Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 HELGARBLAÐ Sigurveig Kristín Sólveig Guð- mundsdóttir fæddist í Ögmundar- húsi í Hafnarfirði og ólst þar upp. Barnaskólanám stundaði hún í Flensborgarskóla um tveggja vetra skeið en settist þá í Kvennaskólann og lauk námi þaðan. Hún útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Sigurveig var kennari við Landa- kotsskólann í Reykjavík 1933-41, kenndi um skeið á Patreksfirði og síðar við Lækjarskóla í Hafnarfjarðar á árunum 1958-76 er hún lét af stöf- um fyrir aldurs sakir. Sigurveig sat í stjórn Kvenrétt- indafélags Ísland 1964-72 og var formaður þess 1971, var formaður orlofsnefndar húsmæðra í Hafnar- firði 1970-76, var stofnandi Banda- lags kvenna í Hafnarfirði og formað- ur þess 1972-77, var formaður Félags kaþólskra leikmanna 1972-74, var um langa hríð virk í starfi Sjálfstæð- isflokksins og sat í flokksráði flokks- ins 1959-60, var einn af stofnendum Kvennalistans og skipaði heiðurs- sæti Kvennalistans í Hafnarfirði við bæjarstjórnarkosningarnar 1986 og 1994, sat í stjórnum slysavarnadeild- anna á Patreksfirði og í Hafnarfirði og var heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands frá 1987. Sigurveig skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, tók saman bækling um heilaga Barböru, rit um Landa- kotskirkju og flutti útvarpserindi. Ævisaga Sigurveigar, Þegar sálin fer á kreik, skráð af Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, kom út 1992. Fjölskylda Sigurveig giftist 26.12. 1939 Sæmundi L. Jóhannessyni, f. 26.9. 1908, d. 8.12. 1988, skipstjóra og síðar starfsmanni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Hann fæddist á Efra-Vaðli á Barða- strönd, sonur Jóhannesar Sæmunds- sonar sjómanns og Guðrúnar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Börn Sigurveigar og Sæmundar: Jóhannes, f. 25.7. 1940, d. 10.4. 1983, íþróttakennari við MR, íþrótta- fulltrúi ÍSÍ og handknattleiksþjálfari, var kvæntur Margréti G. Thorlacius, kennara og eru börn þeirra Guðni Thorlacius, f. 1968, lektor við HR og á hann þrjú börn en eiginkona hans er Eliza Reid; Patrekur, f. 1972, íþrótta- fulltrúi Garðabæjar og fyrrv. lands- liðsmaður í handknattleik og á hann tvo syni en eiginkona hans er Rakel Anna Guðnadóttir; Jóhannes Ólafur, f. 1979, kerfisstjóri hjá CCP en eigin- kona hans er Stefanía Jónsdóttir og eiga þau einn son. Guðrún Antonía, f. 13.4. 1942, d. 19.2. 2000, skrifstofustjóri, var gift Jóni Rafnari Jónssyni verslunar- manni og eru börn þeirra Sæmund- ur Þór, f.1963, verkamaður en eigin- kona hans er Elsa Inga Óskarsdóttir og á Sæmundur eina dóttur; Álfheið- ur Katrín, f. 1966, kennari en eigin- maður hennar er Ólafur Ásmunds- son og eiga þau fjóra syni; Sigurveig Kristín, f. 1970, verslunarmaður en eiginmaður hennar er Hinrik Fjeld- sted og eiga þau tvær dætur. Margrét Hrefna, f. 22.9. 1943, leik- skólakennari og fyrrv. fræðslufulltrúi hjá Umferðarráði, gift Þorkeli Er- lingssyni verkfræðingi og eru börn þeirra Hlín Kristín, f. 1972, verkfræð- ingur en sambýlismaður hennar er Paal Arne Sellæg; Erlingur, f. 1974, tæknifræðingur en sambýliskona hans er Ásbjörg Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn. Gullveig Teresa, f. 27.10. 