Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 2
SKÝRSLAN LEIT DAGSINS LJÓS Eftir langa bið leit skýrsla rannsóknarnefnar Alþingis loksins dagsins ljós á mánu- dag. Óhætt er að segja að þar komi fjölmargt athygl- isvert fram en einna mesta athygli vekur að fyrrverandi ráðherrar eru sakaðir um vanrækslu í skýrsl- unni í aðdraganda hrunsins. Má þar nefna Björgvin G. Sigurðsson, Geir H. Haarde og Árna Mathiesen. Eftir- litsstofnanir fengu líka sinn skerf af gagnrýni. Þannig fékk Fjármálaeftir- litið og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri eftirlitsins, slæma útreið sem og fyrrverandi seðlabankastjór- ar, þeir Davíð Oddsson, Ingimund- ur Friðriksson og Eiríkur Guðnason. Er það samdóma álit málsmetandi manna að skýrslan standi fyllilega undir væntingum og engum sé hlíft. HEFUR ALIÐ Á FORDÓMUM Séra Gunnar Þorsteinsson í Krossinum boðar byltingu í starf- semi trúfélagsins sem á að höfða til breiðari hóps í samfélaginu. Í mánudagsblaði DV viðurkenndi Gunnar að hefð fyrir fordómum hefði skapast í söfnuðinum og hann sjálf- ur hefði alið á þeim. Hann hefur tekið lífið til endurskoðunar og vill varpa fordómun- um fyrir róða. „Mitt líf hefur breyst mikið og ég vil breyta því meira. Og ég vil ekki vera með einhvern farangur í mínu lífi sem á þar ekki heima,“ segir Gunnar en hann telur að Krossinn þurfi að höfða til breiðari hóps í samfélaginu. Til þess þurfi söfnuðurinn að varpa fordómunum fyrir róða og skoða eigin innviði hátt og lágt. „Ég hef verið að skoða þetta undanfarna mánuði. Ég hef verið að breyta mínu lífi og minni predikun. Síðustu 18 mánuði hefur hún breyst allverulega.“ AUÐMENN FLÝJA LAND Pálmi Haraldsson í Fons flutti nýver- ið lögheimili sitt til Bretlands. Það gerðu auðhjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jó- hannesson líka í janúarmánuði síðastliðnum. Fyrir í breska kon- ungsveldinu var að finna banka- mennina Ágúst Guðmunds- son, starfandi stjórnarformann Exista, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupthing Singer & Friedlander í London, Björgólf Thor Björgólfsson, Hannes Smárason, Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann Byrs, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lýð Guðmundsson, forstjóra Exista og stóran hluthafa í Kaupþingi, og Sigurð Einarsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings. Íslensku bankamennina er að finna víðar í veröldinni en í Bretlandi. Þannig býr Halldór J. Kristj- ánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, í Kanada, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, býr í Lúxemborg, Ólafur Ólafsson, einn af kaupendum Búnaðarbankans í einkavæðingu ríkisbank- anna, í Sviss og Magnús Þorsteinsson, einn af aðaleigendum Landsbank- ans, í Rússlandi. 2 3 1 MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 14. – 15. APRÍL 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 42. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 Lágmúli 5 |108 Reykjavík S: 590 9200 | www. laekning.is LÆKNISFRÆÐILEG SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA LOKSINS! GEIR H. HAARDE ÁRNI M. MATHIESEN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON JÓNAS FR. JÓNSSON DAVÍÐ ODDSSON INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON EIRÍKUR GUÐNASON BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON SÖKUDÓLGARNIR AFHJÚPAÐIR AUÐMENN FLÝJA LAND Pálmi í Fons, Ingibjörg Pálmadóttir, Lýður Guðmundsson, Ólafur Ólafsson SIÐLEYSIÐ OG HRUNIÐ n „ÞYRMDI YFIR MIG“ BJARNI TÓK ÞÁTT Í BROTI n FORDÆMIR ÞAÐ SAMA OG HANN GERÐI SJÁLFURFRÉTTIR FRÉTTIR MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 12. – 13. APRÍL 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 41. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 HVAR ERU ÞAU? n FÓLKIÐ SEM KEMUR VIÐ SÖGU Í RANNSÓKNARSKÝRSLUNNI ÉG HEF ALIÐ Á FORDÓMUM n „VIL EKKI VERA ÞANNIG“ n KENNDI SAMKYNHNEIGÐ VIÐ VIÐBJÓÐ n KROSSINN BREYTIR UM STEFNU n „VIÐ ÆTLUM AÐ VEIÐA MENN“ Lágmúli 5 |108 Reykjavík S: 590 9200 | www. laekning.is LÆKNISFRÆÐILEG SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA GUNNAR Í KROSSINUM BREYTIR LÍFI SÍNU: MEGA EKKI EIGNAST BÖRN SEÐLABANKASTJÓRI: HÖMLUR EÐA EVRA n „VIÐ SITJUM ENN ÞÁ EFTIR“ HVAÐ FÆST FYRIR GOLFPENINGANA? FRÉTTIR ÚTTEKT n STAÐGÖNGU- MÆÐRUN BÖNNUÐ MISSIR BÍL, BORGAR 1,5 MILLJÓNIR NEYTENDUR ÚTRÁSARVÍKINGAR SÆKJA RÉTT SINN! FRÉTTIR FRÉTTIR FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 Þó svo að útrásarvíkingar og eigendur og stjórnendur viðskiptabankanna færi lögheimili sín til annarra landa kem- ur það þeim ekki undan íslenskri rétt- vísi, hafi þeir gerst brotlegir við lög hér á landi. Pálmi Haraldsson, oftast kenndur Þó svo að útrásarvíkingar og eig- endur og stjórnendur viðskipta- bankanna færi lögheimili sín til annarra landa kemur það þeim ekki undan íslenskri réttvísi, hafi þeir gerst brotlegir við lög hér á landi. Pálmi Haraldsson, oftast kennd- ur við Fons og einn af aðaleigend- um Glitnis fyrir bankahrun, hefur flutt lögheimili sitt úr landi, nán- ar til tekið til Bretlands. Það gerði hann í desember síðastliðnum með formlegri tilkynningu til Þjóð- skrár og gekk breytingin í gegn 31. desember. Þar með bættist Pálmi í glæstan hóp útrásarvíkinga og lykilpersóna í aðdraganda íslenska bankahruns- ins sem flutt hafa lögheimili sín. Skömmu síðar fluttu auðhjónin Jón Ásgeir Jóhannesson, annar aðaleig- enda Glitnis, og Ingibjörg Pálma- dóttir lögheimili sitt til Bretlands. Það gerðu þau formlega í janúar síðastliðnum. Samkvæmt Þjóðskrá færði Jón Ásgeir lögheimili sitt þann 22. janú- ar en Ingibjörg skráði breytinguna viku síðar. Þessi breyting á lögheim- ili þeirra hjóna gæti orðið til þess að ekki verði hægt að stefna þeim hérlendis vegna riftunar fjármála- gjörninga eða koma þeim í gjald- þrot hjá dómstólum hér á landi. Þannig gæti Pálmi líka sloppið. Glæstur hópur Fyrir í breska konungsveldinu var að finna bankamennina Ágúst Guðmundsson, starfandi stjórnar- formann Exista og stóran hluthafa í Kaupþingi, Ármann Harra Þor- valdsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupthing Singer & Friedlander í London, Björgólf Thor Björgólfs- son, athafnamann og einn aðal- eiganda Landsbankans fyrir hrun, Hannes Smárason, fyrrverandi for- stjóra FL Group og einn eigenda Glitnis, Jón Þorstein Jónsson, fyrr- verandi stjórnarformann Byrs, Lár- us Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lýð Guðmundsson, for- stjóra Exista og stóran hluthafa í Kaupþingi, og Sigurð Einarsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings. Íslensku bankamennina er að finna víðar í veröldinni en á Bret- landi. Þannig býr Halldór J. Krist- jánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, í Kanada, Hreið- ar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, býr í Lúx- emborg, Ólafur Ólafsson, einn af kaupendum Búnaðarbankans í einkavæðingu ríkisbankanna, í Sviss og Magnús Þorsteinsson, einn af aðaleigendum Landsbankans, í Rússlandi. Ofurlaunamenn Stærstu eigendur allra stóru bank- anna fengu óeðlilega greiðan að- gang að lánsfé hjá þeim banka sem þeir áttu, að því er virðist í krafti eignarhalds síns. Á sama tíma greiddu stjórnendur bankanna sér ofurlaun og bónusa. Bankastjór- TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is ÍSLAND n 48 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Bjarni Ármannsson var með nærri 50 milljónir króna á mánuði sem bankastjóri Glitnis. Flutti til Noregs fyrir bankahrunið