Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 20
22 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Óhætt er að segja að Jón Ásgeir Jó- hannesson fjárfestir, sem kenndur er við Baug, sé einn af aðalleikurun- um í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. Enginn einstaklingur kemur líklega eins oft fyrir í skýrslunni og Jón Ásgeir nema ef vera skyldi Dav- íð Oddsson, en þeir hafa átt í lang- vinnum deilum frá því um síðustu aldamót. Þær deilur, sem hverfast um Baugsmálið, hafa sett mikinn svip á íslenskt samfélag á því tíma- bili sem skýrsla rannsóknarnefnd- arinnar nær til. Báðir fá þeir Jón Ás- geir og Davíð á sig mikla gagnrýni í skýrslunni. Einna merkilegast við þátt Jóns Ásgeirs í skýrslunni er hversu mörg- um málum í henni hann tengist: allt frá kaupum Orca-hópsins í Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins árið 1999, til útrásar Baugs og tengdra félaga, til þeirrar dramatísku atburða sem leiddu til falls Glitnis - Jón Ásgeir var aðaleigandi FL Group sem réð Glitni - um haustið 2008 og að lok- um til þeirrar greiningar á umsvif- um Jóns Ásgeirs sem sett er fram í skýrslunni. Sú greining sýnir, svo ekki verður um villst, að Jón Ásgeir Jóhannesson var áhrifa- og valda- mesti íslenski kaupsýslumaðurinn á árunum fyrir bankahrunið. Ekki er hægt að túlka skýrsluna öðruvísi en að í henni sé felldur áfellisdómur yfir Jóni Ásgeiri vegna þess hvernig hann stýrði Baugi og tengdum félögum. Jón Ásgeir, sem alltaf hefur verið umdeildur, hefur því farið frá því að hafa verið hamp- að sem miklum viðskiptasnillingi sem byggði veldi sitt á velgengni Bónuss, sem hann bjó til með tvær hendur tómar ásamt föður sínum, yfir í að vera úthrópaður af nánast öllum á Íslandi árið 2010. Næstu árin í lífi Jóns Ásgeirs verða örugg- lega enginn dans á rósum. Stærsti skuldarinn Jón Ásgeir var stærsti einstaki, ís- lenski skuldarinn með skuldahala upp á meira en 100 milljarða króna í árslok 2007 og skýrslan sýnir það tangarhald sem hann hafði á ís- lensku viðskiptabönkunum þrem- ur þrátt fyrir að vera aðeins ráðandi hluthafi í einum þeirra frá því í apríl 2007. Auk þess vekur athygli að eig- inkona Jóns Ásgeirs, Jóhannes faðir hans og móðir hans voru öll í hópi 10 stærstu einstöku skuldaranna í íslenska bankakerfinu, bæði um áramótin 2007 og 2008 og einnig við bankahrunið. Jón Ásgeir, félög hans og tengdra aðila voru meðal stærstu skuldara allra bankanna en þau skulduðu samtals um 660 milljarða króna á seinni hluta árs 2007. Í 2. kafla skýrslunnar er þetta orðað á eftirfarandi hátt: „Sá fyrir- tækjahópur sem umfangsmestur var í viðskiptum við íslensku bank- ana var Baugur Group hf. og tengd- ir aðilar. Útlán til Baugshópsins voru veruleg í öllum þremur bönkunum; Glitni, Kaupþingi og Landsbankan- um.“ Því er ljóst að í umræðunni um ábyrgðina á bankahruninu verður að líta á þátt Jóns Ásgeirs í því: Fall Glitnis, sem hann nánast handstýrði í gegnum stjórnendur bankans þrátt fyrir að gegna ekki formlegu starfi í honum, var lokapunkturinn á atburðarás sem hófst með falli eins stærsta hluthafans í FL Group, Gnúpi, í ársbyrjun 2008. Erlendir bankar kippa að sér höndum Eftir fall Gnúps má segja að erlend fjármálafyrirtæki hafi byrjað að loka fjármögnun til Glitnisbanka, líkt og Hreiðar Már Sigurðsson Kaupþings- forstjóri