Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR Starfsmenn Milestone og makar þeirra fóru í þriggja daga lúxus- siglingu um Miðjarðhafið á stórri snekkju sumarið 2006. Lagt var upp frá Napólí á Suður-Ítalíu og siglt um Miðjarðarhafið og áð í stuttan tíma á nokkrum stöðum áður en siglt var aftur til ítölsku borgarinnar. Snekkjan sem siglt var á var leigð og er að öllum lík- indum frönsk þar sem franski þjóðfáninn blakti við hún á fley- inu meðan á siglingunni stóð. Einn af gestunum sem var í siglingunni segir að ferðin hafi verið góð. „Þetta var virkilega skemmtilegt,“ segir gesturinn en hann vill ekki láta nafn síns getið. „Þetta var ferð sem starfsmönn- um Milestone og dótturfélaga var boðið í,“ segir gesturinn en af orð- um hans að dæma var það Mile- stone sem greiddi fyrir ferðina. Glaðværð og áhyggjuleysi Vel fór um Milestone-fólkið á sigl- ingunni, líkt og myndirnar sýna, og var þjónustufólk um borð sem þjónaði þeim meðan á ferðinni stóð. Á myndunum sést Milestone- fólkið meðal annars að snæðingi á þilfari snekkjunnar: sólin skín í heiði, rækjur með majonessósu virðast hafa verið bornar á borð og vatn og vín sést í glösum. Yfir myndunum hvílir glaðværð og áhyggjuleysi: Milestone-fólkið er að slaka vel á og njóta lífsins sam- an í sólinni í suðrinu enda fátt sem benti til þess að íslenska efnahags- hrunið væri á næsta leyti. Íslensku kaupsýslumennirnir eins og þeir Milestone-menn voru ennþá tald- ir vera galdramenn sem búið gátu til peninga nánast úr loftinu. Kúrðu og léku sér í búningum Á nokkrum myndum sjást farþeg- arnir á snekkjunni kúra saman undir hvítum teppum á mjúkum beddum á þilfari skipsins. Myrkr- ið er skollið á og himinninn er stjörnubjartur, værðin var kom- in yfir farþegana sem flatmöguðu á beddunum og héldu utan um maka sína. Á þilfari snekkjunnar var heit- ur pottur en engar myndir eru af Mile stone-fólkinu að lauga sig í honum. Hvítvínsglas sést hins vegar hálffullt og síðar tómt á bakkanum á pottinum á meðan eiginkonurnar bronsa sig á bikin- íum í Miðjarðarhafssólinni. Aðrar myndir sýna Milestone- fólkið bregða á leik og klæða sig upp í grímubúninga eða einhvers konar dulargervi: Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, er með gerviyfirvaraskegg og hatt, Þór Sigfússon er með gerviskegg og hálsklút og eiginkonurnar eru í alls kyns furðulegum búning- um. Af myndunum að dæma er því ekki nema von að gaman hafi verið í ferðinni, líkt og gesturinn ónafngreindi segir enda virðist ekkert hafa skort í aðbúnaðinum um borð í snekkjunni. Myndirn- ar eru enn ein staðfestingin á því hversu gaman var hjá íslenska út- rásarfólkinu á góðæristímunum fyrir hrunið en jafnframt hversu aðstæður þess hafa breyst síðan þetta var. Á SNEKKJU MILESTONE Starfsmenn Milestone og makar þeirra fóru í þriggja daga siglingu um Miðjarðarhafið sumarið 2006. Myndirnar frá ferð- inni sýna að ekki væsti um Milestone-mennina. Þeir áttu kósí stundir undir teppi, brugðu á leik í grímubúningum, borðuðu góðan mat og nutu samvista hver við annan. Steingrímur og frú Steingrímur Werners- son sést hér ásamt konu sinni, Dina Akhmetz- hanovu, um borð í snekkjunni. Steingrímur hefur átt við erfið veikindi að stríða síðustu ár. Kósí stemning Stemningin á Milestone-skútunni var afar kósí. Þeir Milestone- menn hreiðruðu um sig á þilfari snekkjunnar ásamt mökum sínum og nutu siglingarinnar. Stundin endaði á því að allir fóru undir teppi. Karl Wernersson, Jóhannes Sigurðsson, Guðmundur Ólason og Þór Sigfússon sjást hér slaka á. Við borð Milestone Karl Wernersson, Jóhannes Sigurðsson og Þór Sigfússon sjást hér við borð á þilfari snekkjunnar ásamt nokkrum mökum starfsmanna Milestone. Á boðstólum voru rækjur og sést Þór kreista sítrónu yfir sínar. Þjónústustúlka sést á bak við Jóhannes. Brugðið á leik Af myndunum frá snekkjunni að dæma virðast Milestone-menn hafa brugðið á leik í siglingunni og klætt sig í grímubún- inga. Guðmundur Ólason sést hér með pípuhatt og yfirskegg. Engin smásmíði Snekkjan sem siglt var á var engin smásmíði, líkt og sést á þessari mynd. Snekkjan sést hér í Napólí-höfn. Hún mun hafa verið leigð fyrir siglingu þeirra Milestone-manna. Franskur fáni var á snekkjunni. Á snekkju Milestone Þór Sigfússon, Guðmundur Ólason og Karl Wernersson sjást hér á þilfari Mile stone-snekkjunnar á Miðjarðarhafinu árið 2006. Með þeim í för eru eiginkonur nokkurra starfs- manna Milestone. Í baksýn sést önnur snekkja. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Þetta var virkilega skemmtilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.