en býr nú á Íslandi. Festi kaup á súkkulaðiverksmiðju en lítið annað er vitað um ferðir hans. Hluti skulda hans var afskrifaður við fall Glitnis, eða rúmlega 800 milljónir króna, og lýsti hann því þá yfir að það hefði verið óábyrg meðferð á fé hefði hann borgað skuldina. n KVIKNAÐI Í KOKTEILBOÐI Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Landsbankans, segir hugmyndina að kaupum bankans hafa kviknað í kokteilboði í Lundúnum. Hann hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna 96 milljarða króna skulda. Þegar staða Björgólfs var sem best voru eignir hans metnar á 169 millj- arða en þær þurrkuðust nær upp í bankahruninu. n ENN VIÐ VÖLD Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus og einn eigenda Glitnis, er meðal þeirra sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum í skjóli eigendavalds síns. Sjálfur hefur hann fullyrt að hann og fjölskylda hans ætli að borga allar sínar skuldir. Baugur Group var úrskurðað gjaldþrota í mars síðastliðnum og fjallað hefur verið um gífurlegar skuldir fyrirtækisins. n 30 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Ef tekið er mið af nafnbreytingu launa hækkuðu laun Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, áttfalt á fjögurra ára tímabili. Árið 2004 hafði hann rúmar 40 milljónir í laun á meðan árslaun hans árið 2008 voru komin upp í rúmar 355 milljónir króna. Hann stofnaði ráðgjafarfyrirtæki og kenndi námskeið í háskólum eftir bankahrunið. Er undir rannsókn hjá Fjármála- eftirlitinu vegna kúlu- láns og hjá sérstökum saksóknara vegna Ímon-málsins. ENGLAND n ÓEÐLILEG FYRIRGREIÐSLA Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs og einn aðaleigenda Glitnis, er talinn hafa misnotað eigendavald sitt og hefur honum verið stefnt af þeim sökum. Sjálfur hefur hann sagst hafa verið að grínast þegar hann lét skína í vald sitt. Sem eigandi banka telur rannsóknarnefnd Alþingis hann hafa notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu líkt og aðrir eigendur bankanna. n STEFNT AF ÞROTABÚI Áhættuskuldbindingar vegna Fons og tengdra félaga þess, í eigu Pálma Haraldssonar, eins af aðaleigendum Glitnis, námu 24 milljörðum króna við bankahrunið. Það kom rannsóknar- nefnd Alþingis á óvart hversu viljugur Glitnir var að lána félögum Pálma, án trygginga. Pálmi stendur höllum fæti eftir að eignarhaldsfélag hans, Fons ehf., var úrskurðað gjaldþrota með tuttugu milljarða á bakinu. Efnahagsbrotadeild rannsakar hvort Pálmi hafi grætt milljarða á kostnað hluthafa í FL Group. n RYKSUGUÐU BANKANA Starfandi stjórnarformaður Exista, Ágúst Guð- mundsson, var stór hluthafi í Kaupþingi en eigendur stóru bankanna eru sakaðir um að hafa ryksugað bankana innan frá. Þannig hafi eigendurnir hlotið óeðlilega lánafyrirgreiðslu en auk þess að vera eigendur bankanna var þá flesta að finna meðal stærstu skuldara bankanna. n ÁTTI AÐ KÆRA TIL LÖGREGLU Kæra átti Landsbankann til lögreglu. Það er mat rannsóknarnefndar Alþingis vegna brota á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem skuld- bindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar gagnvart bankanum hafi verið allt of háar. Fulltrúar rannsóknarnefndarinnar telja ljóst að kæra hefði mátt Landsbankann til lögreglu fyrir brot sín. Samkvæmt lögum getur refsing við slíkum brotum numið allt að tveggja ára fangelsisvist. Hann var jafnframt meðal stærstu skuldara Landsbankans við fall bankans. n TUGMILLJARÐA SKULDIR Skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group og eins eigenda Glitnis fyrir hrun, nema hátt í 45 milljörðum króna. Hann er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild vegna FL Group og skattalagabrota. Eignir Hannesar, sem námu 30 milljörðum fyrir aðeins einu og hálfu ári, eru nánast verðlausar í dag. Í viðtali árið 2007, þegar allt gekk svo vel, sagði Hannes: „Kannski er maður pínulítið að sýna umheiminum fram á það að við Íslendingar getum gert eitthvað.