Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 Þorbjörn Pálsson lögg. fasteignasali Bláskógar 14,   109 Reykjavík   Vönduð eign 75 % húsins um 267 fm. Á besta stað í suðurmjódd með fallegum garði og útsýnissvölum með byggingar möguleikum. Góðir nágrannar, fyrir háklassa fólk. Þorbjörn Pálsson sími 565-1233 Fasteigasalan  Allt fasteignir í Auðbrekku 6. Einnig til sölu   Hjallasel 31,   109 Reykjavík   Til sölu með yfirtöku skulda á hagstæðum kjörum  frá Íbúðalánasjóði. Lítið parhús 70 fm móti suðvestri að Seljahlíðarelliheimilislóðinni við Hólmaselstjörn fyrir háklassa fólk Þorbjörn Pálsson sími 565-1233 Fasteigasalan  Allt fasteignir í Auðbrekku 6. SJÚKT SAMBAND GEIRS OG DAVÍÐS Eitt af því sem hefur hvað mesta at- hygli vakið í skýrslunni eru samskipti ráðamanna sín á milli sem og auð- jöfra og bankamanna. Mikið hefur til dæmis verið fjallað um samskipti ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. „Þetta er að nokkru leyti rót ógæf- unnar, þessi óbjörgulegu sambönd.  Samband Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar er nánast bara sjúkt eins og það kemur þarna fyrir. Það þýð- ir ekkert að ætla að fara að stjórna landi sem er komið fram á bjarg- brúnina í einhverjum einkasamtöl- um gamalla vina þar sem annar er lafhræddur við hinn. Fyrst og fremst er þetta svo ófag- legt, vinnubrögðin eru svo kjána- lega léleg. Landinu hefur lengi ver- ið stjórnað af einhverjum gömlum valdaklíkum og menn hafa sagt að svona sé þetta bara. Svona sé Ísland.  En þegar virkilega á reynir brýst þetta bara fram sem algjör skortur á fagmennsku, þá ríður fúskið í kerfinu ekki við einteyming.“ Egill segir ekki fram hjá því litið að stjórnmála-, eftirlits- og embætt- iskerfið kremjist hreinlega undan skýrslunni og sú staðreynd að eng- inn þeirra tæplega 150 aðila sem rætt var við hafi gengist við ábyrgð komi lítið á óvart. „Ekki bara það að hefðina skorti heldur sé þetta eins og inngróið í  kerfið. Enginn þeirra sem talað var við telur sig hafa átt að hringja viðvörunarbjöllunum. Segir það ekki bara allt sem segja þarf um þetta kerfi?“ Egill segir að fyrsta átakið í endur- skoðun stjórnsýslunnar ætti hrein- lega að vera að skera hana niður um sléttan helming. „Ég er viss um að það myndi ekki hafa afgerandi áhrif á gæði hennar. Að öllum líkindum bara bæta hana. Eins og einn vin- ur minn sem þekkir kerfið sagði við mig þá er stjórnsýslan hérna svona 50/50. 50% hæft fólk og 50% óhæft fólk sem hefur verið komið fyrir af flokkunum í gegnum vinargreiða. Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir skattgreiðendur að borga brús- ann fyrir þetta ofvaxna kerfi.“ Egill segir líka kominn tíma til að fólk sé metið að verðleikum en ekki eftir því í hvaða flokki það sé. „Það er reynt að troða öllum í þessa blessuðu flokka. Meira að segja manni eins og mér sem er gjörsamlega óflokks- bundinn. Flokkapólitíkin eins og hún er stunduð á Íslandi er algjört eitur.“ ALÞINGI ÞEGAR SÝKT Í skýrslunni er tekinn saman listi yfir þá alþingismenn og maka þeirra sem voru með lán í bönkunum upp á 100 milljónir eða meira. Sólveg Pét- ursdóttir var hæst allra með rúma 3,6 milljarða og á eftir henni kom Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir með 1,7 milljarða, Herdís Þórðardóttir með um milljarð og Lúðvík Bergvinsson með um 750 milljónir. „Þetta eru ótrúlegar fjárhæðir og maður hlýtur að spyrja sig hver af- staða þessara þingmanna til bank- anna sé almennt. Ég man nú bara að sá þingmaður sem er þarna með rúmar 700 milljónirnar kom í sjón- varpssal skömmu eftir hrunið og sagði að fólk ætti nú að passa sig að dæma ekki of hart,“ segir Egill og skellir upp úr þegar hann minnist þess. „Það vakti mjög litla hrifningu á þeim tíma og svo hraktist hann af þingi.“ Egill segir það nokkuð rökrétt að áætla að þessir fjármunir og allir þeir styrkir sem flokkarnir fengu frá fyr- irtækjunum hafi haft áhrif á þá og þingmenn þeirra. „Þetta var svo kósí samband. Þingmenn margir hverj- ir voru samferða peningamönnun- um og umgengust þá mikið. Kannski ekki endilega í einkaþotunum held- ur voru bara á sömu stöðum, í sömu partíum, og margir þeirra hafa ef- laust fengið minnimáttarkennd gagnvart peningamönnunum. Heimur þeirra heillaði, virkaði meira spennandi en pólitíkin. Bjarni Ben sagði í vikunni í sjónvarpinu að hann vonaðist til þess að siðleysið smitað- ist ekki inn á Alþingi en auðvitað var það fyrir löngu komið þangað.