt orðað og óljóst til að fullnægja meginreglunni um skýr- leika refsiheimilda. Í umræddri lagagrein segir að ráðherra verði sekur eftir lögunum misbeiti hann stórlega valdi sínu enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættismörk sín. Síðari málsgreinin þykir öllu mikilvægari en þar segir að ráðherra verði sekur „ef hann framkvæm- ir nokkuð eða veldur því, að fram- kvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann læt- ur farast fyrir að framkvæma nokk- uð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir“. Andri segir að þessi grein lag- anna um ráðherraábyrgð sé eins konar vísiregla og mat verði að leggja á það hvort viðbrögð ráð- herra, athafnir þeirra eða athafna- leysi varðandi tiltekna athöfn eða atburði, sem haft geti áhrif á heilll íslenska ríkisins, hafi verið forsvar- anleg. Fjórir fyrrverandi ráðherrar eru nefndir til sögunnar vegna mögu- legrar vanrækslu, andvaraleysis eða mistaka; Geir H. Haarde, Björg- vin G. Sigurðsson, Árni M. Mathie- sen og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir. Öll voru þau í ríkisstjórn þegar bankakerfið hrundi í byrjun októb- er 2008. Eru lögin nægilega skýr? Andri dregur einnig fram að lögin um ráðherraábyrgð hafi sætt gagn- rýni vegna þess að þau hafi ekki að geyma ákvæði um upplýsingagjöf ráðherra. „Í annan stað hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort ekki þurfi sérstaklega að skoða hvort leggja eigi refsingu við því í lögum um ráðherraábyrgð ef ráðherra gef- ur Alþingi rangar eða villandi upp- lýsingar eða leynir mikilvægum upplýsingum.“ Andri bendir í þriðja lagi á að lög um ráðherraábyrgð sem og lögin frá sama tíma um landsdóm, sem ætlað er að dæma ráðherra, geri ekki ráð fyrir því að fram fari sérstök rannsókn á ætluðum brotum ráðherra áður en Alþingi ákveður að höfða mál. Þar á hann við rannsókn sambærilega lög- reglurannsókn í opinberum málum. Þetta gangi þvert gegn þeirri megin- reglu laga um meðferð sakamála að rannnsókn skuli vera að fullu lokið áður en mál sé höfðað með ákæru. Í fjórða lagi, bendir Andri á „að ákvæði laga um ráðherraábyrgð séu óljós varðandi ábyrgð ráðherra gagnvart stjórnarframkvæmdum, þar með talið vegna athafna undir- manna þeirra“. Þingið í hlutverk saksóknara Jónatan Þórmundsson lagaprófess- or gerir þó ekki mikið úr ágöllum ís- lensku laganna um ráðherraábyrgð. „Þau eru vel samin og standa vel tímans tönn miðað við að þau eru samin árið 1963. Það er því ekki erf- iðara að túlka lögin um ráðherra- ábyrgð en mörg önnur lög.“ Jónatan bendir á að í samtímanum sé krafist meiri nákvæmni um refsiheimildir og refsiákvæði en það sé í samræmi við mannréttindaákvæði sem tek- in voru upp í stjórnarskrá árið 1995. Hann telur jafnframt að íslensku lögin um ráðherraábyrgð séu ekki lakari og að sumu leyti skýrari og ít- arlegri en þau dönsku. En augljós- lega sé of seint að breyta lögunum gagnvart þeim málum sem kunna að koma til álita í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Alþingi tekur ákvörðun um máls- höfðun gegn ráðherra eða ráðherr- um á grundvelli þingsályktunartil- lögu. Að því loknu þarf það að skipa sérstakan saksóknara Alþingis. Það er skylda þessa saksóknara að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæru- atriðum. „Honum ber að undirbúa gagnasöfnun og rannsókn á málinu og gera tillögur til landsdóms um viðeigandi ráðstafanir til að leiða hið sanna í ljós,“ eins og segir í grein Andra. Alþingi hefur þegar skipað þing- mannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar, VG, sem undirbýr fram- hald málsins. Fulltrúar í nefndinni eru í hlutverki saksóknara og eiga úr þessu erfitt með að tjá sig um málið opinberlega. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Í hlutverki ákæruvalds Atli Gíslason er formaður þingmannanefndar sem taka á ákvarðanir um mögulega saksókn gegn ráðherrum. Ýmiss konar gagnrýni Andri Árnason aðjúnkt bendir á að refsiheimildir séu ekki nægilega skýrar varðandi ábyrgð ráðherra. Ekki erfitt að túlka lögin Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor segir íslensku lögin um ráðherraábyrgð að ýmsu leyti skýrari en þau dönsku. ALÞINGI ÁKÆRIR Verði ráðherrar ákærðir á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ber þinginu að samþykkja fyrst þingsályktunartillögu og skipa sérstakan saksóknara Alþingis. Alþingi Lögmenn telja lögin um ráðherra ábyrgð skýr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.