Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 32
10 ÁRA AFMÆLI HAFNARHÚSS Á mánudaginn er áratugur liðinn frá því að Listasafn Reykjavíkur var opnað í Hafnarhúsinu. Af því tilefni er efnt til myndlistarþings á laugar- dag með þátttöku á annað hundrað aðila. Hluti þátttakenda er valinn fyrir fram en Listasafnið leggur ríka áherslu á að ná fram ólíkum sjónar- miðum og óskar því góðfúslega eftir þátttöku utanaðkomandi sem láta sig málefnið varða. Skráning stendur nú yfir en þátttökufjöldi er takmark- aður. Á meðan málþingið fer fram stendur fjölskyldufólki til boða að taka þátt í listasmiðju þar sem unn- ið verður með viðfangsefni í anda Errós. Boðið verður upp á léttar veit- ingar í smiðjunni, eða frá klukkan 13 til 16. UM HELGINA BRIDGES OG GILLIAM Á BÍÓDÖGUM Bíódagar, kvikmyndahátíð Græna ljóssins, hófst í Regnbog- anum á fimmtudaginn. Hátíðin stendur í þrjár vikur og verða sýndar 24 myndir af ýmsum toga, þar á meðal The Imagin- arium of Dr. Parnassus, nýjasta mynd Terry Gilliam, og Crazy Heart með Jeff Bridges í óskarsverðlaunahlutverki. Nánar um hátíðina á graenaljosid.is. BRESKUR POPP- ARI Á SÓDÓMU OkiDoki heldur sitt sextánda tónleikakvöld á skemmtistaðn- um Sódómu á laugardaginn. Meðal þeirra sem fram koma eru Tristram, Rökkurró, Miri og Nolo. Tónlistarmaðurinn Tristram kemur frá London en hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu, stuttskífuna Someone Told Me A Poem. Tristram framreiðir þjóð- lagaskotið popp og hefur fengið mikið lof fyrir einlægar lagasmíð- ar og ótrúlega söngrödd. Tónleik- arnir hefjast klukkan 21 stund- víslega og verður þeim lokið á miðnætti. 18 ára aldurstakmark er inn á tónleikana og er miða- verð 1000 krónur. 32 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FÓKUS Sálin hans „Jens“ míns lætur til sín taka: Gigg og ný plata Sálarinnar STRÆTI Í NEM- ENDALEIKHÚSINU Nemendaleikhúsið frumsýnir loka- verkefni sitt, leikritið Stræti eftir Jim Cartwright, einn af þekktari sam- tímahöfundum Breta, í Smiðjunni í kvöld, föstudag. Þessi útskriftarár- gangur hefur vakið verulega athygli fyrir fyrri sýningar sínar í vetur, Eftir- litsmanninn eftir Gogol og Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason. Stræti kom fram fyrir rúmum tveimur áratugum og fór á fjalir leikhúsa víða um heim. Í verkinu er brugðið upp myndum af íbúum götu einnar í lítilli iðnaðarborg þar sem fátækt og atvinnuleysi hrjáir íbúana. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son, þýðandi verksins er Árni Ibsen og um tónlist sjá Vala Gestsdóttir og Arndís Hreiðarsdóttir. Myndin er úr sýningu Nemendaleikhússins á Eft- irlitsmanninum. Sálin hans Jóns míns vinnur nú að nýrri plötu sem vænta má að komi út næsta haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni. Verð- ur það fyrsta stúdíóplata Sálarinn- ar frá því að Undir þínum áhrifum kom út árið 2005. Þessa dagana er sveitin með annan fótinn í hinu forn- fræga hljóðveri Hljóðrita við upptök- ur á nýju efni. Það verður í gerjun og vinnslu fram eftir ári og ef allt fer vel kemur það út á disk með haustinu. Sálin slær annars upp giggi á Nasa á laugardagskvöldið. Nokkuð er liðið frá því sveitin tróð þar upp síðast en að venju verða þar viðruð öll helstu lög sveitarinnar, allt frá elsta til yngsta smells. Sálverjar líta á þetta gigg sem snemmbúinn vorfögnuð og talið er líklegt að Jens Hansson verði létt- klæddur á sviðinu þegar líður á nótt- ina, að því er segir í tilkynningunni. Mun sveitin af því tilefni gegna nafn- inu Sálin hans Jens míns um þessa helgi. Sérstakir aufúsu- og heiðurs- gestir á Nasa verða rannsóknarnefnd- armenn, „enda veitir því ágæta fólki sjálfsagt ekki af því að hrista aðeins úr klaufunum eftir þrotlausa vinnu und- anfarna mánuði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Forsala miða verður á staðnum í dag, föstudag, milli klukkan 13 og 17. Sálin hans „Jens“ míns Vinnur að plötu fyrir haustið og heldur tónleika á laugardag. „Ég er búinn að sjá hana já, ég fór á frumsýninguna í Bandaríkjunum. Árið byrjaði mjög vel, ég er bæði búinn að fara í Hvíta húsið að hitta forsetafrúna og fara á rauða dregilinn í Hollywood,“ segir glaðbeittur Magnús Scheving þegar blaðamaður nær tali af honum á flugvelli í Los Angeles síðastliðinn miðvikudag í tilefni af frumsýningu myndarinnar The Spy Next Door hér á landi um helgina. Eins og kunnugt er leikur Magnús í myndinni, hinn illa Poldark. Stjarnan er hins vegar Jackie Chan sem gert hefur fjöldann allan af hasarmyndum í Hollywood undanfar- in ár. Magnús er ánægður með útkom- una, segir myndina