ræddi í sinni skýrslu hjá rannsóknarnefndinni, og íslensku bankarnir byrjuðu að fá íslensku fé- lögin í fangið eins og það er orðað. Um þetta segir í skýrslunni: „Á seinni helmingi árs 2007 þegar al- þjóðlegir lánamarkaðir voru orðn- ir mjög erfiðir og eignaverð farið að lækka, þrengdist staða íslenskra fjárfesta mjög, enda margir hverj- ir mjög skuldsettir. Með lækkandi hlutabréfaverði versnaði trygginga- staða lána og erlendir lánveitendur íslensku fjárfestanna fóru að kalla eftir auknum tryggingum. Viðbrögð íslensku bankanna voru að lána fyrir þessum tryggingum,“ segir í 2. bindi skýrslunnar en frá því í ársbyrjun 2008 var þessi þróun eitt af þeim at- riðum sem veiktu íslenska banka- kerfið. Eitt af dæmunum um það að ís- lensk félög hafi þurft að leita til bankanna, í tilfelli Jóns Ásgeirs og tengdra félaga, var þegar eignar- haldsfélagið 1998 ehf. keypti Haga af Baugi fyrir rúma 30 milljarða króna um sumarið 2008 með láni frá Kaupþingi. Áhætta mest af Baugi Afleiðingin af þessum erfiðleikum á fjármálamörkuðum varð svo sú á árinu 2008 að samþjöppun áhætt- unnar hjá íslensku bönkunum var gríðarlega mikil vegna tiltekinna viðskiptamanna og eignarhaldsfé- laga sem leita þurftu til þeirra eftir lánveitingum þegar erlendir bank- ar lokuðu á þá. Í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar segir um þetta atriði: „Samþjöppun áhættu hjá ís- lensku bönkunum var orðin hættu- lega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði á það við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka en jafnframt mynduðu sömu hóp- ar stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum varð kerf- isleg áhætta vegna útlána veruleg. Skýrasta dæmið um þetta er Baugur Group og tengd félög. Hæst námu útlán bankanna þriggja til þessa hóps við bankana þrjá um 5,5 millj- örðum evra sem þá nam um 11% af öllum útlánum móðurfélaga bank- anna og um 53% af samanlögðum eiginfjárgrunni þeirra.“ segir í niður- stöðuhlutanum í fyrsta kafla skýrsl- unnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar er mikið rætt um þetta atriði og kemur nokkrum sinnum fram að samkvæmt lögum um fjármála- fyrirtæki megi áhætta vegna eins eða fleiri tengdra viðskiptamanna ekki fara yfir 25 prósent af eigin- fjárgrunni banka. Lánveitingar til Baugs og tengdra félaga var hins HÖFUÐPAUR HRUNSINS Jón Ásgeir Jóhannesson er ein aðal- söguhetjan í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan er ekkert annað en áfellisdómur yfir Jóni Ásgeiri og öðrum íslenskum auðmönnum sem stýrðu bönk- unum og helstu eignarhaldsfélögunum. Áhætta bankakerfisins var gríðarleg vegna lánveitinga til Jóns, Baugs og tengdra aðila og hann stýrði Glitni í gegnum milliliði. n Viðskiptastaða Baugs og tengdra félaga hjá íslensku bönkunum 30. september 2008. Banki CAD* ISK (milljarðar) Landsbankinn 83,3% 225 Kaupþing 69,7% 339 Glitnir 51% 115 Samtals: 679 *Samkvæmt bankalögum má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af áhættugrunni bankans, (CAD). Stærstu eigendur bankanna fóru hins vegar langt fram úr þessum viðmiðum. Skuldir Baugs INGI F. VILHJÁLMSSON og ANNAS SIGMUNDSSON blaðamenn skrifa: ingi@dv.is og as@dv.is Í öllum þremur stóru bönkunum og Straumi-Burðarási var Baugshópurinn orð- inn of stór áhætta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.