Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 ÞEIR NEITUÐU FH Íslandsmeisturum FH hefur gengið brösu- lega að styrkja hóp sinn eins og þeir helst vildu fyrir komandi tímabil. FH-ingar hafa þó verið að reyna og sóttust meðal annars eftir starfskröftum fjögurra Blika. Í það minnsta hafa átta sterkir leikmenn hafnað því að ganga í raðir fimmfaldra Ís- landsmeistara FH. Erfiðlega hefur gengið hjá Íslands- meisturum FH að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni á komandi sumri. FH-ingar misstu sterka leik- menn úr sínum röðum í haust, með- al annars fyrirliðann Davíð Þór Við- arsson sem hélt í atvinnumennsku, Tryggva Guðmundsson sem fór til ÍBV og Dennis Siim fór heim til Dan- merkur. Ásamt þeim yfirgáfu liðið Al- exander Söderlund, Daði Lárusson, og hinn stórefnilegi Kristján Gauti Emilsson sem leikur nú með ungl- ingaliði Liverpool. Íslandsmeistar- arnir hafa þó ekki setið auðum hönd- um. Þeir hafa reynt að styrkja sig en, kannski ótrúlegt en satt, fá þeir hvert nei-ið á fætur öðru. Samkvæmt heimildum DV hafa í það minnsta átta leikmenn neitað félagaskiptum í FH fyrir komandi tímabil en þar koma Blikar mikið við sögu. Mislukkuð innrás í Kópavog FH-ingar sóttust eftir þjónustu nokk- urra ungra og efnilegra Blika fyrir tímabilið sem allir urðu bikarmeist- arar með liðinu í haust. Fyrst reyndi FH við bakvörðinn Arnór Svein Að- alsteinsson og framherjann Krist- in Steindórsson en sá fyrrnefndi var í landsliði Íslands sem lék gegn Færeyjum og Mexíkó í mars. Báðir ákváðu þeir að vera áfram í Kópavog- inum. Einnig buðu FH-ingar í miðju- buffið hjá Breiðabliki, Guðmund Kristjánsson, ásamt því að ræða lauslega við markamaskínuna, Al- freð Finnbogason, samkvæmt ör- uggum heimildum. Fimmti leikmað- urinn sem valdi Breiðablik fram yfir fimmfalda Íslandsmeistara FH er svo Rafn Andri Haraldsson, Þróttarinn ungi, sem hafnaði fínum samningi í Hafnarfirðinum. Einu félagaskiptin sem komu upp á yfirborðið var kapphlaupið um framherja KR, Guðmund Péturs- son. FH-ingar héldu sig vera búna að landa Guðmundi sem hafði þó alltaf gefið það út að draumurinn væri að leika aftur með Breiðabliki þar sem hann var á láni í fyrra. Kvöldið sem forráðamenn FH sátu rólegir og biðu eftir að Guðmundur renndi í hlað að skrifa undir hafði safnast nægur peningur hjá Blikum og tók hann því U-beygju aftur í Kópavoginn og skrif- aði undir við Breiðablik. Tveir fóru í KR núna – einn í fyrra Þegar ljóst var að GAIS-leikmennirn- ir sem áður léku með KR, bakvörður- inn Guðmundur Reynir Gunnarsson og framherjinn Guðjón Baldvinsson, myndu leika á Íslandi í sumar, setti FH sig í samband við þá báða, eins og fleiri lið. Staða vinstri bakvarðar er í uppnámi eins og er í FH þar sem Hjörtur Logi Valgarðsson er meiddur eitthvað fram á sumarið. Á sama tíma var Jordao Diogo bú- inn að læsa sér stöðu vinstri bakvarð- ar í KR en samt valdi Guðmundur Reynir að fara heim í Vesturbæinn. FH-ingum vantar einnig slagkraft fram á við en eins og Guðmundur Reynir ákvað Guðjón Baldvinsson að taka slaginn við stjörnum prýdda framlínu KR-inga þar sem eru meðal annars Björgólfur Takefusa og Kjart- an Henry Finnbogason. Þetta er ekki eina árið sem FH á erfitt með að landa leikmönnum þó eflaust sé þetta metár í neitunum hjá Íslandsmeisturunum. Þegar Bald- ur Sigurðsson hafnaði FH fyrir KR í fyrra hafði Heimir Guðjónsson, þjálf- ari FH, það á orði í útvarpsviðtali á X-inu, að stundum fyndist honum eins og menn þori ekki í FH, hver svo sem ástæðan er fyrir því, samkeppni eða annað. Það var í takt við orð sem Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari FH og núverandi landsliðs- þjálfari, hafði sagt áður þegar hann landaði þremur Íslandsmeistaratitl- um með FH áður en Heimir tók við. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is KOMNIR: n Gunnar Már Guðmundsson frá Fjölni  n Gunnleifur Gunnleifsson frá HK  n Jón Ragnar Jónsson frá Þrótti  n Torger Motland frá Stavanger IF  FARNIR: n Alexander Söderlund til Lecco  n Daði Lárusson í Hauka  n Davíð Þór Viðarsson til Öster  n Dennis Siim hættur  n Kristján Gauti Emilsson til Liverpool  n Tryggvi Guðmundsson í ÍBV Komnir og farnir Alfreð Finnbogason 21 árs sóknarmaður Arnór Sveinn Aðalsteinsson 24 ára bakvörður Kristinn Steindórsson 19 ára sóknarmaður Guðmundur Kristjánsson 21 árs miðjumaður Guðmundur Pétursson 24 ára sóknarmaður Rafn Andri Haraldsson 21 árs miðjumaður Guðjón Baldvinsson 24 ára sóknarmaður Guðmundur Reynir Gunnarsson 21 árs bakvörður Lítið gengið að fá menn Heimir Guðjónsson vill eflaust styrkja sveit sína meira fyrir komandi tímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.