1945, blaðamaður og fyrrv. ritstjóri Nýs lífs, gift Steinari J. Lúðvíkssyni, blaða- manni og rithöfundi og eru börn þeirra Lúðvík Örn, f. 1968, hæsta- réttarlögmaður en eiginkona hans er Hanna Lilja Jóhannsdóttir og eiga þau tvö börn; Ingibjörg Hrund, f. 1973, d. 1975. Guðmundur Hjalti, f. 11.8. 1947, loftskeytamaður og aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, kvæntur Jennýju Einarsdóttur fulltrúa og eru börn þeirra Einar Lyng, f.1971, golf- kennari og fararstjóri og á hann þrjú börn en sambýliskona hans er Rakel Árnadóttir; Rósa Lyng, f. 1973, kenn- ari en eiginmaður hennar er Hall- grímur Indriðason og eiga þau tvær dætur; Daníel, f. 1975, flugvirki og á hann þrjár dætur en sambýliskona hans er Kristín Björg Yngvadóttir. Logi Patrekur, f. 26.11. 1949, um- sjónarmaður á olíuborpöllum Stadt- oil, kvæntur Jóhönnu Gunnarsdóttur þjónustufulltrúa og eru börn þeirra Randí, f. 1974, þjónustufulltrúi og er eiginmaður hennar Sölvi Rasmuss- en og eiga þau tvö börn; Rakel Sif, f. 1975, verslunarmaður; Gunnar Logi, f. 1984, bifreiðastjóri. Tómas Frosti f. 24.5. 1953, rann- sóknarlögreglumaður, kvæntur Dag- björgu Baldursdóttur félagsráðgjafa og eru börn þeirra Hrafnhildur Elísa- bet, f. 1969, verkefnastjóri og á hún þrjú börn og eitt barnabarn; Fjóla Fabiola, f. 1973, d. 1975; Sigurveig Sara, f. 1977, verkefnastjóri og á hún þrjá syni en maður hennar er Kjet- il Sigmundssen; Katrín Kine, f. 1985, nemi.. Systir Sigurveigar var Margrét Halldóra, f. 28.12. 1897, d. 14.10. 1970, húsmóðir í Hafnarfirði,var gift Halldóri Kjærnested bryta og voru börn þeirra þrjú, Guðmundur Kjærnested skipherra, Fríða Hjalte- sted húsfreyja og Sverrir Kjærnested prentari. Bróðir Sigurveigar var Hjalti Ein- ar Guðmundur, f. 22.12. 1913, d. fárra mánaða. Foreldrar Sigurveigar voru Guð- mundur Hjaltason, f. 17.7. 1853, d. 27.1. 1919, alþýðufræðari og far- kennari víða norðanlands, og k.h., Hólmfríður Margrét Björnsdóttir, f. 4.2. 1870, d. 7.2. 1948, húsmóðir. Guðmundur Hjaltason stundaði nám í lýðháskólum í Noregi og Dan- mörku. Hann var kennari alla ævi en skifaði auk þess nokkrar bækur, þar á meðal ævisögu sína. Hólmfríður, móðir Sigurveig- ar, var dóttir Björns Einarssonar og Sólveigar Magnúsdóttur, búenda í Haganesi í Fljótum. Um hana skrif- aði Elínborg Lárusdóttir ævisöguna Tvennir tímar. Ætt Guðmundur er sonur Hjalta, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð og á Haf- þórsstöðum í Norðurárdal Hjalta- sonar, b. á Bárustöðum í Andakíl Halldórssonar, b. í Skáney og víð- ar Hákonarsonar. Móðir Hjalta var Guðrún Einarsdóttir, b. á Kjalvarar- stöðum í Reykholtsdal Auðunssonar. Móðir Guðrúnar var Rósa Árnadóttir. Móðir Guðmundar var Kristín Jónsdóttir, b.á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu Bjarnasonar, vinnumanns á Síðumúlaveggjum Péturssonar. Móðir Kristínar var Guðrún, syst- ir Þorsteins, b. á Glitsstöðum, lang- afa Jóns, föður Þorsteins frá Hamri. föður Þóris Jökuls, fyrrv. sendiráðs- prests í Kaupmannahöfn og Kol- beins blaðamanns. Guðrún var dótt- ir Sigurðar, b. í Bakkakoti og Höll í Þverárhlíð Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Þórunn Þorsteinsdótt- ir, systir Þorvalds, langafa Sigríðar, móður Halldórs Laxness. Hólmfríður