“ Á BÍL FRÁ ’93 Það er mörgum sem svíður nú fjár- hagslega eftir efnahagshamfarirnar og skuldir liggja þungt á fólki. Ekki bara efnislega heldur andlega líka. Þá er mikil reiði í þjóðfélaginu þó ekki séu allir að sökkva fjárhagslega. Hvaða áhrif hafa þessir hlutir haft á Egil? „Þetta er svolítið eins og kínverska bölvunin; megir þú lifa áhugaverða tíma. En maður þarf kannski ekki að kvarta það mikið,  því þetta er reynsla sem er svo stór að hún mót- ar líf manns ef maður kemst heill út úr henni. Að sumu leyti hef ég líka notið lífsins í þessu og bara reynt að standa mig í stykkinu. Bara reynt að vera hreinn og heiðarlegur. Þetta er áhugavert. Hvað varðar einkalífið þá er það bara í blóma. Ég og fjölskylda mín skuldsettum okkur ekki til and- skotans og höfum það því bara gott. Við eins og margir fleiri eigum lít- ið sem ekkert í húsinu okkar lengur, en það er ekki þannig að við séum í einhverjum vandræðum. Ég keyri um á gömlum bíl frá árinu 1993 og var því ekki heldur með bílalán. Það fór margt framhjá mér í góðærinu og kannski bara sem betur fer núna.“ Egill segist líka stoltur af eigin- konu sinni, Sigurveigu Káradóttur, „Ég á líka góða konu sem er að byggja upp glæsilegt fyrirtæki sem framleið- ir matvæli og kökur. Það dafnar bara mjög vel þó fyrirtækið hafi hafið störf í október 2008. Hún er ekki með nein lán eða neitt slíkt heldur er þetta bara gert af dugnaði, ást og kærleika.“ Mikið hefur verið talað um þá arf- leið sem við erum að færa Íslend- ingum framtíðarinnar en Egill seg- ist ekki óttast framtíðina fyrir hönd Kára, sonar síns. „Við búum nú í þeim hluta heimsins þar sem lífs- skilyrði eru almennt mjög góð og þar sem fólk sem menntar sig getur haft það gott. Ég hef líka ferðast það mikið um heiminn að maður hefur séð það að lífskjör Íslendinga mega versna ansi mikið mun meira til að teljast sérlega slæm. Það er til dæmis styttra í fátæktina suður í Grikklandi. Hér er líka mikið af miklum verð- mætum þó svo að ýmislegt mis- jafnt hafi gengið á. Við eigum mikl- ar auðlindir og bómlega menningu, bókmenntir, tónlist og fleira. Hérna er ágætt menntakerfi og öflugt heil- brigðiskerfi sem eru gríðarleg verð- mæti þannig að þetta er alls ekkert alslæmt – langt í frá. “ SÉRKENNILEG SAMFÉLAGSGERÐ Egill segir líka nauðsynlegt að lands- menn líti í eigin barm „Íslenska þjóð- in þolir illa að heyra það en hún þarf líka að horfa í sinn barm. Það er mjög áhugaverður kaflinn í skýrslunni þar sem er meðal annars talað um mik- illæti Íslendinga og þessa sértegund af drambi. Gorgeirinn. Hvað menn hérna geta litið gríðarlega stórt á sig af litlu tilefni – það er kafli sem fólk mætti lesa vel. Ef maður skuldset- ur sig til dæmis mjög hátt í erlendri mynt getur maður ekki bara kennt öðrum um. Einhverja ábyrgð verður maður að taka sjálfur.“ Þá segir Egill að margir grunn- þættir í samfélaginu séu undarleg- ir. „Bara það að börn séu geymd á stofnunum níu tíma á dag. Hvað segir það um samfélagið? Það er ótrúlega sérkennileg samfélagsgerð. En fólk verður að hafa þetta svona, þá  segir það okkur í raun að gildis- matið er eitthvað geggjað. Við þurf- um líka að læra að rækta garð okk- ar sjálfra. Það eru ekki bara þing- og bankamenn sem þurfa að gera það. Og hvað með allt þetta kaupæði? Sú hugmynd  að við getum ekki verið hamingjusöm nema að fylla heimili og líf okkar af alls kyns drasli er auð- vitað sorgleg.“ KROSSEIGNATENGSLIN Á BOL Fram undan eru óvissutímar á Ís- landi. Icesave-málið er enn óleyst, enginn virðist geta spáð fyrir um framhaldið og óvíst hvernig sögu- legum niðurstöðum skýrslunnar verður fylgt eftir. Getum við treyst á að dómskerfi landsins standi und- ir því sem skýrslan hefur í för með sér? „Ég er ekkert ofboðslega bjart- sýnn á það. Því miður. Þótt auðvitað voni ég að réttlætið sigri að lokum. Það er nauðsynlegt til að lækna sár- in í samfélaginu og vantraustið sem gegnsýrir allt. Það vantar allavega ekki upplýsingarnar. Þessi skýrsla sér til þess. Hún er grundvallargrein- ing á íslensku samfélagi, algjört lyk- ilplagg, ótæmandi brunnur fróðleiks og upplýsinga og við verðum bara að vinna almennilega úr þessu –  jafnvel þótt það komi eldgos.“ Það er ýmislegt kómískt sem kem- ur fram í skýrslunni góðu og það sem vakti hvað mesta athygli Egils var teikningin af krosseignartengslun- um í viðskiptalífinu. „Þetta á að líta út eins og vefur tengsla en svo skoð- ar maður það nánar og sér að þetta er svarthol. Ég er búinn að biðja Jón Sæmund um að gera bol fyrir mig með þessari mynd og ég býst ekki við örðu en það verði best seller.“ asgeir@dv.is Minni kjós-enda og því miður fjölmiðla er stutt. Maður fólksins Egill hefur verið kraftmikill í umfjöllun sinni um hrunið. Krosseignatengsl í viðskiptalífinu Egill hefur beðið Jón Sæmund um að prenta „svartholið“ fyrir sig á bol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.