þrælskemmtilega. „Þetta er „action“-mynd. Ef menn eru hrifnir af Jackie Chan þá er þetta mynd fyrir þá. Og reyndar líka mynd fyrir alla fjölskylduna því þetta er ekta Jackie Chan-hasarmynd með fjölskylduívafi, og með alveg frábærum vondum kalli,“ segir Magnús og hlær. Venjulega lendir töluverður hluti af því sem tekið er upp á gólfi klippi- herbergisins. Magnús segir hins veg- ar allar senurnar sem hann lék í vera í myndinni. Tökur fóru fram í Albuquer- que í New Mexico í Bandaríkjunum á síðasta ári og var unnið af fullum krafti. „Þetta voru mjög langir tökudagar. Oftast var unnið langt fram eftir kvöldi og á nóttunni,“ segir Magnús. „Töku- tíminn í dögum var aftur á móti mjög stuttur, aðeins um tuttugu dagar. En þetta var mjög stíf vinna.“ Absúrd að láta Jackie Chan lemja sig Eins og vænta má þar sem Jackie Chan er hetjan og Magnús vondi kallinn taka þeir hvor á öðrum í myndinni. „Ég þurfti að leika í fullt af slagsmála- atriðum með Jackie Chan. Það er mik- ið „challenge“, að fara beint úr splittinu yfir í slagsmálasenu með honum,“ seg- ir Magnús og hlær. „Og það var eigin- lega absúrd að mæta á settið og horfa í augun á Jackie Chan, vitandi að hann er að fara að berja þig.“ Magnús bætir við að hasarmynda- hetjan kínverska sé svakalega dugleg á tökustað. „Hann er alltaf að og alltaf að breyta öllu. Hann kannski bað mann að æfa einhverja rútínu, einhverjar VILDI EKKI HAFA illmennið íslenskt varnir fyrir ákveðna senu, svo fór mað- ur að æfa þetta allt kvöldið en morg- uninn eftir þegar maður mætti, reiðu- búinn til að gera þetta í senunni, þá var hann búinn að breyta þessu öllu. Þetta var því mjög sérstakt, en mjög skemmtilegt.“ Chan leikstýrir öllum slagsmálaat- riðum sjálfur og segir Magnús gaman að sjá hvernig hann vinnur. Chan er þekktur fyrir að leika í öllum áhættu- atriðum sjálfur og þurfti Magnús einn- ig að gera ýmis „stunt“, hlaupa upp á byggingar, renna sér niður stiga og fleira. Hann segir þetta þó ekki hafa reynt meira líkamlega á en hann sé vanur. „Neeei, ég myndi nú ekki segja það. Íþróttaálfurinn myndi alveg slá þessu við held ég,“ segir Magnús kíminn. Nokkrir leikaranna handleggs- brotnuðu þó og urðu fyrir minni háttar meiðslum eftir ýmis stökk og læti. „En það var svo fyndið að Jackie Chan er svo vanur því að hann sagði bara allt- af: „Ok, let´s move on.“ Kínverjarnir eru vanir þessu, þetta er bara eðlileg- ur fórnarkostnaður, og þess vegna eru alltaf aðrir leikarar tilbúnir til að taka við ef einhver meiðist. En Jackie Chan er algjörlega frábær í þessu, hann var til dæmis hárnákvæmur í að henda sverði sem lenti rétt hjá mér. Hann sagði mér að treysta sér sem ég bara gerði. Og ég fann sverðið strjúkast við eyrað og gagnaugað trekk í trekk. Þetta heppnaðist fullkomlega!“ Leikur Rússa með íslensk-færeyskan hreim Eins og áður segir leikur Magnús full- trúa illu aflanna í myndinni, hinn rúss- neska Poldark. Hann viðurkennir að hann hafi ekki undirbúið sig neitt sér- staklega vel fyrir hlutverkið. „Maður ætti að vinna einhverja rannsóknarvinnu, fara í talþjálfun og allt það. En ég ákvað að nota bara ís- lensk-færeyska hreiminn. Ég held að þeir Rússar sem sjá myndina verði mjög hissa,“ segir Magnús og skellir upp úr. „Ég á reyndar fyrst og fremst að vera útlendingur af því að vondi kall- inn má að sjálfsögðu ekki vera Amer- íkani. Valið stóð á milli þess að vera Íslendingur, Norðmaður eða Rússi og ég valdi Rússann,“ segir Magnús og bætir við að honum hafi fundist nógu mikið um neikvæða umfjöllun um Ís- land þessi misserin og því varla á það bætandi að láta vonda kallinn í Holly- wood-mynd vera Íslending. Magnús kveðst gera sér grein fyrir að leikurinn hjá sér sé ekkert sérstak- lega góður, enda sé hann ekki leik- ari. „En ég sá í einhverjum dómi að illmennið fékk góða umsögn. Jackie Chan-myndir almennt hafa hins veg- ar aldrei fengið góða dóma held ég. Þannig eru bara myndirnar hans. En þeir sem hafa séð Jackie Chan-mynd vita að þær eru þrælskemmtilegar.“ Meira samstarf með Chan Chan og Magnúsi kom mjög vel saman. Magnús segir kappann hafa reyndar sagt það fallega hluti um Magnús Scheving leikur illmennið í nýjustu mynd Jackie Chan sem frumsýnd verður hér á landi í kvöld, föstudag. Hann segir það hafa verið afskaplega skemmtilegt að leika á móti has- armyndahetjunni frægu sem meðal annars hafi kastað sverði hárfínt fram hjá gagnauganu á honum í einni senunni. Magnús er með í bígerð kvikmynd um Latabæ, sem hann segir ekki vera á barmi gjaldþrots þrátt fyrir fréttaflutning um hið gagnstæða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.