Margrét var dótt- ir Björns, b. í Minna-Akragerði í Blönduhlíð í Skagafirði Einarssonar, b. og skálds í Bólu Andréssonar, b. á Bakka og á Læk Skúlasonar. Móð- ir Einars skálds var Þórunn Einars- dóttir, líflæknis í Miðhúsum í Ós- landshlíð Björnssonar. Móðir Björns í Minna-Akragerði var Halldóra Bjarnadóttir, b. á Húnsstöðum í Stíflu og á Lambanesi í Fljótum Jónssonar, og Guðnýjar Sigurðardóttur. Móðir Hólmfríðar Margrét- ar var Sólveig, bústýra á Máná Magnúsdóttir, b. á Skeið í Fljótum Þorgeirssonar, b. og járnsmiðs í Hvanndölum Hallssonar. Móðir Magnúsar var Guðný Sumarliða- dóttir. Móðir Sólveigar var María Sigurðardóttir, b. á Ósbrekku í Ól- afsfirði Þórðarsonar, og Sólveigar Jónsdóttur. Útför Sigurveigar fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, þriðjudag- inn 20.4. kl. 13.30. Sigurður Guðmundsson VÍGSLUBISKUP f. 16.4. 1920, d. 9.1. 2010 Sigurður fæddist í Naustum við Akureyri. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1940 og lauk emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1944. Sigurður var sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli 1944- 86, prófastur Þingeyjarprófasts- dæmis 1962-86, vígslubiskup í Hólastifti hinu forna 1981-91, sóknar- prestur á Hólum 1986-91 og settur biskup Ís- lands 1987- 1988. Sigurður var fyrsti maður með biskupsvigslu er sat Hólastað frá 1798. Hann var bóndi með prestskap á Grenjað- arstað á árunum 1944-86, odd- viti Aðaldæla 1948-54, skólastjóri Laugaskóla 1962-63 og kennari þar 1970-72. Hann var kirkju- þingsmaður 1964-84 og sat í kirkjuráði 1981-86. Eiginkona Sigurðar var Aðal- björg Halldórsdóttur, f. 1918, d. 2005, húsfreyja. Foreldrar Sigurðar voru Guð- mundur Guðmundsson, bóndi í Naustum, síðar verkamaður á Ak- ureyri, og k.h., Steinunn Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja. Sigurður var komin af mikl- um prestaættum. Guðmundur, afi herra Sigurðar, var bóndi á Syðra-Hóli, bróðir Helgu, ömmu Aðalbjargar Halldórsdóttur, konu Sigurðar. Guðmundur var son- ur Halldórs, b. á Jódísarstöðum Guðmundssonar, bróður Helga, langafa séra Birgis Snæbjörns- sonar. Annar bróðir Halldórs var Guðmundur, langafi Jóhönnu, móður séra Pálma Matthíasson- ar í Bústaðakirkju. Móðir Hall- dórs var Helga Jónsdóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Jón- assonar, prests og þjóðhátta- fræðimanns á Hrafnagili, afa Jónasar Rafnar, fyrrv. alþm. og bankastjóra. Steinunn Sigríður var dótt- ir Sigurðar, b. í Geirhildargörð- um í Öxnadal Jónassonar, en móðir Sigurðar í Geirhildargörð- um var Sigríður Pálsdóttir, syst- ir Bergþóru, ömmu Erlings Dav- íðssonar, ritstjóra á Akureyri. Móðir Steinunnar var Sigur- jóna Sigurðardóttir, b. á Dvergs- stöðum í Eyjafirði Sigurðsson- ar. Móðir Sigurjónu var Guðrún, systir Guðnýjar, langömmu Ing- ólfs, föður Kristjáns Vals, prests á Grenjaðarstað. Systir Guðrún- ar var Helga, amma Stephans G. Stephanssonar skálds. Guð- rún var dóttir Guðmundar, b. á Krýnastöðum Jónssonar, bróður Þórarins, prests og skálds í Múla, langafa Kristjáns Eldjárns, afa Kristjáns Eldjárns forseta. MINNING Sigurveig Guðmundsdóttir KENNARI MERKIR ÍSLENDINGAR Fædd. 6.9. 1909 - Dáin. 12.4. 2010 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.