“ n 33 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Lárus Welding fékk greiddar 300 milljónir króna fyrir að byrja í vinnunni sem forstjóri Glitnis eftir að Bjarni Ármannsson hætti. Skömmu fyrir hrun sagði hann að bankinn væri í fínum málum en hreinsaði á sama tíma eigin reikninga. Hann skipti um nafn eftir bankahrunið og heitir nú Lárus W. Snorrason. Þegar undirmenn Lárusar báðu ítrekað um launahækkanir svaraði hann meðal annars: „Hættið þið bara að kaupa ykkur Porsche og drekka svona mikið brennivín og þá líður ykkur betur, hættið að skipta um eiginkonur, það mun spara ykkur mikla peninga.“ n STÓR SKULDARI Forstjóri Exista og stór eigandi í Kaupþingi. Í gegnum eignarhlutann í bankanum komst Lýður Guðmundsson, og félagar hans hjá Exista, yfir mikið lánsfé og við fall Kaupþings var fyrirtækið annar stærsti skuldarinn við bankann. n ÓHEYRILEGA LÁG LAUN Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings, ákvað launabónus undirmanns í stuttu tölvuskeyti upp á tæpar 200 milljónir króna. Í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis lét hann hafa eftir sér: „Við erum í samkeppni um starfsmenn á sumum stöðvunum þar sem við erum að borga mjög lág laun þó að þau, í samhengi hér heima, þættu alveg óheyrilega há. Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig.“ KANADA n 12 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, var með tæpar 34 milljónir í árslaun 2004 en laun hans höfðu fjórfaldast fjórum árum síðar. Þá var hann með nærri 140 milljónir króna í árslaun. Halldór er farinn af landi brott og fluttur til Kanada. Hann starfar þar sem framkvæmdastjóri hjá kanadísku orku- og fjárfestingafyrirtæki. VÍKINGAR UM VÍÐA VERÖLD Pálmi Haraldsson í Fons flutti nýverið lögheimili sitt til Bret- lands. Það gerðu auðhjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ás- geir Jóhannesson líka í janúarmánuði síðastliðnum. Slíkur flutningur gæti orðið til þess að ekki verði hægt að stefna þeim hérlendis. Þau bætast þar með í glæstan hóp bankamanna sem skráðir eru erlendis. OFURLAUNAMENN FLÝJA LAND Flutt Jón Ásgeir Jóhannesson og eigin- kona hans Ingibjörg Pálmadóttir færðu lögheimili sitt þann 22. janúar. 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 3 arnir og helstu yfirmenn bank- anna höfðu sexföld laun þeirra starfsmanna sem þénuðu miðgildi launa. Á hátindi góðærisins, árið 2007, höfðu laun þeirra sem hæstu launin fengu tífaldast á við meðal- manninn í bönkunum. Launaþró- un og bónusakerfi bankanna sýn- ir glögglega að æðstu stjórnendur tóku hlutfallslega meira til sín eft- ir því sem leið á góðæristímabil- ið. Dæmi eru um að á fjögurra ára tímabili hafi laun bankastjóra átt- faldast. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis kemur skýrt fram að áhugi lykilstjórnenda og eigenda bank- anna á eigin hag hafi ráðið för við stjórnun bankanna. Eigendurnir nutu mikillar fyrirgreiðslu og mjög vel var gert við æðstu stjórnendur bankanna. Þannig hafi launin ver- ið gífurlega há, risnan nánast enda- laus, dótakassarnir glæsilegir og kaupréttarsamningar stjórnend- anna myndarlegir. Ekkert skjól Rannsóknarnefndin hefur sent sér- stökum saksóknara til meðferð- ar fjölda mála sem snúa að hugs- anlegum lögbrotum eigenda og stjórnenda bankanna. Á meðan rannsóknin stendur yfir halda þeir áfram að færa lögheimili sín utan og heyrast raddir þess efnis að það geri þeir til að flýja riftunarmögu- leika og gjaldþrot. Heimildamenn DV fullyrða að lögheimili erlendis bjargi þeim ekki þar sem hægt sé að birta mönnum ákæru hvar sem er í veröldinni og sækja til saka fyr- ir íslenskum dómstólum, svo fremi sem brotin hafi átt sér stað hér- lendis. Það staðfestir Björg Thoraren- sen, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hún segir lögheimili erlendis ekki hindra lögsóknir bankamanna hér á landi hafi þeir gerst brotleg- ir. Fyrir vikið segir hún ekkert sem bendi til þess að viðkomandi séu endilega að flýja réttvísina. „Þó svo lögheimili hafi verið færð til ann- arra landa útilokar það ekki að þeir verði saksóttir fyrir sín brot, ef þeir á annað borð verða grunaðir um slíkt. Lögin miða við þann stað sem brotin voru framin á og þó menn flytji lögheimili úr landi kemur það ekki í veg fyrir rannsókn á þeim eða saksókn,“ segir Björg. „Lögheimilaflutningur bendir heldur ekki til að þeir séu að flýja lög og reglur, það væri þá frek- ar undanskot á eignum eða eitt- hvað slíkt. Lögheimili erlendis er alls ekkert skjól. Ef talin væri hætta á slíku býst ég við að saksóknari hefði einfaldlega farið fram á far- bann. Ef grunsemdir eru um að menn séu að koma sér undan sak- sókn eru heimildir í lögum um far- bann.“ Um víða veröld Flestir Íslendingar höfðu það nokk- uð gott stærstan hluta þessa ára- tugar á meðan íslenska útrásin stóð sem hæst. Útrásin fór á flug í kjöl- far einkavæðingar bankanna og þá opnuðust allar gáttir fyrir ódýr lán. Þeir sem fóru fyrir fjárfestingafylk- ingunni, sem hafa gjarnan verið nefndir íslensku útrásarvíkingarn- ir, tóku sig til og fjárfestu víða um veröld. Þannig eignuðust þeir til að mynda banka, fasteignir, versl- anakeðjur, flugfélög, lyfjafyrirtæki, símafyrirtæki og bjórverksmiðjur. Víkingarnir keyptu sér sjálfir glæsi- íbúðir um víða veröld, flotta bíla, einkaþotur og snekkjur. En svo hrundi allur glæsileik- inn, haustið 2008, þegar kreppan skall á. Bankarnir hrundu eins og spilaborgir og fjármálaerfiðleikar blasa við mörgum heimilum. Sér- stakur saksóknari situr sveittur við að rannsaka bankahrunið og nið- urstöðu hans er beðið með eftir- væntingu. LÚXEMBORG n 70 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Hreiðar Már Sigurðsson, launakóngur bankastjóranna, felldi niður eigin skuldir hjá Kaupþingi banka upp á sjö milljarða króna. Hann segist hafa tapað 1.500 milljónum króna við bankahrunið og því sé hann ekki auðmaður í dag. Hann er nú búsettur í Lúxemborg þar sem hann rekur fjármála- ráðgjafarfyrirtæki. Þegar best lét fékk hann tæpar 70 milljónir á mánuði í laun, árið 2006. SVISS n MEÐAL MESTU SKULDARA Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, var einn af kaupendum Búnaðarbankans í einkavæðingu ríkisbankanna og var hann meðal mestu skuldara íslensku bankanna þegar þeir hrundu. Hundruð milljarða króna Ólafs hurfu með eign hans í Kaupþingi þegar ríkið tók bankann yfir. Húsleit var gerð á heimili hans og í sumarhúsi í tengslum við rannsókn á kaupum Al-Thanis á hlut í Kaupþingi. Ólafur býr í Lausanne í Sviss en óljóst er hvað hann gerir þar. RÚSSLAND n GJALDÞROTA BANKAEIGANDI Magnús Þorsteinsson var úrskurðaður gjaldþrota og talið er að hann skuldi Landsbankanum 24 milljarða króna. Skattayfirvöld kröfðu hann um tæpan milljarð fyrir ógreiddan skatt af hagnaði eftir sölu hlutabréfa. Magnús hefur flutt lögheimili sitt til Rússlands og þvertekur fyrir að flutningurinn tengist gjaldþroti hans hérlendis. Hann stendur í málaferlum við fréttastofu Stöðvar 2 vegna fréttar um milljarða millifærslur hans úr Straumi yfir í erlend skattaskjól. Þó svo lögheimili hafi verið færð til ann-arra landa útilokar það ekki að þeir verði saksóttir fyrir brot sín. Stendur höllum fæti Það kom rann- sóknarnefnd Alþingis á óvart hversu viljugur Glitnir var að lána félögum Pálma Haraldssonar án trygginga. 2 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Björgólfi Guðmundssyni, sem síð- ar varð aðaleigandi og stjórnarfor- maður Landsbanka Íslands, var vísað frá Bandaríkjunum skömmu eftir árasina á World Trade Center í New York í september árið 2001. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir honum hjá rannsóknarnefnd Al- þingis sem vísað er til í siðfræði- hluta skýrslu rannsóknarnefndar- innar. Í þeim hluta sem vitnað er til þessa máls er verið að ræða um hæfi Björgólfs og eigenda Samson til að eiga Landsbankann og er þar meðal annars rætt um dóminn sem hann fékk í Hafskipsmálinu. Ástæðan fyrir því að Björgólfi var vísað frá landinu var dómurinn sem hann hafði hlotið í Hafskips- málinu. Orðrétt segir um þetta í skýrslunni á blaðsíðu 26: „Þá átti fyrrum Hafskipsdómur eftir að draga dilk á eftir sér í samskipt- um Landsbankans við Bandaríkin. Björgólfur Guðmundsson staðfesti fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að honum hefði einu sinni, nokkru eftir 11. september 2001, verið vís- að frá Bandaríkjunum.“ Hertar reglur fyrir dæmda Björgólfur bar því við í skýrslutök- unni að honum hefði verið meinað að koma til landsins á þessum tíma vegna þess að hertari reglur hafi verið teknar upp í Bandaríkjunum um hverjir mættu koma til lands- ins eftir 11. september 2001. Um þetta segir í skýrslunni, og er það haft eftir Björgólfi. „Ástæðurnar hefðu verið hertar reglur þar í landi en við komuna þangað hafi hann tilgreint að hann hafi hlotið dóm í heimalandi sínu. Síðar hafi þetta verið leiðrétt,“ og má skilja síðustu setninguna sem svo að Björgólfur hafi óáreittur getað farið til Banda- ríkjanna eftir þetta þrátt fyrir þetta tímabundna bakslag í kjölfar árás- arinnar. Kom í veg fyrir útibú En dómur Björgólfs í Hafskipsmál- inu átti eftir að draga frekari dilk á eftir sér fyrir hann og Landsbank- ann í Bandaríkjunum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur nefnilega fram að frávísun Björg- ólfs frá Bandaríkjunum í kjölfar árásanna árið 2001 hafi ekki verið eina mótlætið sem Björgólfur mætti þar í landi út af Hafskipsdómn- um. Einnig er minnst á að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi sent Lands- bankanum fyrirspurnir um Björgólf þegar bankinn hugðist opna útibú þar í landi og að dregið hafi verið að veita leyfið, hugsanlega vegna fortíðar stjórnarformannsins: „Þeg- ar aftur á móti Landsbankinn sótti um að stofna útibú í Bandaríkj- unum komu fyrirspurnir um félög Björgólfs til lögfræðideildar bank- ans. Þarlend yfirvöld drógu að veita leyfið og hann hafði ekki fengið það þegar bankinn féll,“ segir í skýrsl- unni. Undanskilið í umfjöllun rann- sóknarnefndarinnar, og ályktunin sem hugsanlega er hægt að draga af þessari umræðu um Björgólf og Bandaríkin, er að þarlend yfirvöld hafi séð meiri ástæðu en þau ís- lensku til að efast um hæfi hans til að eiga fjármálafyrirtæki. BJÖRGÓLFI VAR VÍSAÐ FRÁ BANDARÍKJUNUM INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Þegar aftur á móti Landsbank- inn sótti um að stofna útibú í Bandaríkjunum komu fyrirspurnir um félög Björgólfs til lög- fræðideildar bankans. Harðir Bandaríkjamenn Dómur Björgólfs Guðmundssonar kom sér illa fyrir hann í Bandaríkjunum. Honum var meinað að koma til landsins árið 2001 auk þess sem dómurinn setti strik í reikninginn vegna opnun útibús Landsbankans. ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Björgólfi Guðmundssyni var ekki hleypt inn í Bandaríkin út af dómnum sem hann fékk í Hafskipsmálinu. Hann sagði frá þessu í vitnaskýrslu sinni hjá rannsóknarnefndinni og er málið rætt í skýrslunni. Dómurinn virðist einnig hafa haft áhrif á umsókn Landsbankans að opna útibú í Bandaríkjunum. HITT MÁLIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.